Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 43
✝ Kristinn JónJónsson fæddist
á Mýri í Súðvíkur-
hreppi 25. desem-
ber 1934. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsi Ísafjarðar 19.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Hall-
dóra María Krist-
jánsdóttir, f. 19.3.
1892, d. 19.5. 1944,
og Jón Guðjón
Kristján Jónsson,
bóndi á Mýri, f.
23.8. 1892, d. 30.9.
1943. Systkini Kristins eru: Hall-
fríður Kristín, f. 19.2. 1920, d.
25.4. 1985, Bjarney Guðrún, f.
14.7. 1921, Pálína, f. 27.6. 1925,
Kristín Guðrún, f. 10.6. 1928,
Halldóra Margrét, f. 25.6. 1930,
d. 19.10. 1965. Hermann, f. 2.12.
1931, d. 5.3. 1932, og Höskuldur,
f. 9.8. 1937.
Kristinn Jón kvæntist 5. apríl
Kristinn Jón ólst upp hjá for-
eldrum sínum meðan þeirra
naut við. Níu ára gamall flyst
hann að Vonarlandi í Nauteyr-
arhreppi til móðurbróður síns
Jens Kristjánssonar, bónda og
ráðskonu hans Sigríðar Sam-
úelsdóttur.
Hann stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykjanesi, Garð-
yrkjuskóla ríkisins og var um
skeið í starfsnámi í garðyrkju í
Bandaríkjunum. Lengst af æv-
inni starfaði Kristinn Jón hjá
Vegagerð ríkisins og var árum
saman rekstrarstjóri Vegagerð-
arinnar á norðanverðum Vest-
fjörðum. Hann tók virkan þátt í
félagsmálum. Hann átti sæti í
bæjarstjórn Ísafjarðar í 12 ár,
lengst af í oddvitastöðu sem for-
seti bæjarstjórnar, formaður
bæjarráðs og um skeið starfandi
bæjarstjóri. Hann átti sæti í
stjórnum Orkubús Vestfjarða,
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga og var formaður Héraðs-
sambands Vestfirðinga frá
stofnun og fjölmörgum öðrum
nefndum og ráðum.
Útför Kristins Jóns fer fram
frá Ísafjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
1958 eftirlifandi
konu sinni Ólafíu
Aradóttur, f. 5.4.
1938 á Ísafirði. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Ágústa Stein-
dórsdóttir, f. 1.8.
1907, d. 24.3. 1946,
og Ari Hólmbergs-
son, f. 14.5. 1897, d.
16.4. 1976. Börn
Ólafíu og Kristins
eru : 1) Jón Guðni, f.
6.1. 1958, í sambúð
með Ragnheiði Gunn-
arsdóttur, f. 27.2.
1964, Dætur hans eru
Marta og Heiða. Fósturbörn:
Gunnar Örn, Anna Guðný og
Arnar Ingi. 2) Halldóra, f. 26.2.
1960, í sambúð með Baldri Þóri
Jónassyni, f. 11.2. 1960. Börn
þeirra eru : Elín Lóa, Erla Björk
og Kristinn. 3) Hugrún, f. 17.19.
1962, gift Gunnari Gauk Magn-
ússyni, f. 5.9. 1961. Börn þeirra:
Aldís, Steinþór Jón og Egill Ari.
Aldrei er maður tilbúinn, að missa
þá sem manni þykir vænt um. Þann-
ig líður mér í dag, elsku Nonni minn.
Þú varst ekki bara tengdafaðir minn,
heldur mikill vinur, og fyrir það er
ég þakklát.
Ég man, hvað ég var kvíðin að
hitta ykkur Lóu í fyrsta sinn. En sá
kvíði reyndist vera óþarfur, því mér
var tekið eins og ég hefði verið ykkar
alla tíð. Ég og börnin mín urðum
ykkar fjölskylda frá og með þessum
degi. Mig langar til að þakka þér all-
ar þær góðu stundir, sem við áttum
saman á Vonarlandi. Það var ekki
komið vor, nema við værum búin að
fara að Vonarlandi, þar sem þú varst
höfðingi heim að sækja. Allar versl-
unarmannahelgarnar, sem við gerð-
um innrás með alla þá sem okkur
fylgdu, alltaf var nóg pláss, allir vel-
komnir, og það var alltaf sól og blíða,
það bara klikkaði ekki. Og hvað mér
þykir vænt um þennan stað, sem var
þér svo kær. Þessar stundir eins og
svo margar aðrar mun ég geyma í
minningunni um þig, elsku Nonni
minn.
Ég veit að þér líður vel á þeim
stað, sem þú ert á núna. Og það er
góð tilfinning að vita af þér vaka yfir
fjölskyldum okkar hér á jörð. Ég
kveð þig, elsku Nonni minn, með
söknuði og mikilli eftirsjá. Og ég er
svo þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Elsku Lóa mín, Halldóra, Baldur
og börn, Hugrún, Gaukur og börn,
ykkur votta ég mína samúð því ég
veit hve missir ykkar er mikill.
Ragnheiður Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Elsku afi minn. Ég brosi þegar ég
minnist þín því mér þykir svo undur
vænt um þig. Það sýnir sig kannski
best í því hversu sárt ég sakna þín.
Þú skildir eftir þig tómarúm í tilver-
unni en ég vil að þú vitir að þú átt og
munt alltaf eiga stóran stað í hjarta
mínu. Ég veit samt að þú vakir yfir
mér því ég finn að þú ert hjá mér.
Ég man að þegar ég var lítil, þá
leyfðirðu okkur að klifra upp bumb-
una á þér. Við kölluðum það að klífa
fjallið og við, barnabörnin þín, vor-
um fjallgöngumennirnir. Þú hafðir
alltaf tíma til að leika við okkur og
svara spurningum okkar um allt
milli himins og jarðar. Í mínum aug-
um varstu alvitur. Það var einstak-
lega gaman að ferðast með þér. Það
skipti ekki máli á hvaða fjall ég
benti, þú vissir nær án undantekn-
ingar svarið.
Ætli ég hafi ekki verið 10-11 ára
þegar þú kenndir mér að binda bind-
ishnút. Þið amma voruð að fara eitt-
hvað fínt og þú leyfðir mér að hnýta
á þig bindið.
Á Vonarlandi sýndirðu okkur
hvernig við ættum að binda upp í
hesta og sagðir okkur sögur af því að
þegar þú þurftir að fara á milli staða
þá tókstu næsta hest sem þú náðir í,
bast upp í hann og reiðst berbakt
þangað sem þú þurftir að fara. Eitt
skiptið af mörgum þegar ég, Erla
Björk og Aldís ræddum um að stofna
hestabú á Vonarlandi og búa þar
saman til æviloka, kímdir þú við og
laumaðir að okkur pening og sagðir
okkur að fara á næstu hestaleigu og
leigja okkur hesta. Gönguferðir og
berjatínslur voru líka ófáar á Von-
arlandi og komum við yfirleitt heim,
berjablá, yfirleitt búin að borða
meira af berjum heldur en þau sem
við komum heim með.
Í síðasta skiptið sem ég sá þig töl-
uðum við um ferðalög og fjarlæga
staði. Minningar og liðna tíma. Þú
sagðir mér að fólkið í Færeyjum
væri gott og að Grænlandsferðin
hefði eflaust staðið upp úr. Talaðir
um Hawaii og ferð ykkar ömmu um
Bandaríkin. Tyrkland, Rio de Ja-
nero og Kúba voru líka rædd. Mér
fannst svo gaman að hlusta á þig og
vildi ég hefði haft fleiri tækifæri til
þess. Ég veit samt að þau eiga eftir
að koma þótt það sé ekki í þessu lífi.
Ég þakka þér fyrir allt, elsku afi
minn, og ég óska þér góðrar ferðar.
Ég kveð í bili því ég veit að ég á eftir
að sjá þig aftur. Þú ert eflaust kom-
inn á þitt Vonarland á himnum eins
og pabbi sagði og þar mun ég hitta
þig aftur. Farðu vel með þig, elsku
besti afi minn.
Þitt barnabarn
Elín Lóa.
Elsku afi minn. Það er svo sárt að
missa þig. Það er svo margt sem ég
vil fá að segja þér og mig langar í eitt
faðmlag enn, en það bíður betri tíma.
Takk fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman, endalausa þolin-
mæðina og allt sem ég lærði af þér.
Eina sem ég get gert núna er að
geyma minninguna um þig ætíð í
hjarta mínu og þannig verður þú
alltaf hjá mér.
Við hittumst bara seinna á Von-
arlandinu.
Elska þig heitt.
Þín afastelpa
Erla Björk Baldursdóttir.
Hví ertu farinn frændi
fyrr en nokkurn uggði?
Þú sem varst svo sterkur.
En styrkur sá ei dugði.
Önnur öfl hér ráða
æðri okkar vilja.
Það er svo margt og mikið
sem mennirnir ekki skilja
En minningin hún lifir
og margt er yljar hjarta.
Við trúum að á himnum
þú eigir framtíð bjarta.
Við sitjum hér og syrgjum.
Sól er gengin niður.
Í hjörtum okkar ómar
undarlegur kliður.
Nú við þig hér kveðjum klökk,
með kærleik skal þín minnast.
Hafðu, vinur, þúsund þökk,
þér var gott að kynnast.
Kæri vinur. Þakka þér samfylgd-
ina í gegnum árin. Hittumst heilir á
himnum.
Þinn frændi.
Jón Fanndal.
Hann kom vestur með fjölskyldu
sinni 1976, en hafði reyndar komið
einn til að vinna hjá Vegagerðinni
nokkru fyrr. Þau Lóa voru bæði
Vestfirðingar og vissu því hvað Ísa-
fjörður og Vestfirðir höfðu upp á að
bjóða. Það var gróska á Ísafirði um
þessar mundir og líkur á að Vestfirð-
ingar næðu vopnum sínum í byggða-
baráttunni. Kristinn og Lóa voru
með fyrstu landnemum í Holtahverf-
inu á Ísafirði, byggðu sér hús og
komu sér fyrir til frambúðar. Það
var gott að fá slíkt fólk til bæjarins.
Það kom að því fyrr en seinna að
leitað var til Kristins um að taka að
sér störf fyrir samfélagið. Hann var
meira en fús til þess, löngunin til að
láta gott af sér leiða virtist meðfædd
og félagsmálin tóku við með sívax-
andi þunga. Leiðir okkar Kristins
lágu fyrst saman fyrir alvöru í
Framsóknarflokknum. Hann tók
sæti á lista flokksins árið 1978 og
starfaði í nefndum. Árið 1982 varð
hann virkari í bæjarstjórninni og sat
sinn fyrsta bæjarstjórnarfund 5.
ágúst það ár. Frá þeim tíma urðu
störfin stöðugt umfangsmeiri. Hann
varð aðalfulltrúi í bæjarstjórn 1986
og sat í bæjarstjórninni óslitið allt til
ársins 1998, að hann ákvað að gefa
ekki kost á sér. Á þessu tímabili
gegndi hann lengi formennsku í bæj-
arráðinu og forsetastörfum í bæjar-
stjórn. Þá tók hann að sér, ásamt
Jónasi Ólafssyni fyrrum sveitar-
stjóra á Þingeyri, starf bæjarstjóra í
Ísafjarðarbæ haustið 1997 og gegndi
því til kosninga vorið 1998.
Þeir sem veljast til forustu í sveit-
arstjórn þurfa að vera mörgum
kostum búnir. Þeir þurfa að hafa
áhuga, þurfa að vera góðviljaðir og
sannir í gjörðum sínum. Þetta allt
hafði Kristinn Jón til að bera. Hann
vildi veg Ísafjarðarbæjar sem mest-
an og gat verið mjög harður í mála-
rekstri sínum fyrir bæjarfélagið.
Sumum fannst hann þver og
ósveigjanlegur í ýmsum málum, en
þar mótaðist afstaða hans af bar-
áttuvilja og trú á málstaðinn. Hann
var baráttumaður sem vildi að orð
skyldu standa. Sem bæjarritari á
Ísafirði um árabil hafði ég mjög
mikið og gott samstarf við Kristin.
Hann hafði sérstakan áhuga á um-
hverfismálum og undir hans forustu
tók Ísafjörður miklum breytingum
til hins betra. Nægir þar að nefna
frágang gatna og gangstétta, golf-
völl í Tungudal, gróðursetningu í
bæjarlandinu, opin svæði og torg og
byggingu sorpbrennslustöðvar, sem
er hin fullkomnasta á landinu.
Málefni ungmenna og æskulýðs
voru alla tíð hjartansmál Kristins. Í
formannstíð hans í bæjarráði var
hafin bygging íþróttahúss, sem lengi
hafði verið beðið eftir, og var gleði
þeirra félaga, hans og Kristjáns heit-
ins Jónassonar, fyrrverandi forseta
bæjarstjórnar, ósvikin, þegar fyrsta
skóflustungan var tekin. Þá réð af-
staða og framsýni Kristins Jóns úr-
slitum, þegar ákveðið var að gera
gamla sjúkrahúsið að sparihúsi Ís-
firðinga, en fram höfðu komið tillög-
ur um að það yrði nýtt sem hjúkr-
unarheimili. Í dag er húsið safnahús
og perlan í litskrúðugri flóru gam-
alla húsa á Ísafirði, jafnt utan sem
innan.
Hér er ekki tækifæri til að telja
upp þau fjölmörgu mál sem Kristinn
hafði frumkvæði að í bæjarfulltrúa-
tíð sinni, en af mörgu væri að taka.
Kristinn Jón Jónsson miklaðist
ekki af verkum sínum. Hann var sí-
starfandi og lagði flestum góðum
málum lið. Þannig var ekki óalgengt
að sjá hann hlúa að trjám, sem hann
hafði plantað áður í bæjarlandinu á
Ísafirði. Hann vildi að þau næðu
þroska og prýddu Ísafjörð í framtíð-
inni. Hann hugsaði í öldum en ekki
árum.
Og hann vildi einnig og ekki síður
að æska Vestfjarða næði eðlilegum
þroska í leik og síðar störfum. Það
kom því ekki á óvart að hann skyldi
taka að sér forustu fyrir íþrótta-
hreyfingunni á Vestfjörðum eftir að
hann komst á eftirlaun. Hann gerð-
ist formaður Héraðssambands Vest-
firðinga, HSV, og tókst á ótrúlega
skömmum tíma að gera það að öfl-
ugri hreyfingu sem naut vinsælda og
virðingar. Hann hafði forustu um að
HSV sótti um að halda landsmót
UMFÍ 2004 og ætlaðist til að bæj-
arstjórn Ísafjarðarbæjar stæði að
baki honum í því verkefni, eins og
talað hafði verið um. Því miður brást
bæjarstjórnin honum í því ætlunar-
verki. Hann lét þó ekki deigan síga
og hafði forgöngu um að HSV fengi
að halda umglingmót UMFÍ á liðnu
sumri. Það gekk eftir og hér er rétt
að nota tækifærið og færa forustu-
mönnum UMFÍ hugheilar þakkir
fyrir velvilja í garð okkar Vestfirð-
inga. Unglingamót UMFÍ á Ísafirði
á liðnu sumri var síðasta stóra afrek
Kristins Jóns Jónssonar í þágu Vest-
firðinga. Hann lifði það, helsjúkur,
að sjá draum sinn rætast.
Glæsilegur leikvangur ásamt nýj-
um gervigrasvelli er fullbúinn og
svæðið allt fegrar Ísafjörð. Það var
glaður en þreyttur maður sem fylgd-
ist með mótinu dag hvern.
Að leiðarlokum þakka ég Kristni
Jóni Jónssyni fyrir einstök kynni og
samstarf sem ekki bar skugga á.
Honum mátti treysta.
Ég og Guðrún flytjum Lóu og
börnum hennar og fjölskyldum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Það eru ekki mörg ár síðan kynni
mín af Kristni Jóni, formanni HSV,
hófust. Við kynntumst í starfi ung-
mennafélagshreyfingarinnar og var
augljóst að þar fór dagfarsprúður
maður með mikinn og einlægan vilja
til að ná fram þeim markmiðum sem
sett eru.
Það fór ekki milli mála að kapp-
samlega var unnið að þeirri hug-
mynd að halda stórt og glæsilegt
Landsmót á Ísafirði 2004. Unnið var
hörðum höndum við að gera það að
veruleika og stefndi allt í að það ætl-
unarverk næðist. Það voru því
Kristni Jóni mikil vonbrigði þegar
ákvörðun var tekin um að hætta við
mótið.
En það fór heldur ekki milli mála
að Kristni Jóni líkaði það vel þegar
unglingalandsmóti UMFÍ var valinn
staður á Ísafirði. Hann vann að því
móti heils hugar og sló ekki slöku við
þótt heilsan væri að þrotum komin.
Unnið var sleitulaust allt þar til að
mótið var afstaðið.
Uppbygging íþróttamannvirkja á
Vestfjörðum var Kristni Jóni mikið
áhugamál. Hann sá að með lands-
móti fyrir vestan mundi skapast ný
og glæsileg aðstaða til íþróttaiðkun-
ar. Sú varð líka raunin.
Ungmennafélagshreyfingin á
Kristni Jóni mikið að þakka. Í viðbót
við það sem sagt er hér að framan
um dugnað hans var hann einn ötul-
asti baráttumaður fyrir sameiningu
íþróttasambanda á norðanverðum
Vestfjörðum. Þar var stigið mikið
gæfuspor og verður honum ekki full-
þakkað fyrir þá vinnu sem hann
lagði á sig við að gera það mögulegt.
Fyrir hönd UMFÍ færi ég fjöl-
skyldu Kristins Jóns okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur um leið og ég
bið Guð að blessa minningu góðs
ungmennafélaga.
Björn B. Jónsson, formaður
Ungmennafélags Íslands.
Góður vinu og félagi, Kristinn Jón
Jónsson, formaður HSV, er fallinn
frá. Undirritaður átti mikil og góð
samkipti við hann. Kristinn átti við
veikindi að stríða, en lét það ekki
aftra sér í starfi sem formaður HSV
allt fram á síðustu stund.
Ég kynntist Kristni Jóni fyrst
þegar körfuboltafélag Ísafjarðar-
komst í úrslit í bikarkeppni Körfu-
knattleikssambands Íslands 1997.
Þá var Kristinn Jón starfandi bæj-
arstjóri og kom á leikinn í Laugar-
dagshöll. Ég man það þá að hann
sagðist hafa fengið gæsahúð vegna
umgjörðar og aðbúnaðar leiksins
sem var hinn glæsilegasti og vegna
þess að aldrei hafa komið saman eins
margir Vestfirðingar í eitt og sama
hús og öskrað sig hása. Enn er verið
að tala um þennan magnaða viðburð,
þar sem uppselt var á leikinn og mik-
il stemning myndaðist. Kristinn átti
mikinn þátt í þessum viðburði og er
honum til mikils sóma.
Eftir þennan leik fór ég að kynn-
ast Kristni betur og var hann alltaf
fastur fyrir og trúr sínum skoðun-
um.
Síðustu tvö ár mynduðust mikil og
góð vinategsl okkar á milli og karl-
inn kenndi mér margt og er ég betri
maður fyrir vikið. Ég vildi óska þess
að leiðir okkar hefðu legið saman
miklu fyrr, því að við áttum margt
sameiginlegt og urðum miklir mátar.
Sem formaður HSV var hann frá-
bær. Hann var röggsamur og ákveð-
inn og talaði alltaf hreint út og lá
ekki á skoðunum sínum. Þetta var
það sem að ég dáði í hans fari. Og
það er víst að ég mun ekki gleyma
þeim lexíum sem að Kristinn kenndi
mér. Kristinn var ljúfmenni mikið og
ávallt reiðubúinn að hjálpa þeim sem
til hans leituðu.
Ég undirritaður og stjórn og leik-
menn KFÍ færum Kristni Jóni ein-
lægar þakkir fyrir aðstoð til handa
íþrótt okkar og aðstandendum hans
vottum við einlæga samúð.
F.h. KFÍ,
Guðjón Már Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Kristinn Jón Jónsson formaður
Héraðssambands Vestfjarða lést á
Ísafirði 19. september sl. eftir erfið
veikindi undanfarin ár. Ég kynntist
Kristni Jóni fyrst fyrir fjórum árum
þegar unnið var að sameiningu Hér-
aðssambands Vestur-Ísfirðinga og
Íþróttabandalags Ísfirðinga í nýtt
sameinað héraðssamband – Héraðs-
samband Vestfirðinga (HSV). Krist-
inn Jón tók af miklum krafti þátt í
þeirri vinnu og varð formaður þess
sambands við stofnun 30. apríl 2000
og til dauðadags.
Kristinn Jón var ljúfur maður í
allri viðkynningu, rólegur í fasi en
sýndi ákveðni og festu þegar það átti
við. Greinilegt var á öllu fasi hans á
fundum að hann hafi mikla félags-
málareynslu enda gegndi hann ýms-
um trúnaðarstörfum á sviði stjórn-
mála og félagsmála á starfsævi sinni.
Undir stjórn Kristins Jóns Jónsson-
ar efldist og styrktist starf íþrótta-
hreyfingarinnar á Vestfjörðum. ÍSÍ
hefur misst traustan liðsmann. En
mestur er missirinn fyrir fjölskyldu
Kristins Jóns. Íþrótta- og Ólympíu-
samband Íslands sendir þeim hug-
heilar samúðarkveðjur. Megi minn-
ingin um góðan dreng lifa.
Stefán Konráðsson,
framkvæmdastjóri.
KRISTINN JÓN
JÓNSSON
Fleiri minningargreinar
um Kristin Jón Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.