Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 64
MIKIL aukning hefur verið í notkun lyfja sem rekja má til breytinga á lífsmynstri á síðustu árum, að sögn Gunnlaugs B. Ólafssonar atferlis- og lífeðlisfræðings. Hann bendir á að kostnaður vegna geðdeyfðarlyfja hafi tífaldast frá árinu 1989 en í fyrra eyddu Íslendingar um 1.227 milljónum króna í slík lyf. Þá nam kostnaður vegna nikótínlyfja um 537 milljónum króna í fyrra og er aukn- ingin rúmlega fjórtánföld frá árinu 1989. Kostnaður vegna verkjalyfja nam um 674 milljónum króna í fyrra sem er ríflega fjórföld aukning frá árinu 1989. Ný lyf eru einnig í miklum vexti með tilliti til kostnaðar, að sögn Gunnlaugs. Íslendingar eyddu um 78 milljónum króna í stinningarlyf í fyrra og kostnaður vegna lyfja við offitu nam um 51 milljón króna. „Heilbrigðiskerfið þarf að fara að standa undir nafni og leggja meiri áherslu á þætti sem efla hreysti og vellíðan. Kerfið má ekki vera sjúk- dómshvetjandi í eðli sínu með því að binda greiðslur við fjölda sjúklegra einkenna og gera einstaklinginn óvirkan með áherslu á lyfjameðferð. Kerfið þarf að umbuna árangur einstaklinga sem felst í að snúa við sjúkdómsþróun með markvissri heilsueflingu,“ segir Gunnlaugur. / 2B Lyfjanotkun teng- ist lífsmynstri MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI Áskriftarsími 881 4060 OLÍUFÉLAGIÐ ESSO hefur ákveðið að lækka bensín um kr. 3,50 á lítra frá og með 27. september. Heimsmarkaðsverð á bens- íntegundum hefur lækkað verulega að und- anförnu, en mun minni breytingar hafa orð- ið í öðrum tegundum eldsneytis á heimsmarkaðsverði, samkvæmt tilkynn- ingu frá ESSO. Eftir breytingu er verð í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöðvum ESSO á höfuðborgar- svæðinu á hverjum lítra af 95 oktana bens- íni kr. 92,60, á ESSO Express stöðvum kr. 91,40 en fullt þjónustuverð er kr. 96,60. Auk þessa veitir Olíufélagið, ESSO, sjálfsaf- greiðsluafslátt á öðrum stöðvum félagsins. Til viðbótar þessu fá Safnkortshafar kr. 1,00 á hvern bensínlítra í formi punkta inn á Safnkort sín. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ESSO lækkar bensínlítrann um 3,50 kr. SAMFÉLAGSLEGUR kostnaður vegna reykinga á Íslandi árið 2000 var um 19 millj- arðar króna eða um 67.000 kr. að meðaltali á hvert mannsbarn. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands fyrir Tóbaksvarn- arnefnd, Kostnaður vegna reykinga á Íslandi árið 2000, sem Þóra Helgadóttir hagfræð- ingur vann undir handleiðslu Axels Hall, sér- fræðings á stofnuninni. Í úttektinni er greint frá því að árlega deyi um 350 til 400 manns af völdum beinna og óbeinna reykinga á Íslandi eða fleiri en sam- anlagt vegna áfengisneyslu, neyslu ólöglegra fíkniefna, umferðarslysa, morða, sjálfsmorða og alnæmis, en Þóra ályktar að 416 Íslend- ingar hafi látist vegna reykinga árið 2000. Beinn heilbrigðiskostnaður var um 5,3 milljarðar og þar af tæplega 3,5 milljarðar vegna sjúkrahússvistar, framleiðslutap var metið á um 11 milljarða og metinn kostnaður vegna sársauka og þjáninga um 7,8 millj- arðar, en tekjur tæplega 4,7 milljarðar. Niðurstöður skýrslunnar eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna, en í ljósi þeirra gæti árlegur kostnaður vegna reyk- inga á Íslandi verið um 20 til 21 milljarður króna. Kemur á óvart Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnaráðs, segir að niðurstöður rann- sóknanna komi sér á óvart. Samfélagslegur kostnaður við reykingar sé um fjórum sinn- um meiri en tekjurnar sem séu af reykingum. Þorgrímur segir að skotheldar upplýsingar um þjóðfélagslegan kostnað af völdum reyk- inga séu einn angi af tóbaksvarnastarfi og leggur áherslu á að menn verði að sjá hlutina í víðu samhengi. Tóbakið sé lögleg vara, en fólk verði hins vegar að átta sig á því að sígarettan sé eina löglega varan á mark- aðnum sem drepur. „Á sama tíma og gömlu góðu gospillunum, rauðu MM sælgæti, og fleiri vörum var kippt út af neyslumarkaði af því að þær gátu hugsanlega valdið krabba- meini virðist sígarettan vera ósnertanleg þótt hún drepi 5 milljónir manns á ári,“ segir Þor- grímur. Reykingar kosta um nítján milljarða á ári  Framleiðslutap/10 ÞÓRÓLFUR Árnason, borg- arstjóri, sigraði Drífu Hjart- ardóttur, alþingismann, í keppni í blómaskreytingum við opnun blómasýningar í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær. Samband garð- yrkjubænda, í samvinnu við blómabændur, Garðyrkjuskóla ríkisins og félög blómaskreyta, blómaheildsala og blómaversl- ana, stendur fyrir sýningunni um helgina. Þar verða kynntar nýjungar í blómarækt, skreytingu og öðru sem við kemur blómum frá rækt- un til sölu. Margt verður til gam- ans gert og gestum verður m.a. boðið að taka þátt í samkeppni um nafn á nýrri gerberutegund. Fyrrnefnd keppni tók um 10 mín- útur og nýtti borgarstjóri sér tímann með góðum árangri en al- þingismaðurinn þótti fara mýkri höndum um blómin, þó það hafi ekki nægt til sigurs. Blómasýningin verður opin frá klukkan 12-18 í dag og á morg- un. Morgunblaðið/Kristinn Í blómahafi í Ráðhúsinu AÐ MATI formanna félaga lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og framkvæmdastjóra Geðhjálpar er brýnt að grípa til aukinna öryggis- ráðstafana á sjúkrahúsum, ekki megi bíða eftir alvarlegum atvikum eða stórslysum. Brögð hafa verið að því að starfs- mönnum Landspítalans sé hótað og ógnað utan vinnutíma og inni á spít- alanum hafa þeir orðið fyrir líkam- legu og andlegu ofbeldi frá sjúkling- um, einkum á bráðadeildum eins og slysa- og geðdeildum. Hafa starfs- menn gripið til þess í auknum mæli að fela eftirnöfn sín á auðkenniskort- um sem þeir bera í vinnunni. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins, segir það áhyggju- efni ef ofbeldi og hótanir í garð starfsfólks spítala séu að færast í vöxt. Hann segist vita mörg dæmi þess að læknar hafi orðið fyrir árás- um í vinnu sinni, bæði á sjúkrahús- um og á vettvangi Læknavaktarinn- ar. Tilefni árása eða hótana sé yfirleitt það að beiðnum sjúklinga sé ekki sinnt, t.d. um lyfjagjöf. „Þetta eru mál sem þarf virkilega að huga vel að, ekki síst í ljósi um- ræðu síðustu daga um átök milli hópa í miðborginni og úthverfunum. Þá geta jafnvel einstaklingar hver úr sínum hópnum verið að koma á slysadeild á sama tíma. Það kallar á ákveðið hættuástand,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Ekki verði beðið eftir stórslysum á sjúkrahúsum  Vilja auknar/12 SPRENGIODDURINN í skutli Njarðar sprakk ekki þegar báturinn var á hrefnu- veiðum vestan við land í gær. Skutullinn hæfði hrefnu og drapst dýrið við höggið þótt sprengjan spryngi ekki. Að ráði sprengideildar Landhelgisgæslunnar var ákveðið að sigla til hafnar í Ólafsvík. Hafnarsvæðinu var lokað í smástund í gærkvöldi, á meðan starfsmenn Landhelg- isgæslunnar tóku sprengioddinn upp úr bátnum og röntgenskoðuðu hann. Síðan var hann sprengdur í sandbing utan við bæinn. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var talið að eitthvað hefði gengið til í sprengjuhleðslunni. Oddurinn sprakk ekki ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.