Morgunblaðið - 25.09.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.09.2003, Qupperneq 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 13 Þ j ó n u s t u f y r i r t æ k i á h e i l b r i g ð i s s v i ð i B L Ó Ð Þ R Ý S T I N G S M Æ L I R GD J TVEIR kanadískir þingmenn hafa sagt sig úr sendinefndinni sem fylgir Adrienne Clarkson, landstjóra Kan- ada, í opinbera heimsókn til Rúss- lands, Finnlands og Íslands. Vilja þingmennirnir með þessum hætti mótmæla þeim kostnaði sem lagt er í vegna ferðarinnar, að sögn kan- adíska dagblaðsins National Post. Kostnaður við ferðina er sagður nema um einni milljón Kanadadoll- ara, eða um 56 milljónum íslenskra króna. Clarkson og fylgdarlið hennar er nú í Rússlandi og átti hún þar fund með Vladimír Pútín forseta í gær. Að honum loknum sögðu þau m.a. við fréttamenn að brýna nauðsyn bæri til að Kanadamenn og Rússar störfuðu saman að vernd norður- heimskautssvæðisins sem löndin væru bæði hluti af. Kemur þetta fram á fréttavef kanadíska blaðsins The Globe and Mail í gær. Miklar deilur hafa staðið í kan- adískum fjölmiðlum undanfarið um ferð Clarksons, eiginmanns hennar og tæplega 60 annarra fulltrúa úr kanadísku stjórnmála-, lista- og at- vinnulífi til landanna þriggja undir yfirskriftinni „norðrið nú á dögum“. Þannig sagði National Post í leiðara fyrr í mánuðinum að fyrirhuguð „skemmtireisa“ landstjórans virtist ekki þjóna neinum réttmætum til- gangi og því væri réttast að þeir sem í hana færu myndu sjálfir borga brúsann. „Ég held að gagnrýni eigi sér ýmsar ástæður, og í þessu tilviki held ég að meginorsökin sé van- þekking á því hvað við ætlum að gera, og skortur á vilja til að vita það,“ sagði Clarkson um þessa gagn- rýni er hún ræddi við rússneska, finnska og íslenska blaðamenn í Ottawa í síðustu viku. „Og sumir halda að það sé hægt að reka utan- ríkisstefnu og kynna menningarlíf landsins og umhverfismál án þess að það kosti peninga. En það er óhugs- andi.“ Clarkson benti ennfremur á, að ferðin væri farin að undirlagi kanadísku ríkisstjórnarinnar, ekki landstjóraembættisins sjálfs. Þingmenn er sæti eiga í nefnd sem hefur eftirlit með fjárreiðum hins opinbera hafa farið fram á það að rannsakað verði í hvað Clarkson verji fjármunum landstjóraembætt- isins, að því er The Globe and Mail greindi frá fyrr í vikunni. Segir í frétt blaðsins að þingmennirnir bendi á ferðina til Rússlands, Finn- lands og Íslands sem eina helstu ástæðuna fyrir því að slíkrar rann- sóknar sé þörf. Þó er ekki útlit fyrir að af slíkri rannsókn verði, að því er fram kem- ur í frétt National Post í fyrradag, og hefur blaðið eftir stjórnarand- stöðuþingmönnum að stjórnarþing- menn í nefndinni hafi „guggnað á að takast á við þetta mál“. Landstjóri Kanada svarar gagnrýni á opinbera heimsókn Tveir þingmenn af- boða þátttöku sína Morgunblaðið/KGA Clarkson ræðir við erlenda blaðamenn í landstjórabústaðnum í Ottawa.DÚKKAN Razanne er allt það sem dúkkan Barbie er ekki – er í kjól með löngum ermum, hefur slæðu, svonefnda hijab, um höfuðið, og eins og hönnuður hennar, Ammar Saadeh, viðurkennir sjálfur er mittið ekki sérlega grannt. Barbie lætur mikið á sér bera og leggur allt upp úr kynþokkanum, en Raz- anne er hógvær og trúrækin. Það er einmitt þess vegna sem margir múslímar í Bandaríkjunum vilja heldur gefa börnum sínum Raz- anne en Barbie. En það er ekki einungis að Raz- anne fylli upp í tómarúm á mark- aðinum, segir Saadeh, heldur finna íslamskar stúlkur þar sálu- félaga. „Það sem við viljum segja með því að framleiða þessa dúkku er að það sé hinn innri maður sem máli skipti, ekki það hvernig mað- ur lítur út,“ segir Saadeh, sem stofnaði fyrirtækið NoorArt ásamt konu sinni og nokkrum fjár- festum, með bækistöðvar í Livonia í Michigan í Bandaríkjunum. Mimo Debryn, í West Bloom- field, keypti Razanne-dúkku handa 11 ára dóttur sinni, Jennu, fyrir fjórum árum. „Razanne er eins og flestar þær konur sem Jenna þekkir,“ sagði Debryn. „Jennu þykir mjög vænt um Raz- anne og hugsar vel um hana, og hún á sérstakan stað í herberginu hennar Jennu, sem hefur aldrei tekið af henni slæðuna. En Barbie er yfirleitt tekin úr öllum föt- unum.“ APJenna Debryn, 11 ára, með Razanne-dúkkuna sína. Ekki Barbie BANDARÍSKUR hermaður, sem starfaði sem túlkur í Guantanamo, þar sem föngum úr Afganistanstríð- inu er haldið, hefur verið handtekinn, grunaður um njósnir og aðstoð við óvininn. Verið er að kanna hvort stjórnvöld í Sýrlandi séu viðriðin mál- ið. Talsmaður Pentagons, bandaríska hermálaráðu- neytisins, skýrði frá þessu í fyrrakvöld en hermaður- inn, sem um ræðir, heitir Ahmad I Al Halabi, 24 ára gamall múslími frá Detroit. Að sögn NBC- sjónvarpsstöðvarinnar er hann sakaður um að hafa sent upplýsingar um nöfn og númer fanga til fjand- manna Bandaríkjanna og einnig, að í fartölvunni hans hafi verið 180 tölvu- póstbréf, sem hann átti eftir að senda til Sýr- lands. Al Halabi er að auki sakaður um að hafa haft í fórum sínum tvö hand- skrifuð bréf frá föngum með upplýs- ingum um upplýsingaöflun Banda- ríkjamanna og áætlanir þeirra í hryðjuverkastríðinu og hann er sagð- ur hafa haft undir höndum nákvæmar upplýsingar um ferðir herflugvéla til og frá Guantanamo og kort af mann- virkjum þar. Al Halabi á dauðadóm yfir höfði sér verði hann fundinn sek- ur. Um síðustu helgi var skýrt frá því, að annar hermaður, James Yee, kapt- einn og herprestur, hefði verið hand- tekinn 10. september sl. og einnig fyr- ir njósnir. Virðist sem málin séu ekki tengd þótt þau hafi komið upp á sama tíma. Fékk trúarlega upp- fræðslu í Sýrlandi Sagt er, að Yee, sem er af kínversk- um ættum og snerist til íslamstrúar, hafi einnig verið tekinn með leynileg- ar upplýsingar í fórum sínum, meðal annars nákvæman uppdrátt af fanga- búðunum í Guant- anamo. Starfaði hann þar sem trúarlegur sálgæslumaður fang- anna og ráðunautur yfirmanna sinna í málefnum múslíma. Yee útskrifaðist frá West Point-herskól- anum en hætti í hern- um og fór til Sýrlands þar sem hann hlaut trúarlega upp- fræðslu. Að því búnu gekk hann aftur í her- inn. Herstöðin á Guant- anamo á Kúbu var valin sem búðir fyrir fanga í hryðjuverkastríðinu vegna þess hve einangruð hún er og vegna þess, að hún er utan lögsögu bandarískra dómstóla. Þrátt fyrir það virðist sem njósnarar hafi verið þar að verki í einhvern tíma. Bandarísk yfirvöld eru nú að kanna hvort stjórnvöld í Sýrlandi tengist þessum málum á einhvern hátt en Ahmad al-Hassan, upplýsingaráð- herra landsins, vísaði slíkum vanga- veltum á bug í gær. Hermaður sak- aður um njósnir í Guantanamo James Yee Tveir meintir njósnarar teknir á hálfum mánuði Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.