Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 55
PATREKUR Jóhannesson, lands-
liðsmaður í handknattleik, fór
meiddur af velli eftir tæplega 10
mínútna leik þegar Bidasoa mætti
Barcelona í spænsku 1. deildinni á
miðvikudagskvöldið.
„Ég fékk slæmt högg á hnéð og
það teygðist á einhverju þar. Það
var ljóst að við ættum ekki mikla
möguleika á móti Barcelona, sem
náði strax góðu forskoti, svo það
var engin áhætta tekin með að láta
mig spila áfram. Læknir liðsins tel-
ur að liðþófi gæti hafa skaddast
eitthvað en þó ekki alvarlega. Við
spilum gegn Teucro á morgun (í
dag) og ég ætla að hita upp fyrir
leikinn og sjá hvort ég sé tilbúinn í
slaginn. Það verður bara að koma í
ljós, ef ég finn ekki fyrir neinu þá
spila ég með. Ef þetta angrar mig
eitthvað áfram verð ég að sjálf-
sögðu að fara í aðgerð til að láta
laga það en ég á ekki von á að ég
yrði lengi frá af þeim sökum,“
sagði Patrekur við Morgunblaðið í
gær.
Hann skoraði eitt mark í leikn-
um, úr vítakasti á upphafsmín-
útunum, en Heiðmar Felixson skor-
aði 7 mörk fyrir Bidasoa sem
tapaði, 34:24. „Barcelona er með
geysilega sterkt lið og mikla
breidd. Þeir geta skipt öllum sínum
mönnum út af og sett jafnsterkt lið
inn á í staðinn og það er ljóst að
þeir væru líka að slást um topp-
sætin í þýsku 1. deildinni ef þeir
væru þar,“ sagði Patrekur Jóhann-
esson.
Patrekur meiddist
á hné gegn Barcelona
ÍSLENSKA drengjalandsliðið, skip-
að leikmönnum 17 ára og yngri, er
komið í milliriðla á Evrópumótinu í
knattspyrnu, þótt það eigi enn eftir
einn leik í riðlakeppninni sem fram
fer í Litháen um þessar mundir. Í
gær vann liðið stórsigur á heima-
mönnum, 5.1, eftir að hafa verið 2:0
yfir í hálfleik.
Bjarki Már Sigvaldason kom ís-
lenska liðinu á bragðið á 10. mínútu
og Theodór Elmar Bjarnason bætti
öðru marki við á 34. mínútu. Þegar
þrjár mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik var einum leikmanna
Litháens vísað af leikvelli með rautt
spjald. Rúrik Gíslason bætti tveim-
ur mörkum við í síðari hálfleik, á
59. og 78. mínútu, áður en Matthías
Vilhjálmsson innsiglaði stórsigur,
mínútu fyrir leikslok. Mark Litháa
var skorað á 62. mínútu.
Rússar unnu Albaníu, 3:0, eru í
efsta sæti riðilsins með 6 stig eins
og íslenska liðið, en með betri
markatölu. Ísland og Rússland
mætast í uppgjöri efstu liðanna á
morgun. Sú þjóð sem vinnur riðil-
inn í Litháen verður í milliriðli með
þremur öðrum þjóðum, m.a. Spán-
verjum og liðinu með bestan árang-
ur í þriðja sæti úr riðlunum tólf og
liðinu sem verður í öðru sæti í sjötta
riðli.
Liðið sem hafnar í öðru sæti í
riðlinum verður í fjögurra liða
milliriðli – ásamt Englendingum og
liðinu sem verður í öðru sæti í
þriðja riðli og sigurvegurunum úr
sjöunda riðli.
Leikið skal í milliriðlum fyrir lok
mars á næsta ári og verða leik-
staður og tími ákveðnir síðar.
Reynir Þór byrjaði strax á að lokamarki Víkinga sem dugði fé-
lögum hans til að ná sér á strik, þá
helst Þresti Helga-
syni og Ragnari
Hjaltested. Um
miðjan hálfleik með
6:7 forystu misstu
Víkingar þrisvar boltann fyrir
klaufaskap og bognuðu við það,
nokkuð sem Valsmenn voru fljótir til
að nýta sér með fimm mörkum í röð.
Víkingar tókst um tíma að hökta í
gang og staðan 12:10 í leikhléi en eft-
ir það voru sóknir þeirra voru enda-
sleppar með slökum skotum. Vals-
menn voru litlu skárri en tókst þrátt
fyrir góðan leik Reynis Þórs að ná
18:12 forskoti þegar tíu mínútur
voru eftir. Þá náðu Víkingar að hysja
upp um sig um tíma en Sigurður og
Hjalti tóku þá til sinna ráða.
Valsmenn léku án Markúsar
Mána Mikaelssonar, Baldvins Þor-
steinssonar og Bjarka Sigurðssonar
en það kom ekki að sök. Aðrir tóku
upp fánann og unnu fyrir stigunum.
„Um leið og vörnin náði saman kom
markvarslan, alveg eins og á móti
KA í síðasta leik. Síðan var þetta
bara létt og þurfti ekkert að gera í
sókninni, bara svona eitt og eitt
mark,“ hélt Sigurður áfram. „Við
vorum hræddir um að detta niður
eftir sætan sigur á KA og vildum því
jafnvel vera undir í hálfleik til að
mæta ekki of afslappaðir eftir hlé en
svo gerum við út um leikinn. Það
þarf að komast í úrvaldsdeildina og á
að vera formsatriði með þetta lið.“
Ásamt fyrrnefndum Valsmönnum
kom Roland Valur Eradze til í mark-
inu.
Sem fyrr segir var Reynir Þór
góður hjá Víkingum ásamt Þresti og
Ragnari til að byrja með en eftir að
Ragnar fékk spark í hausinn þegar
hann fór inn úr horninu um miðjan
fyrri hálfleik skoraði hann ekki
mark fyrr en í lokin. Bjarki Sigurðs-
son náði ekki að skila því sem hann
verður til að möguleiki sé á sigri,
fékk hvorki tíma né svæði því sakir
slaks sóknarleiks gátu Valsmenn
haft á honum góðar gætur. „Við fór-
um rosalega illa með færin okkar,“
sagði Gunnar Magnússon þjálfari
Víkinga eftir leikinn. „Við vorum
lengi í vörn en sóknir okkar voru of
stuttar, það vantaði meiri rólegheit
og yfirvegun, við vorum of bráðir.
Það voru margir vendipunktar þeg-
ar við klúðruðum dauðafærum og
menn misstu aðeins trúna á sjálfan
sig, enda ungir ennþá. Við getum þó
verið ánægðir með vörnina, að vísu
örlítið óheppnir í nokkur skipti og
þeir fá ódýr mörk.“
Drengja-
liðið komið
áfram á EM
FÓLK
ÖRN Ævar Hjartarson úr GS er
annar eftir fyrsta hring í karla-
flokki á Norðurlandamóti áhuga-
manna í golfi sem hófst í Svíþjóð í
gær. Örn Ævar lék á 69 höggum
en Matti Merilainen frá Finnlandi
er fyrstur á 68 höggum. Heiðar
Davíð Bragason er í 8. sæti á 74
höggum, Rúnar Óli Einarsson í 14.
sæti á 76 höggum og Sigurður
Rúnar Ólafsson er í 19. sæti á 86
höggum en keppendur eru 20.
HELGA Rut Svanbergsdóttir
stóð sig best íslensku keppend-
anna í kvennaflokki en hún er í 13.
sæti á 83 höggum. Helena Árna-
dóttir er í 15. sæti á 84 höggum,
Nína Björk Geirsdóttir í 19. sæti á
88 höggum og Kristín Rós Krist-
jánsdóttir í 20. sæti á 95 höggum.
MAGNÚS Lárusson er annar í
piltaflokki á 72 höggum og Tinna
Jóhannsdóttir er í 8. sæti í
stúlknaflokki á 81 höggi.
GIANLUCA Vialli, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Chelsea og Wat-
ford, hefur sent inn umsókn um
starf knattspyrnustjóra Totten-
ham. Vialli hefur verið án atvinnu
í hálft annað ár frá því hann var
leystur frá ströfum hjá Watford.
SIR Jack Hayward, stjórnarfor-
maður Wolves, hefur tilkynnt að
hann hyggist segja starfi sínu
lausu. Hayward stendur á áttræðu
og hefur verið stjórnarformaður
Úlfanna í 18 ár og lagt á þeim tíma
um 40 millj. punda, rúma 5 millj-
arða króna, til uppbyggingar fé-
lagsins. Hann hyggst setjast í
helgan stein og gefa félaginu það
sem hann hefur lagt í það.
LENNART Johansson, forseti
Knattspyrnusambands Evrópu,
UEFA, hefur gagnrýnt Sven Gör-
an Eriksson, landsliðsþjálfara
Englendinga og landa sinn, fyrir
að segja stuðningsmönnum enska
landsliðsins að þeir hætti lífi sínu
fari þeir til Tyrklands til þess að
styðja enska landsliðið gegn því
tyrkneska í Istanbúl í næsta mán-
uði. Johansson segir ummæli Er-
iksson ekki hafa verið viðeigandi.
Þjálfarar eigi ekki að skipta sér
opinberlega af málum af þessum
toga, þeirra verkefni sé eingöngu
að búa lið sín undir kappleiki.
CLAUDIO Taffarel, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður Brasilíu, hef-
ur ákveðið að leggja keppnisskóna
á hilluna, 37 ára gamall. Taffarel
lék síðast með Parma á Ítalíu en
fékk ekki framlengdan samning
sinn í vor. Honum stóð til boða að
gera stuttan samning við Empoli,
en afþakkaði hann á síðustu
stundu og ákvað heldur að hætta.
Taffarel var í sigurliði Brasilíu á
HM 1994 og varð m.a. vítaspyrnu í
úrslitaleiknum við Ítalíu, þar úr-
slitin réðust í vítaspyrnukeppni.
Morgunblaðið/Kristinn
Hjalti Gylfason var atkvæðamikill með Val og hér reynir Þórir Júlíusson að halda aftur af honum.
Léttsveit Vals fór
létt með Víkinga
„OKKUR vantaði stjörnurnar í liðið og þá fá litlu strákarnir að
spreyta sig, svo koma þær aftur inn í liðið og við förum á bekkinn,“
sagði Sigurður Eggertsson sem fór á kostum gegn lánlausum Vík-
ingum að Hlíðarenda í gærkvöldi. Sigurður var markahæstur hjá Val
með 6 mörk og fór fyrir léttsveit Vals, þar sem Freyr Brynjarsson og
Hjalti Gylfason fóru einnig á kostum en saman skoruðu þeir 15
mörk í 23:17 sigri Vals. Víkingar geta nagað sig í handarbökin fyrir
að bregðast ítrekað bogalistin í opnum færum, þeim dugði ekki að
Reynir Þór Reynisson markvörður þeirra varði 24 skot.
Stefán
Stefánsson
skrifar
BRASILÍSKI knattspyrnu-
maðurinn Rivaldo hefur verið
leystur undan samningi sínum
hjá Evrópumeisturum AC Mil-
an. Samkomulag þess efnis
náðist í gær, en Rivaldo hefur
verið afar óánægður í her-
búðum Mílanó-liðsins síðasta
árið, eða meira og minna síð-
an hann gekk til liðs við það.
Ekki er vitað hvar Rivaldo
hyggst leika en orðrómur hef-
ur verið uppi um að hann
gangi hugsanlega í raðir Real
Madrid. Rivaldo lék árum
saman með Barcelona.
Rivaldo
farinn frá
AC Milan
Sören Hermansen leikur
áfram með Þrótti
SÖREN Hermansen verður áfram í herbúðum knattspyrnuliðs Þrótt-
ar á næstu leiktíð. Hermansen gerði tveggja ára samning við Þrótt
fyrr á þessu ári en í honum var uppsagnarákvæði ef lið Þróttar félli
úr efstu deild en það varð hlutskipti þess á dögunum. Hermansen lík-
ar hinsvegar vel hjá Þrótti og var því gagnkvæmur áhugi á að hann
yrði áfram með félaginu. Hermansen gerði tíu mörk fyrir Þrótt í
efstu deild í sumar og var einn af þremur markahæstu mönnum
deildarinnar ásamt samherja sínum, Björgólfi Takefusa, og Gunnari
Heiðari Þorvaldssyni, ÍBV. Þeir skoruðu 10 mörk hver. Jafnframt því
að leika með Þrótti hyggst Hermansen þjálfa yngri flokka félagsins.
Hann lék með Mechelen í Belgíu áður en hann kom til Þróttar síðasta
vetur og hafði þar á undan skorað 46 mörk í 86 úrvalsdeildarleikjum
fyrir Lyngby og Århus Fremad í Danmörku.