Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 1
Eins og í
tölvuleik
Sögur Haruki Murakami koma hon-
um sjálfum á óvart Listir 22
STOFNAÐ 1913 243 . TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Lagt upp
úr kurteisi
Halldór Ómar í Regnboganum
fimmtugur Fólk 43
Eini áhuga-
maðurinn
Ólafur Örn Bjarnason les sálfræði
milli landsleikja Suðurnes 17
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, tilkynnti framkvæmdastjórn
Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO) í gær að Ahmed Qurei, forseti
palestínska þingsins, hefði fallist á
að verða næsti forsætisráðherra pal-
estínsku heimastjórnarinnar. Ísr-
aelska ríkissjónvarpið sagði í gær-
kvöldi að Qurei hefði lagt til að
Palestínumenn gerðu vopnahlés-
samning við Ísraela í stað þess að
herskáar hreyf-
ingar Palestínu-
manna lýstu ein-
hliða yfir
vopnahléi eins og
í júní. Ísra-
elsstjórn hefur
hingað til hafnað
hvers konar
vopnahléssamningum við Palestínu-
menn og sagt að fyrst verði palest-
ínska heimastjórnin að skera upp
herör gegn herskáu hreyfingunum.
Áður hafði Qurei sagt að það þjón-
aði engum tilgangi að skipa nýjan
forsætisráðherra ef Ísraelsstjórn
breytti ekki afstöðu sinni til Arafats
og palestínsku þjóðarinnar. Hátt-
settur ísraelskur embættismaður
sagði að Ísraelar myndu hvorki
styðja Qurei né hætta árásum á liðs-
menn herskárra hreyfinga Palest-
ínumanna ef heimastjórnin skæri
ekki upp herör gegn hreyfingunum.
„Mikilvægast er að vita hvort
Ísraelar vilja breyta fjandsamlegri
afstöðu sinni, hvort þeir vilja viður-
kenna Yasser Arafat sem lögmætan
leiðtoga palestínsku þjóðarinnar,“
sagði Qurei eftir fund með Arafat í
gær.
Qurei sagður fallast á að verða forsætisráðherra Palestínumanna
Leggur til að samið verði
um vopnahlé við Ísraela
Ramallah, Jerúsalem. AFP.
Tengja árangur/14
Ahmed Qurei
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur frá því í vor
neitað að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi
fasteignagjöld vegna eigna í sveitarfélaginu. For-
svarsmenn hreppsins segja að verði fyrirtækið
ekki við greiðsluáskorun sé uppboð á eignum
orkuveitunnar á Nesjavöllum þrautalending. Um
er að ræða skuld upp á átta til níu milljónir króna.
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Gríms-
nes- og Grafningshreppi, segir að bréf hafi borist
frá fjármálastjóra Orkuveitunnar þar sem fram
hafi komið að samkvæmt mati borgarlögmanns
beri Orkuveitunni ekki skylda til að greiða fast-
eignagjöld af eignum sínum í hreppnum. Sveit-
arstjórn hafi ekki þótt eðlilegt að OR gæti tekið
orku úr sveitarfélaginu og selt hana í Reykjavík
án þess að skilja nokkuð eftir og lögmaður sveit-
arstjórnarinnar hafi verið á sama máli. Í kjölfarið
hafi Orkuveitunni verið sent bréf með ósk um að
greiða reikninginn og þegar það hafi ekki verið
gert um nýliðin mánaðamót hafi fyrirtækinu ver-
ið send greiðsluáskorun. Verði reikningurinn
ekki greiddur heldur málið áfram „og endar jafn-
laginu, þannig að ég held að þetta hljóti að vera
einhver misskilningur, sem verði lagfærður.“
Mismunandi túlkun á orkulögum
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, segir að Orkuveitan hafi greitt um-
rædd gjöld þar til á liðnu vori. Málið snúist um
túlkun á orkulögunum, en ekki sé um stórmál að
ræða og það verði leyst hjá úrskurðarnefnd.
„Það sem er óvanalegt í þessu er að Raf-
magnsveitur ríkisins hafa haft þetta ákvæði í
lögum [að vera undanþegin tekjuskatti, útsvari,
aðstöðugjaldi, stimpilgjaldi og öðrum sköttum til
ríkis, sveitar- og bæjarfélaga, sbr. 80. grein
orkulaga] mjög lengi og til eru nokkur dómsmál
þar sem reynt hefur á þetta fyrir þær. Hins veg-
ar gilti þetta ekki fyrir okkur fyrr en fyrir einu
og hálfu ári en þá var ákveðið að láta jafnt yfir
alla ganga,“ segir Guðmundur. Hann vísar til
breytinga á orkulögum 2001, en þá var hitaveit-
um og/eða rafveitum, sem hafa einkaleyfi á orku-
sölu á tilteknum svæðum, bætt inn í 80. greinina.
vel í uppboði en ég held að þeir hljóti að greiða
þetta,“ segir Margrét. „Þetta hlýtur að verða
tekið til endurskoðunar og lagfært.“
Að sögn Margrétar hafnar OR kröfunni á
grundvelli greinar um einkaleyfi í orkulögum.
Þar segi m.a. að þau orkufyrirtæki sem hafi ein-
okun á orkusölu, þ.e. rafmagni og hita, geti verið
undanþegin skatti, „en Orkuveitan hefur nátt-
úrlega ekki einkaleyfi á orkusölu í sveitarfé-
Grímsnes- og Grafningshreppur krefur OR um ógreidd fasteignagjöld
Hóta uppboði á Nesjavöllum
Morgunblaðið/Sverrir
Orkuveita Reykjavíkur rekur Nesjavalla-
virkjun í Grímsnes- og Grafningshreppi.
YFIRVÖLD í Japan hvöttu í gær
yfir 5.000 íbúa borgarinnar Kuro-
iso í norðaustanverðu landinu til
að forða sér frá heimilum sínum
eftir að mikill eldur kviknaði í
hjólbarðaverksmiðju Bridgestone,
stærsta hjólbarðafyrirtækis
landsins, nálægt einu íbúðar-
hverfa borgarinnar. Slökkviliðs-
menn reyna hér að slökkva eld-
inn en það hafði ekki enn tekist í
gærkvöldi.
Ekki var vitað til þess að
manntjón hefði orðið í eldsvoð-
anum. Þykkan reykjarmökk lagði
yfir Kuoiso-borg og fólk kvartaði
yfir ertingu í hálsi og augum en
enginn var þó fluttur á sjúkra-
hús.
Eldsupptök voru enn ókunn í
gærkvöldi. Mestur hluti verk-
smiðjunnar eyðilagðist.Reuters
Bruni í
hjólbarða-
verksmiðju
JAVIER Solana, æðsti embætt-
ismaður Evrópusambandsins í utan-
ríkismálum, sagði í gær að sam-
bandið myndi styðja Ahmed Qurei
tæki hann við embætti forsætisráð-
herra palestínsku heimastjórn-
arinnar. Solana lýsti Qurei sem
„manni friðarins“.
Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við
tilnefningu Qureis í embættið voru
varfærnislegri. Þegar talsmaður
Bandaríkjaforseta var spurður
hvort stjórnin styddi Qurei svaraði
hann að valið á næsta forsætisráð-
herra heimastjórnarinnar væri mál
Palestínumanna sjálfra. Áður hafði
Qurei sagt að hann hygðist ekki taka
við embættinu nema hann fengi
stuðning Bandaríkjastjórnar og
Evrópusambandsins.
ESB styður
Ahmed Qurei
ÓTTAST var í gær að lungnabólgufarald-
urinn HABL, heilkenni alvarlegrar og
bráðrar lungnabólgu, kynni að koma upp
aftur í Asíu eftir að heilbrigðisráðuneyti
Singapúr skýrði frá því að grunur léki á því
að karlmaður hefði fengið sjúkdóminn.
Talsmaður ráðuneytisins sagði að fyrsta
rannsókn benti til þess að maðurinn hefði
fengið sjúkdóminn en frekari rannsóknir
væru nauðsynlegar til að staðfesta það.
„Hann er nú þegar í sóttkví og varúðarráð-
stafanir hafa verið gerðar á sjúkrahúsi
hans.“
Alls smituðust yfir 8.000 manns af sjúk-
dómnum í heiminum og yfir 900 dóu, þar af
33 í Singapúr.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)
lýsti því yfir 5. júlí að bráðalungnabólgan
væri hætt að breiðast út en framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar varaði þó við því í gær
að hætta væri á því að sjúkdómurinn bloss-
aði upp á ný og hvatti heilbrigðisyfirvöld til
að vera á varðbergi.
Grunur um
HABL-tilfelli
í Singapúr
Singapúr. AFP.
♦ ♦ ♦
Í MOSAVÖXNU Ásahrauni skammt frá
bænum Ytri-Ásum í Skaftártungu er mikið
af krækiberjum. Á einum stað er lítil þúfa
þakin hvítum krækiberjum umkringd svört-
um krækiberjum. „Ég fann þessa þúfu fyrir
mörgum árum og hef síðan vitjað um hvítu
krækiberin á hverju ári, en ég hef ekki séð
þau annars staðar,“ segir Ásta Sverr-
isdóttir, bóndi á Ytri-Ásum. „Þetta er eins
og með hvítu hrafnana, sjaldgæf sjón, en
berin eru annars eins á bragðið og þau
svörtu, þó að þau séu frekar litlaus.“
Hvít krækiber
í Ásahrauni
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson