Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 57 RÚSSNESKT dagblað hefur gefið út nýja útgáfu af spilastokk sem hæða spilin sem Bandaríkjastjórn gaf út vegna Íraks- stríðsins „U.S. Most Wanted“. Í rússneska spila- stokknum er gert grín að helstu stjórnendum Bandaríkjanna og er hjarta- drottningin Laura Bush með- al annars sökuð um að hafa „látið George Bush hætta að drekka.“ Bush sjálfur er ekki hjartakóng- urinn, heldur aðeins hjartagosinn, en faðir hans, George Bush eldri, er hjartaásinn. Hjartasortin í spila- stokknum táknar fjölskylduna, spaðasortin tekur fyrir atvinnu- stjórnmálamennina, tígullinn táknar hófsama stjórnmálamenn og lauf- asortin inniheldur ný-íhaldsmenn- ina …BRÁTT verður langri og strangri bið malaysískra ungmenna eftir að fá að sjá skopprokkurana Linkin Park á tónleikum í Kuala Lumpur á enda, eða hvað? Ráðu- neyti menningar og lista í Malaysíu hefur tilkynnt að það leggi blessun sína yfir áform hljómsveitarinnar um að spila 15. október á 50 þúsund sæta leikvangi í hinu íhaldssama ríki, þar sem Islam er ríkjandi trú. Drengirnir verða hins vegar að upp- fylla ströng skilyrði um framkomu listamanna. Í skilyrðunum segir meðal annars: „Karlkyns listamenn verða að hylja líkama sinn frá brjósti og niður fyrir hné. Listamennirnir mega ekki sýna grófa eða hryssings- lega tilburði sem ganga í berhöggi við hreingildi, eins og að hoppa um, öskra eða fleygja einhverju af svið- inu í áhorfendur.“ Og þá er bara að sjá hvort eitthvað verður af tón- leikum Linkin Park í Kuala Lump- ur … ÁSTRALSKA lögreglan sektaði á dögum mann fyrir að tala í farsíma á meðan hann ók hestvagni á fjög- urra kílómetra hraða eftir götunni. Maðurinn játaði á sig brotið, sagðist hafa fengið símtal vegna vinnu og sagði erfitt að keyra hratt út í veg- arkantinn á hestvagninum og því hefði hann ekki verið búinn að því áður en lögreglan stöðvaði hann. Dómarinn í málinu vísaði því hins vegar frá, því honum þótti bæði mál- ið og skýringar lögreglumanna hin kjánalegustu. Maðurinn væri vissu- lega „tæknilega sekur“ en málið væri ekki beinlínis í anda tilgangs þeirra laga sem banna farsímaspjall undir stýri. Lögreglumennirnir létu manninn einnig blása í blöðru, en hann reyndist allsgáður. LYGINNI líkast HÖNNUÐURINN Alexander McQueen var valinn hönn- uður ársins í Bretlandi á Bresku tískuverðlaunahátíð- inni, sem fram fór í London á fimmtudagskvöld. Verð- launin, sem voru haldin við lok tískuvikunnar í London, eru ígildi Óskarsverðlaunanna í þarlendum tískuheimi. Velski hönnuðurinn Julien Macdonald var útnefnur „glamúr“-hönnuður ársins árið 2003. Hin grískættaða Sophia Kokosalaki fékk síðan verðlaun kennd við „nýju kynslóðina“. David Beckham var útnefndur stællegasti íþróttamað- urinn og Minnie Driver og Ewan McGregor stællegustu leikararnir. Bresku tískuverðlaunin AP Julien Macdonald, „glamúr“-hönnuður ársins 2003 var vel fagnað að lok- inni sýningu sinni á nýliðinni tískuviku í London. Reuters David Beckham hefur löngum þótt sérdeilis smekkvís – eða a.m.k. konan hans. Alexander McQueen hönnuður ársins l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.