Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elías Baldvins-son fæddist að Háarima í Þykkva- bæ 1. júní 1938. Hann lést 16. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Elías- dóttir húsmóðir, f. 1.12. 1916 í Reykja- vík, d. 29.7. 1990, og Baldvin Skærings- son, sjómaður og smiður, f. 30.8. 1915 á Rauðafelli í Aust- ur-Eyjafjöllum. Systkini Elíasar eru: 1) Kristín Elísa, f. 19.8. 1936, d. 19.7. 2003, maki Hörður Runólfs- son, f. 4.10. 1935, eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. 2) Baldur Þór, f. 19.6. 1941, maki I) Arndís Steinþórsdóttir, f. 10.9. 1946, eiga þau tvö börn og fimm barnabörn. Maki II) Hugrún Hlín Ingólfsdótt- ir, f. 25.8. 1948, d. 3.5. 2003. 3) Kristinn Skæringur, f. 29.6. 1942, maki Sigríður Mínerva Jensdóttir, f. 13.11. 1943, eiga þau þrjú börn og níu barnabörn. 4) Ragnar Þór, f. 31.12. 1945, maki Anna Jó- hannsdóttir, f. 14.3. 1946, eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn. 5) Birgir Þór, f. 15.1. 1952, maki Halldóra Björnsdóttir, f. 12.4. 1961, eiga þau fjögur börn. 6) Hrefna, f. 23.1. 1954, maki Snorri Þorgeir Rútsson, f. 10.2. 1953, eiga þau eitt barn og eitt barnabarn. 7) Baldvin Gústaf, f. 30.8. 1957, maki Anna Gunnlaugs- dóttir, f. 11.6. 1959, eiga þau fjög- ur börn. 8) Hörður, f. 25.11. 1961, maki Bjarney Magnúsdóttir, f. 30.1. 1959, eiga þau þrjú börn. Elías kvæntist 6.6. 1959 eftirlif- andi konu sinni, Höllu Guðmunds- dóttur húsmóður, f. 4.12. 1939. Hún er dóttir hjónanna Jórunnar I. Guðjónsdóttur og Guðmundar Guðjónssonar sem bæði eru látin. Börn Höllu og Elíasar eru: 1) Þór- unn Lind, f. 13.6. 1957, sjómaður í Vestmannaeyjum, fyrrverandi fulltrúi hjá RÚV, maki Logi Frið- riksson, f. 2.2. 1962, tæknifræð- ingur. Börn A) Friðrik Máni, f. 11.2. 1987, nemi við Kvennaskól- ann í Reykjavík, B) Halla, f. 11.10. 1988. 6) Eygló, f. 20.7. 1968, hús- móðir í Vestmannaeyjum, maki Viðar Sigurjónsson, f. 9.10. 1965, skipstjóri. Börn A) Sigurjón, f. 22.7. 1984, nemi við Háskóla Ís- lands, B) Eyþór, f. 7.10. 1988, C) Bára, f. 4.2. 1999, og D) Leó, f. 2.2. 2002. 7) Elísa, f. 3.8. 1971, bóka- vörður við Barnaskóla Vest- mannaeyja, maki Magnús Benón- ýsson, f. 18.2. 1970, skósmiður. Börn A) Anna Vigdís, f. 18.3. 1993, B) Halla Þórdís, f. 18.3. 1993, C) Benóný Sigurður, f. 2.3. 1999, D) Elín Elfa, f. 9.7. 2000. 8) Baldvin, f. 1.2. 1977, deildarstjóri hjá SS, maki Íris Davíðsdóttir, f. 7.7. 1981, nemi við Háskóla Íslands. Árið 1959 lauk Elías sveinsprófi í bifvélavirkjun sem hann nam hjá Hreggviði Jónssyni í Vestmanna- eyjum. Þá sótti hann skipstjórn- arnámskeið í Eyjum einn vetur hjá Guðjóni Pedersen. Að námi loknu starfaði Elías m.a. við iðn sína hjá Vélsmiðjunni Völundi auk þess sem hann starf- rækti sitt eigið verkstæði. Þá stundaði hann sjómennsku á ár- unum 1959–62, lengst af hjá Kristni Pálssyni, á Bergi VE-44 sem sökk út af Öndverðarnesi 1962 en mannbjörg varð. Elías var bifreiðaeftirlitsmaður í Vestmannaeyjum 1963 og vann við það til 1973. Hann gekk í Slökkviliðið í Vestmannaeyjum 1962, varð varaslökkviliðsstjóri 1973 og slökkviliðsstjóri 1984. Hann tók við stjórn Áhaldahúss- ins í Vestmannaeyjum 1973 og starfaði við það allt til dánardæg- urs. Einnig gegndi hann fjölmörg- um trúnaðarstörfum við hinar ýmsu nefndir og ráð á vegum Vestmannaeyjabæjar. Elías var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, var m.a. forseti hans 1990–91. Útför Elíasar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eiginmaður hennar er Sigurður Einarsson, f. 21.5. 1955. Börn þeirra A) Einar, f. 27.1. 1980, málari og nemi í Reykjavík, og B) Elías, f. 15.3. 1982, sjómaður í Vest- mannaeyjum, sam- býliskona Halla Vil- borg Jónsdóttir, f. 11.8. 1982, börn þeirra eru Lilja Mar- en, f. 10.11. 2000, og Jón Breki, f. 15.4. 2002. 2) Unnur Lilja, f. 31.1. 1959, skrif- stofumaður í Búðardal, maki Gunnólfur Lárusson, f. 15.9. 1961, aðstoðarmaður sveitarstjóra. Börn þeirra A) Elías Raben, f. 27.7. 1979, múrari og nemi í Reykjavík, sambýliskona Unnur Karen Guðmundsdóttir, f. 22.10. 1980, nemi við Háskólann í Reykjavík, B) Gyða Lind, f. 28.6. 1987, nemi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, C) Lárus, f. 23.2. 1990. 3) Kristín Elfa, f. 25.6. 1960, skrifstofumaður í Vestmannaeyjum, maki Sigurjón Hinrik Adólfsson, f. 3.8. 1958, bif- vélavirki. Börn þeirra A) Adólf, f. 18.4. 1985, nemi við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum, unn- usta Sara Björg Ágústsdóttir, f. 11.4. 1984, nemi við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum, B) Ingunn Ýr, f. 21.3. 1991. 4) Guð- mundur, f. 13.3. 1962, verkfræð- ingur í Vestmannaeyjum, maki Sæunn Erna Sævarsdóttir, f. 25.11. 1967, kaupmaður. Barn hans og Magneu Richardsdóttur A) Rikharð Bjarki, f. 15.9. 1980, þjónustufulltrúi hjá Flugfélagi Ís- lands í Vestmannaeyjum og nemi, sambýliskona hans, Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, f. 6.12. 1985, nemi. Börn Guðmundar og Sæ- unnar B) Sævar Örn, f. 13.3. 1990, C) Agnes Lilja, f. 28.12. 1994, D) Elías Skæringur, f. 12.11. 1997. 5) Sigrún, f. 1.3. 1964, markaðs- Fallinn er frá langt um aldur fram Elías Baldvinsson faðir minn og vin- ur. Líf mitt með pabba hefur verið ótrúlegur dans á rósum. Þegar ég var fimm ára gamall keypti hann trillu og „nú skulum við, Ballinn minn, smíða okkur bát“. Bátasmíðin gekk mjög vel og þegar kvöld var komið sagði hann alltaf við mig: „Nú vorum við duglegir.“ Það þarf samt engum að leynast að dugnaður minn var mun meiri í því að vera í sjóaraleik og borða nammi. En samt „vorum við alltaf duglegir“. Árið 1990 keyptu mamma og pabbi grunninn að Nýjabæjarbraut 8A. Þá var aftur komið að því: „Nú skulum við, Ballinn minn, smíða okkur hús.“ Nú var hins vegar hægt að nota mig í eitthvað annað en að borða nammi. Nú stóðum við hlið við hlið í húsa- smíði og smám saman varð til hús og heimili. Þó að það væru bara þrjú nöfn á póstkassanum voru það miklu fleiri sem kölluðu húsið heimili. Þegar ég flyt svo suður til Reykja- víkur í janúar 1998 róaðist heimilislíf- ið á Nýjabæjarbrautinni. Nú voru þau tvö, eftir að hafa verið uppalend- ur í 41 ár, og höfðu því mikinn tíma fyrir hvort annað, vini sína og fé- lagsstörf. Það var einmitt með vinum sínum og félögum í Kiwanisklúbbnum Helgafelli að næsta áhugamál varð til, hljómsveitin Brælubellirnir. Þá sveit skipuðu, auk föður míns, Óli Svei, Lalli, Beddi á Glófaxa og Hörð- ur en hann féll frá 13. október 2001. Þrátt fyrir öll þessi tímafreku áhugamál var eitt sem átti alltaf hug hans allan og það var hún mamma mín og fjölskyldan sem hún gaf hon- um. Hann var óþreytandi í því að segja sögur, syngja fyrir okkur, gefa okkur góð ráð og styðja okkur í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Því að hann pabbi var ekkert venjulegur pabbi. Hann var vinur okkar, sáttasemjari, leiðtogi, fyrir- mynd, ráðgjafi, læknir, sálfræðingur, heimspekingur og svona væri lengi hægt að halda áfram. Nú samvist þinni eg sviptur er; - eg sé þig aldrei meir! Ástvinirnir, sem ann eg hér, svo allir fara þeir. Eg felli tár, en hví eg græt? Því heimskingi eg er! Þín minning, hún er sæl og sæt, og sömu leið eg fer. Já, sömu leið! En hvert fer þú? Þig hylja sé ég gröf; þar mun eg eiga bú of ævi svifinn höf. En er þín sála sigri kætt og sæla búin þér? Eg veit það ekki! - Sofðu sætt! - en sömu leið eg fer. (K. J.) Þó að það sé erfitt að hugsa fram á veginn ætla ég að ljúka þessari grein á orðum sem hann sagði oft ef illa gekk: „Munið bara að það kemur aldrei svo vont veður að það stytti ekki upp aftur.“ Þinn sonur, Baldvin Elíasson. „Mér finnst ég hvorki heill né hálf- ur maður ...“ lýsir tómleikatilfinning- unni í hjörtum okkar Adda Bald barna á þessum erfiðu tímum. Pabbi var einstakur maður. Hann var að eðlisfari bæði glaðvær og já- kvæður og hafði sérstakt lag á að sjá björtu hliðarnar á tilverunni og kosti hvers og eins. Hann var ótrúlega víð- sýnn og fórnfús og ef eitthvert okkar átti í erfiðleikum eða leið illa var leit- að ráða hjá pabba, hann fann bestu lausnirnar, hvort sem um var að ræða andleg eða veraldleg vandamál. Pabbi mátti ekkert aumt sjá og ótrú- lega margir nutu þess hversu blíður hann var. Hann lagði oft bæði mikla vinnu og peninga í að hjálpa þeim sem minna mega sín og reyndi þann- ig að gera þeim lífið bærilegra. Ætíð hefur hann verið sá sem við öll höfum borið mesta virðingu fyrir og okkar kærasti vinur. Hann og mamma áttu einstaklega fallegt hjónaband og það fór ekki fram hjá neinum hversu vænt þeim þótti hvoru um annað. Með miklum söknuði og sársauka kveðjum við besta pabba í heimi og biðjum Guð að styrkja mömmu í hennar sáru sorg. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Lind, Unnur, Elfa, Guðmundur, Sigrún, Eygló, Elísa og Baldvin. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn veit ég margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína Á meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu á eftir þér með sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna (Tómas Guðmundsson.) Hvílík harmafregn og reiðarslag var fréttin af andláti hans tengda- pabba. Addi og Halla tóku mig inn á heim- ili sitt þegar ég var 17 ára gamall og strax urðum við Addi miklir félagar. Hann var mér svo miklu meira en tengdafaðir, hann var minn besti vin- ur. Ég ætla ekki að reyna að festa á blað allar þær góðu minningar sem ég á um Adda, þær eru fjársjóður sem ég er þakklátur fyrir að eiga. Elsku Halla, megi Guð almáttugur styrkja þig og blessa minningu um góðan mann. Til sælla himinsala frá sorgum jarðardala vér hefjum hug í dag. Þú, Guð, ei okkur gleymir, þín gæska niður streymir. Þú annast hvert vort æðaslag. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Viðar. Nú er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, elskulegur tengdafaðir minn. Það eru nú ekki mörg árin sem við höfum þekkst en á þessum tíma tókst honum að skilja eftir sig stór spor í hjarta mínu. Þegar ég byrjaði að venja komur mína á Nýjabæjar- brautina, var það fyrsta sem ég tók eftir, hvað Halla og Addi virtust hafa fundið réttu uppskriftina í lífinu. Þau áttu hvort annað og var ástin þeirra á milli augljós. Einnig áttu þau stóra og samheldna fjölskyldu sem lagði mikið upp úr því að vera saman og njóta líðandi stundar. Þegar við Baldvin ákváðum að gifta okkur óskuðum við þess bæði að hjónaband okkar yrði jafn fallegt og hjónaband Adda og Höllu, og að okk- ur myndi auðnast að vera enn jafn ástfangin eins og þau eftir margra áratuga samvistir. Það sem við mun- um ylja okkur við á erfiðu tímunum sem fram undan eru, er gleðin og hamingjan sem ríkti í kringum brúð- kaupið. Þar fengum við öll að eyða saman dýrmætum tíma og að sjálf- sögðu spilaði Addi þar stórt hlutverk. Hann minnti okkur á að brúðkaupið væri bara einn áfangastaðurinn á leiðinni í gegnum lífið og að hjóna- bandið væri miklu meira en það. Þetta eru orð sem eru lýsandi fyrir tengdapabba minn, hann gat alltaf séð heildarmyndina, og átti til viðeig- andi ráð við öllum aðstæðum. Þótt að tími okkar hafi verið stuttur saman, er mikils að minnast af miklum manni. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Adda Bald og minning hans mun lýsa veginn sem fram und- an er. Ég er stolt af að hafa fengið að vera tengdadóttir hans. Íris. 1. júní árið 1938 fæddist í Þykkva- bænum Elías Baldvinson, afi minn. Hann var rúmlega tvö kíló og var settur í skókassa á ofninn á heimilinu til þess að hlýja honum því að það voru ekki til súrefniskassar á þessum tímum. Hann er næstelstur níu systkina og sex ára gamall flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Vestmanna- eyja þar sem hann bjó allt til dauða- dags. Gælunafnið Addi er tilkomið af því að hann vildi alls ekki láta kalla sig Ella svo að hann fann sjálfur upp nafnið Addi og það hefur haldist í gegnum árin. Addi afi fór sínar eigin leiðir og framkvæmdi flest sem hon- um datt í hug. En allt þetta gerði hann með bros á vör því að hann var mjög glaðlyndur og skemmtilegur maður. Eftir nokkurra ára sjómennsku sagði afi skilið við sjóinn og lærði bif- vélavirkjun. En það var ekki nóg fyr- ir þennan orkubolta. Hann gerðist bifreiðaeftirlitsmaður um tíma og gekk í Slökkvilið Vestmannaeyja. Þar var hann ekki búinn að vera lengi þegar hann varð varaslökkvi- liðsstjóri og þegar gosið í Vest- mannaeyjum skall á var afi úti í Eyj- um allan tímann. Seinna varð hann svo slökkviliðsstjóri jafnframt því að vera forstöðumaður Áhaldahúss Vestmannaeyja og gaf sig allan í þau störf eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Áhugamál afa hafa í gegnum árin verið mörg og margvísleg. Hann var mjög handlaginn og fannst einstak- lega gaman að gera við bilað drasl, sérstaklega ef rafmagn kom við sögu. Eitt sinn bjó hann til veðurathugun- arstöð og seinna átti hann trillu sem hét Þórður rakari. Seinustu ár æv- innar var hann forfallinn billjarð-isti og var í söngkvartett sem kallast Brælubellirnir. Þegar afi var sautján ára gamall kynntist hann eiginkonu sinni, henni Höllu ömmu og var þeirra hjónaband afar farsælt. Afi söng gjarnan fyrir hana „á milli okkar er strengur sterkari en stál“, sérstaklega þegar hún var að æsa sig. Addi afi og Halla amma eiga átta börn, 21 barnabarn og svo tvö barnabarnabörn. Eitt fannst afa samt vanta í þessa stór- fjölskyldu en það var fósturbarn. Hann hafði nefnilega alltaf langað að ala upp barn sem enginn annar hefði viljað. Afi minn var frábær. Hann var sérstaklega góðhjartaður, barngóður og litrík persóna. Öllum líkaði vel við hann og hann átti fjöldann allan af vinum og kunningjum. Afi var alveg svakalega skemmtilegur og ég vildi óska þess að ég gæti hitt hann aftur. Nú kveð ég með mikilli sorg besta afa í heimi. Friðrik Máni Logason. Já, afi minn, aldrei hefði ég trúað að ég ætti eftir að sakna einhvers jafn sárt og raun ber vitni, að fá bara 19 ár með þér er bara einfaldlega allt of stuttur tími en ég get þó allavega verið mjög þakklátur fyrir það hversu ánægjuleg þau voru og sér- staklega fyrir allan tímann sem við eyddum saman. Öll sumarfríin sem við fórum í saman, þar sem amma þurfti að stoppa til að skoða hverja einustu kirkju og kirkjugarð sem á vegi okkar varð og svo fórum við að sjálfsögðu í sjoppu og fengum okkur pylsu og malt, nema núna síðast, þá var það pylsa og TAB, mér þótti það óneitanlega frekar skondið að sjá þig hugsa um mataræðið, að sjá þig með sykurlaust gos þótti mér svona svip- að og að sjá handalausan flugsund- kappa. En það var þó ekki til hálfs jafn undarlegt og það er að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur til frambúðar. Já, ég myndi gefa allt til að fá að kúra mér upp að bumbunni á þér núna, finna þessa stóru hramma vefjast utan um mig og veita mér þessa ólýsanlegu öryggistilfinningu og lyktin, lykt sem fæstir myndu nú kalla ilm, en það verður að viður- kennast að hún var bara nokkuð góð. Við getum sko öll verið stolt af þér, þú afrekaðir meira á þessum 65 árum en flestir gætu afrekað á helmingi lengri tíma, þér tókst að koma upp átta börnum og þar af sex stelpum, og fyrir það eitt að afreka það getur maður verið stoltur. Þú komst að stofnun og allri uppbyggingu Kiwan- isklúbbsins, varst forstöðumaður áhaldahússins í 30 ár og slökkviliðs- stjóri í hátt í 20. Já, við getum sko öll verið stolt af þér og það erum við, barnabörnin 21 auk barnabarna- barnanna tveggja svo sannarlega. En hvað hlutirnir geta breyst óvenju hratt, hvað það er hryllilega stutt milli hláturs og gráts. Það eru ekki nema þrjár vikur síðan við skemmt- um okkur öll svo vel í brúðkaupinu hans Baldvins, gleðin skein svoleiðis úr andlitinu á þér, öll börnin þín gengin út og ekkert að gera fyrir þig næstu 20 árin annað en að skemmta þér, á þeim tímapunkti kom sko ekki nokkurri sálu til hugar að þú myndir kveðja aðeins tíu dögum síðar. Fyrir mér var líf þitt eins og frið- arkerti sem logaði of glatt og brann allt of fljótt út. Sigurjón Viðarsson. Þegar ég var lítill strákur tók afi mig stundum og faðmaði mig svo þétt að sér að ég missti andann, það var stórkostleg tilfinning að finna alla þessa hlýju og væntumþykju um- lykja sig. Afi minn var fallegasta sál sem ég hef kynnst, alveg frá því að ég var lítill hlakkaði ég alltaf jafnmikið til að hitta hann. Við bjuggum í Reykjavík og ég man hvað var gam- an að fá ömmu og afa í heimsókn. Þá fékk ég stundum að fara með afa og pabba á rúntinn, við fórum í Kola- portið, á bílasölur og í Sölu varnar- liðseigna þar sem afi fann oft hluti sem honum þótti voða sniðugir. Seinna fluttum við bræðurnir með mömmu til Eyja og þá fengum við að búa í húsinu þeirra á Ásaveginum og hann réð mig í vinnu hjá bænum. Þetta voru erfiðir tímar í fjölskyld- unni en afi var eins og klettur. Hann sótti mig á morgnana og við vorum samferða í vinnuna. Í hádeginu fór- um við upp á Nýjó þar sem amma beið okkar með matinn. Við afi spjöll- uðum mikið saman á þessum tíma og ELÍAS BALDVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.