Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 59
myndaverkefnum sem eru „semi- professional“ og opin almenningi og umboðsmönnum og þess háttar, það er selt inn. Og við þurfum að fara í prufu fyrir hvert einasta verkefni. Svo vonar maður að maður sé ekki alltaf að leika tré. Ég hef sem betur fer aðeins einu sinni þurft að leika tré. Á fyrstu opinberu sýningunni okkar í vor lék ég aðalhlutverkið, þannig að það eru örugglega bara tré og runnar eftir fyrir mig. Annars var það hlutverk afar erfitt, persónan mín lenti í ástarsambandi við herra- mann, varð ólétt, stakk af, eignaðist barn, myrti það, fór í fangelsi, var næstum því hengd og dó og allt með Glouchestershire-hreim.“ Stalst í prufu og fékk hlutverk í Grease - Það er enginn vafi á því að álagið er til staðar, enda besta leiðin til að undirbúa fólk undir lífið. En ég heyrði að þú hefðir tekið skemmti- legan snúning í sumar? „Já, humm … Það var bæði skrýt- ið og skemmtilegt. Í skólanum mín- um má ekki taka þátt í atvinnusýn- ingum, eða prufa fyrir þær. En ég stalst í prufu fyrir Grease, sem átti að setja upp í Óperuhúsinu í Jersey yfir sumarið. Síðan fékk ég hlutverk sem dansari og söngvari í því, sem sum- arstarf, sem var of gott til þess að sleppa því, því það er afar sjaldgæft að nemar séu ráðnir á fullum launum í sýningar. Þess vegna neyddist ég til þess að segja skólanum frá því að ég hefði farið í þessa prufu. Þeir urðu náttúrlega að skamma mig fyrir það, en svo var skólastjóri söng- leikjadeildarinnar sendur á sýningu til að meta mig, þannig að ég þarf kannski ekki að taka þátt í neinum sýningum á síðustu önninni, þannig að ég útskrifast jafnvel í apríl. Þetta var líka alveg ofboðslega skemmti- legt sumarstarf. En um leið langerf- iðasta verkefni mitt til þessa og ég mætti engan veginn fersk eftir sum- arhvíldina í skólann. Ég er alveg viss um að danshöfundurinn sé afkom- andi Hitlers!“ segir Halla og hlær. - Hvers vegna þessi skóli? „Hann átti langbest við mig. Um leið og ég kom í skólann vissi ég að ég vildi vera í honum. Málið er það að hérna er ég í upp í tíu danstímum í viku, alls konar dansi. Svo er líka mikil áhersla lögð á söngkennslu og þar sem ég hef lært fimm stig við söng við Söngskólann í Reykjavík vildi ég halda því við. Mér finnst bara fáránlegt að minnka atvinnumögu- leikana með því að nota ekki þá möguleika sem maður hefur.“ Í klóm óeirðalögreglu - Hvernig er síðan fyrir unga stelpu af Skerinu að búa úti í London? „Það er alveg frábært. Ég leigði ein, þangað til rann upp fyrir mér að húsið þar sem ég bjó, sem í voru sex- tán íbúðir, var dópbæli. Lögreglan var farin að koma oftar í heimsókn en vinir mínir. Það var búið að handtaka heilan helling af nágrönnum mínum og það var alltaf eitthvað svakalegt skurk í gangi. Einu sinni hélt óeirðalögreglan mér inni í íbúðinni í þrjá tíma á með- an þeir hreinsuðu húsið og tæmdu tvær íbúðir og leituðu að glæpamönn- um. Ég vaknaði klukkan fimm um morguninn við það að þrjátíu óeirða- lögreglumenn hlupu upp stigann í húsinu. Ég hélt að húsið væri að hrynja og vissi ekkert hvað ég átti að gera, en hélt þó að það væri best að líta út á gang ef það væri kviknað í og fólk væri að hlaupa út. Ég leit út um hurðina að íbúðinni minni og sá að það var allt fullt af einhverjum hjálm- klæddum fígúrum og uppgötvaði að óeirðalögreglan var á staðnum. Um leið og ég leit út ýtti óeirða- lögreglumaður mér aftur inn og lok- aði íbúðinni. Ég fékk ekki einu sinni að fara á klósettið og þess síður í skólann þennan morgun. Maður er rekinn úr skólanum ef maður kemur of seint, svo það var svolítið skrýtið að koma seint í skólann með þá afsök- un að óeirðalögreglan hefði haldið manni inni í húsi. Þá var mér sagt að ég hefði toppað mig í vondum afsök- unum.“ - Ég ætla rétt að vona að þú hafir flutt eftir þetta? „Já, þá tók ég þá ákvörðun að flytja inn til vinar míns og nú búum við í tveggja herbergja íbúð í miðbæ Guilford. Það er alveg frábært, þó að leigan sé auðvitað himinhá.“ - Hver eru svo framtíðaráformin? „Að útskrifast hér og fá vinnu. Það sem kemur kemur. Auðvitað stefni ég á eitthvert aðalhlutverk á West End, en maður verður auðvitað bara að taka því sem kemur. Ég verð örugg- lega orðin snillingur í trjáleik eftir ár- ið. Ég verð búin að læra að hætta að leika tréð, nú er ég tréð.“ Halla í syngjandi sveiflu (efst á myndinni) í söngleiknum Grease. Söngleik- urinn var settur upp í Jersey og var Höllu hið skemmtilegasta sumarstarf. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. SV MBL ZOMBIE- SKONROKK FM 90.9  HK DV  Kvikmyndir.com Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Frábær gamanmynd með hinum vinsæla Ashton Kutcher. Hann er skotinn í dóttur yfirmann síns og gerir allt til að komast yfir hana. En Suma hluti gerir maður bara ekki! Um það leyti sem þú heyrir í honum eða sérð hann. Er það um seinan. Svakaleg hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum ATH! FYRSTA SÝNISHORNIÐ ÚR LORD OF THE RINGS:THE RETURN OF THE KING VERÐUR FRUMSÝNT Á UNDAN MYNDINNI. FRUMSÝNING FRUMSÝNING Námsmannalínu félagar fá 2 fyrir 1 á myndina ef greitt er með ISIC debetkortinu www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2 og 4. Með ísl. tali. Sýnd kl. 2 og 4. Með ísl. tali - Tilboð 400 kr. Fór beint átoppinn í USA! Þeir eru mættir aftur! Frá ofur framleiðandanum Jerry Bruckheimer. ir r ttir ft r! r f r fr l i rr r i r. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16 áraSýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 16 ára Um það leyti sem þú heyrir í honum eða sérð hann. Er það um seinan. Svakaleg hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum ATH! FYRSTA SÝNISHORNIÐ ÚR LORD OF THE RINGS:THE RETURN OF THE KING VERÐUR FRUMSÝNT Á UNDAN MYNDINNI. FRUMSÝNING Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.