Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 45 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, og 8.15. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Með íslensku tali. KRINGLAN Sýnd kl. 5. BASIC SINBAD SÆFARI ÁSTRÍKUR OG KLEOPATRATOMB RAIDER ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. YFIR 40.000 GESTIR! YFIR 40.000 GESTIR! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”!  Skonrokk FM 90.9  Skonrokk FM 90.9 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Með íslensku tali EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5, 7.45 OG 10.15. ÁLFABAKKI Synd kl. 4 og 6. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. Enskt tal Sýnd áklukkutímafresti  KVIKMYNDIR.IS VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. SANNKÖLLUÐ skákvakn- ing er nú meðal barna og unglinga á Seltjarnarnesi. Á sunnudaginn héldu Hrókur- inn og Æskulýðs- og íþrótta- ráð Seltjarnarness (ÆSÍS) skákmót fyrir nemendur í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla og voru keppendur 152 tals- ins. Góð stemning ríkti á staðnum og mættu mörg hundruð gestir til að fylgjast með. Teflt var í sex flokkum og voru verðlaunahafar eftir- farandi: Stúlkur í 7.–10. bekk: 1. Kristjana Konný Bjarnadóttir 5 vinninga af 5 mögulegum. 2. Karen Halldórsdóttir 4 v. (14,5 stig) 3. Hildur María Þór- isdóttir 4 v. (14 stig). Strákar í 7.–10. bekk: 1. Grímur Björn Grímsson 6 vinninga af 6 mögulegum. 2. Ingólfur Helgi Héð- insson 5 vinningar. 3. Snorri Sigurðs- son 4,5 vinningar. Stúlkur í 4.–6. bekk: 1. Aðalheiður Guðjónsdóttir 4,5 vinninga af 5 mögu- legum (10,5 stig). 2. Stefanía B. Stef- ánsdóttir 4,5 vinninga (9,5 stig). 3. Helga Hrund Friðriksdóttir 4 vinn- inga. Strákar í 4.–6. bekk: 1. Hjalti Ragnarsson 5 vinninga af 5 mögu- legum. 2. Jökull Jóhannsson 4,5 vinn- inga. 3. Stefán L. Stefánsson 4 vinn- inga. Stúlkur í 1.–3. bekk: 1. Selma Ramdani 2. Jórunn María 3. Tinna Jónsdóttir. Strákar í 1.–3. bekk: 1. Sigurður Finnbogi Sæmundsson 2. Pétur Stefánsson 3. Þorsteinn Guð- laugsson. Sigurvegarar í einstökum flokkum fengu bikar frá Árna Höskuldssyni gullsmiði og þrír efstu í hverjum flokki fengu verðlaunapening. Allir keppendur fengu viðurkenningar- skjal. Vegleg verðlaun voru veitt og auk þess efnt til happdrættis með miklum fjölda vinninga. Öllum kepp- endum og gestum var boðið upp á veitingar frá Vífilfelli og SS. Mótið heppnaðist vel og markar upphafið að skipulögðu skákstarfi í skólunum á Seltjarnarnesi. Ásgerður Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, boðaði í ræðu í móts- lok að brugðist yrði við hinum gríð- arlega áhuga ungu kynslóðarinnar með því að hefja markvisst skákstarf í báðum skólunum á Seltjarnarnesi. 152 börn á skákmóti Hróksins og ÆSÍS Morgunblaðið/Ómar Þessi börn hlutu fyrstu verðlaun í sínum aldursflokki: Aftari röð: Að- alheiður Guðjónsdóttir, Kristjana Konný Bjarnadóttir og Grímur Björn Grímsson. Fremri röð: Selma Ramdani, Sigurður Finnbogi Sæmundsson og Hjalti Ragnarsson. Skákvakning á Seltjarnarnesi Barnaskákmótið um helgina sýndi glöggt mikinn áhuga æskunnar á skákíþróttinni. KVIKMYNDASAFN Íslands verður með tvær sýningar á myndinni Á hjara veraldar eftir Kristínu Jó- hannesdóttur í tilefni þess að tutt- ugu ár eru liðin frá því að Kristín gerði þessa fyrstu mynd sína. „Myndin er ljóðræn og Kristín kafar hér á óhefðbundinn hátt í sál- arlíf persóna sinna til þess að fylgj- ast með því sem þar gerist. Sögu- þráðurinn spinnst einkum milli þriggja persóna, móður, dóttur og sonar. Inn í vef fjölskylduátaka flétt- ast ýmis mál, umhverfismál, saka- mál og kynjamál og beiting valds í sinni víðtækustu mynd,“ segir í til- kynningu. Kristín ætlar sjálf að vera viðstödd sýninguna í kvöld en hátt í tuttugu ár eru liðin frá því að hún sá myndina síðast á tjaldi. „Það er orð- in lagleg tíð síðan það var, allavega í filmuformi því hún hefur ekki verið sýnd síðan hún kom út. Að vísu sá ég hana á einverjum kvikmyndahátíð- um,“ segir Kristín en myndin var frumsýnd árið 1983. „Ég hef kíkt á hana á myndbandi en það er allt önnur upplifun. Ég hef séð hana í bútum endrum og eins en það er ekki sama upplifunin. Þess vegna hef ég ekki gefið hana út á mynd- bandi,“ segir hún. „En það verður gaman að sjá verk sem er orðið það gamalt að maður er farinn að upplifa það eins og eftir einhverja aðra. Maður lifir svo mörgum lífum.“ Eitt af viðfangsefnum mynd- arinnar er umhverfismál. „Það er líka gaman að skoða þetta viðfangs- efni í ljósi tímans. Til dæmis er fjallað um þessa togstreitu virkjun eða ekki virkjun. Á sínum tíma var þetta ekki mál sem vakti athygli því það var enginn að hugsa um þetta þá. En núna er þetta mikið hita- mál.“ „Það var mjög erfitt á sínum tíma að hafa þetta í gegn en það tókst, líklega vegna þess að ég var svo óreynd og óhrædd, maður óð af stað. Ég mundi hugsa mig tvisvar um í dag hvort ég myndi vaða af stað á sama hátt og ég gerði þá, segir Kristín, sem vill sjá fleiri konur í leikstjórastólnum. „Mér hefur fundist hlutur kvenna í dag vera mjög erfiður og eflaust erfiðari en hann var á sínum tíma, segir hún um kvikmyndaheiminn. „Mér þykir það ótrúlegt hvað hlutur kvenna er rýr.“ Kristín er ánægð með störf Kvik- myndasafns Íslands. „Þetta er mik- ilvægt starf, að tengja við söguna. Þarna eru sýndar myndir sem gæfist annars ekki tækifæri til að sjá. Þetta er eitthvað sem verður að rækta.“ Kvikmyndasafn Íslands sýnir Á hjara veraldar Var óreynd og óhrædd Atriði úr íslensku kvikmyndinni Á hjara veraldar, sem á tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Sýningarnar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði, og verða í kvöld kl. 20 og laug- ardaginn 13. september kl. 16. Miðasala verður opnuð hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.