Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Október og nóvember Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú hingað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Prag í haust frá kr. 29.950 Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 3. nóvember, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 39.950 25. september - Helgarferð Flug og hótel í 3 nætur, helgarferð 25. sept. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Október að seljast upp Hvenær er laust 25. sept. – 17 sæti 28. sept. – laust 2. okt. – uppselt 6. okt. – laust 9. okt. – 7 sæti 13. okt. – laust 16. okt. – uppselt 20. okt. – 22 sæti 23. okt. – 32 sæti 27. okt. – laust 30. okt. – 25 sæti 3. nóv. – laust 6. nóv. – uppselt Rithöfundurinn Judith Her- mann, ein af kunnustu yngri höfundum Þýskalands, heldur fyrirlest- ur í Goethe- Zentrum kl. 19 í kvöld. Árið 1998 kom út hér á landi bókin Sommerhaus, später, Sumarhús seinna, í þýðingu Elísu B. Þorsteinsdóttur. Í nýjustu bók sinni, Nichts als Gespenster (2003), tileinkar hún Íslandi eina smásöguna. Judith Hermann var hér sem styrkþegi á vegum Rithöfunda- sambandsins og Literarisches Colloquium Berlin og dvaldi í nokkurn tíma á Íslandi og kynntist bæði landi og þjóð. Judith Hermann verður einnig með upplestur á bókmenntahátíð- inni í Iðnó www.bokmennta- hatid.is. Bækur Judith verða til sölu að loknum upplestri. Judith Hermann Judith Her- mann í Goethe- Zentrum HINN svokallaði Sinfóníudagur verður haldinn hátíðlegur í dag. Gestir eru boðnir velkomnir í Há- skólabíó til þess að kynnast starfi Sinfóníuhljómsveitarinnar, hitta hljóðfæraleikarana og fræðast um starf þeirra. Dagskráin hefst kl. 15 með því að Vinafélag SÍ heldur málþing þar sem fund- armenn leitast við að svara spurningunni Hver á að reka Sin- fóníuhljómsveit Íslands? Fulltrúar rekstraraðila flytja framsögur ásamt gestum. Umræður í framhaldi. Kl. 16.30 verður kynning á efnisskrá vetrarins. Að því loknu verður „hljómsveitarstjóraáskorun“. Þá mun borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, stjórna forleik að brúðkaupi Fígarós. Kl. 17 bjóða hljóðfæraleikarar gesti á sviðið til að sjá heiminn með augum hljóðfæraleikarans og fræðast um hvaðeina er varðar starfið. Borgar- stjóri stjórnar Sinfóníunni ORGANISTINN Marco Lo Muscio frá Róm er næsti gestur September- tónleika í Selfosskirkju. Leikur hans hefst kl. 20.30 í kvöld. Marcos leikur margar umritanir tónverka sem samin eru og þekkt í flutningi annarra hljóðfæra. M.a. umritun hans sjálfs á „Söngvum Selmu“ eftir Björk Guðmundsdótt- ur. Marco er 32 ára gamall. Hann hef- ur haldið yfir fjögur hundruð tón- leika víða um heim og gefið út fimm geisladiska. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis. Leikur Söngva Selmu eftir Björk Í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins á sunnudag um ný íslensk leikverk á sviði Þjóðleikhússins í vetur, sagði María Kristjánsdóttir leikhúsfræð- ingur erfitt að skilja hvers vegna nán- ast allt í einu svo stór og fríður hópur skuli finna hvöt hjá sér til að skrifa leikrit og segir verk um sjálfhverft spaug og snyrtimennskuglæpi hafa ráðið á kostnað verka íslenskra leik- ritahöfunda, sem gjarnan hafi verið litið á sem einnota vöru. Stefán Baldursson Þjóðleik- hússtjóri segist engan veginn líta svo á að íslensk leikritun hafi verið van- rækt af Þjóðleikhúsinu á síðustu ár- um. Á þeim 13 árum sem hann hefur verið leikhússtjóri, hefur leikhúsið frumsýnt 39 leikrit. „Á síðustu árum höfum við verið með töluvert átak í því að auðvelda höfundum aðgang að leikhúsinu og gerum margt fyrir íslenska höfunda. Við bjóðum fólki sem er með spenn- andi handrit eða hugmyndir að kom- ast tímabundið á starfslaun til að vinna við verkin. Við bjóðum alltaf ráðgjöf; leiklistarráðunautur okkar og leikstjórar eru alltaf reiðubúin í slíkt. Við bjóðum höfundum upp á leiklestra á handritum þeirra, - gef- um höfundum aðgang að leikstjóra og leikurum í vikutíma eða svo, til að þróa hugmyndina. Ef vel gengur, get- ur þetta endurtekið sig í tveim, þrem áföngum, þannig að þetta er vísir að höfundasmiðju. Í fyrra byrjuðum við á því að efna til vikulegra funda með leikritahöfundum, þar sem við feng- um til okkar bæði reynda og óreynda höfunda, til þess að ræða um það hvað leikhúsið getur gert fyrir höf- unda til að auðvelda þeim að koma verkum sínum á framfæri. Þetta voru gríðarlega gefandi umræður. Við höf- um einnig verið með mjög vel sótt höfundanámskeið. Námskeiðin eru nú orðin þrjú, á einu og hálfu ári, þar sem fólk heldur áfram af byrjend- anámskeiði á framhaldsnámskeið og svo áfram. Þetta hefur mælst gríð- arlega vel fyrir af þeim sem hafa sótt námskeiðin og í vor héldum við uppskeruhátíð, þar sem við kynntum ein tólf leikrit eft- ir fólk sem verið hafði á námskeið- unum. Þannig er- um við að gera mjög mikið í sam- vinnu við íslenska höfunda. Svo er það auðvitað mis- munandi frá ári til árs hve uppskeran skilar sér. Hún skilar sér gríðarlega vel í ár.“ Fjögur verk keypt Stefán segir að í kjölfar höfunda- viðræðnanna í fyrra hafi verið ákveð- ið að ráða fjóra höfunda til þess að skrifa leikrit fyrir Þjóðleikhúsið, þau Bjarna Jónsson, Hávar Sigurjónsson, Kristján Þórð Hrafnsson og Hrafn- hildi Hagalín. „Við vorum að kaupa þessi leikrit fyrirfram, en völdum fjóra höfunda sem áður höfðu vakið athygli fyrir góð verk. Þrír þessara höfunda eru á fjölunum í vetur, en verk Hrafnhildar bíður næsta vetrar. Því er engan veg- inn hægt að segja að við vanrækjum höfundavinnuna.“ Af átta nýjum verkum sem sýnd verða í vetur hefur það vakið athygli að aðeins eitt þeirra er eftir konu. María Kristjánsdóttir spyr í um- ræddri grein hvar þær séu. „Við vildum mjög gjarnan að fleiri konur skrifuðu leikrit. Ég nefndi Hrafnhildi Hagalín, sem er gott dæmi um frábæran ungan höfund. Í vor sýndum við verk eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur. Í vetur verðum við með verk eftir Völu Þórsdóttur, en hún hefur ekki skrifað verk fyrir okkur áður. Ein og ein kona er því að skjóta upp kollinum. Í höfundasmiðjunni og í leiklestrum höfum við verið með fleiri verk eftir konur, en þau eru ekki alveg komin á það stig að við höfum talið þau orðin sýningarhæf. Á leikrit- unarnámskeiðunum voru líka margar konur. Við höfum ekkert síður örvað konur en karla, en það er nú oft þann- ig í listunum, að það er ekki beinlínis hægt að fara eftir kynjakvóta.“ Vanrækjum ekki íslensk leikskáld Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri. VARLA var hægt að hefja nýja vetrarvertíð með glæsilegri hætti en gerðist á tónleikum Kristins Sig- mundssonar og Jónasar Ingimundar- sonar í Salnum á sunnudag. Aðeins tvö sæti voru óskipuð (fækkaði í eitt eftir hlé), og hefði gífurlegur söng- áhuginn án efa glatt Halldór Hansen barnalækni, í minningu hvers tónleik- arnir voru haldnir. Forstöðumaður tónlistarhússins notaði í stuttu inn- gangsávarpi tækifærið til að vekja at- hygli áheyrenda á að á komandi vetr- arskrá væri margt annað girnilegt í boði, og þóttist undirritaður geta lesið milli lína að fleira en söngur og kveð- skapur ætti stundum skilda álíka myndarlega mætingu á hlustenda- pöllum þessa söng- og bókhneigða lands og hér mátti sjá. Annars benti ekki aðeins húsfyllirinn til hvað við- burðurinn þótti markverður, heldur einnig nærstatt upptökulið RÚV, og vekur slíkt óneitanlega meiri athygli eftir því sem hljóðritunum Ríkisút- varpsins hefur fækkað á seinni árum aðhalds og niðurskurðar. Tónleikarnir voru alfarið helgaðir Robert Schumann (1810–56), einum mesta meistara hins rómantíska þýzka ljóðasöngs, ekki sízt fyrir ein- stakt lýrískt textanæmi hans og óvið- jafnanlegan hæfileika til að tjá and- rúm, skapbrigði og persónuleika á meitluðu máli tóna, hvort heldur í söngrödd eða slaghörpu. Um var að ræða tvo tólf ljóða flokka; fyrst hinn alþekkta við kvæði eftir Joseph von Eichendorff Op. 39 frá „ljóðaári“ Schumanns, 1840. Eftir hlé kom hinn nokkru eldri söngvasveigur hans við ljóð Justinusar Kerners Op. 35, er heyrist mun sjaldnar, hvað sem veld- ur, því hann er varla síðri að gæðum. Það er eiginlega sama hvar niður er borið í þessum yfirleitt stuttu en oft- ast gegnsömdu perlum. Hver átti sér til ágætis sín persónulegu einkenni, er þeir félagar drógu fram af hreint út sagt kynngimagnaðri innlifun. Hætt er því við að verja þyrfti heilli opnu til að nálgast jafnfjölbreytt efni og túlk- un af einhverri sanngirni. Að sama skapi hlýtur óhjákvæmilega að fara slembikeimur af eftirfarandi stikli þótt af biturri nauðsyn sé. Að frekari afsökun slepptri vakti fyrst, en ekki síðast, athygli manns lífleg persónusköpun flytjenda í Wal- desgespäch, enda meðal, liggur við að segja, sérhæfileika Kristins í íslenzkri söngvarastétt að geta brugðið sér kameljónsnöggt á milli ólíkra karakt- era eins og í þessu lagi, er gat að því leyti minnt á örstytta útgáfu af Álfa- kóngi Schuberts. Hinn makalaust óþvingaða loftkennda legato tenutis- simo brjósttónanotkun í líklega fræg- asta laginu, Mondnacht, var og eig- inleiki er mætti heyrast miklu oftar hjá íslenzkum ljóðasöngvurum, og myndaði hrífandi stórandstæðu við hljómmikinn fítonskraftinn í Schöne Fremde næst á eftir. Epísk riddararómantík var yfir Holgeir danska-kenndri persónu Auf einer Burg, og iðandi vökurð yfir In der Fremde. Hið hæga en geysivel mótaða Zwielicht bar keim af patet- ískri angurværð, en endaði á óvæntu háðslegu kveðjuskoti. Ákefð dýra- veiðimanna í 6/8 „caccia“-takti Im Walde umbreyttist í lokin í uggvænan feigðargrun, enda jagarar forn tákn- mynd dauðans. Á móti slepptu ljóð- og tónskáld fram af sér beizlinu í loka- ljóðinu, Frühlingsnacht, er geislaði af bronsbjallandi hljómdýrð bassa- söngvarans á fortissimói. Geðsveiflur Kernerljóðanna eftir hlé voru enn meiri en Eichendorff- flokksins ef nokkuð er, og hafa e.t.v. þótt mörgum söngvaranum óárenni- legri fyrir vikið. En þær virtust minnsta mál fyrir þá Kristin, er eftir trylltan berserkjafögnuð í Lust der Sturmnacht véku sér fyrirhafnarlaust yfir í þjóðlagslitaða andakt Stirb, Lieb und Freud. Í þessu frábærlega vel túlkaða lagi gat m.a. að heyra eitt af „einkaleyfum“ Kristins, marsléttan en vel brúaðan gregorstón á viðeig- andi textastað („O Jungfrau rein!“) þótt vitanlega kæmi slíkt víðar fyrir, ásamt pianissimo falsettusöng af öðru jafnhæfu tilefni – hvort tveggja lítil dæmi um afar vandmeðfarin raddk- rydd langt handan vopnabúrs flestra hérlendra söngvara, framreidd af áreynslulausri snilld hins þraut- reynda fagmanns. Eftir glæst og garpslegt Wander- lied með íhugulli millikafla tók við fín- leg en hlý túlkun á Erstes Grün og öf- undarvert tenútó-úthald í Sehnsucht der Waldgegend. „Til drykkjustaups látins vinar“ þar á eftir nálgaðist andblæ helgistundar inn á milli „dekla- merandi“ kontrasta. Farið var með topphæð og óþjál tónbil af liprum þokka í Wanderung og Stille Liebe – síðarnefnt kjörið dæmi um eftirminni- lega tjáningu ástarkvalar – og í hinu innilega Stille Tränen, á rúllandi hæg- skreiðri undiröldu flygilsins, var gælt og nostrað við tón og mótun svo unun var að, jafnvel þótt raddstyrkur nálg- aðist stundum efri enda dýnamíska sviðsins, er birtist hér sem víðar jafn- risavaxið og söngvarinn er sjálfur á velli. Neðri hluti þess, er heita má sorglega vannýttur hjá ýmsum fremstu málsvörum ljóðasöngs hér á landi, skartaði aftur á móti sérlega áhrifamikilli tjáningardýpt í síðustu tveim lögunum, Wer machte dich so krank? og Alte Laute, er sungin voru af fiðrildisfágaðri mýkt við daggtæran meðsöng slaghörpunnar. Eftir slíka stjörnuframmistöðu hefði mátt vænta „klapps á fæti“, líkt og oft hefur orðið af minna tilefni. Í staðinn kvað við nokkurra sekúndna dauðaþögn – áður en brast á holskefla lófataks og bravóhrópa – og var það sízt áhrifaminna. Hvað þá óverð- skuldaðra. Tónleikarnir verða endurteknir miðvikudaginn 17. september kl. 20. TÓNLIST Salurinn Schumann: Söngvasveigarnir Liederkreis (Eichendorff) Op. 39 og Zwölf Lieder (Kerner) Op. 35. Kristinn Sigmundsson bassi, Jónas Ingimundarson píanó. Sunnudaginn 7. september kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Kynngimagnaður Schumann Jónas Ingimundarson Kristinn Sigmundsson Ríkarður Ö. Pálsson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.