Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 27
og hollt eru í það minnsta ósparir á chilí og karrí HINN þýski Löwenbräu bjór kom aftur á markað hérlendis á fimmtudag eftir langa fjar- veru. Birgir Hrafnsson fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri Lindar, hefur stofnað nýtt inn- flutningsfyrirtæki, Bakkus, sem tók þráðinn upp á ný. „Löwenbräu var bruggaður hér á landi með leyfi frá Þýskalandi þegar sala á bjór hófst hinn 1. mars árið 1989, eftir 70 ára hlé,“ segir Birgir. Fékkst hann bæði á flöskum og dósum á sínum tíma og var einn sjö bjórtegunda sem voru til sölu í verslunum ÁTVR um allt land, að hans sögn. Löwenbräu sem nú er kom- inn á markað kemur hins veg- ar frá München og verður á boðstólum í ÁTVR í Kringl- unni og Heiðrúnu, bæði í flösk- um og dósum. Aðspurður sagði Birgir til- efni innflutningsins ekki ann- að en það að Löwenbräu hefði verið einn mest seldi bjór hér- lendis um árabil. „Að öðrum tegundum ólöstuðum fellur þýskur bjór best að bragðlauk- um Íslendinga,“ segir hann. Í tilefni þess að bjórinn er kominn á markað aftur hefur verið ákveðið að stilla verði í hóf og miða það við „gamalt útsöluverð“ eins og hann tek- ur til orða. Löwen- bräu aftur á markað Tilbúin Satay-sósa er mjög góð með steiktum mat og öllum fiski og það gerir gæfumun að bæta smávegis af kókosmjólk út í hana. Þetta er frekar sæt sósa með hnetukeim. Sætar chili-sósureru vinsælar og það er t.d. hægt að marínera kjöt í þeim eða hella þeim yfir kjúkling og baka í ofni. Það má líka nota þær í núðlurétti og í pottrétti ýmiskonar. Margir bera sósuna fram með vor- rúllum. Súrsætu sósunamá einnig nota með kjúklingi og vorrúllum og ýmsum núðlu og hrísgrjónaréttum. Ostrusósaer notuð bæði í fisk- og kjötrétti. Fiskisósaer nauðsynleg ef elda á taílenskt. Fiskisósa er notuð í staðinn fyrir salt og í næstum alla matargerð. Chili hvítlaukssósaner sterkari en sú sæta og vinsæl í alls konar kjötrétti. Taílendingar eiga margar tegundir af karríi og nokkrar eru vinsælli en aðrar eins og panang karrí, grænt karri, rautt, gult og massaman karrí. Það síðastnefnda hefur verið mjög vinsælt á Vesturlöndum. MATARKISTAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 27 GALLERÝ Kjöt er að taka í notkun vefverslun þessa dagana þar sem viðskiptavinir geta lagt inn pantanir. Árdís Sigmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að með þessari nýbreytni geti fólk pantað vörur heima eða í vinnunni og sótt eftir hentugleikum. Verslunin er meðal annars með lamb, naut og svín á boðstólum og segir Árdís bæði hægt að velja þyngd steikur og reikna út hvað pöntunin kostar. Yfir 3.000 vöruliðir eru á boðstólum, að hennar sögn. Einnig er hægt að panta kaldar sósur, ítalskt sælkerakaffi frá Mok- for og sælgæti fyrir eftirrétti frá Maxim’s í París. „Maxim’s er að- allega selt í litlum sérverslunum og fríhöfnum, fólk þekkir kannski um- búðirnar, sem eru gamaldags járn- dósir,“ segir hún. Gallerý Kjöt sendir þónokkuð af pöntunum út á land og segir Árdís að netverslunin auki möguleika landsbyggðarinnar á að nálgast hrá- efnið. Pantanir fara með flutninga- fyrirtækjum, ekki pósti. Tvær steikur „Fólk pantar allt mögulegt, allt frá tveimur nautasteikum í kvöld- matinn upp í mat fyrir stóra veislu. Í mörgum tilvikum vantar fólk til þess að koma með matinn tilbúinn eða grilla og höfum við þá sinnt því líka,“ segir hún. Þá hefur verslunin efnt til stórrar veislu þar sem þrjú nautalæri voru grilluð fyrir stóran hóp í Þórsmörk. „Það tókst mjög vel og næsta vor höfum við hugsað okkur að bjóða öðrum hópi. Til okkar kemur líka fólk sem er á leið í ferðalög og fær mat með sér. Þá er hráefnið vakúm- pakkað og með dagsetningum sem segja til um geymsluþolið. Margir eru með box sem halda köldu í nokk- urn tíma og með því að vakúm- pakka endist maturinn miklu lengur. Einnig vorum við með sérstaka grill- pakka í sumar sem voru mjög vin- sælir.“ Verið er að fínstilla netverslunina, sem fyrr segir og verður hún komin fyllilega í gagnið á næstu dögum, segir Árdís Sigmundsdóttir að end- ingu. Slóðin er: www.gallerykjot.is. Kjötverslun á Netinu Morgunblaðið/Jim Smart Ómar Grétarsson hjá Gallerý Kjöti. Flestir stórmarkaðir bjóða hráefni til taílenskrar matargerðar og síðan er úrvalið enn fjölbreyttara í verslun Nings á Suðurlandsbraut og í búð- inni Eir á Bíldshöfða. Veitingastaðirnir sem bjóða taílenskan mat eru nokkrir, Ban Thai á Laugavegi 130 og Taílenska eldhúsið í Tryggvagötu 14 í Reykjavík og Mekong í Bæjarlind 14 í Kópavogi. Lax í Satay-sósu Meðalstórt laxaflak 1 dós tilbúin Satay-sósa 2–3 msk. kókosmjólk fiskisósa, nokkrir dropar ferskt basil Stillið bökunarofn á 225–250 gráður. Þerrið laxaflakið og setjið á álpappír á eldfasta plötu. Setjið sósuna í skál og bætið við nokkr- um matskeiðum af kókosmjólk. Berið svo sósuna á flakið. Ein dós dugar vel á stórt flak. Krydd- ið aðeins yfir sósuna með tilbúinni fiskisósu en hana nota Taílend- ingar gjarnan í staðinn fyrir salt. Skreytið flakið með fersku basil eða öðru kryddi sem ykkur finnst gott. Pakkið flakinu inn í álpappír en notið sem minnst af pappír til að stytta eldunartíma. Bakið í ofni í 25 mínútur. Berið fram með fersku salati og hrísgrjónum. Thai Panang karríkjúklingur 3–4 kjúklingabringur skornar í þunna strimla olía kramið hvítlauksrif 2 litlar dósir bamboo-strimlar 1–2 rauðar paprikur 2 tsk. sykur ½ tsk. fiskisósa nokkrar teskeiðar kókosmjólk Steikið hvítlauk á pönnu í olíu og bætið út á pönnuna kjúklingi. Þegar kjúklingurinn hefur fengið að steikjast aðeins er papriku bætt á pönnu og bamboo- strimlum. Hrært er upp í sósunni og bætt út í sykri og fiskisósu. Hellið yfir kjúkling og grænmeti. Í lok suðu- tímans sem er um 10 mínútur er kókosmjólk bætt út í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.