Morgunblaðið - 27.09.2003, Síða 64

Morgunblaðið - 27.09.2003, Síða 64
MIKIL aukning hefur verið í notkun lyfja sem rekja má til breytinga á lífsmynstri á síðustu árum, að sögn Gunnlaugs B. Ólafssonar atferlis- og lífeðlisfræðings. Hann bendir á að kostnaður vegna geðdeyfðarlyfja hafi tífaldast frá árinu 1989 en í fyrra eyddu Íslendingar um 1.227 milljónum króna í slík lyf. Þá nam kostnaður vegna nikótínlyfja um 537 milljónum króna í fyrra og er aukn- ingin rúmlega fjórtánföld frá árinu 1989. Kostnaður vegna verkjalyfja nam um 674 milljónum króna í fyrra sem er ríflega fjórföld aukning frá árinu 1989. Ný lyf eru einnig í miklum vexti með tilliti til kostnaðar, að sögn Gunnlaugs. Íslendingar eyddu um 78 milljónum króna í stinningarlyf í fyrra og kostnaður vegna lyfja við offitu nam um 51 milljón króna. „Heilbrigðiskerfið þarf að fara að standa undir nafni og leggja meiri áherslu á þætti sem efla hreysti og vellíðan. Kerfið má ekki vera sjúk- dómshvetjandi í eðli sínu með því að binda greiðslur við fjölda sjúklegra einkenna og gera einstaklinginn óvirkan með áherslu á lyfjameðferð. Kerfið þarf að umbuna árangur einstaklinga sem felst í að snúa við sjúkdómsþróun með markvissri heilsueflingu,“ segir Gunnlaugur. / 2B Lyfjanotkun teng- ist lífsmynstri MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI Áskriftarsími 881 4060 OLÍUFÉLAGIÐ ESSO hefur ákveðið að lækka bensín um kr. 3,50 á lítra frá og með 27. september. Heimsmarkaðsverð á bens- íntegundum hefur lækkað verulega að und- anförnu, en mun minni breytingar hafa orð- ið í öðrum tegundum eldsneytis á heimsmarkaðsverði, samkvæmt tilkynn- ingu frá ESSO. Eftir breytingu er verð í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöðvum ESSO á höfuðborgar- svæðinu á hverjum lítra af 95 oktana bens- íni kr. 92,60, á ESSO Express stöðvum kr. 91,40 en fullt þjónustuverð er kr. 96,60. Auk þessa veitir Olíufélagið, ESSO, sjálfsaf- greiðsluafslátt á öðrum stöðvum félagsins. Til viðbótar þessu fá Safnkortshafar kr. 1,00 á hvern bensínlítra í formi punkta inn á Safnkort sín. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ESSO lækkar bensínlítrann um 3,50 kr. SAMFÉLAGSLEGUR kostnaður vegna reykinga á Íslandi árið 2000 var um 19 millj- arðar króna eða um 67.000 kr. að meðaltali á hvert mannsbarn. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands fyrir Tóbaksvarn- arnefnd, Kostnaður vegna reykinga á Íslandi árið 2000, sem Þóra Helgadóttir hagfræð- ingur vann undir handleiðslu Axels Hall, sér- fræðings á stofnuninni. Í úttektinni er greint frá því að árlega deyi um 350 til 400 manns af völdum beinna og óbeinna reykinga á Íslandi eða fleiri en sam- anlagt vegna áfengisneyslu, neyslu ólöglegra fíkniefna, umferðarslysa, morða, sjálfsmorða og alnæmis, en Þóra ályktar að 416 Íslend- ingar hafi látist vegna reykinga árið 2000. Beinn heilbrigðiskostnaður var um 5,3 milljarðar og þar af tæplega 3,5 milljarðar vegna sjúkrahússvistar, framleiðslutap var metið á um 11 milljarða og metinn kostnaður vegna sársauka og þjáninga um 7,8 millj- arðar, en tekjur tæplega 4,7 milljarðar. Niðurstöður skýrslunnar eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna, en í ljósi þeirra gæti árlegur kostnaður vegna reyk- inga á Íslandi verið um 20 til 21 milljarður króna. Kemur á óvart Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnaráðs, segir að niðurstöður rann- sóknanna komi sér á óvart. Samfélagslegur kostnaður við reykingar sé um fjórum sinn- um meiri en tekjurnar sem séu af reykingum. Þorgrímur segir að skotheldar upplýsingar um þjóðfélagslegan kostnað af völdum reyk- inga séu einn angi af tóbaksvarnastarfi og leggur áherslu á að menn verði að sjá hlutina í víðu samhengi. Tóbakið sé lögleg vara, en fólk verði hins vegar að átta sig á því að sígarettan sé eina löglega varan á mark- aðnum sem drepur. „Á sama tíma og gömlu góðu gospillunum, rauðu MM sælgæti, og fleiri vörum var kippt út af neyslumarkaði af því að þær gátu hugsanlega valdið krabba- meini virðist sígarettan vera ósnertanleg þótt hún drepi 5 milljónir manns á ári,“ segir Þor- grímur. Reykingar kosta um nítján milljarða á ári  Framleiðslutap/10 ÞÓRÓLFUR Árnason, borg- arstjóri, sigraði Drífu Hjart- ardóttur, alþingismann, í keppni í blómaskreytingum við opnun blómasýningar í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær. Samband garð- yrkjubænda, í samvinnu við blómabændur, Garðyrkjuskóla ríkisins og félög blómaskreyta, blómaheildsala og blómaversl- ana, stendur fyrir sýningunni um helgina. Þar verða kynntar nýjungar í blómarækt, skreytingu og öðru sem við kemur blómum frá rækt- un til sölu. Margt verður til gam- ans gert og gestum verður m.a. boðið að taka þátt í samkeppni um nafn á nýrri gerberutegund. Fyrrnefnd keppni tók um 10 mín- útur og nýtti borgarstjóri sér tímann með góðum árangri en al- þingismaðurinn þótti fara mýkri höndum um blómin, þó það hafi ekki nægt til sigurs. Blómasýningin verður opin frá klukkan 12-18 í dag og á morg- un. Morgunblaðið/Kristinn Í blómahafi í Ráðhúsinu AÐ MATI formanna félaga lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og framkvæmdastjóra Geðhjálpar er brýnt að grípa til aukinna öryggis- ráðstafana á sjúkrahúsum, ekki megi bíða eftir alvarlegum atvikum eða stórslysum. Brögð hafa verið að því að starfs- mönnum Landspítalans sé hótað og ógnað utan vinnutíma og inni á spít- alanum hafa þeir orðið fyrir líkam- legu og andlegu ofbeldi frá sjúkling- um, einkum á bráðadeildum eins og slysa- og geðdeildum. Hafa starfs- menn gripið til þess í auknum mæli að fela eftirnöfn sín á auðkenniskort- um sem þeir bera í vinnunni. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins, segir það áhyggju- efni ef ofbeldi og hótanir í garð starfsfólks spítala séu að færast í vöxt. Hann segist vita mörg dæmi þess að læknar hafi orðið fyrir árás- um í vinnu sinni, bæði á sjúkrahús- um og á vettvangi Læknavaktarinn- ar. Tilefni árása eða hótana sé yfirleitt það að beiðnum sjúklinga sé ekki sinnt, t.d. um lyfjagjöf. „Þetta eru mál sem þarf virkilega að huga vel að, ekki síst í ljósi um- ræðu síðustu daga um átök milli hópa í miðborginni og úthverfunum. Þá geta jafnvel einstaklingar hver úr sínum hópnum verið að koma á slysadeild á sama tíma. Það kallar á ákveðið hættuástand,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Ekki verði beðið eftir stórslysum á sjúkrahúsum  Vilja auknar/12 SPRENGIODDURINN í skutli Njarðar sprakk ekki þegar báturinn var á hrefnu- veiðum vestan við land í gær. Skutullinn hæfði hrefnu og drapst dýrið við höggið þótt sprengjan spryngi ekki. Að ráði sprengideildar Landhelgisgæslunnar var ákveðið að sigla til hafnar í Ólafsvík. Hafnarsvæðinu var lokað í smástund í gærkvöldi, á meðan starfsmenn Landhelg- isgæslunnar tóku sprengioddinn upp úr bátnum og röntgenskoðuðu hann. Síðan var hann sprengdur í sandbing utan við bæinn. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var talið að eitthvað hefði gengið til í sprengjuhleðslunni. Oddurinn sprakk ekki ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.