Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMVINNUEFND um miðhálendi Íslands kom saman til fundar í félagsheimilinu Ýdölum í Að- aldal í gær og lýkur fundinum í dag. Meðal þess sem nefndin tekur fyrir er erindi sem barst ný- verið frá Landsvirkjun um breytingar á svæð- isskipulaginu vegna Norðlingaölduveitu þannig að gefa megi út framkvæmdaleyfi á grundvelli svæðisskipulagsins. Undrar formaður nefndar- innar sig á því að Landsvirkjun hafi ákveðið að fresta framkvæmdinni á fundi sínum sl. föstu- dag áður en samvinnunefndin kom saman. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins sem er í gildi til ársins 2015 er gert ráð fyrir Norðlingaölduveitu með 581 metra lónhæð, með fyrirvara um áhrif á gróðurlendi Þjórsárvera. Eftir úrskurð setts umhverfisráðherra um að lónið yrði að fara út fyrir friðlandsmörkin setti Landsvirkjun fram tillögu um lónhæð í allt að 568 metra hæð yfir vetrartímann en fram- kvæmdaleyfi fékkst ekki þar sem Skeiða- og Gnjúpverjahreppur hafnaði þessari útfærslu. Var vilji fyrir því í hreppsnefndinni að lónhæðin yrði 566 metrar yfir sjó, líkt og kynnt var með úrskurði ráðherra á sínum tíma. Orkuvinnsla við Hágöngulón Óskar Bergsson, formaður samvinnunefndar miðhálendisins, segir að beiðni Landsvirkjunar þurfi að fara í ákveðið samráðsferli þar sem óska þurfi umsagnar viðkomandi sveitarfélaga og halda opna fundi fyrir almenning. Að því loknu geti nefndin ákveðið hvað verði auglýst sem breyting á svæðisskipulaginu. Spurður um önnur mál á fundinum í Aðaldal segir Óskar Bergsson erindi liggja fyrir frá Ásahreppi þar sem óskað sé eftir breytingu á svæðisskipulagi vegna orkuvinnslu á háhita- svæði við Hágöngulón. Þá fjallar nefndin um er- indi Fannborgar ehf. þess efnis að Kerling- arfjöll verði skilgreind sem hálendismiðstöð á svæðisskipulaginu í stað skálasvæðis, sem þau eru í dag. Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands á tveggja daga fundi í Aðaldal Fjallað um Norðlingaöldu- veitu þrátt fyrir frestun BÆJARSTJÓRN Akraness hefur óskað eftir fundi með hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem kalla á eftir efnislegum rökum fyrir þeirri ákvörðun meirihluta hreppsnefndar að hafna útfærslu Landsvirkjunar um lónhæð Norð- lingaölduveitu. Hefur bæjarstjórnin lýst yfir miklum áhyggjum af frest- un Norðlingaölduveitu og áhrifum þeirrar ákvörðunar á stækkun Norðuráls á Grundartanga. „Við förum með fullum friði í rök- ræður við samstarfsfólk okkar á sveitarstjórnarstiginu. Ef afstaða hreppsnefndarinnar byggist á for- sendunum „af því bara“ þá sættum við okkur ekki við það,“ segir Guð- mundur Páll Jónsson, formaður bæjarráðs Akraness, sem ásamt fleiri fulltrúum bæjaryfirvalda á fund með forráðamönnum Lands- virkjunar í dag og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga á morgun. Efnisleg rök vantar Guðmundur Páll segir að ef af- staða hreppsnefndarinnar muni á endanum hafa þau áhrif sem bæj- arstjórn Akraness óttist; að ekkert verði af stækkun Norðuráls á næstu árum, þá hafi það gríðarlegar afleið- ingar fyrir höfuðborgarsvæðið og atvinnusvæðið norðan Hvalfjarðar. Klár efnisleg rök þurfi að liggja fyr- ir slíkri afstöðu. „Við lítum svo á að úrskurður setts umhverfisráðherra hafi verið sú sáttagjörð í málinu sem sveit- arstjórnarstigið á að geta vel við unað. Okkar skilningur er sá að út- færsla Landsvirkjunar sé í sam- ræmi við úrskurðinn að öllu leyti. Þess vegna viljum við ræða við samstarfsmenn okkar á sveitar- stjórnarstiginu hvað það er sem fær þá til að segja að þessi áform séu fyrir utan úrskurðinn,“ segir Guð- mundur Páll. Bæjarstjórn Akraness ósátt við frestun Norðlingaölduveitu Vill fund með hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverja- hrepps FLUGVÉL af Dornier-gerð flaug lágflug yfir Laugardalsvöll á meðan á leik Íslendinga og Þjóðverja stóð á Laugardalsvelli á laugardag og var myndin tekin við það tækifæri. Að sögn Heimis Más Pétursson- ar, upplýsingafulltrúa Flugmála- stjórnar, bárust kvartanir frá al- menningi og lögreglu til Flugmálastjórnar vegna málsins og var atvikið strax skráð niður. Flug- maðurinn verður látinn gefa skýr- ingar á fluginu og í framhaldinu kemur í ljós hver viðbrögðin verða, að sögn Heimis. „Ég get ekki sagt margt annað en að þetta er í skoð- un hjá okkur. Málið fer í gegnum ákveðið ferli.“ Eigandi flugvélarinn- ar er íslenskur með áratuga reynslu af flugi. Með merki þýska flughersins Að sögn Heimis Más er ekki heimilt að fljúga lægra en í 500 metra hæð yfir byggð nema í að- flugi að flugbraut. Um 7.000 áhorf- endur voru á leiknum á laugardag þegar atvikið átti sér stað. Vélin sem er af Dornier-gerð og með ein- kennisstafina TF-LDS er af árgerð 1960 og skreytt með merki þýska flughersins, járnkrossinum svokall- aða. Lágflug yfir Laugardals- velli tekið til rannsóknar Kvartanir bárust Flugmálastjórn frá áhorfendum á landsleik og lögreglunni Morgunblaðið/Júlíus Myndin var tekin þegar vélin, sem er af Dornier gerð, flaug yfir Laug- ardalsvöll á meðan leikur Íslendinga og Þjóðverja stóð yfir á laugardag. „ÞAÐ er engin ástæða til að bregðast sérstaklega við þessum ummælum,“ segir Illugi Gunnars- son, aðstoðarmaður Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, sem er starfandi utanríkisráðherra í fjar- veru Halldórs Ásgrímssonar, um það sem bandaríska dagblaðið Free Lance-Star hafði eftir yfir- manni bandaríska herráðsins um helgina. Blaðið í Virgíníu hafði eftir Richard B. Myers, yfirmanni bandaríska herráðsins, að þörfin fyrir bandarískt herlið í Írak og á öðrum vígstöðvum í stríðinu gegn hryðjuverkum gæti þýtt samdrátt í herafla Bandaríkjamanna á öðr- um stöðum eins og t.d. Íslandi. Illugi segir að málefni varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli séu í þeim farvegi sem um hafi verið samið við bandarísk stjórnvöld. Bandaríkjamenn séu að endur- skoða skipulag herafla síns, meðal annars í Evrópu, og að þeirri end- urskoðun lokinni verði þau mál, sem snúi að varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, tekin til tvíhliða at- hugunar. Málið í umsömdum farvegi ÞEGAR maður er lítill er þægilegt að láta aka sér um allt í kerru og geta þá tekið sér lúr ef svefninn sækir að. En það er líka gaman að skoða umhverfið og sjá hvað fyrir augu ber í Hafnarfirðinum þar sem þessi börn létu fara vel um sig í kerrunni með dagmömmunni sinni. Morgunblaðið/Ásdís Gott er að hvíla sig í kerrunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.