Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 39 RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, fær fullan stuðning frá helstu knattspyrnu- forkólfum landsins eftir að hann hellti sér yfir þýska fjölmiðlamenn að loknum leikn- um á Laugardalsvellinum á laugardaginn. „Völler var í heimsklassa,“ sagði Uli Hoeneß, framkvæmdastjóri Bayern München. „Ég sló mér á lær.“ Franz Beckenbauer, forseti Bayern München og fyrrum fyrirliði og þjálfari heimsmeistaraliða Þjóðverja, sagði í grein í blaðinu Bild í gær að hann skildi vel við- brögð Völlers þar sem hann hefði sjálfur oft svarað fyrir sig undir slíkum kring- umstæðum. „Í svona stöðu líður manni eins og hænu sem vill vernda ungana sína,“ skrifaði Beckenbauer. Meðal þeirra sem Völler gagnrýndi voru Beckenbauer, Paul Breitner og Günter Netzer, allt fyrrum landsliðsmenn Þýskalands, en Völler var í beinni útsendingu með Netzer eftir leikinn á sjónvarpsstöðinni ARD þegar þeim lenti saman. Gerhard Mayer-Vorfelder, forseti þýska knattspyrnusambandsins, sagði að Rudi kæmi úr knattspyrnuheiminum en ekki úr háskólaakademíu Þýskalands. „Hann getur verið grófur í tali en menn mega ekki taka allt sem hann segir sem móðgandi fyrir þýsku þjóðina,“ sagði forsetinn. Talsmaður þýska knattspyrnusambands- ins sagði að fulltrúar þýsku félagsliðanna sem mynda vinnuhóp innan sambandsins stæðu heilshugar við bakið á Völler og hvettu hann til að halda sínu striki. Völler þykir dagfarsprúður maður með afbrigðum og reiðikast hans á laugardags- kvöldið vakti því gífurlega athygli í Þýska- landi. Þá hellti hann sér yfir fréttamenn og „sérfræðinga“ sjónvarpstöðvanna fyrir að „draga þýska liðið niður í skítinn.“ Bild kall- aði hann „Rudi Rambó“ í fyrirsögn í gær. Berti Vogts, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja sem nú stýrir keppinautum þeirra, Skotum, kom fyrrum lærisveini sín- um til varnar. „Ég skil Rudi Völler mjög vel. Ég veit hvernig það er að vera úthrópaður sem heimskingi,“ sagði Vogts, sem er and- stæðingur Völlers í leik þjóðanna í Dort- mund annað kvöld. Völler mætti ekki sama skilningi í þýskum dagblöðum og var jafnvel spurt hvort þjálf- ari, sem ekki þyldi gagnrýni, væri rétti mað- urinn til að þjálfa landsliðið. Blaðið Berliner Zeitung sagði upphlaup hans ófyrirgef- anlegt. Hann gagnrýni það hvernig gagn- rýni á lið hans sé sett fram, en gangi síðan fram með sama hætti. Í blaðinu Frankfurter Rundschau segir að það hefði ef til vill verið sök sér ef Völler hefði sleppt sér í samtali við blaðamenn þar sem engar myndavélar hefðu verið nærri, en þetta hefði verið í beinni útsendingu á besta sjónvarpstíma þar sem börn fylgdust með lykilmanninum í þýskri knattspyrnu bölva og ragna. „Eiginlega ættum við að vera Íslend- ingum þakklátir,“ sagði í blaðinu Thüringer Allgemeine, sem gefið er út í Erfurt. „Þjóð sem þjáist af offitu getur ekki fengið betri sýnikennslu. Fótboltinn er í þessu tilfelli eins og fimleikarnir hluti fyrir heild. Það vantar hvorki hæfileika né vöðva. Þjóð- verjar virðast hafa misst hvatann. Ástæðu til að leggja hart að sér þegar maður veit að það gengur einnig án þess. Burtséð frá því ráðleggjum við hinum vinalega Rudi að fara í pólitík. Hver sá, sem getur talið sjálfum sér trú um að eyja, sem vart hefur fleiri íbúa en Erfurt, sé knattspyrnurisi hefur það í sér að ná lengra.“ Stjörnurnar standa við bakið á Völler FÓLK  KYLFINGURINN Maríus Árni Blomsterberg úr GKj. sló drauma- höggið á 7. braut Húsafellsvallar á laugardaginn og fór holu í höggi. Maríus notaði 7. járn af rauðum teigum enda ekki nema 11 ára gam- all en brautin er um 100 metra löng.  ALEXANDERS Peterson, fyrr- verandi handknattleiksmaður með Gróttu/KR, skoraði 7 mörk í sínum fyrsta deildarleik með Düsseldorf um helgina þegar liðið vann Römer- wall, 34:24, á útivelli í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknatt- leik.  HALLDÓR Sigfússon skoraði 3 mörk, þar af eitt úr vítakasti þegar Frisenheim gerði jafntefli við Aue, 22:22, í upphafleik sínum í suður- hluta þýsku 2. deildarinnar í hand- knattleik á sunnudag.  STAFFAN Johansson, landsliðs- þjálfari Íslands í golfi, hefur valið landslið unglinga í pilta og stúlkna- flokki sem taka þátt í Norðurlanda- mótinu sem fram fer í Svíþjóð 26.– 28. september nk.  PILTALANDSLIÐIÐ er þannig skipað; Hjörtur Brynjarsson, GSE, Magnús Lárusson, GKJ, Kristján Þór Einarsson, GKJ og Sigurður Pétur Oddsson, GR. Stúlknaliðið er þannig skipað; Arna Rún Oddsdótt- ir, GH, María Ósk Jónsdóttir, GA, Sunna Sævarsdóttir, GA, og Tinna Jóhannsdóttir, GK.  NICKY Butt verður ekki með enska landsliðinu gegn Liechten- stein í undankeppni EM í knatt- spynru á morgun. Hann er meiddur á ökkla. Rio Ferndinand, samherji hans hjá Manchester United, getur heldur ekki tekið þátt í leiknum frekar en gegn Makedóníu á síðasta laugardag. Ferndinand æfði með enska liðinu í gær og þá kom í ljós að hann hefur ekki að fullu jafnað sig af meiðslum sem hafa hrjáð hann um tíma.  FYRIRLIÐI norska landsliðsins Henning Berg segir við NRK að hann ætli sér ekki að leika fleiri landsleiki ef norska liðinu takist ekki að tryggja sér sæti í úrslita- keppni EM á næsta ári. Berg hefur leikið 97 leiki og getur slegið leikja- met Thorbjørn Svendsens sem lék 104 landsleiki en til þess þarf norska liðið að komast til Portúgals.  LANDSLIÐ San Marínó skipað leikmönnum U-21 árs fékk óvæntar fréttir er liðið kom til heimalands síns eftir ósigur gegn Svíum sl. föstudag. Svíar höfðu notað einn leikmann sem var í leikbanni í þess- um leik og vann San Marínó því leikinn 3:0. Það var Stefan Ishizakis sem var í leikbanni og á varamanna- bekknum var einnig leikmaður í leikbanni, Babis Stefanidis. Málið þykir vera mikil hneisa fyrir sænska knattspyrnusambandið sem þarf að greiða um 200 þúsund kr. í sekt til UEFA. HEIMASÍÐA enska úrvalsdeild- arliðsins Bolton Wanderers greinir frá því í gær að íslenski landsliðs- framherjinn úr KR, Veigar Páll Gunnarsson, muni fara til félagsins í næsta mánuði til æfinga. Sagt er frá því að Veigar Páll sé samnings- laus og vonist til þess að komast á samning hjá erlendu félagi á næst- unni. Guðni Bergsson, fyrrum leik- maður Bolton og íslenska landsliðs- ins, stendur á bak við för Veigars Páls og segir Guðni að honum þyki Veigar Páll vera spennandi leik- maður. „Ég tel það vera spennandi kost fyrir Bolton og Veigar að hann fái tækifæri á æfingum með liðinu og þar getur hann látið ljós sitt skína og kannski verður samið við hann. Það væri einnig gaman ef íslenskur leikmaður myndi leika með Bolton á ný,“ segir Guðni á heimasíðu fé- lagsins. Veiga er 23 ára gamall og hefur leikið 12 leiki í Landsbankadeild- inni með KR til þessa og skorað í þeim 7 mörk og verið maðurinn á bak við fjölmörg mörk Íslands- meistaraliðsins. Veigar lék með Stjörnunni í efstu deild áður en hann fór til Strömsgodset í Noregi sem atvinnumaður í lok leiktíð- arinnar árið 2000. Veigar náði ekki að festa sig í sessi hjá norska liðinu vegna meiðsla og hóf að leika með KR á síðustu leiktíð og varð Ís- landsmeistari með liðinu tvö s.l. ár. Jafnt var á með liðunum í hálf-leik, 0:0, og sagði Helena að á þeim tíma hefði leikaðferð íslenska liðsins gengið upp en Frakkar skoruðu tvívegis í síðari hálfleik. „Við ætluðum okkur að vera þolinmóðar, verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir og það gekk vel eftir. Franska liðið er mjög vel skipulag og leikmenn liðsins eru mjög ólíkir frá því sem við eigum að venjast hér á landi. Þær eru kvikar, snöggar og leika boltanum vel á milli sín. Það var ekki að sjá annað en að liðsheildin væri sterk hjá Frökkunum og eng- inn einn leikmaður stóð upp úr í þeirra liði. Hins vegar tel ég að við hefðum átt að gera betur að þessu sinni. Fyrra markið sem við feng- um á okkur kom eftir að við misst- um boltann á miðjunni og þær sóttu hratt upp völlinn vinstra megin og skoruðu. Það er erfitt að lýsa því hvað gerðist en við hefðum átt að koma í veg fyrir að þær næðu að skora,“ sagði Helena og bætti því við að Ásthildur Helgadóttir hefði kom- ist nálægt því að jafna leikinn er hún skallaði að markinu skömmu síðar en franski markvörðurinn blakaði boltanum frá á síðustu stundu. „Færið kom eftir horn- spyrnu Erlu Hendriksdóttur og var þetta besta færi okkar í leiknum. Við ætluðum okkur kannski að- eins of mikið í kjölfarið því franska liðið náði skyndisókn skömmu eftir færið sem við fengum og skoruðu á ný. Það liðu um tíu mínútur á milli,“ sagði Helena en undirbún- ingur liðsins fyrir næsta verkefni er nú þegar hafinn. „Við munum ekki dvelja lengi við þetta tap og nú tekur við næsti leikur gegn Pól- verjum á heimavelli um næstu helgi. Auðvitað erum við ekki sátt við að hafa tapa fyrir Frökkum en við ætlum við okkur sigur og ekk- ert annað í næsta leik,“ sagði Hel- ena Ólafsdóttir. Íslenska vörnin gaf sig gegn Frökkum AÐ mínu mati lékum við mjög vel sem lið í fyrri hálfleik gegn Frökkum þar sem við lokuðum svæðum og vörnin var góð en nokkur mistök í síðari hálfleik gerðu það að verkum að við töp- uðum þessum leik, 2:0,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í gær en leikurinn var þriðji leikur íslenska liðsins í undankeppni Evrópumóts landsliða og fór fram í Bonneuil- sur-Marne í Frakklandi. Morgunblaðið/Golli Olga Færseth í leik með íslenska landsliðinu gegn Ungverjum á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Veigar Páll fer til Bolton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.