Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 26
S UMIR útskýra taílenskan mat með því að segja að hann sé mitt á milli ind- verskrar matargerðar og kínverskrar og Somjai Sirimeka er ekki frá því að sú lýs- ing eigi nokkuð vel við. „Taílensk matargerð er í raun einföld og fljótleg og maturinn er hollur og bragðið fjölbreytilegt. Við erum óspör á chilí og karrí en not- um líka súrsætar sósur og jafnvel sætar en þær eru þá gerðar sætar með öðru en hvítum sykri,“ segir Somjai, sem er verkefnisstjóri hjá Þýðingar- og túlkunarmiðstöðinni í Alþjóðahúsinu. Sósurnar sætari á Vesturlöndum „Sósur gegna stóru hlutverki í matargerð í Taílandi en þar búa margir til sínar sósur sjálfir frá grunni eða krydda þær að minnsta kosti til þegar þær tilbúnu eru keyptar.“ Tilbúnu sósurnar sem fást á Vesturlöndum segir Somjai að séu oft miklu sætari en Taílendingar eiga að venjast og þegar þær eiga að vera sterkar eru þær ekki nema miðlungssterkar á taílenskan mæli- kvarða. Sósurnar eru notaðar í alls konar matargerð hvort sem verið er að matbúa úr grænmeti, kjöt, fiski, núðlum eða hrísgrjónum. En taílensk matargerð hefur ver- ið að breytast því konur eru farnar að vinna úti þar eins og hér og fólk styttir sér þá leiðir við eldamennsk- una. Ungt fólk í Taílandi kaupir til dæmis tilbúnar núðlur og krydd í pakka og margir þar kaupa nið- ursoðna kókosmjólk í stað þess að nota hana beint úr kókoshnetu. „Ég nota oft tilbúnar sósur þegar ég elda en ég breyti þeim iðulega aðeins, krydda þær eftir smekk en salta lítið sem ekkert því við notum fiskisósu í staðinn fyrir salt. Síðan bæti ég oftast út í kókosmjólk, bæði til að fá bragðið en ekkert síð- ur til að gera matinn fallegri,“ segir hún. „Séu sósurnar tilbúnar er elda- mennskan einföld og fljótleg. Yf- irleitt er grunnurinn sá sami. Byrj- að er á að steikja ferskt grænmeti og/eða kjöt og fisk og síðan er bætt við núðlum, eggjum eða hrís- grjónum og sósu hellt yfir, sósu sem fólki finnst góð og passar með hráefninu.“ Háskólanám í útskurði grænmetis Somjai segir að stór hluti af því að bera fram góðan mat sé að skreyta hann. „Það er lagt mikið upp úr því í Taílandi að bera fram mat sem er fallegur og áhugasamir geta jafnvel farið í háskólanám þar sem námið einkennist af taílenskum þjóðdöns- um og hefðinni að skera út græn- meti og ávexti til skrauts.“ Hún segist aldrei nota matreiðslubækur þegar hún eldar, hún lærði heil- mikið í foreldrahúsum en svo hefur hún um árin verið að fikra sig áfram, búa til sínar eigin upp- skriftir og jafnvel notað tækifærið hér á Íslandi og blandað saman ís- lenskum mat og taílenskum. „Aðalatriðið þegar búa á til góð- an mat er að nota ferskt hráefni og fá svo tilfinningu fyrir því hvaða krydd passa saman og eiga við það hráefni sem nota á.“ Á sitt eigið veitingahús í Bangkok Somjai opnaði í sumar sem leið veitingastað í Bangkok í Taílandi sem bróðir hennar rekur fyrir hana þar sem hún er búsett hér á landi. „Við erum að bjóða þar taílensk- an mat og leggjum sérstaka áherslu á sjávarrétti. Auk þess sem hægt er að kaupa af matseðli þá bjóðum við fólki að koma með óskir um rétti sem það vill fá matreidda fyrir sig og við reynum að koma til móts við þær.“ Somjai segist vera ástríðukokkur og hún þiggur enga aðstoð þegar hún er að elda. „Ég vil vera ein í eldhúsinu en svo þigg ég hjálp við að ganga frá!“ Hún hefur prófað að kenna taí- lenska matargerð fyrir hópa sem um það hafa beðið hér á Íslandi og einnig hefur hún tekið að sér veisl- ur ef til hennar hefur verið leitað. „Ég nýt þess að elda og þess vegna hef ég verið að taka að mér að elda fyrir fólk,“ segir hún. Þegar við vorum búnar að skoða hráefni í taílenska matargerð lá beint við að spyrja hvort hún vildi gefa lesendum nokkrar auðveldar uppskriftir og jafnvel elda með mér hádegisverð. Somjai tók vel í það og valdi að elda lax með Satay-sósu sem er sæt sósa með hnetukeim og síðan sterk- an kjúklingarétt í Thai Panang karríi. Fátt betra en saltkjöt og baunir Það var hárrétt hjá Somjai að eldamennskan tekur skamma stund, jafnvel þó að hún leggi einn- ig rækt við að gera matinn lyst- ugan með skreytingum. Grænmetinu í salatið raðaði hún í lögum í fallega glerskál og skreytti og laxinn fékk ekki að fara á borðið fyrr en á hann voru komnir út- skornir eplabitar. Hún afhýddi tómat á örskots- stundu og bjó til rós til að hafa með sem skraut á matardiskunum og litlaus agúrkubitinn varð að lista- verki í höndunum á henni. Í eldhúsinu spjölluðum við um heima og geima og ég kemst að því að hún hefur búið á Íslandi í níu ár, kom hingað til lands til að gæta barna fyrir systur sína sem búsett er hér og ílengdist svo. Þegar ég spyr ég hana í lokin hvort hún eigi íslenskan uppáhaldsmat er hún ekki í neinum vafa með svarið. „Ég er ekki fyrir brauð og forð- ast samlokur eins og heitan eldinn. Sama á við um pasta og pítsur. Það finnst mér ekki vera matur. En þetta er auðvitað ekki íslenskur matur. Ég er fyrir íslenskan mat og veit fátt betra en íslenska kjöt- súpu, saltað hrossakjöt og saltkjöt og baunir.“ Taílenskt er einfalt, fljótlegt Morgunblaðið/Árni Torfason Þótt Somjai Sirimeka vilji alla jafna vera ein í eldhúsinu leyfði hún Guðbjörgu R. Guð- mundsdóttur að fylgj- ast með sér. Fyrst kíktu þær í búðir þar sem sós- ur með framandi nöfn- um, þurrkað chili, sítr- ónugras og hrísgrjóna- og eggjanúðlur voru meðal þess sem blasti við í hillunum.  MATREIÐSLA |Sagt er að taílenskur matur sé mitt á milli indverskrar matargerðar og kínverskrar, Taílendingar Hráefni til taílenskrar matargerð- ar fæst nú orðið í miklu úrvali. Somjai Sirimeka segir að á um- búðum sé oft að finna góðar upp- skriftir. Grænmeti er mikilvægt og hér sker Somjai papriku í ferskt grænmetissalat. Þegar eldaður er lax í satay-sósu byrjar Somjai á því að bera sósuna á fiskflakið áð- ur en hún pakkar því inn í álpappír og stingur því inn í ofn. MATARKISTAN 26 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.