Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 29 ✝ Stefán B. Asparskipstjóri fæddist á Akureyri 3. júlí 1944. Hann lést á heimili sínu 1. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Halldórsson Aspar og Auður Jóns- dóttir Aspar. Systkini Stefáns eru Halldór, f. 1940, Jón, f. 1942, Birgir, f. 1943, Edda, f. 1946, Torfi, f. 1947, Gunnar, f. 1949 og Birna, f. 1951. Stefán kvæntist ár- ið 1972 Rósu Rósantsdóttur en þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru Sóley Björk, f. 1973, sambýlismað- ur Helgi Örn Gunnarsson og Fann- ey Ösp, f. 1977, báð- ar búsettar í Reykjavík. Stjúp- dóttir Stefáns er Að- alheiður Signý Óla- dóttir, f. 1964, gift Stefáni Jóni Stefáns- syni, börn þeirra eru Jóna Berglind, f. 1988 og Orri Snæv- ar, f. 1990. Stefán útskrifaðist frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1967 og starfaði mestan hluta ævinn- ar hjá Útgerðar- félagi Akureyringa. Útför Stefáns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag fylgjum við pabba okkar síð- ustu sporin hér á jörð. Þung eru þau spor en verða að sama skapi létt þeg- ar við hittumst aftur á góðum stað. Við beygjum höfuð okkar í sorg en þakklætið fyrir þær góðu stundir sem við fengum að njóta saman styrkir okkur á erfiðu stundunum. Elsku pabbi, okkur þykir svo mikið vænt um þig. Sóley og Fanney. Í minningu kærs bróður. Kallið kom óvænt þótt ég vissi að hann væri mikið veikur. Hann var alla tíð sjómaður, frá unglingsárum og allt til loka þegar kallið kom. Hann var það veikur í sumar að hann gat ekki stundað sjóinn, spilað golf eða farið í gönguferðir á fjöll, sem hann hafði gert áður bæði á Íslandi og erlendis. En þrátt fyrir alvarleg veikindi mátti hann ekkert vera að því að vera sjúk- lingur, áhugamálin voru ótalmörg og hann sinnti þeim alveg fram á síðasta dag, hafði t.d. komið sér upp heima- síðu þar sem hann skrifaði greinar um ýmisleg hugðarefni allt frá um- gengni um auðlindina til umferðar- mála og margt fleira. Í staðinn fyrir gönguferðir settist hann upp í bílinn sinn og keyrði eitthvað út í náttúruna. T.d. fór hann oft inn í Kjarnaskóg, hafði fundið þar góða laut, lagðist þar í sólbað og las í bók, hlustaði á fuglana og naut þess að vera einn í kyrrðinni. Hann langaði að fara einn túr með skipinu sínu, sem hann hafði verið skipstjóri á svo lengi. Þrátt fyrir for- tölur ætlaði hann sér að fara en þegar til kom treysti hann sér ekki með. Og nóttina eftir að skipið hans hélt út á sjó sigldi hann á önnur mið. Ef ég ætti mér eina ósk mundi ég óska mér þess að ég ætti þó ekki væri nema smábrot af því æðruleysi sem hann bjó yfir. Far þú í friði kæri bróðir og guð veri með þér. Þín systir Edda. Minnisbrot um kæran bróður. Allt er svo bjart í minningunni, í litlu húsi, þar sem þétt var setið og sofið, systkinahópurinn stóri eins og heilsteypt keðja, 8 börn á 10 árum, hver hlekkur svo mikilvægur en nú er komið að því að kveðja einn úr hópn- um, Stebba bróður. Þegar ég er komin til vits og ára er Stebbi unglingur og farinn að stunda sjómennskuna en sjómennskan varð hans ævistarf. Á þessum árum sigldu togararnir mikið til Bretlands með fiskinn og var það kallað að fara í siglingu. Þegar von var á Stebba úr siglingu var labb- að út á klappir heima því að þar sást langt út á sjóinn. Fylgst var með togaranum sigla inn fjörðinn og þegar skipið nálgaðist var hlaupið niðrá bryggju. Þá mátti unglingurinn þola það að „litla systir“ tók á móti honum. Stebbi, Stebbi hér er ég, farið var um borð og skipið skoðað, síðan í land með sjóurunum, rúntað í leigubíl og farið inn á bar, þar var systirin sett uppá háan barstól og settur stór jarð- arberjashake fyrir framan hana, þarna gat lífið ekki orðið betra, hvað þessi systir var stolt af þessum bróðir sínum. Þegar Stebbi kom úr sigling- unum kom hann aldrei tómhentur heim. Eitt sinn var það skólataska, hjólaskautar og hvít leðurstígvél. Þegar í þessi stígvél var komið máttu prinsessurnar í ævintýrunum vara sig. Einu sinni bað Stebbi „litlu syst- ur“ (sem þá var orðin táningur) að hjálpa sér með að velja jólagjöf handa kærustunni, stakk hún þá uppá hár- kollu, það væri svo þægilegt að geta bara sett kollu á hausinn og þurfa ekkert að greiða sér, einhverra hluta vegna hitti þetta ekki beint í mark hjá kærustunni. Eftir að við urðum fullorðin má segja að Stebba hafi tekist að halda systkinahópnum saman með golfi. Hann (ásamt fleirum) stóð fyrir golf- móti hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og þar tók maður sín fyrstu handtök í golfinu. Í fyrsta sinn sem „litla systir“ fékk fugl var dreginn upp fleigur og skálað fyrir því. Hjá Stebba mátti maður aldrei taka upp krónu, hann var alltaf fyrri til og sagði það er búið að ganga frá þessu, svona var hann gjafmildin uppmáluð. Læt ég þessum hugrenningum um kæran bróður lok- ið. Dætrunum Sóleyju og Fanneyju bið ég blessunar í sorginni, einnig Helga, Rósu, Heiðu og fjölskyldu og Tomma hans góða vini. Blessuð sé minning Stebba Birna (litla systir). Það sem gerir góða starfsmenn að frábærum er þegar þeir leggja sig meira fram og ná betri árangri en hægt er að ætlast til. Stefán Aspar skipstjóri á Árbak EA var slíkur mað- ur. Mest alla sjómannstíð sína var Stefán skipstjóri á ísfisktogurum ÚA sem afla landvinnslu félagsins hráefn- is. Stefán tók þetta hlutverk sitt föst- STEFÁN B. ASPAR um tökum og var mjög umhugað að allur frágangur og gæði fisksins sem hann kæmi með í land væri til fyr- irmyndar og stæðist ströngustu kröf- ur. Stefán gat sér fljótlega orð sem góður sjómaður og sá sem kunni til verka. Það eru ófáir sjómenn hjá ÚA, og annars staðar, sem hafa notið leið- sagnar Stefáns á hinum ýmsu sviðum sjómennskunnar og mannlífsins. Það er eftirtektarvert hvað Stefán bar mikla umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín og eru nokkur dæmi þess að Stefán hafi tekið menn upp á sína arma og aðstoðað þá við að sigr- ast á tímabundnum erfiðleikum. Þar sýndi Stefán af sér meiri náungakær- leika en við eigum að venjast. Stefán hóf sjómannsferil sinn fyrir meira en fjörutíu árum á síðutogur- um. Árið 1969 fór hann sína fyrstu túra sem stýrimaður hjá ÚA og nokkrum árum síðar var hann búinn að ávinna sér það traust að hann var orðinn skipstjóri. Stefán var af þeirri kynslóð sjómanna sem hófu lífsstarfið á síðutogurunum við frumstæðar að- stæður og muna því tímana tvenna til sjós. Það varð hlutskipti Stefáns að leggja Harðbaki gamla en hann var síðasti síðutogarinn sem var gerður út hjá ÚA. Af Harðbak lá leiðin á skuttogarana Sólbak og Hrímbak og þaðan á Árbak sem hann stýrði til dánardægurs. Allir sem kynntust Stefáni voru ríkari af vináttu hans og lífspeki. Fyrir hönd starfsmanna ÚA og Brims sendi ég dætrum Stefáns og fyrrverandi eiginkonu samúðar- kveðju og óska þess að minning um góðan dreng megi sefa sorgina og vera þeim huggun sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Stefáns. Guðbrandur Sigurðsson. Það var fyrir tæpum átta árum sem ég kynntist Stefáni Aspar en þá tók hann við skipstjórn á Árbak EA 5. Þá þekkti ég Stefán aðeins af orðsporinu góða sem alla tíð fylgdi honum. Traustur og áreiðanlegur eru orð sem lýsa honum afar vel, líka vandaður og sanngjarn, en orðið sem helst kemur í hugann á mér er góður. Góður skip- stjóri, góður félagi og góður maður. Þetta voru gæfu- og gæftaár sem hann stýrði Árbak enda lagði Stefán sig allan fram í því sem hann tók sér fyrir hendur, ekki síst þeim hlutum er vörðuðu öryggi áhafnarinnar. Það er því með eftirsjá og miklum söknuði sem ég kveð þennan prýð- ismann. Dætrum Stefáns og aðstand- endum öllum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gylfi Svafar Gylfason. Það er leitt að kveðja góðan vin og samstarfsmann, enn á besta aldri, en fráfall Stefáns Aspar er staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. Áhöfnin á Árbak minnist Stefáns sem einstaks ljúfmennis og félaga og þökkum fyrir að hafa fengið að starfa undir hans styrku stjórn. Hann var aflakló sem bar virðingu fyrir skipi og áhöfn. Hvort sem það var skipstjórn í verstu veðrum eða að bera mikinn afla að landi. Sérstakt lag hafði Stefán á að laða fram það besta í áhöfnini og leið okkur einstak- lega vel undir hans stjórn. Til marks um ánægju áhafnarinnar þótti það fréttnæmt ef skipsrúm losnaði. Í dag kveðjum við Stefán og færum dætrum hans og aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Áhöfnin á Árbak. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARI F. GUÐMUNDSSON fyrrv. starfsmannastjóri Landsbankans, Birkihæð 8, Garðabæ, lést á Landspítala Hringbraut að morgni laugardagsins 6. september. Katla Ólafsdóttir, Fríða Aradóttir, Atli Arason, Vilborg Aradóttir, Guðmundur Arason, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN HJÖRLEIFUR ÞORVARÐARSON, frá Þiljuvöllum, Dvalarheimilinu Helgafelli, Djúpavogi, lést miðvikudaginn 3. september. Útför hans fer fram frá Beruneskirkju föstudaginn 12. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristín Snæbjörnsdóttir, Unnþór Snæbjörnsson, Hlífar Már Snæbjörnsson, Alda Snæbjörnsdóttir, Þórður Viðar Snæbjörnsson. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA DAGMAR BJÖRNSDÓTTIR frá Brunnum Suðursveit, Keldulandi 21, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Mosfellskirkju miðviku- daginn 10. september kl. 15.00. Harald Sigurbjörn Holsvik, Gígja Sólveig Guðjónsdóttir, Guðjón Dagbjörn Haraldsson, Valbjörg Þórðardóttir, Guðrún Dagmar Haraldsdóttir, Grétar Ólafsson og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGVALDI BÚI BESSASON trésmiður, Goðheimum 23, Reykjavík, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 7. september. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 11. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Ásdís Erla Gunnarsdóttir Kaaber, Jón Magngeirsson, Margrét Snorradóttir, Gunnar Sigvaldason, Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Ástríður Sigvaldadóttir, Kristinn Páll Ingvarsson, Þórarinn Sigvaldason, Jóhanna Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT J. LÍNDAL, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi laugardaginn 6. september. Erla Líndal, Jóhanna Líndal Zöega, Tómas Zöega, Kristín Líndal, Jónas Frímannsson, Jónatan Ásgeir Líndal, Helga Þorbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN LÚÐVÍKSDÓTTIR, Fífilgötu 10, Vestmannaeyjum, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 5. september. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 13. september kl. 14.00. Hildur Ólafsdóttir, Eydís Ólafsdóttir, Skúli Ólafsson, Bjarni Ólafsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.