Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLENSKA landsliðið íknattspyrnu gæti átt von ágreiðslum sem nema á ann-að hundrað milljónum króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, tækist Íslend- ingum að tryggja sér sæti í Evr- ópukeppni landsliða í Portúgal næsta sumar. „Við myndum fjár- hagslega hagnast ef okkur tækist að komast að því að greiðslurnar fyrir þátttöku eru mun meiri en kostnaðurinn myndi vera hjá okk- ur. Þannig að það væri nátt- úrlega hreint happdrætti fjár- hagslega að komast í þessa lokakeppni,“ segir Eggert Magn- ússon, formaður stjórnar KSÍ. Frambærilegur árangur nú þegar „Ég held ég að allir sem koma nálægt íslenskri knattspyrnu og megnið af þjóðinni hafi ákveðnar vonir í brjósti sínu en það er ekkert nema vonir og væntingar ennþá,“ Eggert teljum vera bú frambæ árangr sem er á er plú Egge sæti á í Evróps knattsp sambandsins, segir hluta af greiðslu bandsins vegna þátttöku ópukeppninni vera árang tengdar greiðslur en Ísle gætu reiknað með að fá á hundrað milljónir strax v töku. Eftir sé þó að gang hversu háar endanlegar Ísland fengi á annað hundrað milljónir frá UEFA fyrir þátttöku í Evrópukeppninni í Portúgal 2004 Eggert Magnússon „Hreint happdrætti fjár T VÆR ferðaskrifstofur bjóða upp á beint leiguflug til Hamborg- ar á landsleik Íslands og Þýskalands í knatt- spyrnu 11. október næstkomandi, samtals 340 sæti. Knattspyrnu- samband Íslands hefur útvegað um 1.800 miða á landsleikinn og koma langflestar pantanir frá Ís- lendingum búsettum í Evrópu og fyrirtækjum og félagasamtökum. Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir að reynt verði eftir fremsta megni að útvega fleiri miða á leikinn enda áhuginn mjög mikill hér heima og erlendis. Uppselt í ferðir og fólk á biðlista Að sögn Lúðvíks Arnarsonar hjá Úrvali-Útsýn er uppselt í 140 sæta ferð á landsleikinn og um 80 manns eru á biðlista. Verið er að athuga hvort unnt sé að bjóða upp á aukaferð til að anna eftirspurn. Ferð á leikinn kostar hjá ÚÚ 54.900 kr. Flogið er út á föstu- dagsmorgni og til baka seinni part sunnudags. Innifalið er flug, hót- elgisting, miði á leikinn og rútu- ferðir. Hjá Ít-ferðum eru 200 flugsæti til Hamborgar í boði ásamt miða á landsleikinn. Verð fyrir flug, gist- ingu og fararstjórn er 51.500 krónur en miði á leikinn kostar 4.200 krónur og er eingöngu seld- ur þeim sem eiga bókað flug með Ít-ferðum. Fararstjóri í ferðinni verður Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu. Að sögn Þórdísar Arnardóttur, ferða- ráðgjafa hjá Ít-ferðum, voru um 50 bókanir komnar fyrsta klukku- tímann eftir að skrifstofan var opnuð í gærmorgun og síðdegis í gær voru örfá sæti eftir. Iceland Express tryggt miða á leikinn fyrir viðs sína og voru miðarnir u um miðjan dag í gær. B upp á tilboð á ferðum til S flugvallar í Lundúnum e er flogið með Ryanair t borgar. Hægt var að fá gistingu fyrir u.þ.b. 35 þú en við bætist miði á vö heildarkostnaður því u.þ.b und krónur. „Leiguflug frá Ísla er mjög takmarka Leikvangurinn þar sem inn fer fram rúmar 50 Uppselt í ferðir Íslands og Þýsk KSÍ hefur útvegað um 1.800 miða á leikinn og freist Í kjölfar leiks Íslands og Þýskalan á laugardaginn hefur myndast gíf legur áhugi meðal Íslendinga á a sjá seinni leik þjóðanna, sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði AFSÖGN ABBAS Afsögn Mahmouds Abbas, for-sætisráðherra Palestínu-manna, dregur verulega úr þeim vonum sem bundnar hafa verið við Vegvísinn í átt til friðar. Tog- streita sú og valdabarátta sem nú á sér stað í forystusveit Palestínu- manna gerir að verkum að sá tak- markaði árangur sem náðst hefur í friðarumleitunum gæti orðið að engu. Þrátt fyrir að ofbeldisverk á báða bóga hafi stigmagnast að undan- förnu hafa engu að síður áfram verið bundnar vonir við að hægt væri að viðhalda stjórnmálatengslum og við- ræðum milli Palestínumanna og Ísr- aela á meðan Abbas gegndi embætti forsætisráðherra. Eftir afsögn hans ríkir algjör óvissa um framhaldið. Á sama tíma hefur ísraelski her- inn ráðist gegn hryðjuverkasamtök- unum Hamas og reynir markvisst að ráða æðstu menn samtakanna af dögum. Það kann að vekja upp vin- sældir meðal almennings í Ísrael sem býr við stöðuga ógn af hryðju- verkum. Haldi slíkar aðgerðir áfram er hins vegar hætta á að þær valdi það mikilli spennu í samskiptum þjóðanna að ómögulegt verði að halda áfram samningaviðræðum. Við forsætisráðherraembættinu tekur Ahmed Qurei sem verið hefur forseti þings Palestínumanna. Qurei telst til hófsemdarmanna í Fatah- hreyfingunni og var hann einn þeirra er lögðu drög að Óslóarsam- komulaginu á sínum tíma. Hann hef- ur hins vegar jafnframt verið dygg- ur stuðningsmaður Yassers Arafats. Arafat vann markvisst að því að grafa undan Abbas sem forsætisráð- herra og koma í veg fyrir að áform hans, ekki síst á sviði öryggismála, næðu fram að ganga. Arafat ber mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Það er hins vegar eng- in lausn að senda hann í útlegð, líkt og sumir ísraelskir stjórnmálamenn hafa rætt í fyllstu alvöru. Slíkt myndi einungis styrkja stöðu Ara- fats enn frekar. Qurei er reyndur stjórnmálamað- ur og er vel kynntur jafnt meðal ísr- aelskra sem bandarískra stjórn- málamanna. Hann verður hins vegar að sýna strax í upphafi að hann sé ekki strengjabrúða Arafats ef hann hyggst afla sér trausts meðal við- semjenda sinna. Þegar embætti for- sætisráðherra var stofnað var það ekki síst til að draga úr áhrifum Ara- fats og koma í veg fyrir að hann hefði tögl og hagldir í öllum málum. Abbas reyndi að knýja fram breyt- ingar og ná tökum á vopnuðum sveit- um öfgamanna á borð við Hamas. Palestínumenn verða að sýna að þeir vilji og geti komið í veg fyrir að Hamas haldi áfram árásum sínum á Ísrael. Það er forsenda þess að draumur þeirra um sjálfstætt ríki verði að veruleika. Annars er hætta á að Ísraelar haldi áfram að reyna að uppræta forystusveit Hamas með valdi. Ísralear verða þá jafnframt að veita forystumönnum Palestínu- manna svigrúm til að sýna fram á að þeim sé alvara. Það felst sögulegt tækifæri í því mikla umróti sem nú á sér stað í Mið- Austurlöndum. Í því felast hins veg- ar einnig miklar hættur. Það má lítið út af bera til að vonin verði að ör- væntingu. LAMBAKJÖTIÐ ÚT Tilraunir til að setja íslensktlambakjöt á markað erlendis hafa verið margar og flestar borið lítinn árangur. Kemur þar margt til. Undanfarið hefur staðið yfir sér- stakt átak til að koma lambakjötinu á markað og hefur verið reynt að selja það sem munaðarvöru. Í stað þess að senda kjötið frosið á markað í umbúðum, sem allt eins væri hægt að nota undir sement, og selja á verði, sem einna helst kallar bruna- útsölur fram í hugann, hefur áhersl- an verið á það að hér væri á ferðinni óvenjuleg gæðavara. Nú stendur yfir sérstakt kynn- ingarátak í Danmörku. Um 60 versl- anir í eða við Kaupmannahöfn hafa nú ferskt, íslenskt lambakjöt á boð- stólum og gera þeir, sem að átakinu standa, sér vonir um að sá fjöldi tvö- faldist næsta haust. Vandi sauðfjárbúskapar er mikill á Íslandi og sauðfjárbændur þurfa að leita ýmissa leiða sér til lífsvið- urværis. Útflutningur lambakjöts á verði, sem er langt undir kostnaði þess, mun aldrei verða til þess að efla þennan búskap þótt hann stuðli að því að halda uppi verðinu á innan- landsmarkaði. Það gefur augaleið að æskilegt er að reyna að fá hærra verð fyrir kjötið og ein leið til þess er að markaðssetja það sem mun- aðarvöru. Tilraunir til þess að koma kjötinu inn á Bandaríkjamarkað undir slíkum formerkjum hafa geng- ið hægt, en verið lærdómsríkar. Í Danmörku hefur sú aðferð verið not- uð til þess að kynna kjötið og fram- leiðsluhætti fyrir kaupmönnum að bjóða þeim hingað til lands til að fræðast um landbúnaðarhætti hér- lendis, en þessi leið hefur einnig ver- ið farin í Bandaríkjunum. Varð um 30% söluaukning á íslensku lamba- kjöti hjá þeim kaupmönnum, sem hingað komu frá Bandaríkjunum í fyrra, miðað við þá, sem ekki komu. Einn dragbíturinn á sauðfjárbú- skap hér á landi er það kerfi hafta og miðstýringar, sem hér er við lýði, en einnig hefur þrengt að lambakjötinu á markaði með tilkomu afkastamik- illa svína- og kjúklingabúa, sem hafa átt í mikilli samkeppni með tilheyr- andi verðlækkunum. Það er óraun- hæft að ætla að lambakjötið geti keppt við svína- og kjúklingakjöt á sömu forsendum. Til þess er kostn- aðurinn við að framleiða hvert kíló af lambakjöti of mikill. Það verður að reyna aðrar leiðir, hvort heldur sem er innan lands eða utan. Sala á lambakjöti á Netinu, sem gefur neytendum kost á að vita hvaðan kjötið kemur, er virðingarverð til- raun af því tagi á heimamarkaði og átakið til að koma kjötinu á markað sem munaðarvöru í Danmörku og Bandaríkjunum er sú leið, sem rétt er að reyna erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.