Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Hilmar Bragi BárðarsonBruni í Keflavík: Það logaði glatt þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang. Keflavík | Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Keflavík um miðnætti aðfaranótt miðviku- dags. Þrír bjuggu í húsinu og komust þeir tveir sem voru heima út eftir að nágranni vakti þá. Eldurinn kom upp í húsinu að Íshússtíg 3a, og var Neyðarlínunni gert aðvart um eldinn klukkan 00:05. Þegar lögregla og slökkvilið kom á vettvang stóð eldur út um einn gluggann. „Þetta var töluverður eldur, það logaði glatt í einu herbergi og eldhúsi þegar við komum að og herbergið var að segja má alelda,“ seg- ir segir Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Sex reykkafarar sendir inn Strax voru sex reykkafarar sendir inn í brennandi húsið til að ganga úr skugga um að það væri mannlaust. Tvö sambyggð hús voru strax rýmd, enda allt gömul timburhús og góður eldsmatur. „Við náðum fljótlega að slökkva þennan yfirborðseld en svo vorum við næstu tvo tímana að glíma við eld milli þilja. Við þurftum að rjúfa veggi og milliloft og slökkva í glæðum,“ segir Sigmundur. Eldurinn kom upp í herbergi á jarð- hæð, en eldsupptök eru ókunn. Húsið er bárujárnsklætt timburhús, sambyggt Túngötu 22 og Íshússtíg 3. Húsið sem kviknaði í er mikið skemmt en í hinum húsunum var eingöngu lítið tjón af völd- um reyks. Tveir menn björguðust úr brennandi húsi SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aukin ökuréttindi Leigu-, vöru- og hópbifreiðar. Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst föstudaginn 3. okt. Innritun og upplýsingar: Hreiðar Gíslason s. 892 0228 Kristinn Örn Jónsson s. 892 9166 „ÉG var sofandi uppi í risi þegar nágrannakona mín vakti Andrew félaga minn sem svaf á jarðhæðinni,“ seg- ir Lester Garden, einn af íbúum hússins á Íshússtíg 3a. „Andrew kom sér út og hrópaði upp til mín utan frá og við það vaknaði ég. Sennilega var ég í talsverðri hættu, ef nágrannakonan hefði ekki uppgötvað eldinn er ekki víst að svona vel hefði farið. Ég hefði sennilega sofið áfram hefðu þau ekki vakið mig, ég sef mjög fast.“ Garden segir að það hafi ekki verið mikill reykur í herberginu hans þegar hann vaknaði svo það hafi verið erfitt að átta sig á því hversu mikil hætta var á ferðum. „Mig grunaði að þetta væri alvarlegt og sá að ég kæmist ekki niður stigann af háaloftinu. Húsið er mjög lítið og fólkið sem hrópaði utan frá virtist svo æst að ég ákvað að fara út um gluggann. Sennilega hef ég gert það rétta því svefnherbergið niðri er rétt við stigann svo ef ég hefði opnað niður hefði eldurinn kannski komist upp í herbergið mitt.“ Stökk niður af þakinu „Ég flýtti mér að klæða mig í einhver föt og klifraði út um þakgluggann. Húsið er lítið og annað lítið hús sam- byggt og ég klifraði niður á þakið á því og stökk svo nið- ur á jörðina,“ segir Garden, sem er skoskur, en hefur búið hér á landi í 12 ár. Hann slapp út úr húsinu með ekkert annað en fötin sem hann var í, og veit ekki hvern- ig ástandið á eigum hans er. „Að því er ég best veit var bara tjón af völdum reyks í mínu herbergi, en ég veit það ekki alveg. Vonandi þarf ekki að gera annað en að taka dótið út og þrífa það.“ Hann segir að húsið sé að sjálfsögðu brunatryggt en innbúið sé ótryggt. Auk Gardens bjuggu í húsinu Andrew Lamout og Aaron Lamout, sonur hans, sem einnig eru skoskir. Aar- on var ekki heima þegar eldurinn kviknaði. „Hefði sennilega sofið áfram hefðu þau ekki vakið mig“ Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Lester Garden: Klifraði út um þakglugga og stökk niður af þakinu. AKUREYRI Hlakka máttu mikið til að mæta gamni þessu. Haltu inní Hrafnagil á hagyrðingamessu! Svo yrkir Pétur Pétursson liðsstjóri fyrir fríðum flokki hagyrðinga sem munu takast á í mikilli „vísna-, glens- og söngveislu“, eins og skemmti- kvölds- haldarar kalla það, nú á föstu- dags- kvöld, 3. október, í íþróttahúsinu við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. „Hagyrðingarnir munu fara á kostum á skemmt- uninni og kryfja þjóðfélags- málin í mergjuðum vísum,“ segir í tilkynningu frá Lions- klúbbi Akureyrar og Lions- klúbbnum Viðtaðsgjafa, sem standa fyrir skemmtuninni. Auk Péturs liðsstjóra eru í liðinu að þessu sinni þau Björn Ingólfsson, Friðrik Steingrímsson, Hjálmar Freysteinsson, Ósk Þorkels- dóttir og Einar Kolbeinsson. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson munu svo gleðja gesti með söng sínum þegar hlé verður gert á vísnagerðinni og munu þau bjóða upp á söngdagskrá á léttum nótum. Jóhannes Kristjánsson eftirherma er kynnir kvöldsins. Samkoman hefst kl. 20.30 og eru miðar seldir í forsölu í Bókabúð Jónasar á Akureyri. Allur ágóði rennur til stuðnings líknarverkefnum klúbbanna og verður Heilsu- gæslustöðin á Akureyri styrkt að þessu sinni. Hlakka máttu mikið til… „VIÐ erum í riddara- og prinsessu- leik og Rakel Ósk er Öskubuska en við erum riddararnir,“ sögðu þeir félagar Ágúst Örn, Björgvin Helgi og Eiríkur Fannar, sem voru að leika sér á lóð leikskólans Síðusels. „Við eigum að bjarga Öskubusku en ég er líka prins og á svo að gift- ast henni,“ bætti Ágúst Orri við. Veðrið lék við börnin á leikskól- anum og þau voru léttklædd og glöð í bragði. „Mér finnst samt meira gaman að leika mér þegar er snjór,“ sagði Rakel Ósk. Morgunblaðið/Kristján Riddarar og prinsessur: Þessir hressu krakkar skemmtu sér konunglega á lóð Síðusels. Eiríkur Fannar, Björgvin Helgi, Ágúst Orri og Rakel Ósk. Riddarar og prinsessa „ÞEGAR á að spara í rekstri skerp- ist oft á hvaða hugmyndafræði er ríkjandi. Ef hugmyndafræðin er sú að lyf og læknisfræðileg inngrip skipti mestu verður hún vitanlega of- an á þegar naumt er skammtað. Það verður samt að mínu mati að haldast í hendur, það að bjarga mannslífum og að gera fólki kleift að lifa inni- haldsríku lífi,“ segir Elín Ebba Ás- mundsdóttir, lektor í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri, en hún starf- ar einnig á Landspítalanum. Framkvæmdastjórn Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri hefur ákveðið að bregðast við bráðum fjár- hagsvanda stofnunarinnar m.a. með því að fækka starfsfólki. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær verða t.d. stöður leikskólakennara og iðjuþjálfa við barnadeild lagðar niður um áramót, en ein starfsmaður er í hvoru starfi. Elín Ebba bendir á að það séu yfirleitt læknar og hjúkr- unarfræðingar sem sitji í stjórnum og taki ákvarðanir, en hún hefði kos- ið að unnið væri að tillögum um hag- ræðingu í rekstri á þverfaglegum nótum. Þannig kæmust fleiri sjón- armið að. „Ég tel að forsvarsmenn sjúkra- hússins hafi ráðið í þessar stöður að vel ígrunduðu máli á sínum tíma og þessar fagstéttir hefðu ekki komið þarna inn nema vegna þess að þær voru taldar nauðsynlegar,“ sagði El- ín Ebba. Iðjuþjálfar og leikskóla- kennarar hafi ekki verið ráðnir til starfa hjá FSA til að bjóða upp á lúxus, „heldur af því að þessir starfs- kraftar eru mikilvægir hlekkir í bataferlinu. Þessar fagstéttir eru hluti af teymi þar sem ólíkir faghóp- ar koma saman og greina vandann og finna úrlausnir í sameiningu í samvinnu við foreldra og börn“. Elín Ebba sagði börnum sem leggjast inn á sjúkrahús, ýmist til styttri eða lengri dvalar, nauðsynlegt að halda jákvæðri sjálfsmynd, taka þátt í verkefnum sem undirstrikuðu getu þeirra og að þau væru í sem eðlilegustu umhverfi. Börnum væri mikilvægast að geta leikið sér, verið með öðrum börnum og tekið þátt í skólastarfi. Að því markmiði hefði verið unnið með störfum iðjuþjálfa og leikskólakennara á sjúkrahúsinu. Oftast sá sem hæst hrópar Hún segist gera sér grein fyrir að spara þurfi í rekstrinum, en telur að þeir sem þurfi á þjónustunni að halda séu ekki spurðir álits. Þegar notendur hafi risið upp og mótmælt hafi það oftast verið vegna þess að sparað hafi verið á þeim stöðum sem þeir síst vildu. „Þetta er bara svo erfitt því það er oftast sá sem hæst hrópar sem hefur betur í baráttunni um peningana. Það þyrfti að vera fyrir hendi stöðugt gæðaeftirlit á stofnunum þannig að einungis væri í boði þjónusta sem er nauðsynleg. Ég myndi vilja sjá markvissar úttektir sem hægt væri að styðjast við þegar ákvarðanir af þessu tagi eru teknar,“ sagði Elín Ebba. Mikilvæg- ir hlekkir Sá sem hæst hrópar hefur betur í bar- áttunni um peninga, segir lektor við HA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.