Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 37 FJÓRIR íslenskir kylfingar munu reyna fyrir sér í fyrstu umferð úrtökumóts atvinnukylf- inga fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Alls eru úrtökumótin þrjú að tölu og fer fyrsta mótið fram á þremur stöðum samtímis dag- ana 23.–26. september, í Þýskalandi, Frakk- landi og á Englandi. Nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Björgvin Sigur- bergsson GK, Ólafur Már Sigurðsson GK og Sigurpáll Geir Sveinsson GA verða í eldlín- unni í fyrsta mótinu en ekki er vitað á hvaða velli þeir munu leika. Birgir Leifur sagði í samtali við Morgunblaðið að íslensku kylfing- arnir hefðu óskað eftir að fá að leika á sama vellinum, enda væri hagræðið mikið fyrir þá fjárhagslega ef svo færi. Þar hefðu þeir ósk- að eftir því að leika á Five-Lakes vellinum á Englandi en þar kepptu þeir Björgvin, Birgir og Ólafur Már fyrir ári. Önnur umferð úr- tökumótsins fer fram 30. október til 2. nóv- ember þar sem leiknar verða 72 holur á tveimur keppnisstöðum í Frakklandi og á Englandi. Þriðja og síðasta úrtökumótið verður á Spáni 7.–12. nóvember á Emporda- og Golf Platja de Pals-völlunum. Á síðasta mótinu verða leiknar 108 holur og standa um 35 kylf- ingar eftir með pálmann í höndunum, þ.e. keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Birgir Leifur hefur tvívegis leikið á þriðja og síðasta úrtökumótinu en á síðasta ári léku Björgvin og Ólafur auk Birgis á 1. úrtöku- mótinu og komst Birgir í gegnum það mót en féll úr keppni á 2. stigi úrtökumótsins en ís- lenskur kylfingur hefur aldrei öðlast keppn- isrétt á evrópsku mótaröðinni. Fjórir íslenskir atvinnu- kylfingar fara á úrtökumót Morgunblaðið/Arnaldur Atvinnukylfingarnir Björgvin Sigurbergsson og Birgir Leifur Hafþórsson eru tveir af fjórum íslenskum kylfingum sem reyna fyrir sér í fyrstu umferð úrtöku- móts atvinnukylfinga fyrir evrópsku mótaröðina í golfi.  JÓHANNES Bjarnason náði draumahögginu sínu í síðustu viku þegar hann fór holu í höggi á 6. braut á Hvaleyrarvelli. Þetta var í fyrir- tækjamóti Keilis og keppti Jóhannes fyrir K. Karlsson. „Það er frábært að fara holu í höggi og þetta kom sér sérlega vel þarna því það kom úrhell- isrigning á meðan við spiluðum þessa holu og ég gat beðið hana af mér undir regnhlífinni,“ sagði Jó- hannes.  GUÐMUNDUR Sigurðsson varð í öðru sæti í +-105 kg flokki á heims- meistaramóti öldunga í ólympískum lyftingum í Savannah í Bandaríkj- unum um nýliðna helgi. Guðmundur snaraði 112,5 kg og jafnhenti 140 kg. Hann reyndi að bæta heimsmetið í sínum flokki í jafnhendingu með því að lyfta 152,5 kg en lyftan var dæmd ógild þótt Guðmundur næði að lyfta þyngdinni. Hefði lyftan verið dæmd gild hefði Guðmundur tryggt sér gullverðlaun í flokknum.  FRÍÐA Rún Þórðardóttir úr ÍR varð á dögunum Íslandsmeistari í 5.000 m hlaupi kvenna en keppt var á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Fríða kom í mark á 18.18,95 mínútum en önnur varð Rakel Ingólfsdóttir, FH, rúmum tveimur mínútum á eftir Fríðu.  SIGURBJÖRN Árni Arngríms- son, UMSS, varð Íslandsmeistari í 10.000 m hlaupi. Sigurbjörn hljóp vegalendinga á 32.28,08 mínútum. Annar varð Jóhann Ingibergsson úr FH og þriðji í mark varð Bjartmar Birgisson, ÍR. FÓLK Stíf sunnanátt var á Akureyri áföstudaginn og áttu menn í miklum vandræðum með að hemja bolta sína, sérstaklega voru flatirnar erfiðar. Björgvin lék stöðugt golf báða hringina og kom inn á tveimur yfir pari á hvorum hring fyrir sig. Sigurpáll lék fyrri hringinn á sex höggum yfir pari en tók sig heldur betur á í þeim síðari og kom þá inn á parinu, sem var besta skor dagsins. Auðunn lék líkt og Björgvin mjög jafnt og lauk báðum hringjunum á 75 höggum, samtals á 150 höggum. Í fjórða sæti kom síðan Ingi Rúnar Gíslason, GKj, á tíu höggum yfir pari, 74 högg á fyrri hring en 78 á þeim síðari. Úlfar Jónsson, GK, og Birgir Leif- ur Hafþórsson, GKG, urðu jafnir í 5.–6. sæti á 155 höggum, 13 höggum yfir pari, og er orðið dálítið langt síð- an skorkort þess síðarnefnda hefur litið eins illa út og það gerði á Ak- ureyri á föstudaginn. Hann byrjaði þó vel, fugl á tveimur fyrstu holunum og á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar. Tíunda holan var hræðileg hjá honum því hana lék hann á tvöföldu pari, átta höggum, en hún er par fjórir. Skrambi var síð- an á tólftu og skolli á fjórtándu. Síð- ari hringurinn byrjaði betur en sá fyrri, tveir fuglar og örn á fyrstu þremur holunum, en síðan ekki sög- una meir því hann fékk fimm skolla og þrjá skramba á þeim holum sem eftir voru. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR var eina konan í hópnum og hún stóð sig bærilega, lenti í sjöunda sæti á 156 höggum, höggi á eftir Úlfari og Birgi Leifi. Mótið er nú hálfnað en síðari hluti þess, 36 holur, verður leikinn á Hólmsvelli í Leiru á föstudaginn kemur. Þá ræðst hver sigrar og fær hin veglegu verðlaun, sem eru 100 þúsund krónur auk þátttökuréttar á móti í Malasíu í febrúar í boði Carls- berg, en mót þetta er eitt af fyrstu mótum evrópsku mótaraðarinnar. Björgvin stóð upp úr á Akureyri BJÖRGVIN Sigurbergssson, atvinnukylfingur úr Keili, lék best þeirra nítján kylfinga sem tóku þátt í fyrsta atvinnumannagolf- mótinu sem fram fer hér á landi. Leikið var á Jaðarsvelli á Akureyri á föstudaginn og léku kapparnir tvo hringi, 36 holur. Björgvin lék á 146 höggum, fjórum höggum yfir pari, en Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA var tveimur höggum þar á eftir og Auðunn Einarsson, Oddi, tveimur höggum á eftir heimamanninum. annað keppnistímabil hjá liðinu Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.