Morgunblaðið - 25.09.2003, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.09.2003, Qupperneq 55
ÁRRISULIR Íslendingar gætu nú notað tækifærið, kveikt á viðtækinu og horft á Ísland í bítið á Stöð 2. Ís- land í bítið er fréttatengdur dægur- málaþáttur þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi hverju sinni í landinu. Þar kemur saman árrisult fjölmiðlafólk og vekur landsmenn með léttu spjalli, því ekki er gott að leggjast í þungar máltíðir hugans svo snemma morguns. Listamenn og aðrir sem hafa eitthvað skemmtilegt á takteinunum láta gjarnan sjá sig í þessu vinsæla morgunsjónvarpi og kynna pælingar sínar og vinnu fyrir landsmönnum. Í dag koma meðal annars körfu- boltasnillingarnir í Harlem Ambass- adors í heimsókn og taka nokkrar fisléttar boltaæfingar í boði Lions- manna. Mörður Árnason og Pétur Blöndal ræða heitustu þjóðfélags- málin og Ásta Kristjánsdóttir verður með tískuinnslag um skótískuna í vetur. Einnig munu gestir frá Garð- heimum gefa góð ráð um allt sem viðkemur garðyrkju, jafnt innan dyra sem utan. Sértu að lesa yfir morgunkaffinu væri kjörið að leggja blaðið frá sér að afloknum lestri og sjá hvað morg- unfólkið á Stöð 2 hefur upp á að bjóða áður en skundað er til vinnu. Umsjónarfólk Íslands í bítið er Fjalar Sigurðsson og Inga Lind Karlsdóttir. EKKI missa af… Ísland í bítið er á dagskrá Stöðvar 2 í dag kl. 06.58. …léttu spjalli í morgunsárið Inga Lind Karlsdóttir er annar stjórnandi Íslands í bítið. VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 55                                                             ! "#$ %  #" & #'  !" #$ ! ) ) %& ( (  ( ! #$    ( ! %&  (  (   ! %$'( ) %*+)' ,- % ( .(/-* (& ( ( (    (  (  (  (  (     #$$ ! ( ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )       *+" " ##  " ,,-#"  !" #'" ."   #/   . 0 (& 0##,,-#"   !" #') -#"!"   (        )0122*,$-         !"   #   $   !"  %  %&    $    '( )    $           (!+),-"*-3 12"",,-#" + !& #'( 45 &( 45 &( 45 &( 60#$7*0 89(/-$7*0 0(6 -$& 0#("3#$ $/:$6/ ;((0 ;$$($< =%+> 8-/ ? $( !$//$+        3-  3-  3-  "##" "##" #0.(3( 3.  03-  3-  "##" 03-  03-  900+%!( @/0 (" $-9A 9/,9/ $* !,$! $/0 @$!"9 8*/ */ -$7 3-  03-  3-  3-  03-  03-  3-  03-  03-  03-  3-  3-  :$$-$ $$!$ 8$B9/$ :$9B$ %! /6#$ C// - :9/$ @$$D ;A 5+B$-9 $/,9 3-  03-  03-  3-  3-  "##" 3-  03-  3-  3-  3-  3-  $(-$,$-(  # 4%)    #'#!  # ( 3- 3#!   #)# ## './'  "##")#3 .'"(* "( (//(,$-(+ ")3-  3 $  )#  3/  (* "(        >(,$-(+ ")4 %!" 3- 3)#'. "##"     #(*'  -# #'  ( :)/(,$-(5!  "!"3/   0)#$   #( 6# #' ( *(() *(+,           RÍKISÚTVARPIÐ sendir beint út frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Áhugafólk um sígilda tónlist getur því stillt á „gömlu guf- una“ og hlýtt á ljúfa samhljóma ótal hljóðfæra og liðið á vængjum söngs- ins fram eftir kvöldi. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands nýtur virðingar víða um heim og á marga góða velunnara sem hafa unnið með sveitinni í gegnum tíð- ina. Hafa margir haft á orði að það sé landi og þjóð til prýði að hafa slíka sveit á sínum snærum. Á efnisskrá kvöldsins er að finna afar frambærilega höfunda; Feria eft- ir Magnus Lindberg, Píanókonsert eftir Jón Nordal. Píanókonsert nr. 1 eftir Sergej Prokofief, sem færði börnum undraheim sinfóníunnar með Pétri og úlfinum og að lokum Sinfónía nr. 3 eftir Erkki-Sven Tüür. Einleikari er hinn ungi og afar efni- legi Víkingur Heiðar Ólafsson og stjórnandi er Olari Elts. Þeir sem ekki eiga heimangengt í kvöld til að heyra fagran samleik píanós og sinfóníuhljómsveitar geta stillt á Rás 1 og hleypt músíkinni heim til sín. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Morgunblaðið/Sverrir Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur alltaf fyrir sínu. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru á dagskrá Ríkisútvarpsins Rásar 1 klukkan 19.27. Hljómsveit allra landsmanna SJÓNVARPIÐ er orðið vett- vangur sífellt dónalegra orðfæris, að því er fram kemur í nýrri rannsókn samtakanna Parents Television Council (PTC) á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkj- unum. Stöðvarnar, sem vorurann- sakaðar, voru: ABC, CBS, NBC, Fox, WB og UPN. Í tilkynningu frá PTC, sem var gefin út á mánudag, kom fram að sjónvarpsstöðvarnar hafa breytt til muna áherslum sínum í orð- bragði undanfarin ár og ekki til góðs. PTC rannsakaði allt afþrey- ingarefni á besta sjónvarpstíma, svokölluðum „prime time“, á tveggja vikna tímabili árin 1998, 2000 og 2002 og sá aukningu í dónaskap hjá næstum hverri ein- ustu sjónvarpsstöð og á hverjum einasta sýningartíma. Á svokallaðri „fjölskyldustund“, sem er á milli átta og níu á kvöld- in, jókst ljótt orð- bragð um 94,8 pró- sent milli 1998 og 2002 og milli níu og tíu jókst það um 109 prósent á milli þessara ára. Minnsta aukningin var á milli tíu og ellefu á kvöldin, „einungis“ 38,7 pró- sent, en þá eru börn farin að sofa og það efni sem þá er sýnt er jafnan með ljótara orð- bragði fyrir. Talsmenn sjón- varpsstöðvanna ABC og Fox neit- uðu að tjá sig um könnunina, þar sem þeir hefðu ekki enn séð skýrslu PTC. Ný könnun á orðbragði Dónaskapur eykst í sjónvarpi Þótt ýmsir séu orðljótir þurfum við vonandi ekki að hafa áhyggjur af þessum geðgóðu unglingum. ÚTVARP/SJÓNVARP AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.