Morgunblaðið - 09.09.2003, Side 35

Morgunblaðið - 09.09.2003, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 35 DAGBÓK Sálfræðistöðin STJÓRNA ÉG ÖÐRUM STJÓRNA AÐRIR MÉR? Námskeið í vinnusálfræði fyrir einstaklinga - stofnanir - fyrirtæki Á námskeiðinu færðu: 1. Þekkingu á boðgreiningu. 2. Aðferðir til að greina eigin og annarra samskipti. 3. Skriflegt mat á persónulegri stöðu. 4. Markvisst hjálpartæki til að ná persónulegum árangri - í starfi sem utan. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir, Guðfinna Eydal. Nánari upplýsingar og skráning í síma 562 3075 og 552 1110 netfang: psych.center@mmedia.is STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel gefin/n og hefur gaman af ögrandi verkefnum. Þú átt auðvelt með að koma þér á framfæri en vilt þó halda einkalífi þínu út af fyrir þig. Þú munt fá spennandi verkefni að takast á við á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu samstarfsfólki þínu sérstaka þolinmæði í dag. Þú ert ekki ein/n um að finna fyrir spennu. Á morgun er fullt tungl og það veldur spennu í okkur öllum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Börn eru sérstaklega næm fyrir áhrifum af fullu tungli og því er líklegt að það fari óvenju mikið fyrir þeim í dag. Þetta kallar á sérstaka þolinmæði og skilning hinna fullorðnu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forðist að lofa einhverjum í fjölskyldunni of miklu og þá sérstaklega foreldrum ykkar. Það getur virst einfaldast að gefa eftir en mun ekki verða það í raun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er hætt við að þú dragist inn í deilur um stjórnmál eða trúmál. Farðu með gát. Þér hættir til of mikillar bjart- sýni í dag. Reyndu að halda þig á hinum gullna með- alvegi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki fara yfir strikið í eyðslusemi í dag. Það er freistandi en þú munt sjá eft- ir því þegar frá líður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Á morgun er fullt tungl beint á móti merkinu þínu. Þetta getur valdið spennu í sam- ræðum þínum við maka þinn og nána vini. Það er tilgangs- laust að reyna að hafa betur í rökræðum í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur á tilfinningunni að yfirvöld og stórar stofnanir vinni gegn þér sama hversu hart þú leggur að þér í dag. Stundum er einfaldlega ekki hægt að sigra kerfið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu að gefa ástvinum þínum og þá sérstaklega börnum loforð í dag. Það er hætt við að þú lofir meiru en þú getur staðið við. Reyndu að vera raunsæ/r. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Taktu því með fyrirvara ef þér finnst yfirmenn þínir eða aðrir yfirboðarar lofa þér ósennilega miklu í dag. Það er líklegt að þeir séu að of- meta möguleika sína í stöð- unni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að forðast rökræður um stjórnmál og trúmál í dag sama hversu sannfærð/ur þú ert um skoðanir þínar. Þeir heyra ekkert sem vilja ekki heyra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að varast of mikla eftirlátssemi í dag. Það er hætt við að þú gefir eitthvað frá þér sem þú munt sakna síðar. Farðu varlega í hlut- ina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Á morgun verður fullt tungl í merkinu þínu og það veldur spennu í þér. Gerðu allt sem þú getur til að halda ró þinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Hinn 16. ágúst sl.voru gefin saman í Hálskirkju, Fnjóskadal, af Sigurði Guðmundssyni vígslubiskupi, þau Vilhelm Þorri Vilhelmsson og Berg- lind Aradóttir. Heimili þeirra er á Akureyri. Ljósmynd/Dagsljós, Akureyri BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Þinghús- inu í Lillestrøm í Noregi þau Gerður Ósk Magnúsdóttir og Geir Michelsen. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BLIND ágiskun er eitur í beinum bridsspilara, enda alltaf sárt að tapa spili sem maður „hefði getað unnið“. Stundum verður ekki hjá því komist að treysta á get- spekina, en suma leiki má baktryggja með svolítilli fyrirhyggju. Hér er gott dæmi um það: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G1087 ♥ 975 ♦ D1062 ♣Á5 Suður ♠ ÁKD962 ♥ 86 ♦ Á753 ♣4 Vestur Norður Austur Suður – – 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Suður spilar fjóra spaða eftir opnun austurs á veik- um tveimur í hjarta. Vestur kemur út með hjartadrottn- ingu, sem austur yfirtekur með kóng, tekur annan slag á ásinn og spilar svo gos- anum. Suður trompar hátt og vestur hendir laufi. Hver er áætlunin? Málið snýst um tígulinn. Miðað við sagnir á vestur sennilega kónginn, en hvar er gosinn? Ef vestur hefur byrjað með KGxx þarf að láta tíuna fyrst, sem aftur myndi leiða beint til taps ef austur ætti Gx. Þetta lítur því út fyrir að vera „hitt- ingsstaða“. Norður ♠ G1087 ♥ 975 ♦ D1062 ♣Á5 Vestur Austur ♠ 54 ♠ 3 ♥ D2 ♥ ÁKG1043 ♦ K98 ♦ G4 ♣KD10872 ♣G963 Suður ♠ ÁKD962 ♥ 86 ♦ Á753 ♣4 En svo er ekki ef sagnhafi spilar vel: Hann tekur trompin í tveimur umferð- um og spilar svo SMÁUM tígli að blindum með þeirri áætlun að stinga upp drottningu. Þegar hún held- ur er laufásinn tekinn og lauf trompað. Síðan er litlum tígli spilað að tíunni í borði. Hafi vestur byrjað með KGxx er hann illa enda- spilaður. Trikkið er að taka ekki strax á tígulásinn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí síðastliðinn þau Margrét Ágústa Guð- mundsdóttir og Nikulás S. Óskarsson, af séra Þórhalli Heimissyni í Garðakirkju, Álftanesi. Eru þau búsett á Breiðvangi 22 í Hafnarfirði, ásamt börnum sínum tveim- ur, Oddnýju Stellu og Guð- mundi Kort. BRÚÐKAUP. Hinn 12. júlí sl. voru gefin saman af sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur þau Inga Rannveig Rúd- ólfsdóttir og Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson. Mynd/Ólafur Þór 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0–0 Bg4 8. He1 f5 9. c4 0–0 10. Rc3 dxc4 11. Bxc4+ Kh8 12. Rxe4 fxe4 13. Hxe4 Bxf3 14. gxf3 Rd7 15. Dd3 Bd6 16. Hg4 c6 17. Bg5 Da5 18. f4 Hae8 19. Hh4 Df5 20. Dxf5 Hxf5 21. Bd3 Hef8 22. Bxf5 Hxf5 23. He1 h6 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hinn nýkrýndi Ís- landsmeistari, Hannes Hlífar Stefánsson (2.560), hafði hvítt gegn Róberti Harð- arsyni (2.285). 24. Bxh6! Kg8 Hvítur hefði unnið auðveld- lega eftir 24 … gxh6 25. Hxh6+ Kg7 26. Hxd6. Í framhaldinu var hvíta staðan einn- ig gjörunnin. 25. Hg4 Bf8 26. Bg5 Kf7 27. Hg3 Hd5 28. Hb3 b6 29. Hc1 Hxd4 30. Hxc6 Bc5 31. Hc7 a5 32. f5 a4 33. Hc3 Hg4+ SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 34. Kf1 Hxg5 35. Hxd7+ Kf6 36. Hd5 Hg4 37. Hg3 Hb4 38. Hg6+ Kf7 39. Hd7+ Ke8 40. Hgxg7 Hxb2 41. Ha7 Kf8 42. Hgb7 Hxf2+ 43. Ke1 og svart- ur gafst upp saddur lífdaga. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 10 vinninga af 11 mögulegum 2. Þröstur Þórhallsson 8 v. 3.–5. Ingvar Þór Jóhann- esson, Sævar Bjarnason og Stefán Kristjánsson 6½ v. 6. Róbert Harðarson 6 v. 7.–8. Davíð Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson 4½ v. 9. Ingvar Ásmundsson 4 v. 10.– 11. Björn Þorfinnsson og Guð- mundur Halldórsson 3½ v. 12. Sigurður Daði Sigfússon 2½ v. 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 9. sept- ember, er sextug Lára Ás- gerður Albertsdóttir, Ham- arsgötu 12, Fáskrúðsfirði. Hún er stödd erlendis hjá dóttur sinni. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup og fleira. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HAUSTVÍSA Lengir nóttu, lúta höfðum blóm, laufið titrar fölt á háum reinum, vindur hvíslar ömurlegum óm illri fregn að kvíðnum skógargreinum, greinar segja fugli, og fuglinn þagnar. Í brjósti mannsins haustar einnig að, upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur, en vetrarmjöll í daggardropa stað á dökkvan lokk og mjúkan þögul hnígur, og æskublómin öll af kinnum deyja. Grímur Thomsen LJÓÐABROT FRÉTTIR Fræðsla um íslenskt samfélag Alþjóðahúsið heldur fræðslufund um íslenskt samfélag í kvöld, þriðjudaginn 9. september, kl. 20 í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Fjallað verður um atvinnu- og dvalarleyfi. Fræðslan fer fram á ís- lensku og er túlkuð á rússnesku. Þátttaka er ókeypis. Kynning á stafagöngu Í dag, þriðjudaginn 9. september, kl. 20 verður haldin kynningarfundur í íþróttahúsi Seltjarnarness um stafagöngu. Stafaganga hentar jafnt ungum sem öldnum. Á fund- inum verður leitast við að veita fólki innsýn í þessa leið til að auka hreyfingu og útivist. Í framhaldi bíðst fólki síðan að skrá sig í gönguhóp undir leiðsögn þjálfara. Framtíð íslenska heilbrigð- iskerfisins Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík heldur fund í veitingahúsinu á annarri hæð Iðnó, í dag, þriðjudag- inn 9. september, kl. 12. Fjallað verður um framtíð íslenska heil- brigðiskerfisins – Áhersla á einka- framtak eða opinbera þjónustu? Framsögumenn verða: Ögmundur Jónasson alþingismaður, Ásta Möller hjúkrunarfræðingur og varaþingmaður og Atli Rafn Björnsson, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Heimdalli. Fund- arstjóri verður Jón Hákon Hall- dórsson, ritstjóri Frelsi.is og stjórnarmaður í Heimdalli. Léttur hádegisverður á tilboði. Allir vel- komnir. Málþing um fjarnám verður hald- ið í dag, þriðjudaginn 9. sept- ember, kl. 9–12, á Hótel Loftleið- um. Erindi halda: Gilly Salmon, Open University of Business Scho- ol í Bretlandi, Hrönn Pétursdóttir, verkefnastjóri Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Framvegis, Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands, og Svanlaug Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur. Fundarstjóri: Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Allar nánari upplýsingar um Viku símenntunar er að finna á heima- síðu Vikunnar www.mennt.net/simenntun Stofnfundur félags guðfræðinga verður haldinn í kapellu Háskóla Íslands í dag, þriðjudag, og hefst hann klukkan 20. Tilgangur félags- ins er m.a. sá að efla samheldni og samkennd meðal guðfræðinga, efla tengsl þeirra við kirkjuna og guð- fræðideild Háskólans. Ennfremur að styrkja ímynd guðfræðinga, stuðla að aukinni þekkingu al- mennings á vettvangi guðfræðinga og eiga frumkvæði að guð- fræðilegri umræðu. Í undirbúningsnefnd hafa starfað Auður Inga Einarsdóttir, Svanhild- ur Blöndal, Birgir Thomsen og Arndís Hauksdóttir. Í DAG Námskeið í hörræktun og vinnslu Heimilisiðnaðarskólinn stendur fyr- ir námskeiði í hörræktun og vinnslu á Skógum undir Eyjafjöllum, í gömlu skólahúsi á Byggðasafninu, laugardaginn 13. september og helgina þar á eftir ef þátttaka leyfir. Hluti af námskeiðinu er að fara út á hörakur og taka upp hör. Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir og Smári Ólason munu miðla af reynslu sinni um ræktun hörs, verkun og vinnslu. Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Heimilisiðn- aðarskólanum. Námskeið í blóðflokkamataræði Helgina 12.–14. september verður haldið námskeið í Gistiheimilinu Brekkubæ á Hellnum sem kallast: Rétt líferni fyrir þinn blóðflokk. Á námskeiðinu er farið í helstu þætti blóðflokkamataræðisins og kenn- ingar náttúrulæknisins Peter D’A- damo. Fjallað verður um mataræði fyrir hvern blóðflokk fyrir sig, ráð- leggingar um innkaup og nýjar eld- unaraðferðir, lífsstíl, streitustjórn- un, slökun o.fl. Á laugardeginum er farið í gönguferð um orkulínur og álfabyggðir og um kvöldið er lesið í stjörnumerki allra í hópnum. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á www.blodflokkar.is eða í netfanginu: gudrun@hellnar.is_ Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.