Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR
52 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EGYPTAR hafa tryggt sér rétt til að leika í
handknattleikskeppni karla á Ólympíu-
leikunum í Aþenu 2004. Þeir lögðu Túnis
að velli í úrslitaleiknum í Afríkukeppninni í
Angóla, 23:29. Nú eru aðeins tvö ÓL-sæti
laus – Evrópusæti og sæti Asíu. Þær tíu
þjóðir sem hafa tryggt sér sæti eru gest-
gjafarnir frá Grikklandi og sjö efstu þjóð-
irnar á HM í Portúgal – Króatía, Þýska-
land, Frakkland, Spánn, Rússland,
Ungverjaland og Ísland.
Brasilía kemur frá frá Ameríku og
Egyptaland frá Afríku.
Eftir er að leika um Asíusætið og Evr-
ópusætið sem er enn laust. Um það verður
keppt í Evrópukeppni landsliða í Slóveníu í
janúar. Svíþjóð, Danmörk, Portúgal, Slóv-
enía, Serbía/Svartfjallaland, Úkraína,
Sviss, Tékkland og Pólland berjast þar um
sætið.
Egyptar á
ÓL í Aþenu
ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari
ÍA, hefur fimm sinnum orðið
bikarmeistari með ÍA sem
leikmaður og einu sinni sem
þjálfari. Árin sem Ólafur fagn-
aði titlinum sem leikmaður
voru, 1983, 1984, 1986, 1993
og 1996. Árið 1999 tók Ólafur
við þjálfun Skagaliðsins af
Loga Ólafssyni rétt fyrir
bikarúrslitaleikinn á móti KR.
Akurnesingar töpuðu, 3:1, en
ári síðar stjórnaði Ólafur
Skagamönnum til sigurs á
móti ÍBV, 2:1. Baldur Aðal-
steinsson skoraði fyrra mark
ÍA og Kári Steinn Reynisson
það síðara á lokamínútunni en
báðir eru þeir í liði Skaga-
manna í dag og þeir einu
ásamt Pálma Haraldssyni sem
voru í liðinu sem sigraði fyrir
þremur árum.
Sex bikar-
sigrar Ólafs
ÍA leikur í 18. sinn til úrslita í bik-
arkeppninni en FH í þriðja sinn.
Skagamenn hafa átta sinnum hamp-
að bikarmeistaratitilinum en FH-
ingar aldrei.
ÍA tapaði fyrstu átta bikarúrslita-
leikjunum en 1978 brutu Akurnes-
ingar ísinn og sigruðu keppninna.
Skagamenn hömpuðu svo titlinum
árin 1982, 1983, 1984, 1986, 1993 og
1996. KR-ingar stöðvuðu sigurgöng-
una 1999 en ári síðar unnu Skaga-
menn lið Eyjamanna, 2:1.
FH lék fyrst til úrslita á móti ÍBV
árið 1972 og var leikurinn spilaður á
Melavellinum í trekk og kulda 11.
dag nóvembermánaðar. ÍBV hafði
betur, 2:0. FH lék svo aftur til úrslita
á móti Val 1991. Tvo leiki þurfti til að
útkljá sigurvegara. Fyrri leiknum
lauk með jafntefli en Valur hafði bet-
ur í öðrum leiknum.
ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari
FH-inga, tók þátt í leikjunum við Val
en hann var spilandi þjálfari FH á
þessum tíma.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
verður heiðursgestur á úrslitaleikn-
um. Davíð hefur nær undantekning-
arlaust verið heiðursgestur frá því
hann tók við hlutverki forsætisráð-
herra.
STUÐNINGSMENN ÍA verða í
suðurhluta gömlu stúkunnar og í
norðurhluta þeirrar nýju. FH-ingar
verða hins vegar í norðurhluta
gömlu stúkunnar og í suðurhluta
þeirrar nýju.
BÆÐI félög verða með skemmti-
atriði fyrir leikinn. FH-ingar ætla að
bjóða upp á hljómsveitina Botnleðju
en Skagamenn ætla að halda sínu
skemmtiatriði leyndu þar til á laug-
ardaginn. Í hálfleik mun Íslenski
dansflokkurinn sýna sérstakan
knattspyrnudans.
FÓLK
Magnús segir að styrkleikiSkagamanna felist fyrst og
fremst í góðum varnarleik, liðið hafi
fengið fæst mörk á sig allra liða í
deildinni í sumar á sama tíma og FH-
ingar hafi verið hvað iðnastir við að
skora. Þessi blanda er að mati Magn-
úsar góð uppskrift að skemmtilegum
bikarúrslitaleik. „Það má reikna með
því að bæði lið fari rólega af stað, eins
og oft vill vera í bikarúrslitaleikjum,
en ég reikna með skemmtilegum leik.
Báðir leikir þessara liða í deildinni
enduðu með jafntefli, nú dugar það
ekki og því kæmi mér ekki á óvart
þótt hefðin í kringum Skagaliðið í bik-
arúrslitaleikjum riði baggamuninn
fyrir það að þessu sinni. ÍA er með
sterkara varnarlið og það tel ég að
ráði miklu í leik sem þessum,“ segir
Magnús.
Magnús segir að bæði lið hafi
gengið vel í síðari hluta deildarkeppn-
innar og því ríki mikið sjálftraust inn-
an raða þeirra. „FH-liðið hefur verið
á miklu skriði í síðustu leikjum, það
gefast ekki upp þótt móti blási og
lendi undir. Það má því reikna með
hörkuleik á Laugardalsvelli og að
áhorfendur fái mikið fyrir peninginn
sinn.“
FH-ingar koma líklega til með að
sækja meira en Skagamenn en það
dugir ekki til að mati Magnúsar. ÍA-
liðið er skeinuhætt, það hafi kallað á
Hjört Hjartarson frá námi Banda-
ríkjunum til þess að vera með. Hann
sé hættulegur sóknarmaður þótt hon-
um hafi ekki tekist að sýna sínar
réttu hliðar í sumar. Vissulega veiki
það ÍA að sterkasti miðjumaður liðs-
ins, Grétar Rafn Steinsson, verði
fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
„Aðalsmerki Skagaliðsins í sumar
hefur verið „þéttur“ leikur. Framan
af sumri gerði það mörg jafntefli, en
þegar á leið fór það að vinna en hélt
samt áfram að leika sterkan varnar-
leik, það verður væntanlega engin
breyting á nú.“
Magnús segir FH-liðið vera
skemmtilegt sóknarlið. „FH-liðið hef-
ur alls ekki leikið slæma vörn í sumar,
en styrkleiki þess liggur þó fyrst og
fremst í sókninni. Daninn Tommy
Nielsen er akkeri í vörninni, en á milli
hefur liðið þó fengið á sig ódýr mörk.
Styrkur FH-inga felst ekki hvað síst í
Heimi Guðjónssyni sem er allt í öllu á
miðjunni. Það kæmi mér því ekkert á
óvart þótt Skagamenn myndu „líma“
mann á Heimi til að riðla sóknarleik
FH-liðsins. Þá er Allan Borgvardt af-
ar sterkur eins og menn hafa séð á
leiktíðinni. Ég reikna með að FH-ing-
ar pressi ÍA framarlega á vellinum til
að byrja með, ekki ósvipað og þeir
gerðu gegn KR í undanúrslitunum.
Ég hallast þó að því að hefðin á Skag-
anum verði sterk að þessu sinni og
þeir vinni í leik sem verður skemmti-
legur og hugsanlega framlengdur,“
segir Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV.
Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, talar um sterka vörn ÍA og frískan sóknarleik FH
Góð uppskrift að
skemmtilegum leik
„ÉG reikna með afar jöfnum og skemmtilegum leik, það kæmi mér
ekki á óvart þótt hann yrði framlengdur, en einhvern veginn hallast
ég að því að Skaginn hafi betur þegar upp verður staðið,“ segir
Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, þegar hann var beðinn að spá í spilin
fyrir úrslitaleik ÍA og FH í bikarkeppninni í knattspyrnu á Laug-
ardalsvelli í dag.
SÖGUSAGNIR hafa verið í gangi um
að Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði
Skagamanna og þeirra albesti leik-
maður undanfarin ár, ætli að ganga í
raðir Íslandsmeistara KR-inga á
næstu leiktíð, en samningur Gunn-
laugs við ÍA rennur út um miðjan
næsta mánuð. Morgunblaðið hefur
heimildir fyrir því að KR og fleiri fé-
lög hafi hafi sýnt áhuga á að klófesta
Gunnlaug, sem verður 30 ára gamall
og næsta ári, en hann hefur leikið all-
an sinn feril með ÍA, alls 277 leiki.
„Samningur minn við ÍA er að
renna út og það sem ég hef sagt for-
ráðamönnum Akraness er að ég vilji
klára tímabilið og gefa mér tvær til
þrjár vikur til að íhuga málið. Vissu-
lega hef ég heyrt sögur en ég hef samt
fullan hug á að spila áfram á Akra-
nesi. Það freistar mín mikið að halda
áfram með ÍA þar sem liðið virðist
ætla að styrkja sig fyrir næsta tímabil.
Haraldur Ingólfsson er til að mynda
að koma aftur og ég fagna því. Það
sem gæti helst komið í veg fyrir að ég
verði áfram á Skaganum er að ég bý í
Reykjavík og stunda háskólanám en
ég hef ferðast á milli síðan 1999 og er
orðinn ansi þreyttur á þeim ferðalög-
um allt árið um kring,“ sagði Gunn-
laugur við Morgunblaðið.
Spurður hvort önnur félög hafi rætt
við hann segir Gunnlaugur; „Ég hef
ekki heyrt frá neinum félögum enda
mega þau ekkert gera fyrr en tímabil-
ið er búið og þau hafa virt það. Ég hef
því náð að einbeita mér alfarið að
leikjum okkar Skagamanna og ekki
síst að bikarúrslitaleiknum.“
Yfirgefur Gunnlaugur
lið Skagamanna?
Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, og Heimir Guð-
jónsson, fyrirliði FH. Hvor hampar bikarnum?
FH-ingar líta á leikinn við Skaga-
menn í dag sem kjörið tækifæri til
að brjóta múrinn og takast loks að
vinna stóran titil í knattspyrnunni.
Liðið vann deildabikarkeppnina í
fyrra með Skagamanninn Sigurð
Jónsson við stjórnvölinn, en FH hef-
ur hvorki hampað Íslands- né bik-
armeistaratitlinum. Það hefur ÍA
hins vegar gert mörgum sinnum.
Átján sinnum hefur ÍA orðið Ís-
landsmeistari og átta sinnum hefur
bikarinn hafnað í höndum Skaga-
manna.
FH hefur tvívegis leikið til úrslita
í bikarkeppninni og tapað í bæði
skiptin, 1972 fyrir ÍBV og 1991 fyr-
ir Val.
Annað sætið, sem varð hlutskipti
FH á Íslandsmótinu sem lauk um
síðustu helgi, eru fjórðu silf-
urverðlaunin sem FH-ingar taka á
móti í efstu deild. 1989 missti FH af
gullnu tækifæri á að hampa Ís-
landsmeistaratitilinu en tap fyrir
Fylki í lokaumferðinni varð til þess
að KA hampaði titlinum. 1993 og
1994 urðu svo FH-ingar í öðru sæti í
bæði skiptin á eftir Akurnesingum.
Það er því kannski ekki nema von
að FH-ingar tali um hungur þegar
talið berst að bikarúrslitaleiknum.
Tekst FH að brjóta múrinn?
-.
0
'B.
C . C
C
7B
)
DB
)
-
( E
F
)
$B
'B.
'B.
7 7
D .
$
0E C .
"
<
1 #
:
=
) C.B
) -
7B
C C .
- E
8
C/
8
(
0
10 2 3 +
40 5 2 4
2 26 ' G
7B
9 C.B
0/
7B
C.
0!E
-
9.
*
9.
$
=
) .
' G
'B.
9 =HB
G/
C.B
)/
0E
)*
)
)
FI
1 #
-
I
9
$
E*
3/
+
6