Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 43 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. BRUCE ALMIGHTY MEÐ ÍSLEN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS Skemmtilegasta spennumynd ársins er komin.. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársins Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. MEÐ ÍSLEN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Í UM þrjátíu ár hefur Halldór Ómar Sigurðsson séð um að bjóða íslenska kvikmyndagesti velkomna á sýn- ingar en hann á fimmtugsafmæli í dag. Síðastliðin tuttugu ár hefur hann starfað í Regnboganum en þar á undan sinnti hann svipuðum störf- um í Hafnarbíói sem rekið var í gömlum setuliðsbragga við Bar- ónsstíg. Í tilefni afmælisins verður sérstök móttaka í Regnboganum í dag á milli kl. 17 og 19. Morgunblaðið heyrði í þessum vaska miðaverði, sem ber titillinn framkvæmdastjóri móttökusviðs með sóma. „Ég byrjaði sem lærlingur hjá Jóni Ragnarssyni en hann rak Hafn- arbíó á sínum tíma. Ég fylgdi honum svo í Regnbogann. Ég er búinn að vera í þessu í rúmlega þrjátíu ár en ég byrjaði mjög ungur.“ Halldór lætur vel af starfinu og segir það mjög gott. „Ég tek á móti gestum hér, býð þá velkomna og vísa þeim inn. Ég legg mikið upp úr því að vera kurteis í alla staði.“ Bond og Jackie Chan Aðspurður segir Halldór að eft- irminnilegustu myndirnar á ferl- inum séu James Bond-myndir og býr hann við þá gæfu að muna eftir því þegar þeir Sean Connery og Roger Moore voru að taka sín fyrstu skref sem einkaspæjarar hennar hátignar. „Einnig hef ég mjög gaman af honum Jackie Chan. Hann er mjög góður,“ segir Halldór enn fremur. „Hann fær hrós hjá mér alla vega (hlær).“ Halldór neitar því að örtröð á myndir hafi valdið honum vandræð- um í gegnum tíðina. Það er því með sönnu auðheyranlegt að hér fer fag- maður. „Nei nei, það eru allir svo kurt- eisir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott fólk og kurteist sem kemur hingað.“ Halldór Ómar Sigurðsson í Regnboganum er fimmtugur í dag „Allir mjög kurteisir“ Halldór Ómar Sigurðsson, uppá- búinn og til þjónustu reiðubúinn. RÚMU ári eftir hafa greinst með lungnakrabbamein er bandaríski tónlistarmaðurinn Warren Zevon látinn, 56 ára að aldri. Zevon, sem var einn virtasti tónlistarmaður í Norður-Ameríku, lést í svefni síð- degis á sunnudag eftir að hafa háð vonlitla baráttu við krabbann. Zevon þótti hafa mjög afgerandi stíl, röddin var hrjúf, lögin grípandi og textarnir oftar en ekki kaldhæðin sýn á lífið og tilveruna. Einungis tvær vikur eru síðan Zevon gaf út síðustu plötu sína The Wind. Plötuna tók hann upp í góðra vina hópi, þar sem á meðal voru Bruce Springs- teen, Jackson Browne, Tom Petty, Billy Bob Thornton, Dwight Yoakam og Don Henley – allt yfirlýstir aðdá- endur Zevons. Platan stökk beint í 16. sæti bandaríska breiðskífulist- ans, sem er hæsta sem plata með Zevon hefur komist í heil 25 ár. Amerískur varúlfur í London Zevon fæddist 24. janúar 1947 í Chicago, sonur fjárhættuspilara. Fyrsta sólóskífan kom út 1969, hét Dead or Alive en engin húrrahróp heyrðust. Neyddist hann því til að vinna fyrir sér með því að semja lag- stúfa fyrir auglýsingar og spila fyrir aðra listamenn. Hann lék á píanó með Everly-bræðrum um tíma Á þriðju plötunni Excitable Boy, var að finna fyrsta og stærsta smell Zev- ons, „Werewolves of London“. Fyrir Warren Zevon látinn 56 ára gamall Náði nýjustu Bond-myndinni vikið seldist platan stóra vel og Zevon varð alþekkt nafn, einkum heima fyrir. Zevon sendi síðan frá sér fjölmargar plötur, með hléum þó vegna glímu við áfengisfíkn. Á þrjátíu ára ferli vann hann með fjölda þekktra lista- manna þ.á.m. R.E.M. í sveitinni Hindu Love Gods, Neil Young og Dave Gilmour Pink Floyd-leiðtoga. Í yfirlýsingu sem Zevon sendi frá sér í ágúst 2002 eftir að hann fékk fregnirnar að hann ætti skammt eft- ir ólifað var hann sjálfum sér líkur, hæverskur og kaldhæðinn: „Þetta er í góðu lagi. Verra er ef ég næ ekki næstu James Bond-mynd.“ Á nýju plötunni syngur Zevon slagara Dylans „Knockin’ on Heav- ens Door“ sem er vitnisburður um að þótt Krabbi frændi hafi þá nær verið búinn að ræna hann heilsunni þá hafði honum ekki tekist að krækja í kímnigáfuna. Zevon náði Bond-myndinni sem hann hafði beðið eftir en það var Die Another Day sem var frumsýnd fyrir jólin í fyrra. skarpi@mbl.is Warren Zevon SÆNSKA þungarokkssveitin Ever- grey leikur sinfónískt og „stórt“ þungarokk og hefur gefið út fjórar breiðskífur. Sú nýjasta, Recreation Day, hefur vakið á henni þónokkra at- hygli en fyrri verk eru The Dark Discovery (’98), Solitude, Dominance, Tragedy (’99) og In Search of Truth (’01). Tom S. Englund, söngvari og gít- arleikari, segir að Þorsteinn Kol- beinsson (sá er flytur sveitina inn) sé búinn að vera aðdándi allt síðan Sol- itude, Dominance, Tragedy kom út. „Hann hefur verið í sambandi lengi vel og hefur komið á nokkra af tón- leikum okkar. Við erum nýkomnir frá Bandaríkjunum og sáum að við gát- um gert stuttan stans hér á landi áður en við færum áfram til Evrópu.“ Tom segir aðspurður að honum finnist þeir vera í stöðugri framþróun. Fjórar plötur á þessum árum sé ágætur árangur og þróunin sé á réttri leið. Mannabreytingar hafi verið tals- verðar og það hafi styrkt sveitina fremur en hitt. Plötusala og góð gagn- rýni er þá einnig á línulegri leið upp á við. Þegar meðlimir eru sjálfir beðnir um að lýsa tónlist sinni segja þeir þetta vera „Evergrey-tónlist“. Og reyndar er það glettilega erfitt að pinna stefnuna niður en Queens- ryche, Opeth, Dream Theater og Blind Guardian koma þó upp í hugann er hlustað er. Tónlistin einkennist af mikilli tæknigetu og melódískri og dramatískri uppbyggingu. Nokkuð tilkomumikið ef satt skal segja. „Gagnýnendur hafa átt erfitt með að draga okkur í dilka,“ segir Tom. „Og það er gott. Það hlýtur að þýða að við séum að gera eitthvað sérstakt.“ Blaðamaður spyr að lokum hvort það sé ekki erfitt að endurskapa jafn- flókna tónlist á sviði. „Þetta er bara eins og að keyra bíl,“ segir Henrik Danhage gítarleikari þá. „Þetta er erfitt fyrst en svo verður þetta ekkert mál.“ arnart@mbl.is Evergrey leikur á Gauknum Morgunblaðið/Ásdís Hluti Evergrey bregður á leik. Tónleikar Evergrey hér á landi verða tvennir, hvorir tveggju á Gauki á Stöng. Í kvöld leika þeir ásamt Dark Harvest (Gulli Falk og félagar) og Sign. Allir aldurs- hópar eru velkomnir á þessa tónleika og verða dyr opnaðar kl. 19. Seinni tónleikarnir eru á miðvikudagskvöldið. Þá leika Dr. Spock og Envy of Nona (sveit David Dunham sem var í d.u.s.t.). Aldurstakmark er 18 ára og verða dyr opnaðar kl. 20.30. Aðgangseyrir bæði kvöld er 1.200 kr. www.evergrey.net

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.