Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 17
STANDMYND af bæjarmerki
Keflavíkur hefur verið flutt af lóð
Ráðhúss Reykjanesbæjar að Ósnefi,
neðan við gömlu sundlaugina í
Keflavík. Af því tilefni var á Ljósa-
nótt athöfn á klettunum þar sem
myndinni hefur verið komið fyrir. Í
ávarpi rifjaði Björk Guðjónsdóttir,
forseti bæjarstjórnar, upp sögu
merkisins og standmyndarinnar.
Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkti á
árinu 1966 að taka upp byggðamerki
fyrir kaupstaðinn. Helgi S. Jónsson
hafði teiknað merkið upp og lýst því
þannig: Blái liturinn er tákn himins
og hafs. Súlurnar þrjár eru keflin
sem Keflavík heitir eftir og þær eru
líka þær meginstoðir sem bera
Keflavík uppi, land, loft og sjór. Bár-
urnar eru tákn úthafsöldunnar sem
berst að landi. Fuglinn er tákn hinna
hvítu máva en einnig flugsins og
ferðarinnar inn í framtíðina.
Erlingur Jónsson gerði síðar
standmynd eftir teikningu Helga og
var hún sett upp 1976 við bæj-
arskrifstofur Keflavíkur. Gat Björk
þess að frá sameiningu sveitarfélag-
anna þriggja í Reykjanesbæ hefði
verið ljóst að finna þyrfti stand-
myndinni nýjan stað til frambúðar.
Sá staður væri nú fundinn, Ósnefið,
þar sem Keflavíkurmerkið sómdi sér
vel. Björk sagði að upphafleg lýsing
listamannsins væri enn í fullu gildi
og margt í framtíðinni ókannað „en
eitt ferðalagið inn í framtíðina varð
til þess að bæjarmerki Keflavík-
urkaupstaðar var lagt niður, það vék
fyrir tákni nýrra tíma, öflugri og
stærri samfélögum, sameiningu
sveitarfélaga,“ sagði Björk.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Björk Guðjónsdóttir sagði frá Keflavíkurmerkinu og Karlakór Keflavíkur söng á klettunum á Ósnefinu.
Gamla bæjarmerkið
fært fram á Ósnefið
Keflavík
„ÞETTA er nýjung í Grindavík.
Margir Grindvíkingar komu á leik-
inn og nú brosa krakkarnir til
manns, veifa og kalla. Vonandi
verður þessi athygli lyftistöng fyr-
ir fótboltann í Grindavík,“ segir
Ólafur Örn Bjarnason, knatt-
spyrnumaður úr UMFG, sem lék
hinn eftirminnilega landsleik gegn
Þjóðverjum á laugardaginn.
Ólafur Örn er að læra sálfræði í
Háskóla Íslands og mætti í tíma í
gær, samkvæmt stundatöflu, en
hann er eini leikmaðurinn sem
ekki er á atvinnumannasamningi
hjá erlendum liðum. Hann segir að
ekki hafi verið erfitt að laga sig á
ný að hinu hversdagslega lífi
námsmannsins. Segir að leikurinn
og umstangið í kringum hann hafi
setið í sér fram á sunnudag.
Aðstæður Ólafs Arnar eru allt
aðrar en félaga hans sem vinna
fyrir sér sem knattspyrnumenn er-
lendis og hvað þá þýsku stjarn-
anna. „Þeir eru vanari mikilli um-
fjöllun, svona fjölmiðlafár er nýtt
fyrir mér,“ segir Ólafur. Hann seg-
ir að þótt þýsku leikmennirnir séu
góðir knattspyrnumenn hjá stórum
félögum séu þeir ellefu inná í einu,
jafnmargir og leikmenn Íslands,
og þótt getumunurinn sé vissulega
fyrir hendi sé hann ekki það mikill
að þeir séu ósigrandi. „Lykillinn
að því að standa í þessum köppum
er að sýna þeim enga virðingu og
spila gegn þeim með sama hætti og
öllum öðrum,“ bætir hann við.
Ólafur lýkur BA-prófi í sálfræði
í vor að öllu óbreyttu. Sjálfsagt
nýtist sálfræðimennunin honum
vel á knattspyrnuvellinum en Ólaf-
ur Örn segir að enn sé námið mjög
almenns eðlis. Eftir BA-prófið séu
fleiri leiðir opnar.
Hann segist ekki neita því að
gaman væri að komast í atvinnu-
mennsku en það geri hann ekki
nema eitthvert alvöru dæmi komi
upp, eins og hann orðar það. Seg-
ist hann vera búinn að koma sér
vel fyrir í Grindavík, hafi keypt
þar hús og sé með ágætis samning
við Grindavíkurliðið, og ef hann
leiki hér á landi verði það þar.
Hins vegar viti margir af því að
samningur hans renni út í haust og
því hafi einhverjar þreifingar átt
sér stað en sjálfur vilji hann helst
geyma allar slíkar umræður þar til
eftir síðasta leik tímabilsins.
Athyglin utan vallar er ný reynsla fyrir Ólaf Örn Bjarnason sálfræðinema
Krakkarnir
veifa og kalla
Morgunblaðið/Þorkell
Ólafur Örn lagstur í sálfræðidoðrantana á lesstofunni í Odda.
Grindavík
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ verður
haldið í Flughótelinu í Keflavík
helgina 20. og 21. september, ef næg
þátttaka næst. Námskeiðið er frá kl.
13 til 18, alls 10 klukkustundir.
Námskeiðið er á vegum ljosmynd-
ari.is og er Pálmi Guðmundsson leið-
beinandi.
Farið verður í ljósmyndatækni,
myndatökuna sjálfa og myndupp-
byggingu. Auk þess verður farið í
stafræna tækni. Þetta námskeið er
bæði fyrir byrjendur og lengra
komna. Upplýsingar og skráning á
www.ljosmyndari.is.
Námskeið
í ljósmyndun
Keflavík
HREPPSNEFND Gerðahrepps
samþykkti samhljóða á fundi sínum
að óska eftir viðræðum við Hitaveitu
Suðurnesja um sölu á Vatnsveitu
Gerðahrepps.
Hitaveitan hefur keypt Vatnsveitu
Reykjanesbæjar og við þá afgreiðslu
í stjórn fyrirtækisins var því lýst yfir
að Hitaveitan væri reiðubúin til við-
ræðna við önnur sveitarfélög á sömu
nótum. Gerðahreppur hefur nú ósk-
að eftir viðræðum um sölu sinnar
vatnsveitu á sömu kjörum og samið
var um við Reykjanesbæ.
Vilja selja
vatnsveitu
Gerðahreppur
♦ ♦ ♦
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
Rafhlö›ur
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
N‡jar hle›slurafhlö›ur í flest tæki
og síma einnig vi›ger›ir og smí›i
Endurlífgum rafhlö›ur
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03