Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 36
ÍÞRÓTTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FELICITY Ann Sieghart er 76 ára gömul og leikur golf á Englandi sér til skemmtunar og gerði hún sér lítið fyrir á dögunum og fór holu í höggi tvívegis í sama hringnum á innan- félagsmóti í Aldeburgh í Suffolk í Englandi. Hún setti kúluna ofaní beint af þriðja teignum af 134 metra færi og í síðara skiptið var hún stödd á 17. braut sem er 130 metrar. Þess má geta að íslenski kylfingurinn Ólafur Skúlason gerði slíkt hið sama á Grafarholtsvelli 15. júní árið 1969. Ólafur sló kúluna beint ofaní í holu í fyrra skiptið á 6. braut og í það síðara á 10. braut og vakti árangur hans mikla athygli á þeim tíma. Tvö drauma- högg hjá 76 ára ekkju HEIMSMEISTARAR Brasilíu- manna í knattspyrnu stigu fyrsta skrefið í átt að vörn titilsins í fyrri- nótt þegar þeir sigruðu Kólumb- íumenn á útivelli, 2:1, í fyrstu um- ferð undankeppninnar fyrir HM 2006. Ronaldo skoraði fyrra markið en Juan Pablo Angel, leikmaður Aston Villa, jafnaði fyrir heima- menn. Kaka, miðjumaður AC Milan, kom inn á sem varamaður og skor- aði sigurmarkið, eftir sendingu frá Ronaldo. Leikurinn fór fram í kæf- andi hita í hafnarborginni Barran- quilla. Önnur úrslit fyrstu umferðar voru þau að Argentína og Chile skildu jöfn, 2:2, Ekvador vann Venesúela 2:0, Perú vann Paragvæ 4:1 og Úrúgvæ burstaði Bólivíu, 5:0. Undankeppnin í Suður-Ameríku er geysilega erfið en þjóðirnar tíu leika þar heima og heiman hver gegn annarri, samtals 18 leiki. „Þetta var verðskuldaður sigur og við erum eina liðið sem byrjar keppnina á útisigri. En það er löng leið framundan, þetta var bara fyrsti leikurinn,“ sagði Carlos Alberto Parreira, þjálfari Brasilíu- manna, sem er tekinn við liðinu í þriðja skipti. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkjandi heimsmeistarar þurfa að fara í gegnum undankeppni heimsmeist- aramóts eftir að reglum í þessum efnum var breytt fyrir fáeinum árum. Góð byrjun Brasilíumanna AP Ronaldo snýr af sér tvo varnarmenn Kólumbíu og skorar fyrra mark Brasilíu í leiknum í Barranquilla í Kólumbíu í fyrrakvöld. KARLALIÐ ÍR í körfuknattleik hefur fengið Kevin Grandberg á ný í sínar raðir en hann lék fyrst með ÍR árið 1997 og lék hann með liðinu allt fram til ársins 2000. Kevin fékk íslenskt ríkisfang fyrir ári síðan en hann lék með liði Stjörnunnar 2001-2002, Keflvíkingum fram eftir vetri í fyrra en var leystur undan samningi sínum við félagið. Grandberg lék með spænsku liði í vor en hefur ákveðið að leika með ÍR í úrvalsdeildinni í vetur. ÍR-ingar hafa misst marga leikmenn í sumar. Hreggviður Magn- ússon fór erlendis til náms, Sigurður Þorvaldsson fór í Snæfell, Pavel Ermolinskij samdi við franskt lið og Steinar Arason er í herbúðum Grindvíkinga. Grandberg til ÍR á ný  EMMANUEL Petit, miðjumaður Chelsea, tilkynnti í gær að hann gæfi ekki framar kost á sér í franska landsliðið í knattspyrnu. Petit, sem er 32ja ára og var lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka árið 1998, er ósáttur við þjálfarann, Jacques Santini, sem valdi hann ekki í hóp sinn fyrir leikina gegn Kýpur síðasta laugardag og Slóveníu á miðviku- dag.  PETIT, sem á 63 landsleiki að baki, lék síðast með Frökkum þegar þeir mættu Tékkum í vináttulands- leik í febrúar. Hann fór í aðgerð vegna nárameiðsla í sumar og missti af Álfukeppninni, en var kominn á fulla ferð með Chelsea í ágúst. „Ég hef varla heyrt í Santini síðan ég fór í aðgerðina og mér finnst hann ekki koma heiðarlega fram,“ sagði Petit við franska íþróttadagblaðið L’Equipe í gær.  STEVEN Gerrard verður með enska landsliðinu sem mætir Liecht- enstein í undankeppni EM í knatt- spyrnu á miðvikudaginn. Hann varð að draga sig út úr landsliðinu fyrir leikinn við Makedóníu sl. laugardag vegna lítilsháttar meiðsla.  ÞRÍR leikmenn enska landsliðsins mega ekki fá gult spjald í leiknum við Liechtenstein ef þeir ætla sér ekki að vera í leikbanni þegar enska liðið sækir Tyrki heim í næsta mán- uði í væntanlegum úrslitaleik 7. rið- ils. Leikmennirnir þrír sem eru á hættusvæði eru Steven Gerrard, David Beckham og Sol Campbell.  TAKIST enska landsliðinu að vinna á miðvikudaginn setur það met, en þá hefur það ekki tapað í tíu landsleikjum í röð. Bætir það þá 94 ára gamalt met enska landsliðsins.  ENSKA knattspyrnusambandið hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við að fara til Tyrklands í næsta mánuði vegna leiks þjóðanna í undankeppni EM. Ástæðan er sú að menn eru hræddir við að það slái í brýnu með stuðningsmönnum enska landsliðsins og þess tyrkneska. Enska knattspyrnusambandið selur enga miða á leikinn en forráðamenn tyrkneska sambandsins segjast ætla að selja þeim Englendingum miða sem vilja miða, jafnvel í VIP-sæti.  SVEN Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, hefur m.a. hvatt stuðningsmenn enska lands- liðsins til þess að sitja heima.  SVO getur farið að Tony Caig, markvörður varaliðs Newcastle, standi í marki liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag- inn. Steve Harper, markvörður að- alliðs Newcastle, er meiddur og verður frá keppni í nokkrar vikur og Shay Given varamarkvörður meidd- ist í landsleik með Írum gegn Rúss- um á laugardaginn. FÓLK Sigfús segir að ástæðan fyrirkomu Magdeburgar á mótið hér sé að tveimur fyrstu leikjum félags- ins í þýsku deildinni, sem hófst fyrir rúmri viku, hafi ver- ið frestað. „Við vor- ummeð fjóra stráka úr liðinu sem tóku þátt í HM 21 árs liða sem fram fór í Brasilíu. Við átt- um að byrja í deildinni um helgina en fyrsti leikurinn hjá okkur verður ekki fyrr en 10. september og því var tilvalið að skella sér hingað heim,“ sagði Sigfús þegar Morgunblaðið hitti hann að máli á milli leikja. „Þetta er rosalega gaman – alltaf gaman að koma heim og hitta allt fólkið sem maður þekkir. Strákarnir í liðinu voru líka spenntir að koma með okkur hingað og við reyndum að nýta þann litla tíma sem gafst til að sýna þeim eitthvað annað en íþrótta- húsið. Þeir fóru í Bláa lónið og í hvalaskoðun auk þess sem maður fór með þá út á lífið í miðbænum og kannaði kaffihúsin.“ Ólafur Stefánsson lék með Magde- burg en er nú genginn til liðs við Ciudad Real á Spáni. Erfiðlega gekk að finna mann í hans stað en er líf eftir Óla? „Já, já, að sjálfsögðu,“ segir Sigfús brosandi. „Okkur vantar sex eða sjö leikmenn í þessu móti, þar af eru þrír sem eru í byrjunarliðinu þannig að það er kannski ekki alveg að marka það sem þú sérð hér. Það er líka búin að vera rosaleg keyrsla á okkur og erfiðar æfingar þannig að menn eru þreyttir. Nú fara æfingarnar að léttast og meira farið að spila og það er miklu skemmtilegra. Við lékum á dögunum á móti í Þýskalandi þar sem við lékum til úr- slita við Lemgo og töpuðum með níu mörkum, en það vantaði marga hjá okkur í þann leik. Licu er kominn í stöðuna hans Óla og hann hefur leikið ágætlega kall- inn. Hann er ekki jafn fljótur og Óli og skorar ekki jafn mikið en hann hefur rosalega gott auga fyrir spili. Hann var í fimm ár í annarri deild- inni og þarf smátíma til að komast inn í hraðann sem er í þeirri fyrstu. Það er alltaf verið að skoða mann til að koma í þessa stöðu til framtíðar og ég held að það sé búið að finna hann – en í augnablikinu man ég ekki hvað hann heitir,“ segir Sigfús og bætir við að ætlunin sé að fá fleiri sterka leikmenn til liðs við félagið. Fyrir keppnistímabilið í Þýska- landi er spáð í væntanlegt gengi lið- anna og í þeim spádómum er Magdeburg spáð í efri kantinum. „Sérfræðingarnir gefa stjörnur og mest er hægt að fá fimm stjörnur. Tvö lið fengu fimm og síðan komum við ásamt þremur öðrum liðum með fjórar og hálfa. Við erum rosalega sterkir á heimavelli og töpuðum ekki leik þar í fyrra, spurningin er því hversu marga útileiki við náum að vinna,“ segir línumaðurinn. Hvernig kanntu við þig í Magde- burg, er þetta ekki bara sveitaþorp? „Nei, það er nú ekki hægt að segja að þetta sé þorp. Þetta er borg – enrólegheitaborg. Fólkið er mjög vinalegt og handboltinn er aðal- íþróttin. Ég kann rosalega vel við mig í Magdeburg. Það er líka mjög gaman að taka þátt í þessu, umgjörðin í kringum liðið er frábær, allar æfing- ar og leikir. Ætli ég lýsi þessu ekki best með því að segja að ef það yrði betra þá yrði það verra.“ Hvað með sjálfan þig, nú virkar þú í betri æfingu en oft áður. „Já, ég var of þungur í fyrra þegar ég kom út, æfingarnar hér heima eru öðruvísi en úti. Ég tók mig á í sumar, ekki samt of mikið, og náði að halda mér í svipuðu formi og ég var í þegar tímabilinu lauk. Síðan er ég búinn að bæta við í haust og skera mig niður og er í fínu formi – þó svo að sjálfsagt sé alltaf hægt að gera betur. Að því er stefnt.“ Hvað finnst þér best við handbolt- ann í Þýskalandi? „Handboltinn í Þýskalandi er ein- hvern veginn allt öðruvísi en hér heima. Ætli sé ekki óhætt að segja að hann sé heiðarlegri. Ef einhver er góður hér heima er hann bara tekinn og laminn þar til hann gefst upp en úti er það ekki gert, það eru varla til olnbogaskot í baráttunni á línunni. Slökustu liðin í Þýskalandi reyna að spila handbolta, þau falla ekki í þá gryfju að fara út í einhverja vitleysu þrátt fyrir að spila á móti sér sterk- ari liðum. Þetta finnst mér rosa fínt,“ sagði Sigfús. Sigfús Sigurðsson, línumaður hjá Magdeburg, er að hefja sitt Fyrrverandi samherjar hjá Val slá á létta strengi, Roland Valur Eradze, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, og Sigfús Sigurðsson, línumaður Magdeurg. SIGFÚS Sigurðsson, línumaðurinn sterki úr Val, var hér á landi á dögunum þar sem hann tók þátt í Opna Reykjavíkurmótinu með fé- lögum sínum í Magdeburg. Sigfús er á sínu öðru ári með þýska fé- laginu og segist kunna mjög vel við sig í borginni, sem er í fyrrum Austur-Þýskalandi. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Heiðarlegri handbolti í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.