Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRÓKABÁTAR í sóknardagakerfi veiddu á síðasta fiskveiðiári tæp 11.000 tonn af þorski, í stað 1.798 tonna eins og viðmiðun þeirra kvað á um. Þetta er rúmum 610% meiri afli en gert var ráð fyrir að þeir veiddu. Heildarafli sóknardagabáta var á síðasta fiskveiðiári 11.670 tonn, þar af voru um 10.973 tonn af þorski, sam- kvæmt bráðabrigðatölum sem feng- ust hjá Fiskistofu. Enn vantar afla nokkurra sóknardaga inn í þessar töl- ur og því viðbúið að þær kunni að hækka lítillega. Þetta er 1.445 tonn- um minni þorskafli en á fiskveiðiárinu 2001/2002. Alls fengu 310 bátar út- hlutað sóknardögum á síðasta fisk- veiðiári og er því meðalafli á bát rúm 35 tonn eða 1,7 tonn að meðaltali á hvern sóknardag. Vegna afla umfram viðmiðun fækkar sóknardögum ný- hafins fiskveiðiárs um tvo, verða 19 í stað 21 dags á síðasta fiskveiðiári. Á heimasíðu Landssambands ís- lenskra útvegsmanna segir að þróun- in í veiðum sóknardagabátanna und- anfarin ár hafi öll verið í þessa átt og megi furðu gegna að stjórnvöld skuli ekki taka í taumana, líkt og þegar skip í aflamarkskerfinu fara fram úr heimildum sínum. „Þá er engum hlíft, jafnvel þótt umframaflinn nemi ein- ungis fáum kílóum. Stigvaxandi þorskafli sóknardagabáta undanfarin ár er mikið áhyggjuefni, en frá fisk- veiðiárinu 1998/1999 til og með ársins 2002/2003 er umframafli þessara báta samtals 36.394 tonn. Þetta jafngildir um 22% af úthlutuðum þorskveiði- heimildum á því fiskveiðiári sem ný- lega er hafið. Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að það er engin leið fyrir þá sem gera út skip í aflamarkskerfinu að sætta sig við þetta. Það er ekki að- eins að afli sóknardagabátanna er frá öðrum tekinn í þeirri mynd að heim- ildir framtíðarinnar skerðast sem honum nemur, heldur einnig hitt að óþolandi er að horfa upp á þá mis- munun sem í þessu felst,“ segir á heimasíðu LÍÚ.                                                   Dagabátar veiddu tæp 11 þúsund tonn BURÐARÁS, dótturfélag Eimskipafélags Íslands, jók í gær við hlut sinn í Flugleiðum um rúm 3%. Burðarás er stærsti hluthafinn í Flugleið- um og á nú 31,73% hlut í fé- laginu. Alls keypti Burðarás 70,4 milljónir að nafnvirði á geng- inu 5,35. Kaupverð hlutarins er því tæpar 377 milljónir króna. Alls voru viðskipti með Flugleiðir fyrir rúmar 617 milljónir króna í Kauphöll Ís- lands í gær og hækkaði gengi félagsins um 6,8% og var loka- verð 5,50. Burðarás eykur hlut sinn í Flug- leiðum HLUTHAFAFUNDUR Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar, HÞ, samþykkti í gær með 84,6% atkvæða kaup á full- vinnsluskipinu Þorsteini EA af Sam- herja ásamt aflaheimildum, en kaup- verðið er 1.360 milljónir króna. Á dagskrá fundarins voru tvö mál, kaupin á Þorsteini og hlutafjáraukn- ing upp á 110 milljónir króna að nafn- verði, en hætt var við að bera seinni tillöguna upp á fundinum. Að sögn Finnboga Jónssonar, stjórnarfor- manns HÞ og Samherja, er ástæðan sú að það hafi verið vilji hreppsins, sem eigi beint og óbeint um 6% hluta- fjár, að ekki yrði farið út í þessa hlutafjáraukningu ef unnt væri að komast hjá því og finna aðrar leiðir. Talið hafi verið að hægt væri að mæta þessari ósk hreppsins og reyndar hafi fleiri hluthafar óskað hins sama. Spurður að því hver hafi metið skipið segir Finnbogi að um einn heildarpakka hafi verið að ræða, það er að segja skip með tilteknum afla- heimildum. Það hafi komið fram í máli framkvæmdastjóra HÞ á fund- inum að skipamiðlunin BP skip hafi metið skipið á 60–65 milljónir norskra króna. Miðað við gangverð á aflaheimildum megi meta skipið í við- skiptunum á um 62 milljónir norskra króna, eða sem svarar til um 670 milljóna íslenskra króna. Auk þess liggi fyrir að Skinney-Þinganes sé nýbúið að kaupa systurskip Þorsteins til landsins en það skip sé ekki lengt og ekki með verksmiðju um borð. Finnbogi segir að hagstæð lán fylgi með skipinu til HÞ og að kaupin séu aðallega fjármögnuð með lánsfé. Stjórnendur HÞ telji að auknar tekjur af skipinu muni nægja til að greiða af lánunum og þess vegna telji þeir aukna skuldsetningu félagsins ekki áhyggjuefni. Finnbogi leggur áherslu á að mikil samstaða hafi ríkt meðal hluthafa HÞ um þá ákvörðun að kaupa Þorstein EA og 84,6% þeirra sem afstöðu tóku hafi greitt atkvæði með kaupunum. Spurður segir hann ekki hafa verið til umræðu innan Samherja að gera minni hluthöfum í HÞ tilboð um að kaupa hlutabréf þeirra, enda hafi Samherji haft þá stefnu að eiga ekki meirihluta í félaginu. Óeðlilega hátt verð Hilmar Þór Hilmarsson, annar for- svarsmanna hóps hluthafa sem fyrir helgi gerði tilboð í 49,66% hlut Sam- herja í HÞ, gerði á fundinum breyt- ingatillögu við tillöguna um kaupin á Þorsteini EA. Hljóðaði hún upp á að hluthafafundur samþykkti að frestað yrði að taka ákvörðun um kaup á skipinu og fengnir yrðu tveir dóm- kvaddir matsmenn til að meta virði skipsins og aflaheimildanna. Ákvörð- unin yrði síðan borin á ný undir hlut- hafafund þegar matsgerð lægi fyrir. Tillagan var ekki samþykkt. Hilmar lét jafnframt bóka að hann áskildi sér rétt til þess ef tillaga hans yrði felld, að fá dómkvadda mats- menn til að meta verðgildi skips og aflaheimilda. Hilmar sagði, í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi kaupin mjög stóran bita fyrir ekki stærra félag en HÞ og sagði jafn- framt að hann teldi félagið „varla hafa neitt við allar þessar aflaheim- ildir að gera“. Hilmar telur skipið og aflaheimild- irnar óeðlilega hátt verðlagðar. Muntu láta framkvæma verðmat á skipinu og heimildunum? „Ég er ekki búinn að ákveða það. En ef ég geri það og niðurstaðan verður sú að söluverð skipsins er hærra en matsvirði þá myndum við nokkrir hluthafar, sem eigum sam- anlagt 13% hlut í félaginu, áskilja okkur rétt til að krefjast ógildingar á þeirri ákvörðun að kaupa skipið, á grundvelli ákveðinna lagagreina.“ Hver er staða ykkar í félaginu nú? „Við erum í óþægilegri stöðu. Við erum eins og gíslar inni í þessu félagi. Það eru engin viðskipti með bréf í fé- lagi eins og HÞ þar sem einn stór að- ili, Samherji, ræður ríkjum með full- tingi tengdra aðila, eins og Sjafnar og Kaldbaks. Það er umhugsunarefni hver réttur minnihlutaeigenda í hlutafélögum er þegar menn telja á sinn hlut gengið. Hegðun þeirra nú er siðferðilega mjög röng.“ Hafa þeir boðist til að kaupa ykkur út úr félaginu? Nei, og það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þeir hafi áhuga á því. Við höfum lýst yfir vilja til að selja okkar hlut. Það er bara eðlilegt þegar áherslumunurinn er svona mikill,“ sagði Hilmar Þór Hilmarsson. Hluthafar samþykkja kaup á Þorsteini EA Minni hluthafar segjast „eins og í gíslingu“ SKARPHÉÐINN B. Steinarsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi ID og stjórnarformaður Aco Tæknivals, segir samruna Aco og Tæknivals vera prófstein á Kauphöll Íslands og þær reglur sem þar gildi. Almennir hluthafar séu berskjaldaðir gagn- vart samrunum skráðra og óskráðra félaga ef ekkert verði gert vegna þessa samruna. „Það sem gerðist á sínum tíma var að menn sem ráða almenningshluta- félagi eiga saman annað félag og bæði félögin standa illa. Þeir ákveða að renna þessu óskráða félagi inn í skráða félagið og gera þetta óskráða félag að meiri verðmætum fyrir vik- ið, því með þessum hætti verður það seljanlegra. Þegar svona er gert verður að fara gætilega og fara að þeim leikreglum sem gilda, því að all- ar leikreglurnar eru til staðar. En það gerðu menn ekki. Þess vegna vís- um við málinu til Kauphallarinnar,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að ef ekki sé tryggt að farið sé að þeim reglum sem gilda um samruna og viðskipti með félög í Kauphöllinni séu almennir hlut- hafar berskjaldaðir gagnvart hlut- um sem þessum. Hann segir að þetta komi upp eftir á og það þurfi að finna út hvað gera skuli í slíkum til- vikum, þegar í ljós komi að eignir annarra hluthafa í skráða félaginu hafi verið þynntar út. Skarphéðinn segir aðspurður að Baugur ID hafi ekki tekið ákvörðun um hvort gerðar verði kröfur um lækkun þess verðs sem félagið greiddi fyrir bréf í Aco Tæknivali. Í desember á síðasta ári seldi Bún- aðarbankinn Feng og Baugi ID sam- tals 48% hlutafjár í Aco Tæknivali á genginu 0,75. „Svona mál hefur ekki komið upp áður,“ segir Skarphéðinn, „að menn hafi vefengt samruna félaga, og þess vegna reynir á Kauphöllina og hvernig hún mun bregðast við er- indi okkar.“ Með bréfi til Kauphall- arinnar var farið fram á að Kaup- höllin rannsakaði hvort samruni Aco og Tæknivals árið 2001 hefði brotið gegn þeim reglum sem gilda um starfsemi skráðra félaga hér á landi. Ummæli fyrrverandi fram- kvæmdastjóra athyglisverð Skarphéðinn segir að sér þyki ummæli Bjarna Ákasonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Aco, sem fram komu í yfirlýsingu hans í síð- ustu viku, athyglisverð. Þar hafi Bjarni sagt að skiptahlutföllin hafi ekki verið ákveðin út frá efnahag fé- laganna, en ef það hafi ekki verið efnahagurinn sem réð skipta- hlutföllunum þá hljóti það að hafa verið viðskiptavildin. „Eins og kom- ið hefur fram í okkar máli var við- skiptavildin klárlega ekki sú sem menn töldu að hún væri á þessum tíma. En hvort sem það var við- skiptavildin eða efnahagsreikning- urinn þá breytir það engu um það að efnahagsreikningurinn á að gefa rétta mynd af stöðu félagsins,“ segir Skarphéðinn. „Annað mál, sem vikið er að í ný- birtu sex mánaða uppgjöri Aco Tæknivals, hefði átt að koma fram í reikningum Aco á sínum tíma, ef skuldbindingin hefði á annað borð verið fyrir hendi. Þetta er krafa sem Bjarni Ákason hefur stefnt ATV út af og er greiðsla á ábyrgðargjaldi vegna ábyrgðar sem hann veitti Aco á sínum tíma. Það er hvergi getið um þessa ábyrgð í reikningum fé- lagsins, hvorki reikningum Aco né sameinaðs félags, en nú krefur hann sameinað félag um tæpar þrjátíu milljónir króna í ábyrgðargjald. Þetta hefði átt að koma fram í reikn- ingnum, en þessi reikningur var ekki í lagi og gaf ekki rétta mynd af efnahag félagsins,“ segir Skarphéð- inn B. Steinarsson. Prófsteinn á Kauphöll Íslands VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.