Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Y S, þys og læti. Öryggisgæsla á hæsta stigi og lögreglumenn og öryggisverðir með tól í eyrum og vopn innan klæða á hverju strái. Tugir ólíkra tungumála blandast saman í nið sem venst smám saman og verður fljótlega eðlilegur hluti af um- hverfinu. Hér eru fulltrúar allra heimshorna komn- ir saman og úr verður einn allsherjar kraumandi pottur. Það eru annir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Almenn umræða í upphafi 58. allsherjarþings hófst í vikunni með ávarpi Kofi Annan fram- kvæmdastjóra þar sem hann sagði m.a. að sam- tökin stæðu á vegamótum og að aðildarríkin þyrftu að styrkja innviðina ef tryggja ætti skilvirkni til að takast á við brýnustu viðfangsefni samfélags þjóð- anna um þessar mundir. Af þessu tilefni boðaði hann skipun ráðgjafarhóps virtra einstaklinga sem ætlað yrði að gera hnattrænt ógnarmat og tillögur um sameiginleg viðbrögð. Slíkar tillögur myndu ná til hugsanlegra breytinga á stofnanakerfi og starfs- aðferðum SÞ. Hópnum yrði gert að skila áliti fyrir setningu næsta allsherjarþings. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti ávarp á allsherjarþinginu í gær og lýsti stuðningi við áherslur Kofi Annan á umbætur sem birtust hvort tveggja í nýlegri skýrslu framkvæmdastjór- ans og ávarpi hans. Utanríkisráðherra sagði að það væri áhyggjuefni að sérstakur starfshópur sem hefði um árabil fjallað um hugsanlegar breytingar á skipan öryggisráðsins hefði ekki enn komist að niðurstöðu en íslensk stjórnvöld hafa allt frá un starfshópsins talað fyrir því að ráðið þyrf ur að endurspegla núverandi fjölda aðildarrí þess að draga úr skilvirkni. Utanríkisráðher sagði að íslensk stjórnvöld teldu nauðsynleg fjölga bæði fastasætum og kjörnum sætum í isráðinu og að enginn greinarmunur yrði ger aðildarríkjum sem þegar sitja í ráðinu og þe kynnu að bætast í hópinn. Þá sagði hann að stjórnvöld vildu draga úr möguleikum á beit neitunarvalds. Framsækin afstaða íslenskra stjórnvalda t bóta innan SÞ endurspeglar almennt vaxand virkni á þessum mikilvæga vettvangi. Þannig utanríkisráðherra eftir formlegri orðsending send var öllum aðildarríkjum SÞ í vikunni og kynnti formlega í ávarpinu um framboð Ísla öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009–2010. Þa hann þannig til orða að framboðið væri rökr tjáning á eindregnum vilja til að axla ábyrgð SÞ og til að leggja sitt af mörkum sem virku limur í samfélagi þjóðanna. Skilja má orð ut isráðherra þannig að Íslendingar hafi náð þe anríkispólitísku reynslu og því efnahagslega bolmagni að geta nú náð meiri jöfnuði í rétti og skyldum aðildarrríkis. Af samtölum við fulltrúa hinna ýmsu þjóð ljóst að Ísland á sér margar vinaþjóðir í sam þjóðanna, enda þótt margar þeirra séu órafj samgangur ekki mikill. Framboðið til öryggi ins verður stærsta einstaka verkefni utanrík Annir á allsherj Eftir Björn Inga Hrafnsson New York. M ARGT er nú skrif- að og skrafað um sviptingarnar í ís- lensku viðskipta- lífi. Gamlar klisjur eru rifjaðar upp og spurt hvort kolkrabbinn sé að líða undir lok. Er Björgólfur að ná fram hefnd- um fyrir Hafskip? Minna er um að rætt sé af alvöru um efnisleg og huglæg áhrif yfirstandandi at- burða og það sett í samhengi við þróun í íslensku viðskiptalífi til lengri tíma litið. Undirritaður telur að þátttaka almennings í innlendum hluta- bréfamarkaði sé nánast búin að vera með „stórfiskaleik“ und- anfarinna daga í íslensku við- skiptalífi. Hætt er við að Kauphöll Íslands verði verkefnalítil á næst- unni og er hún þó vart af barns- aldri. Og hverju sætir undarleg þögn sem að mestu ríkir um þann þátt málsins? Stendur ekki upp á þá sem töluðu sig hása fyrir fáein- um árum um mikilvægi þess að almenningur fjárfesti í hlutabréf- um að útskýra sinnaskiptin? Hví skyldi venjulegt fólk setja peninga í hlutabréf, þ.e.a.s. þeir fáu sem eitthvað eiga afgangs þegar dag- legum nauðþurftum hefur verið sinnt? Svo hákarlarnir hafi meira handa á milli þegar þeir braska með fyrirtækin? Tæplega. Og eru menn búnir að gleyma því að þátttaka almennra skattgreiðenda í hlutabréfakaupum hefur verið niðurgreidd af ríkinu með sér- stökum skattaafslætti undanfarin ár? Nýskráningar nær liðin tíð Ein augljós afleiðing þess hvernig mál hafa þróast í íslensku viðskiptalífi að undanförnu er að nær alveg hefur tekið fyrir ný- skráningar fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði. Á árunum 1992–1996 voru á bilinu 5–10 ný fyrirtæki skráð ár- lega. Árið 1997 varð mikið stökk en þá urðu nýskráningar 19. Árið 1998 urðu þær 17, 8 árið 1999 og 10 árið 2000. Þá verða aftur straumhvörf því nýskráningar ár- ið 2001 urðu aðeins 4, 3 árið 2002 og það sem af er þessu ári hefur aðeins eitt fyrirtæki verið skráð í Kauphöll Íslands. Af 97 fyr- irtækjum sem skráð hafa verið frá 1990 til dagsins í dag hafa 45 ver- ið afskráð, þar af 13 á yfirstand- andi ári. Sem sagt ein nýskráning og 13 afskráningar á árinu; ekki sérlega blómlegur búskapur það. Auðvitað liggja margar ástæður að baki þessari þróun. T.d. að flestir áhugasamir aðilar séu þeg- ar skráðir, millibilsástand af efna- hagslegum ástæðum og sameining fyrirtækja. Án efa veldur atgang- urinn á þessum vígvelli einnig tor- tryggni. Hlutur bankanna! Sérstaka athygli vekur hlutur bankanna. Þeir láta sér ekki að- eins nægja að vera þátttakendur og jafnvel fjármagna sundrungu eða sameiningu fyrirtækja og yf- irtöku með góðu eða illu he eru þeir nú einnig frumkvæ ilar og gerendur. Þeir kaup selja fyrir eigin reikning h fyrirtækjum þ.á m. sinna e viðskiptavina án þess að bl fínu máli heitir það að vera breytingafjárfestir.“ Er ekki ástæða til að sta hér við? Er eðlilegt að við- skiptabanki með trúnaðaru ingar úr rekstri fyrirtækis samhliða að braska með ei arhluti í sama fyrirtæki í á skyni fyrir eigin reikning? irritaður segir nei, og hefu lýst þeirri skoðun að óhjá- kvæmilegt sé að skoða lag Hákarlar í sm Eftir Steingrím J. Sigfússon UMGENGNI TIL FJALLA Tvenn helztu samtök útivistar-fólks, Ferðafélag Íslands ogÚtivist, hafa ákveðið að loka skálum sínum á hálendinu yfir vetr- artímann, á meðan þar er ekki gæzla. Ástæðan er í báðum tilvikum sú sama; afar slæm umgengni ferðafólks um skálana. Jafnframt er mikið um að fólk gisti í skálunum án þess að tilkynna komu sína fyrir- fram og án þess að greiða fyrir gist- inguna. Í frétt í Morgunblaðinu í gær kemur fram að Ferðafélagið hygg- ist áfram hafa opið neyðarathvarf við hvern skála. Bæði samtökin munu hafa þann háttinn á að þeir, sem vilja nota skálana, borga fyrir það og bera ábyrgð á góðri um- gengni, geta fengið lykla að þeim á skrifstofum samtakanna. Skálar ferðafélaganna á hálendi Íslands hafa verið reistir af félags- mönnum með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn, en hafa þó í raun verið nýttir sem eins konar almennings- eign, í anda þess viðhorfs að hálend- ið sé sameign þjóðarinnar og eigi að nýtast öllum til hollrar útivistar, hreyfingar og samveru við náttúr- una. Aukinheldur hefur verið litið svo á að það væri öryggisatriði að fólk gæti komizt í húsaskjól í vond- um veðrum. Á móti hefur verið gert ráð fyrir að ferðamenn sæju sóma sinn í því að greiða fyrir gistinguna, jafnvel þótt þeir tilkynntu ekki komu sína fyrirfram, og að þeir gengju þannig um skálana að aðrir gætu komið að þeim eins og þeir vildu sjálfir koma að næturstað. Nú virðist hins vegar svo komið að skálarnir fái sömu meðferð og ýmsar almenningseignir; að fólk telji sæmandi að ganga illa um þá, skilja þar eftir rusl, stela hlutum og skemma. Þetta á ekki aðeins við um fjallaskálana heldur líka neyðar- skýli Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, þar sem oft hafa verið unn- ar miklar skemmdir á búnaði og vistum stolið, þannig að þau hafa ekki veitt það öryggi í neyðartilfell- um sem þeim er ætlað. Þetta ástand mála er sorglegt og þeim einstaklingum til háborinnar skammar, sem ábyrgðina bera. Úti- vist í faðmi náttúru Íslands á að styrkja bæði líkama og sál. Þeim, sem misvirða rétt náungans með jafngrófum hætti og spilla í raun fyrir möguleikum alls almennings til heilbrigðrar útivistar, getur hins vegar ekki liðið vel á sálinni. Þeir ættu að líta í eigin barm og spyrja til hvers þeir fari til fjalla. ÞINGIÐ HEFUR SÍÐASTA ORÐIÐ Vaxandi eignaraðild banka að at-vinnufyrirtækjum hefur vakið nokkra athygli og umræður í fram- haldi af sviptingum í viðskiptalíf- inu að undanförnu. Í Morgun- blaðinu í gær lýstu forystumenn þingflokka afstöðu sinni til þessara mála og er athyglisvert hvað sjón- armið þeirra eru áþekk. Þeir hafa fyrirvara á þeirri þróun, sem við blasir, þótt með mismunandi hætti sé. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna seg- ir: „Það getur verið réttlætanlegt á einhverju tímaskeiði af ýmsum ástæðum bæði til þess að stuðla að einhverri umbreytingu og til að verja hagsmuni bankans en það er alveg útilokað að það geti gengið til lengri tíma.“ Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins segir: „Við hljótum að þurfa að skoða hvaða lagarammi er utan um venju- legar bankastofnanir og hversu langt bankarnir megi ganga í því að hafa hin og þessi áhrif til að breyta eignastöðu í íslenzkum fyrirtækj- um. Það getur haft mikil áhrif út um allt land og jafnvel á atvinnulíf fólks á einstökum stöðum.“ Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, tek- ur jafnvel sterkar til orða og segir: „Ég hlýt líka að setja spurninga- merki við hlutverk bankanna. Eru þeir að missa sinn trúverðugleika sem viðskiptabankar? Mér finnst það vera ein meginskylda þingsins núna að fara einmitt í gegnum eignarhald bankanna og áhrif bankakerfisins á atvinnulífið með eignarhaldi, fara í greiningu á því og velta upp þeirri spurningu, hvort við þurfum að grípa til ein- hverra aðgerða.“ Bryndís Hlöðversdóttir, formað- ur þingflokks Samfylkingarinnar segir: „...ég held að það sé mikil- vægt að stjórnmálamenn skoði, hvort það sé eðlilegt að bankar geti með þessum hætti hlutast til um áhrif í viðskiptalífinu. Ég leyfi mér að efast um, að það sé hægt t.d. á öðrum Norðurlöndum, ef maður skoðar þátt bankanna í viðskipta- lífinu þar.“ Og Ögmundur Jónasson, formað- ur þingflokks Vinstri grænna, seg- ir: „Þetta er mjög vafasamt svo vægt sé til orða tekið. Það er óeðli- legt að almennir viðskiptabankar gerist jafnframt fyrirferðarmiklir fjárfestingar- og rekstraraðilar í atvinnulífinu.“ Ekki fer á milli mála, að sjón- armið allra flokka, hvort sem um er að ræða stjórnarflokka eða þá, sem eru í stjórnarandstöðu eru mjög svipuð. Allir þingflokksformenn- irnir hafa mikla fyrirvara á þróun mála að því er varðar hlut bank- anna í viðskiptalífinu. Það er nauðsynlegt fyrir þá, sem mest umsvif hafa í viðskipta- og at- vinnulífi landsmanna að minnast þess, að Alþingi Íslendinga hefur síðasta orðið um það viðskiptaum- hverfi, sem þeir búa við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.