Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 42
MYNDIRNAR sem koma á leigurn- ar í vikunni eru tíu talsins. Tvær þeirra eru rómantískar gaman- myndir, Í háloftunum (View from the Top) og Flugþreyta (Jet Lag). Gwyneth Paltrow leikur flugfreyj- una Donnu Jensen, sem er með stóra drauma í Í háloftunum í leik- stjórn Brunos Barettis. Christina Applegate og Kelly Preston, leika samstarfskonur og vinkonur Palt- row og Mike Myers fer á kostum í hlutverki sínu sem flugfreyjukenn- arinn John Whitney, sem varð að leggja eigin flugþjónsferil á heilluna þegar hann féll á sjónprófi. Tvær af stærstu stjörnum Frakka fara með aðalhlutverkin í Flugþreytu, Jul- iette Binoche og Jean Reno í leik- stjórn Daniele Thompson. Leiðir þeirra liggja saman á flugvelli við París þegar allt flug og samgöngur leggjast af vegna verkfalls. Fleiri gamanmyndir bætast við á myndbandaleigunum í vikunni, Shanghai-riddararnir (Shanghai Knights) og Allt fyrir peninga (For Da Love of Money) falla í þann flokk. Riddararnir Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur til leiks í hlutverkum fóstbræðranna Chons Wangs og Roys O’Bannons en áhorfendur kynntumst þeim fyrst í Hádegi í Shanghai (Shanghai Noon). Pierre Edwards skrifar, leik- stýrir og leikur aðalhlutverkið í Allt fyrir peninga. Þegar bankaræningj- ar á flótta undan lögreglunni kasta poka með stórfé inn í garðinn hjá Pierre tekur líf hans stakkaskiptum. Brátt spyrst út að hann eigi nóga af peningum, allir vilja fá lánað en Pierre losnar ekki við samviskubitið. Tvær erlendar myndir bætast við á leigurnar. Ítalska myndin Andar- dráttur (Respiro) með Valeriu Gol- ino í aðalhlutverki er komin á leig- urnar. Þetta er ljúfsár mynd sem hefur hlotið góða dóma gagnrýn- enda. Höfundur myndarinnar er og leikstjóri er Emanuele Crialese og byggir hann söguna á gamalli ítalskri þjóðsögu. Erfitt líf (Tricky Life) fjallar um unga konu í Úrú- gvæ, sem dreymir um að opna eigin hárgreiðslustofu í einu af ríku hverf- um Montevideo. Einnig er nóg um drama í þessum nýju myndum eins Lokakallið (The Final Curtain), Antwone Fisher og Ararat bera vitni um. Lokakallið er fyrsta mynda leikstjórans Patricks Harris og er gerð eftir handriti Johns Hodge (Trainspotting, Shall- ow Grave). Í aðalhlutverki er hinn 73 ára gamli stórleikari, Peter O’Toole. Antwone Fisher er fyrsta mynd Óskarsverðlaunahafans Denz- els Washingtons sem leikstjóra en hún er gerð eftir æviminningum Antwons Fishers. Þetta er baráttu- saga lítils drengs, sem mætti miklu mótlæti í æsku en gefst ekki upp. Ararat er eftir kanadíska leikstjór- ann og handritshöfundinn Atom Egoyan. Myndin hefur hlotið góða dóma og unnið til verðlauna. Ararat fjallar um kvikmyndagerðarmann að nafni Edward Sarouan, sem vinn- ur að mynd um dráp tyrkneskra hersveita á almenningi í Armeníu árið 1915. Þess má geta að Shangai-riddar- arnir, Allt fyrir peninga, Í háloft- unum, Flugþreyta og Antwone Fis- her koma einnig út á mynddiski. Síðastnefnda myndin er ótextuð á mynddiskinum. Gwyneth Paltrow í háloftunum                                                               !    !"!#$    !"!#$  !"!#$      !"!#$  ! %     !"!#$    !"!#$    !   & !  ' ' ' & !  & !  ' ' & !  ( ! & !  ' ( ! ( ! ( ! & !  & !  ' ) ! * '                        !  "   $ %"#&  '"(    " " $      *     %   # " ' $ "*+ (  ,      Flugfreyjan Donna Jensen (Gwyneth Paltrow) hefur líka tíma til að skemmta sér með vinkonunum. Nýjar myndir á myndbandaleigum 42 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.50. B.i.12. Sýnd kl. 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10 með ensku tali Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Mestu illmenni kvikmynda- sögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 5.30, 8 og 10.20. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Mestu illmenni kvikmynda- sögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Miðaverð 500 kr. ATH. Eingöngu Sýnd í Lúxussal Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með ensku tali MEÐ ÍSLENS KU OG EN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára. J I M C A R R E Y Heill á húfi (Intacto)  Áhugaverður spænskur sálfræði- tryllir sem byggir á frumlegri hug- mynd sem Hollywood á örugglega eftir að éta upp; átök milli þeirra sem lánið hefur leikið við. (S.G.) Bang, Bang þú ert dauður (Bang, Bang You’re Dead)  Sláandi og blátt áfram mynd um skólaofbeldi í Bandaríkjunum. Ólíkt öðrum er leitað orsaka og orsaka- valdurinn er eineltið. (S.G.) Talandi um kynlíf (Speaking of Sex)  Lúmskt fyndinn kynlífsfarsi en náttúrlega algjör della – eins og reyndar kynlífsfarsar eiga að vera. Bill Murray í sínu besta formi og Lara Flynn Boyle glettilega fyndin. (S.G.) Keila leikin fyrir Columbine (Bowling for Columbine) Sterk heimildarmynd sem vekur áhorfendur til umhugsunar. (H.J.) Aðlögun (Adaptation) Mjög óvenjuleg, fersk, frumleg og áhugaverð. Sannarlega gleðiefni. (H.L.) Hringurinn (The Ring)  Þéttur, óvenjulegur hrollur, bless- unarlega laus við blóðslabb og ódýr- ar brellur sem virkjar ímyndunarafl áhorfenda. (S.V.) Píanóleikarinn (The Pianist) Polanski hefur skapað heildstætt og marghliða kvikmyndaverk, sem vek- ur áhorfandann enn til umhugsunar helförina. (H.J.) Chicago Kynngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd. (S.V.) Símaklefinn (Phone Booth)  Óvenjuleg spennumynd. Fjallar undir niðri um falska öryggiskennd og næfurþunna grímu yfirborðs- mennskunnar. (S.V.) Tveggja turna tal (The Two Towers) Millikafli stórvirkis Tolkiens og Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir ársins. (S.V.) GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Stríðið hans Foyles 2: Hvíta fjöðrin (Foyle’s War 2: White Feather) Spennumynd Bretland 2002. Skífan. VHS (192 mín.) Leyfð fyrir alla aldurshópa. Leikstjóri: Jeremy Silberston. Aðalleikarar: Michael Kitchen, Anthony Howell, Honeysuckle Weeks. STRÍÐIÐ hans Christophers Foyle kom mér í opna skjöldu, nafn- ið og innihaldið sýndi að ekki var um almenna bíó- eða sjónvarps- mynd að ræða. Við nánari athugun kom í ljós að Hvíta fjöðrin er annar kafli í fjögurra hluta, breskri sjón- varpsmyndaröð um Foyle lögreglu- stjóra (Kitchen) í Hastings. Þættirn- ir gerast á tímum síðari heimsstyrj- aldarinnar og setur það mark sitt á innihaldið. Að þessu sinni rannsakar Foyle morð sem framið er á hóteli í grenndinni og kemur málið upp í framhaldi grunsamlegrar atburða- rásar. Á hótelinu er ekki allt sem sýnist því þegar farið er að leita or- sakanna fyrir glæpnum reynast þær bækistöð breskra nasistasam- taka sem teygja sig inn á breska þingið og í raðir aðalsins. Foyle og samstarfsmenn hans, Samantha Stuart (Weeks) og Paul Milner (Howell), hafa í nógu að snúast og ýmsir sekir og saklausir koma til sögunnar. Þættirnir fjalla ekki aðeins um glæpamál og morðrannsóknir held- ur tækifærissinna, lýðskrumara, gyðingahatara, föðurlandsást og hina rómuðu bresku seiglu og þráa sem hefur skipað þeim í hóp með sigurvegurunum í tveim heimsstyrj- öldum. Bakgrunnur Hvítu fjaðrarinnar er því harla óvenjulegur og gerir þáttinn einkar forvitnilegan. Að auki er hann í alla staði vel gerður að hætti bresks úrvalssjónvarpsefn- is. Handritið betur skrifað og skyn- samlegra en obbinn af almennu bíó- myndaframboði. Söguþráðurinn bæði spennandi og hádramatískur á trúverðugan hátt. Leikurinn hreint afbragð hjá Kitchen og kempurnar Ian Bannen og Charles Dance fá að sletta úr klaufunum í skúrkshlut- verkunum. Óvænt gæða afþreying og vonandi verða allir þættirnir fjórir á boðstólum.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Sögur úr stríðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.