Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 31
JÚGÓSLAVNESKI alþjóðlegi
meistarinn Sinisa Joksic (2.253) kom
verulega á óvart með því að sigra á
Evrópumóti öldunga, sem lauk nú í
vikunni á Ítalíu. Hann hlaut 7½ vinn-
ing í níu umferðum. FIDE-meistar-
inn Ingvar Ásmundsson (2.321)
gerði jafntefli við Vlasta Macek
(2.216) frá Króatíu í lokumferðinni.
Með jafnteflinu við Ingvar hreppti
Macek meistaratitil kvenna á
mótinu, en hún er stórmeistari
kvenna. Ingvar hlaut 5½ vinning og
hafnaði í 25.–43. sæti. Það stefndi allt
í að Ingvar mundi verða meðal efstu
manna á mótinu, en töp í sjöundu og
áttundu umferð settu strik í reikn-
inginn hjá honum. Ingvar heldur nú
til Krítar þar sem hann teflir með
Taflfélaginu Helli í Evrópukeppni
taflfélaga sem hefst á sunnudag. Röð
efstu manna:
1. Sinisa Joksic (2.253) 7½ v.
2.–4. Jacob Murray (2.459), Mark
Taimanov (2.407), Klaus Klundt
(2.359) 7 v.
Kaffið orðið „löglegt“
WADA (World Anti-Doping
Agency) hefur nú endurskoðað
listann yfir þau efni sem íþrótta-
mönnum og þar með skákmönnum
er heimilt að innbyrða. Helst ber þar
til tíðinda, að koffín er tekið af listan-
um yfir óleyfileg efni frá og með
næstu áramótum. Skákmenn hafa
furðað sig á þessum lista, en vænt-
anlega geta þeir orðið sáttari við
hann núna þegar það er orðið leyfi-
legt að fá sér kaffi með skákinni.
Karla- og kvennasveit Hellis
á EM taflfélaga
Evrópukeppni taflfélaga sem fram
fer á eyjunni Krít við Grikklands-
strendur dagana 27. september til 5.
október. Eina íslenska taflfélagið
sem sendir lið til keppni er Taflfélag-
ið Hellir, líkt og í fyrra. Þátttaka
Hellis að þessu sinni er hins vegar
söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem
íslenskt taflfélag sendir kvennasveit
í alþjóðlega keppni. Kvennasveitin
undirbjó þátttöku sína með eftir-
minnilegum hætti þegar það efndi til
kvennafjölteflis í Ráðhúsi Reykja-
víkur með þátttöku rúmlega 100
kvenna. Mótið er einn stærsti skák-
viðburður ársins, enda taka flestir
sterkustu skákmenn heims þátt í því.
Meðal keppenda verður sjálfur
Kasparov. Karlasveit Hellis:
1. SM Helgi Áss
Grétarsson 2.513
2. FM Sigurður Daði
Sigfússon 2.323
3. FM Ingvar Ásmundsson 2.321
4. FM Sigurbjörn J. Björnsson
2.302
5. Kristján Eðvarðsson 2.253
6. Bragi Halldórsson 2.238
Meðaltal stiga sveitarinnar er
2.327. Liðið er það 35. í styrkleika-
röðinni af 43 sem tilkynnt hafa sína
liðsskipan. Kvennasveit Hellis:
1. Lenka Ptacnikova 2.215
2. Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir 2.058
3. Anna Björg
Þorgrímsdóttir (1.695)
4. Áslaug Kristinsdóttir (1.605)
Meðalstigin er 1893. Ekki er hægt
að bera liðið saman við önnur
kvennalið því takmarkaður upplýs-
ingar liggja fyrir þau, en 18 lið eru
skráð til leiks. Sterkustu sveitirnar á
mótinu eru:
1. Nao Chess Club
2.693 (Frakkl.)
2. SK Bosna, Sarajevo
2.674 (Bosnía og Herz.)
3. „Norilsky Nikel“ 2.653 (Rússl.)
4. Tomsk-400-Ykos 2.639 (Rússl.)
5. SK Kiseljak 2.637 (Bosnía
og Herz.)
Jóhann H. Ragnarsson
efstur á Stigamóti TG
Jóhann H. Ragnarsson (2.104) er
efstur á Stigamóti TG með 4½ vinn-
ing þegar fimm umferðum af níu er
lokið. Jóhann gerði jafntefli við
FIDE-meistarann Sigurð Daða Sig-
fússon (2.323) í fimmtu umferð. Sig-
urður Daði er annar með 3½ vinning
og á auk þess eina skák til góða úr
annarri umferð gegn Jóhanni Helga
Sigurðssyni (2.005). Þorvarður F.
Ólafsson (2.068) er í þriðja sæti með
3 vinninga eftir jafntefli við Björn
Jónsson (2.002) í fimmtu umferð. Tíu
keppendur taka þátt í mótinu. Það er
rólegheitabragur yfir mótinu, en
tefld er ein umferð í viku og loka-
umferðin verður tefld 20. október.
Skákskóli Íslands að byrja
Skákskóli Íslands tekur nú aftur
til starfa eftir sumarfrí. Skákskólinn
er undir stjórn Helga Ólafssonar
stórmeistara og margir af okkar
bestu skákkennurum leiðbeina nem-
endum. Nemendum er skipt í flokka
eftir skákkunnáttu. Nánari upplýs-
ingar er hægt að fá á skrifstofu
Skáksambands Íslands í síma 568
9141.
Mótaröð Hróksins og
Húsdýragarðsins
Skákfélagið Hrókurinn og Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðurinn munu í
vetur standa fyrir mótaröð fyrir
börn í fyrsta til sjötta bekk. Teflt
verður í einum opnum flokki en verð-
launað í fjórum, þ.e. 1.–3. bekk og
4.–6. bekk, bæði drengir og stúlkur.
Fyrsta mótið hefst sunnudaginn
28. september í veitingatjaldinu í
Húsdýragarðinum. Mótin verða
samtals átta, eitt í mánuði, og lýkur
mótaröðinni með glæsilegu lokahófi í
maí. Þar munu fimm krakkar úr
hverjum flokki með besta heildarár-
angur yfir veturinn, alls 20 börn, etja
kappi um ferð fyrir tvo í Tívolíið í
Kaupmannahöfn. Vegleg verðlaun
verða einnig veitt fyrir annað og
þriðja sætið sem og fyrir mætingu
og framfarir. Á sama tíma verður
krökkunum sem ekki náðu tilsettum
árangri boðið upp á
fjöltefli. Í lokahófinu
verður dregið í happ-
drætti þar sem hjól
verður í fyrsta vinn-
ing. Boðið verður upp
á pylsur og gos og
þjóðþekktir einstak-
lingar skemmta. Einn-
ig fá þau sem sköruðu
fram úr í sínum ald-
ursflokki viðurkenn-
ingar.
Hrókurinn og Hús-
dýragarðurinn munu
einnig verðlauna þá
sem lenda í fyrsta,
öðru eða þriðja sæti í
öllum mótum sem haldin verða í vet-
ur í garðinum og standa fyrir
happdrætti. Allir þátttakendur fá
miða í leiktækin. Mótið hefst kl. 13.
Mæting milli 12.00 og 12.40.
Ókeypis er í Húsdýragarðinn fyrir
keppendur. Foreldrar og forráða-
menn greiða aðgangseyri. Tekið er
við skráningum á netfangið skak-
skoli@hotmail.com Nánari upplýs-
ingar er að finna á www.hrokurinn-
.is.
Bikarsyrpa Eddu útgáfu –
Íslandsmótið í netskák
Taflfélagið Hellir og Edda útgáfa
hf. standa sameiginlega að fimm
móta röð á ICC- skákþjóninum, sem
kallast Bikarsyrpa Eddu útgáfu.
Fyrsta mótið verður haldið sunnu-
daginn 28. september, en það fimmta
og síðasta verður haldið 23. nóvem-
ber. Lokamótið verður jafnframt Ís-
landsmótið í netskák. Öll mótin hefj-
ast kl. 20. Baráttan stendur um það
hver fær flesta vinninga samtals í 4
af þessum 5 mótum. Vinningar í
landsliðsflokki Íslandsmótsins telja
tvöfalt.
Afar góð verðlaun verða í boði
Eddu útgáfu. Þess má geta að Ís-
landsmótið í netskák er elsta lands-
mót í netskák í gervöllum heiminum
en fyrsta Íslandsmótið fór fram
1996.
Alls munu 20 skákmenn taka þátt í
landsliðsflokki Íslandsmótsins í net-
skák sem verður loka- og hápunktur
Bikarsyrpu Eddu en þar keppa þeir
20 sem flesta vinninga hafa hlotið í 4
mótum í Bikarsyrpu Eddu útgáfu
fyrir Íslandsmótið. Aðrir skákmenn
tefla í opnum flokki.
Veitt verða verðlaun
fyrir bestan árangur í
sex flokkum í bikar-
syrpunni og verða sig-
urvegararnir í hverjum
flokki jafnframt Bikar-
meistarar Eddu útgáfu í
viðkomandi flokki.
Flokkarnir eru opinn
flokkur (allir), undir
2.100 skákstigum, undir
1.800 skákstigum, stiga-
lausir, unglingaflokkur
og kvennaflokkur.
Einnig verða veitt mjög
vegleg verðlaun fyrir
bestan árangur á sjálfu
Íslandsmótinu.
Allar upplýsingar um skráningu
og hvernig á að tengjast ICC er að
finna á heimasíðu Taflfélagsins
Hellis, www.hellir.is. Þar er einnig
að finna reglugerð mótsins.
Verðlaun í Bikarsyrpu Eddu út-
gáfu:
1. Bókaúttekt, 30.000 kr.
2. Bókaúttekt, 15.000 kr.
3. Bókaúttekt, 5.000 kr.
Í flokki skákmanna undir 2.100
skákstigum:
1. Bókaúttekt, 5.000 kr.
2. Þrír frímánuðir á ICC
Í flokki skákmanna undir 1.800
skákstigum:
1. Bókaúttekt, 5.000 kr.
2. Þrír frímánuðir á ICC
Í flokki stigalausra:
1. Bókaúttekt, 5.000 kr.
2. Þrír frímánuðir á CC
Unglingaverðlaun (fædd 1988 og
síðar):
1. Bókaúttekt, 5.000 kr.
2. Þrír frímánuðir á ICC
Kvennaverðlaun:
1. Bókaúttekt, 5.000 kr.
2. Þrír frímánuðir á ICC
Aukaverðlaun:
Einn ljónheppinn keppandi fær
sex frímánuði á ICC. Hvert mót tel-
ur þannig að sá sem teflir á öllum
mótunum hefur fimm sinnum meiri
möguleika á að hljóta þau en sá sem
teflir einu sinni. Upplýsingar um
verðlaun á sjálfu Íslandsmótinu má
finna á heimasíðu skipuleggjanda
mótsins, Taflfélagsins Hellis.
Sinisa Joksic sigraði
á EM öldunga
SKÁK
Saint-Vincent, Ítalíu
EM ÖLDUNGA
17.–25. sept. 2003
Ingvar Ásmundsson
Daði Örn Jónsson
dadi@vks.is
DAGUR Eggertsson læknir og borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað-
ið 6. september sl. sem hann kallar Þrjátíu ára stríð og á þar við baráttuna
um heilsugæsluna. Það eru liðin þrjátíu ár síðan lögin um heilbrigðisþjón-
ustu voru lögfest á Alþingi, þar sem m.a. var kveðið svo á
að heilsugæslan, grunnþjónusta heilbrigðiskerfisins, skyldi
skipulögð um land allt og allir Íslendingar skyldu eiga að-
gang að heimilislækni og þjónustu heilsugæslustöðvar.
Þetta ákvæði um heilsugæsluna var nýmæli í þessum lög-
um og var af flestum talið merkasta ákvæði þeirra. Með
þessum lögum var í fyrsta sinn lögð megináhersla á heilsu-
gæsluna sem grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, sem allir
aðrir þættir þess byggðust á. Nú eru sem sagt liðin þrjátíu
ár, einn mannsaldur, og það er ekki búið að byggja upp heilsugæslukerfið í
landinu eins og fyrirhugað var, þvert á móti hefur því hrakað nú um nokk-
urra ára skeið.
Á síðustu mánuðum hafa borist váleg tíðindi frá heilbrigiskerfinu. Það
er talað um, að væntanlegar séu fjöldauppsagnir í Landspítalanum-
háskólasjúkrahúsi, sumir segja um 200–400 manns, og þar með eigi að
draga saman heilbrigðisþjónustu þrátt fyrir langa biðlista og önnur merki
þess, að þjónustan sé ófullnægjandi nú þegar. Það er ekki fjarri lagi að tala
um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu öllu, bæði sjúkrahúskerfinu og utan-
spítalaþjónustunni. Það sem einkennir þessa öfugþróun, er að kostnaður
við heilbrigðisþjónustuna eykst á sama tíma og þjónustan dregst saman.
Fjármagnið, sem veitt er til þessara mála, skilar sér ekki í aukinni eða
bættri þjónustu. Dagur bendir á í áðurnefndri grein, að sjúklingum hafi í of
ríkum mæli verið beint að hátæknisjúkrahúsum, en það sé dýr þjónusta, og
skal hér tekið undir það. Heilsugæslukerfið hefur verið svelt, að því er
virðist af ásettu ráði, og sjúklingum þar með beint inn á brautir, sem eru
bæði langtum dýrari fyrir sjúklinginn og hið opinbera og um leið óskilvirk-
ari en heilsugæslukerfið.
Það er því fyllilega ástæða til að ætla, að vandræðagangurinn í heil-
brigðisþjónustunni stafi að verulegu leyti af því, að heilsugæslan er lömuð
og getur ekki gegnt hlutverki sínu. Grunnurinn er skekktur og allt kerfið
er af þeim sökum gengið úr skorðum.
En hvað skyldi valda þessari vanrækslu á uppbyggingu heilsugæsl-
unnar? Heilsugæslan hefur mætt pólitískri andstöðu frá upphafi frá hægri
öflunum. Það hefur verið talað um miðstýrðan opinberan rekstur í þessu
sambandi, og að þessi þjónusta væri betur komin í höndum einkaframtaks-
ins. Undanfarinn áratug hefur markaðshyggjan riðið húsum í íslensku
samfélagi, eins og kunnugt er, en þar er æðsta boðorðið að minnka umsvif
ríkisins. Ætli það geti ekki haft eitthvað með þetta að gera?
Nánar um þrjátíu ára stríðið
Eftir Guðmund Helga Þórðarson
Höfundur er fyrrv. heilsugæslulæknir.
NK. MIÐVIKUDAG verður kosið
í stjórn Heimdallar. Hópur ungra
sjálfstæðismanna hefur tekið sig
saman undir kjörorðinu „Opinn,
lærdómsríkur og skemmtilegur
Heimdallur“ og býður sig fram til
stjórnar Heimdallar.
Við höfum opnað
kosningaskrifstofu í
Skipholti 19 (fyrir
ofan veitingastað-
inn Ruby-Tuesday)
og bjóðum öllu
áhugasömu fólki að
hitta okkur þar. All-
ur hópurinn hefur
mikla reynslu úr félagstarfi fram-
haldsskóla, háskóla og ýmissa fé-
lagasamtaka, auk þeirrar reynslu að
vera félagsmenn í Sjálfstæð-
isflokknum og ungliðahreyfingum
hans. Þessa reynslu viljum við
leggja að mörkum í þágu Heimdall-
ar.
Stjórnmálaflokkar eru lykilatriði í
okkar lýðræðisskipan og starf innan
þeirra einn af hornsteinum lýðræð-
isins. Mikilvægt er því, að strax á
unga aldri finni fólk sér vettvang
innan þeirra, vettvang sem leggur
grunn að ævilangri þátttöku í starfi
stjórnmálaflokka. Vettvang sem
færir þeim þá reynslu og þekkingu
sem nauðsynleg er í stjórnmála-
starfi. Þennan vettvang viljum við
skapa ungu sjálfstæðisfólki í
Reykjavík.
Þurfum að ná betur
til ungs fólks
Í kosningarannsókn Ólafs Þ.
Harðarsonar prófessors eftir alþing-
iskosningarnar sl. vor kom í ljós að í
yngsta kjósendahópnum hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn hlutfallslega
minnst fylgi. Kosningakönnunin var
framkvæmd af Félagsvísindastofn-
un Háskólans og var úrtakið 2300
manns. Fylgi Sjálfstæðisflokksins
sem var í heild 33,7% skiptist þann-
ig niður eftir aldri: Aldurshópurinn
18–24 ára: 28,4%, aldurshópurinn
25–30 ára: 33%, aldurshópurinn 31–
40 ára: 34,9%, aldurshópurinn 41–60
ára: 30,7%, aldurshópurinn 61–80
ára: 31,4%.
Við viljum leggja okkar af mörk-
um til að bæta hér úr með mark-
vissu starfi meðal ungs fólks í
Reykjavík, innan háskólanna og
framhaldsskólanna og á almennum
vettvangi. Þannig gerum við Heim-
dall að öflugustu stjórnmálahreyf-
ingu ungs fólks á Íslandi.
Í þeim tilgangi höfum við skil-
greint þrjú áherslusvið í okkar
starfi, fáum við til þess braut-
argengi:
Opna og efla Heimdall:
Starfið í Heimdalli verður að vera
fyrir alla félagsmenn. Öllum verður
að finnast að þeir séu bæði velkomn-
ir og mikilvægir. Heimdallur má
aldrei verða klíka. Við viljum gera
öllum félagsmönnum kleift að taka
virkan þátt í stefnumótun félagsins
og þannig hafa áhrif á stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Við munum vera í
reglulegu tölvupóstsambandi við fé-
lagsmenn og m.a. gefa út á prentuðu
og rafrænu formi fréttablað um
starf Heimdallar. Við viljum fjölga
félögum með skipulögðu starfi innan
framhaldsskóla og háskóla borg-
arinnar.
Gera Heimdall að vettvangi um-
ræðu, upplýsinga og lærdóms:
Í dag er sagt að fyrirtæki eigi að
vera eins og háskólar fyrir sína
starfsmenn. Þannig viljum við að
Heimdallur verði, háskóli fyrir alla
þá sem vilja auka þekkingu sína og
skilning á þjóðmálum og stjórn-
málum. Háskóli fyrir alla sem vilja
efla færni sína í að taka þátt í fé-
lagsstarfi. Við munum halda smærri
og stærri málþing og umræðufundi
um þjóðfélagsleg málefni. Við mun-
um stofna stjórnmálaskóla Heim-
dalls fyrir ungt áhugafólk um
stjórnmál. Við munum efla tengsl
kjörinna fulltrúa flokksins við al-
menna félagsmenn með reglulegum
upplýsinga- og umræðufundum um
þeirra störf í borgarstjórn og á Al-
þingi.
Gera Heimdall skemmtilegan:
Mikilvægur þáttur í öllu fé-
lagsstarfi er, að maður er manns
gaman. Þetta munum við ekki van-
rækja. Við viljum eftir megni skapa
samfélag fyrir alla félagsmenn með
skemmtilegu félagslífi, s.s. sam-
kvæmum, tónleikum, spilakvöldum,
ferðalögum o.fl.
Kynntu þér feril okkar og
stefnumál
Á heimasíðu okkar http://
www.blatt.is/ getur þú fundið upp-
lýsingar um okkur sjálf og okkar
stefnumál. Þú munt sjá að okkur
hefur víða verið treyst fyrir fé-
lagsstarfi ungs fólks og að við höfum
skýrar hugmyndir um það hvað við
viljum. En við náum ekki ein okkar
markmiðum um starfið í Heimdalli,
við þurfum á þér að halda. Við þurf-
um á öllu ungu sjálfstæðisfólki í
Reykjavík að halda. Ef þú kýst að
ganga til liðs við okkur heitum við
því að reynast trausts þíns verð.
Opinn, lærdómsríkur og
skemmtilegur Heimdallur
Eftir Bolla Thoroddsen
Höfundur er verkfræðinemi við
Háskóla Íslands og formannsefni
í stjórnarkjöri Heimdallar nk.
miðvikudag.