Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT BJÖRGVIN Sigurbergsson, Birgir Leifur Hafþórsson og Sigurpáll Geir Sveinsson eru allir komnir á annað stig úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Björg- vin hafnaði í 2.-5. sæti og þeir Birg- ir og Sigurpáll í 12.-16. sæti á fyrsta stigs úrtökumóti sem lauk í gær á Five Lakes golfvellinum í Englandi. Ólafur Már Sigurðsson náði hins- vegar ekki að komast áfram, hann endaði í 64.-69. sæti en 29 kylfingar af 126 halda áfram keppni. Björgvin og Sigurpáll voru í efsta sæti ásamt Johan Kok frá Banda- ríkjunum eftir keppni á fimmtudag, báðir sjö höggum undir pari. Björg- vin lék á pari, 72 höggum, en Sigur- páll var á 76 höggum, fjórum yfir pari. Það var hinsvegar Darren Charlton frá Englandi sem lék best í gær og náði efsta sætinu á 280 höggum, einu höggi minna en Björgvin og þrír aðrir keppendur. Birgir Leifur lék líka á pari í gær og lauk keppni á 285 höggum, þremur höggum undir pari, eins og Sigurpáll. Ólafur Már lék hinsvegar á 78 höggum í gær og á 296 högg- um samtals en aðeins þeir sem náðu að leika á pari, 288 höggum, og bet- ur komust áfram. Næsta úrtökumót verður ann- aðhvort á Spáni eða í Frakklandi dagana 30. október til 2. nóvember. Þar verður leikið um að komast á þriðja og síðasta úrtökumótið sem fram fer á Spáni 7.-12. nóvember. Þar verða leiknar 108 holur og um sæti á sjálfri evrópsku mótaröðinni. Björgvin, Birgir og Sigurpáll allir áfram ARSENAL náði í gærkvöld fjög- urra stiga forskoti í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu með því að sigra Newcastle, 3:2, í líf- legum leik á Highbury. Liðið hef- ur þó leikið tveimur leikjum meira en Chelsea sem getur minnkað forskotið í eitt stig í dag með því að sigra Aston Villa. Sigurinn kann þó að hafa verið dýru verði keyptur því bæði Pat- rick Vieira og Ashley Cole fóru meiddir af velli og Freddie Ljungberg haltraði meiddur um völlinn síðustu 20 mínúturnar, en Arsenal hafði þá nýtt allar inná- skiptingar sínar. Þó náði liðið að knýja fram sigur þegar Thierry Henry skoraði úr vítaspyrnu 11 mínútum fyrir leikslok, sitt annað mark í leiknum. Hann sýndi þar mikla dirfsku með því að „vippa“ boltanum í mitt markið. Hinn brasilíski Gilberto Silva gerði eitt markanna. Annars var frönsk veisla á Highbury í gærkvöld því landar Henrys hjá Newcastle, Laurent Robert og Olivier Bern- ard, skoruðu mörk gestanna. Newcastle er enn án sigurs eftir sex umferðir og situr í fallsæti deildarinnar. Fimm marka frönsk veisla á Highbury Bæði lið eru meðal þeirra yngri ídeildinni, en Aftureldingarliðið er þó sýnu yngra þar sem aldurs- forsetinn er 23 ára gamall. Reynslan er mun meiri hjá norð- anmönnum og þar skildi fyrst og fremst á milli fylkinganna. Sterk framliggjandi vörn KA kom Aftur- eldingarmönnum úr jafnvægi í fyrri hálfleik þar sem fátt gekk upp. Þeg- ar við bættist að einn sterkasti liðs- maður Mosfellinga, Hrafn Ingvars- son, meiddist snemma í fyrri hálfleik var á brattann að sækja. Í síðari hálfleik var meiri festa í leik Aftureldingar, jafnt í vörn sem sókn og tókst að minnka forystu KA í 23:19, þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við lögðum grunninn að sigr- inum í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann- es Bjarnason, þjálfari KA-manna í leikslok. „Síðan misstum við Jónat- an Magnússon úr vörninni snemma í fyrri hálfleik vegna meiðsla, fram að þeim tíma var vörnin mjög þétt en það tók okkur góða stund að þétta vörnina á ný eftir að missa Jónatan út,“ sagði Jóhannes sem taldi ökkla- meiðsli Jónatans ekki vera alvarleg. „Þetta var bara enn ein kennslu- stundin sem þetta unga lið tekur þátt í. Það mátti svo sem alltaf búast við að svona gæti farið í einhverjum leikjum,“ sagði Karl Erlingsson, þjálfari Aftureldingar. Botninum náð hjá Þór? Leikur Þórs og Gróttu/KR á Ak-ureyri var ekki burðugur. Heimamenn voru sérlega daprir og skoruðu aðeins 5 mörk í fyrri hálfleik. Gestirnir voru ill- skárri og læddu inn 10 boltum á sama tíma en þessi hálfleikur var með því daprasta sem sést hefur. Heldur lifnaði yfir leiknum eftir hlé en hann var þó algjörlega laus við spennu og sigur Gróttu/KR öruggur, 23:17. „Þetta er bara beint framhald af síðasta leik,“ sagði Hlynur Mort- hens, markvörður Gróttu/KR, um frammistöðu sína en hann varði yfir 20 skot annan leikinn í röð. „Nei, ég er ekkert hugsa um að sýna mig fyr- ir landsliðsþjálfaranum heldur að- eins að reyna að gera mitt besta fyr- ir liðið. Annars var leikurinn langt frá því að vera góður og sérstaklega var sóknarleikurinn lélegur.“ Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, þjálfari Þórs, sagðist vonast til þess að botninum væri náð. „Ég efast um að ég hafi séð það svartara. Sókn- arleikurinn var afleitur. Í fyrri hálf- leik klúðruðum við boltanum hvað eftir annað og þótt leikmenn hafi átt að kunna á þessa vörn sýndu þeir það ekki þegar á hólminn var komið og voru gjörsamlega staðir eða dripluðu um allan völl. Í seinni hálf- leik náðum við að skapa okkur færi en þá varði Hlynur úr dauðafærum og mínir menn virtust ekki hafa neitt sjálfstraust,“ sagði Sigurpáll. Hann sagði að Þórsliðið væri vissulega ekki eins sterkt og á síð- asta tímabili en mannskapurinn gæti þó mun meira en hann hefði sýnt til þessa og nú yrði liðið að rífa sig upp enda staðan ekki björguleg. „Þetta var enn ein kennslu- stundin“ KA vann öruggan og sannfærandi sigur á liðsmönnum Aftureld- ingar að Varmá, 28:21, þegar liðin mættust í norðurriðli Íslands- mótsins í handknattleik í gærkvöld. KA-menn tóku öll völd á vell- inum strax í upphafi og voru með átta marka forskot í hálfleik, 15:7. Nýttu KA-menn til fullnustu taugaveiklun og fjölda mistaka sem leikmenn Aftureldingar gerðu og skoruðu m.a. sjö mörk úr hraða- upphlaupum í fyrri hálfleik. Ívar Benediktsson skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar FÓLK  HERMANN Hreiðarsson er ekki tilbúinn í slaginn með Charlton gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun. Hann hefur ekki náð sér af hnjámeiðslunum sem hann varð fyrir tveimur dögum eftir landsleikinn gegn Þýskalandi. Auk hans vantar tvo aðra varnarmenn hjá Charlton, Richard Rufus og Gary Rowett.  SIGFÚS Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg sem vann Gummersbach, 28:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Magdeburg náði með því forystunni í deildinni en liðið hefur unnið fyrstu fimm leiki sína. Stefan Kretzschmar var atkvæðamestur af lærisveinum Alfreðs Gíslasonar og skoraði 8 mörk.  ATHYGLI vakti að á leik Þórs og Gróttu/KR í gærkvöld voru trommuleikarar og nokkrir stuðn- ingsmenn frá KA. Ekki veitti af því sárafáir áhorfendur sáu sér fært að mæta og enn hafa blossað upp raddir í bænum um hugsanlega sameiningu meistaraflokka Þórs og KA, bæði í handbolta og fótbolta.  UMGJÖRÐIN á handboltaleikjum Þórs hefur ætíð verið fábrotin; eng- inn kynnir og ekkert sérstakt í gangi. Starfsmenn þeir er sjá um að þurrka upp svita leikmanna eru sjaldnast eldri en 10 ára og ráða ekki vel við hlutverk sitt þannig að leik- menn og dómarar hafa oftlega þurft að grípa í taumana.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn með austurríska félaginu Kärnt- en í fyrrakvöld þegar lið hans tapaði naumlega fyrir hollenska liðinu Feyenoord í Rotterdam, 2:1, í 1. um- ferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Kärnten, sem sló Grindavík naum- lega út í forkeppninni, á því góða möguleika í síðari leiknum á sínum heimavelli. KNATTSPYRNA Laugardagur: Bikarkeppni KSÍ VISA-bikarkeppnin, úrslitaleikur karla: Laugardalsvöllur: ÍA – FH .......................14 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – FH......................16 Sunnudagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Vestmannaeyjar: ÍBV – HK......................16 Austurberg: ÍR – FH............................19.15 Ásgarður: Stjarnan – Selfoss ...............19.15 Ásvellir: Haukar – Breiðablik ..............19.15 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Austurberg: Fylkir/ÍR – KA/Þór .............17 Ásgarður: Stjarnan – Grótta/KR..............17 Víkin: Víkingur – Fram .............................17 Ásvellir: Haukar – Valur ...........................17 UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR Valur - Víkingur 23:17 Hlíðarendi, Íslandsmót karla, RE/MAX- deildin, norðurriðill, föstudagur 26. septem- ber 2003. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 4:3, 4:5, 6:7, 11:7, 11:9, 12:10, 13:11, 18:12, 19:15, 22:16, 23:17. Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 6, Hjalti Gylfason 5, Freyr Brynjarsson 4, Ragnar Ægisson 2, Hjalti Pálmason 2/1, Heimir Árnason 2/1, Brendan Þorvaldsson 1, Fann- ar Friðgeirsson 1, Varin skot: Roland Valur Eradze 18 (þar af fóru 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Víkinga: Ragnar Hjaltested 5, Þröst- ur Helgason 5, Bjarki Sigurðsson 3/1, Karl Grönvold 2, Benedikt Jónsson 1, Þórir Júl- íusson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 24/1 (þar af fóru 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð- jónsson voru ágætir. Áhorfendur: Um 220. Afturelding - KA 21:28 Varmá: Gangur leiksins: 0:3, 2:3, 3:7, 4:10, 5:12, 7:15, 8:15, 8:18, 12:21, 16:22, 19:23, 20:25, 21:28. Mörk Aftureldingar: Vladislav Trúfan 6, Hilmar Stefánsson 5/5, Ásgeir Jónsson 2, Ernir Hrafn Arnarson 2, Hrafn Ingvarsson 2, Jens Ingvarsson 2, Daníel Grétarsson 1, Magnús Einarsson 1. Varin skot: Davíð Svansson 8 (þar af 4 til mótherja). Stefán Hannesson 9/1 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk KA: Arnór Atlason 8/4, Einar Logi Friðjónsson 6, Jónatan Magnússon 4, Ing- ólfur Axelsson 3, Andrius Stelmokas 2, Árni Björn Þórarinsson 2, Bjartur Máni Sigurðs- son 2, Haukur Steindórsson 1. Varin skot: Stefán Guðnason 13/2 (þar af 3 til mótherja). Hans Hreinsson 4. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason. Áhorfendur: 150. Þór - Grótta/KR 17:23 Höllin á Akureyri: Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 3:4, 3:7, 5:7, 5:10, 7:13, 9:17, 12:20, 16:22, 17:23. Mörk Þórs: Goran Gusic 7/1, Þorvaldur Sig- urðsson 5, Hörður Sigþórsson 1, Árni Sig- tryggsson 1, Páll Gíslason 1, Davíð Már Sig- ursteinsson 1, Cedric Akeberg 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 17/1 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Gróttu/KR: Magnús Agnar Magnús- son 4, Páll Þórólfsson 4/1, Brynjar Hreins- son 3, Gintaras Savukynas 3, Sverrir Pálma- son 3, Kristinn Björgúlfsson 2, Oleg Titov 2, Ívar Daníelsson 1/1, Þorleifur Björnsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 21/1 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Arnar Kristinsson og Þorlákur Kjartansson. Áhorfendur: Innan við 100. Staðan, norðurriðill: Valur 3 3 0 0 73:62 6 Fram 3 2 1 0 78:74 5 KA 4 2 0 2 110:99 4 Grótta/KR 3 1 2 0 68:62 4 Víkingur 4 1 1 2 101:102 3 Afturelding 3 1 0 2 73:78 2 Þór 4 0 0 4 93:119 0 Þýskaland Magdeburg - Gummersbach ................. 28:23 Staða efstu liða: Magdeburg 5 5 0 0 160:123 10 Hamburg 6 5 0 1 178:154 10 Kiel 5 4 1 0 146:128 9 Nordhorn 4 4 0 0 131:101 8 Lemgo 6 4 0 2 192:174 8 Flensburg 5 4 0 1 151:137 8 Gummersb. 6 3 0 3 168:168 6 Grosswallst. 3 2 1 0 75:72 5 KNATTSPYRNA England Arsenal - Newcastle................................... 3:2 Thierry Henry 17., 79. (víti), Gilberto Silva 66. - Laurent Robert 25., Olivier Bernard 70. - 38.112. Staða efstu liða: Arsenal 7 5 2 0 14:5 17 Chelsea 5 4 1 0 15:6 13 Man. Utd 6 4 1 1 9:2 13 Southampton 6 3 3 0 8:3 12 Man. City 6 3 2 1 14:8 11 Liverpool 6 3 2 1 9:4 11 Birmingham 5 3 2 0 6:2 11 Staða neðstu liða: Everton 6 1 2 3 8:11 5 Leeds 6 1 2 3 6:12 5 Tottenham 6 1 1 4 5:12 4 Middlesbro 6 1 1 4 5:12 4 Newcastle 6 0 3 3 7:10 3 Wolves 6 0 1 5 1:17 1 Evrópukeppni U17 drengja Leikið í Litháen: Ísland - Litháen ...........................................5:1 Rúrik Gíslason 59., 78., Bjarki Már Sig- valdason 10., Theodór Elmar Bjarnason 34., Matthías Vilhjálmsson 79. Rússland - Albanía......................................3:0 Staðan: Rússland 2 2 0 0 8:0 6 Ísland 2 2 0 0 8:2 6 Albanía 2 0 0 2 1:6 0 Litháen 2 0 0 2 1:10 0  Rússland og Ísland eru komin áfram. Belgía Heusden-Zolder - Anderlecht................... 2:4 Germinal Beerschot - Gent........................ 0:2 HM kvenna Leikið í Bandaríkjunum: A-RIÐILL: Bandaríkin - Nígería ..................................5:0 Mia Hamm 6. (víti), 12., Cindy Parlow 47., Abby Wambach 65., Julie Foudy 89. (víti) Staðan: Bandaríkin 2 2 0 0 8:1 6 Norður-Kórea 2 1 0 1 3:2 3 Svíþjóð 2 1 0 1 2:3 3 Nígería 2 0 0 2 0:8 0 D-RIÐILL: Rússland - Ghana ....................................... 3:0 Marina Saenko 36., Natalia Barbachina 54., Olga Letyushova 80. Kína - Ástralía .............................................1:1 Jie Bai 46. - Heather Garriock 28. Staðan: Rússland 2 2 0 0 5:1 6 Kína 2 1 1 0 2:1 4 Ástralía 2 0 1 1 3:4 1 Ghana 2 0 0 2 0:4 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjanesmótið Konur: Keflavík - Njarðvík................................. 75:37 Haukar - Grindavík ................................ 61:54  Keflavík og Haukar leika til úrslita í Njarðvík kl. 14 í dag. Karlar: Keflavík - Haukar ................................... 74:84 Breiðablik - Njarðvík ............................. 82:90 HELENA Ólafsdóttir hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði Ís- lands sem mætir Póllandi í undan- keppni Evrópumóts kvennalandsliða í Bydgoszcz í dag. Edda Garðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, sem ekki voru með í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum um fyrri helgi, hefja báðar leikinn. Þær koma inn fyrir þær Hrefnu Jóhannesdóttur, sem skoraði tvö mörk í 10:0 sigrinum, og Björgu Ástu Þórðardóttur. Liðið er þannig skipað: Þóra Björg Helgadóttir, Guðrún Sóley Gunnars- dóttir, Íris Andrésdóttir, Erla Hend- riksdóttir, Málfríður Erna Sigurðar- dóttir, Edda Garðarsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Laufey Ólafsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth. Ísland nær með sigri í dag þriggja stiga forystu í riðlinum, með 10 stig, en hefur þá leikið tveimur leikjum meira en Rússar, sem eru með 7, og þremur meira en Frakkar, sem eru með 6 stig. Tvær breytingar fyrir leikinn í Póllandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.