Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra tilkynnti ræðu í almennu
umræðunni á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna í New York í gær
um framboð Íslands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið
2009-2010. Hann fjallaði auk þess
um endurbætur og endurskipulagn-
ingu á stofnunum Sameinuðu þjóð-
anna, mannréttindi, öryggismál og
umhverfisvernd.
Þegar ráðherrann tilkynnti um
framboð Íslands til öryggisráðsins
2009-2010 lagði hann áherslu á vilja
Íslands til að axla sína ábyrgð inn-
an Sameinuðu þjóðanna og leggja
sitt af mörkum sem virkur með-
limur alþjóðasamfélagsins. Hann
sagði að framboðið væri þáttur í
þeirri markvissu stefnu Íslands í
utanríkismálum að auka og styrkja
þátttöku í alþjóðasamstarfi.
Megininntak ræðu Halldórs
fjallaði um nauðsyn á endurbótum
og endurskipulagningu á stofnunum
Sameinuðu þjóðanna, einkum alls-
herjarþinginu og öryggisráðinu.
Hann fagnaði nýrri hugmynd aðal-
framkvæmda-
stjórans um að
setja á fót nefnd
háttsettra ein-
staklinga til að
koma með tillög-
ur um helstu við-
fangsefni Sam-
einuðu þjóðanna,
allt frá öryggis-
málum til endur-
skipulagningar á
stofnunum þeirra. Hann sagði Ís-
land hafa fullan hug á að leggja sitt
af mörkum og taka virkan þátt í
umræðunni um endurbætur.
Halldór sagði mikilvægt að Sam-
einuðu þjóðirnar, sérstaklega ör-
yggisráðið, fjölluðu um málefni
Íraks í því augnamiði að tryggja
frið og lýðræði í landinu. Utanrík-
isráðherra sagði að taka yrði fullt
tillit til mannréttinda í allri starf-
semi Sameinuðu þjóðanna og lagði
einkum og sér í lagi áherslu á
mannréttindi kvenna og barna.
Hann gerði grein fyrir aðgerðum
íslenskra stjórnvalda gegn mansali
og lagði ríka áherslu á mikilvægi
þess að baráttan gegn hryðjuverk-
um yrði ekki á kostnað mannrétt-
inda. Ráðherra gerði konur, frið og
öryggi og ályktun öryggisráðsins
nr.1325 sem fjallar um þetta mál að
sérstöku umtalsefni. Hann lagði
áherslu á mikilvægi þess að réttindi
kvenna væru vernduð í vopnuðum
átökum og að konum væri tryggð
þátttaka í fyrirbyggjandi aðgerðum,
friðargæslu og friðaruppbyggingu í
samræmi við ákvæði ályktunarinn-
ar.
Ráðherra lýsti yfir vonbrigðum
vegna málaloka ráðherrafundar Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO) í Kankún. Að hans mati er
enn tækifæri til að ná árangri ef
allir leggja sitt af mörkum.
Að lokum vék ráðherra að mál-
efnum hafsins og frumkvæði ís-
lenskra stjórnvalda um að setja á
fót eftirlitskerfi til að fylgjast með
ástandi heimshafanna. Hann lagði
áherslu á að haldinn yrði fundur ár-
ið 2004 til að semja um nánari út-
færslu á þessu kerfi.
Tilkynnti framboð Ís-
lands til öryggisráðs SÞ
Halldór
Ásgrímsson
FORMENN þriggja stéttarfélaga heilbrigðis-
starfsfólks og framkvæmdastjóri Geðhjálpar
telja flestir fulla ástæðu til að huga betur að ör-
yggismálum starfsmanna á sjúkrahúsum og
vilja að forvarnir verði auknar. Ekki megi bíða
eftir alvarlegum atvikum eða stórslysum.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær
eru starfsmenn bráðadeilda á Landspítalanum
farnir í auknum mæli að bera auðkenniskort í
vinnunni sem sýna aðeins skírnarnafn viðkom-
andi. Er þetta gert í öryggisskyni þar sem
brögð hafa verið af því að starfsfólki hefur ver-
ið hótað utan vinnutíma og setið fyrir því við
heimili þess.
Læknar verða fyrir árásum
Sigurbjörn Sveinsson, formaður Lækna-
félags Íslands, segir það vissulega vera
áhyggjuefni ef ofbeldi og hótanir í garð starfs-
manna séu að færast í vöxt. Félagið hafi þó
ekki fjallað sérstaklega um þessi mál á sínum
vettvangi. Hann segist vita mörg dæmi þess að
læknar hafi orðið fyrir árásum í vinnu sinni,
bæði á sjúkrahúsum og á vettvangi Lækna-
vaktarinnar. Minna sé um ónæði utan vinnunn-
ar. Sigurbjörn segir tilefni árása og ógnana
vera yfirleitt það að beiðnum sjúklinga sé ekki
sinnt, t.d. um lyfjagjöf.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, segist kannast vel
við það að hjúkrunarfræðingar verði fyrir
óþægindum í störfum sínum.
Vitnar hún t.d. til skýrslu sem félagið lét
gera árið 1997 í samráði við Starfsmannafélag
ríkisstofnana og Starfsmannafélagið Sókn. Fé-
lagsmenn voru spurðir hvort þeir teldu líkam-
legt eða andlegt ofbeldi vera til staðar á deild-
unum sem þeir unnu á. Kom þá í ljós að nærri
þriðjungur hjúkrunarfræðinga svaraði því ját-
andi að ofbeldið væri til staðar á vinnustaðnum.
Elsa segist halda að ástandið sé ekki betra í
dag, ofbeldi sé frekar að færast í vöxt heldur en
hitt.
„Brýna þarf fyrir fólki að tilkynna hótanir til
vinnuveitenda þannig að þær berist lögregl-
unni. Þetta eru mál sem þarf virkilega að huga
vel að, ekki síst í ljósi umræðu síðustu daga um
átök milli hópa í miðborginni og úthverfunum.
Þá geta jafnvel einstaklingar hvor úr sínum
hópnum verið að koma á slysadeild á sama
tíma. Það kallar á ákveðið hættuástand,“ segir
Elsa. Hún bætir því við að félagið verði að vera
vakandi og gera kröfur á vinnuveitendur um að
öryggi hjúkrunarfræðinga sé ekki stefnt í
hættu.
Sjúkrahúsin óvarin
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags Íslands, segir það oft hafa
komið til tals innan félagsins að sjúkraliðar
verði fyrir óþægindum og ógnunum í störfum
sínum. Það sé algengara á geðdeildum spít-
alanna en slysadeildum. Brugðist hafi verið við
með ýmsum aðgerðum, auk þeirra að fela eft-
irnöfn sín á auðkenniskortum. Það sé t.d. víðast
ströng regla að gefa fólki ekki upp heimasíma
starfsmanna. Kristín segist einnig hafa orðið
vör við ótta sjúkraliða við að vera á ferðinni,
ekki síst gangandi, í og úr vinnu seint á kvöldin
eða eldsnemma morguns. Hún vekur einnig at-
hygli á aðgengi fólks á sjúkrahúsunum.
„Það er mjög auðvelt fyrir þá sem ætla sér
að ráðast til atlögu inni á sjúkrahúsi að koma
sér fyrir og vera innanhúss þegar dyrum er
læst á kvöldin. Ég man til slíkra tilfella í mín-
um störfum. Einnig hefur borið nokkuð á
þjófnaði á eigum starfsfólksins. Sjúkrahúsin
eru því mjög óvarin fyrir svona löguðu þó að í
seinni tíð hafi menn verið meira á varðbergi,“
segir Kristín og telur ekkert óeðlilegt við það
að heilbrigðisstéttir geri kröfur um hertar ör-
yggisráðstafanir, áður en til alvarlegra atvika
komi.
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, segir að aldrei verði komið í veg fyrir
árásir á fólk, líkt og þær sem hafi verið í fjöl-
miðlum að undanförnu. Hægt sé að draga heil-
mikið úr hættu á ofbeldi og skapa þurfi starfs-
fólki sjúkrahúsa viðunandi aðstöðu til að sinna
sjúklingum. Ekki megi þó blanda saman í um-
ræðunni geðsjúkum og svonefndum siðleys-
ingjum.
„Það er viss aðvörunarbjalla fyrir stjórnvöld
að geðraskanir og geðsjúkdómar eru talin eitt
stærsta heilbrigðisvandamálið á nýbyrjaðri
öld. Að sama skapi þurfa menn að gera sér
grein fyrir því að í málaflokkinn þarf að leggja
krafta. Starfsfólk vinnur við gríðarlega erfiðar
aðstæður. Mikilvægt er að huga að fyrirbyggj-
andi aðgerðum þannig að neyðartilvikum
fækki til muna. Við megum ekki bíða eftir stór-
slysunum,“ segir Sveinn.
Talsmenn heilbrigðisstétta og framkvæmdastjóri Geðhjálpar um öryggi heilbrigðisstarfsfólks
Vilja auka öryggi
með forvörnum
Sveinn
Magnússon
Elsa B.
Friðfinnsdóttir
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
Sigurbjörn
Sveinsson
ÞORSTEINN Vilhelmsson, Margeir
Pétursson og Styrmir Þór Bragason
hafa fyrir hönd fjárfestingarfélag-
anna Afls og Atorku krafist þess að
boðað verði til hluthafafundar í
Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
eins skjótt og verða má. Í bréfi til
Benedikts Sveinssonar, stjórnarfor-
manns Sjóvár-Almennra trygginga,
sem dagsett er 23. september síðast-
liðinn, kemur fram að þeir Þorsteinn
og Margeir vilja að á hluthafafund-
inum verði fjallað um tillögu þeirra
þess efnis að Sjóvá-Almennar trygg-
ingar höfði mál á hendur Íslands-
banka hf. og/eða stjórnarmönnum í
Sjóvá-Almennum tryggingum til
heimtu skaðabóta vegna sölu félags-
ins á eigin bréfum 18. september síð-
astliðinn. Einnig leggja þeir til að
Sjóvá-Almennar tryggingar bjóði öll
fjármálaviðskipti sín út í almennu út-
boði.
Í bréfinu segir orðrétt:
„Við hluthafar í Sjóvá-Almennum
tryggingum hf., Afl fjárfestingar-
félag hf. og Fjárfestingarfélagið
Atorka hf., förum samtals með
10,77% hlutafjár í félaginu.
Í krafti þess og með vísan til 85. gr.
laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 2.
mgr. 12. gr. samþykkta félagsins
krefjumst við að stjórn félagsins boði
eins skjótt og verða má hluthafafund
í félaginu til að fjalla um þessa tillögu:
„1. Hluthafafundur samþykkir að
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. höfði
mál á hendur Íslandsbanka hf. og/eða
stjórnarmönnum í Sjóvá-Almennum
tryggingum hf. til heimtu skaðabóta
vegna, til riftunar eða til viðurkenn-
ingar á ógildi, sölu félagsins á eigin
bréfum að nafnverði kr. 11.258.146
þann 18. september sl. til Íslands-
banka hf. Slík málshöfðun skuli, eftir
atvikum, ná til kröfugerðar vegna
annarrar ólöglegrar háttsemi í
tengslum við kaup Íslandsbanka hf. á
meirihluta hlutafjár í því. Málið skuli
rekið af Afli fjárfestingarfélagi hf. og
Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. fyr-
ir hönd félagsins og á reikning þess.
2. Hluthafafundur samþykkir
einnig að Sjóvá-Almennar trygging-
ar hf. bjóði öll fjármálaviðskipti sín út
í almennu útboði. Þetta taki til allra
fjármálaviðskipta eins og þau eru
skilgreind í 1. mgr., 3. gr. laga um
fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og IV.
kafla laganna í heild sinni. Stjórn fé-
lagsins gefi aðalfundi tæmandi
skýrslu um fjármálaviðskipti félags-
ins og niðurstöðu í útboðum sem fara
fram samkvæmt framansögðu.“
Auk þess krefjumst við með vísan
til 91. gr. hlutafélagalaga að stjórn fé-
lagsins útbúi skýrslu sem liggi fyrir
eigi síðar en tveimur vikum fyrir boð-
aðan hluthafafund þar sem fjallað
verði ítarlega og lögð fram gögn um
viðskipti Sjóvár-Almennra trygginga
hf. í vikunni 15. til 19. september 2003
með:
a. eigin hluti
b. hluti í Hf. Eimskipafélagi Ís-
lands og Íslandsbanka hf.
Einig verði gerð ítarleg skýrsla um
öll innbyrðis viðskipti Sjóvár-Al-
mennra trygginga hf. og Íslands-
banka hf. frá 19. september 2003.
Þá krefjumst við þess að Íslands-
banki hf. og aðrir sem kunna að leiða
rétt sinn frá Íslandsbanka hf. greiði
ekki atkvæði um tillögu 1, sbr.
ákvæði 4. mgr. 82. gr. hlutafélaga-
laga.
Loks óskum við þess að stjórn fé-
lagsins beini þeim tilmælum til Ís-
landsbanka hf. að sitja hjá við af-
greiðslu tillögu 2. Það virðist
óheppilegt að bankinn standi í vegi
fyrir því að félagið bjóði út viðskipti
sín, enda hljóti slíkt að hámarka arð-
semi félagsins til hagsbóta fyrir alla
hluthafa. Ef útboð færi ekki fram
gæti slíkt vakið tortryggni um að
hagsmunir Íslandsbanka hf. væru
teknir fram fyrir hagsmuni minni
hluthafa í Sjóvá-Almennum trygg-
ingum hf. Það hlýtur að teljast skylda
stjórnar að beina tilmælum um þetta
til Íslandsbanka hf., enda er stjórn-
inni ætlað að gæta hagsmuna allra
hluthafa.“
Afl og Atorka krefjast hluthafafundar
í Sjóvá-Almennum tryggingum
Mál verði höfðað
á hendur
Íslandsbanka
INGA Magný Jónsdóttir frá Grund-
arfirði notaði tækifærið og brá sér í
ómskoðun í bás Sjúkrahúss Akra-
ness á sýningunni Akranes Expo
2003. Inga Magný á von á barni eftir
um þrjár vikur og skoðaði Vil-
hjálmur Andrésson kvensjúkdóma-
læknir hana vel og vandlega og gátu
viðstaddir sýningargestir fylgst með
hjartslætti ófædda barnsins á skján-
um.
Mikill fjöldi fólks var viðstaddur
þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, opnaði sýninguna í gær.
Um 70 fyrirtæki og stofnanir eru
þátttakendur, allt frá smæstu versl-
unum upp í stórfyrirtæki á borð við
Harald Böðvarsson sem greiddi
mestu laun í Norðurlandskjördæmi
vestra árið 2002, alls um 2 milljarða
króna, og hefur 300 manns í vinnu.
Morgunblaðið/Kristinn
Í ómskoðun á Akranes Expo 2003