Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 41 Mín fyrsta minning um Bergstein afa minn var þegar ég heimsótti hann sem barn og sá stundaglas í fyrsta skipti. Ég greip glasið með fiktsömum höndum, sneri því og horfði hugfanginn á sandkorn- in streyma niður. Þá heyrði ég sagt fyrir aftan mig: „Sandurinn fer niður á jafnlöngum tíma og tekur að sjóða egg.“ Ég sneri mér við snögglega og sagði „Ég veit það,“ jafnvel þó að ég vissi það raunar ekki. Bergsteinn svaraði sposkur á svip: „Þú veist bara allt.“ Ég á ekki margar bernskuminn- ingar um Bergstein. Við bjuggum sinn á hvoru landshorninu. Hann og amma slitu samvistum stuttu áður en móðir mín fæddist og við lifðum dálítið aðskildu fjölskyldulífi. Ég kynntist Bergsteini aftur á móti þeg- BERGSTEINN SIGURÐARSON ✝ Bergsteinn Sig-urðarson fæddist á Hjallanesi á Landi í Landsveit 11. maí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 22. septem- ber. ar ég var orðinn fulltíða og fluttur á sama lands- horn og hann. Ég heim- sótti hann þónokkrum sinnum og naut gest- risni hans og Unnar. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Ég minnist margra skemmtilegra kvölda með þeim og mér fannst við ná ágætlega saman. Bergsteinn var þó dulur og vildi sem minnst um sjálfan sig tala. Pólitík og atburðir líðandi stundar voru hans eftirlætisumræðuefni þegar við ræddumst við. Ég komst ekki hjá því að sjá hve góðum gáfum hann var gæddur og hafði einkar gott vald á íslensku, bæði í bundnu sem óbundnu máli. Hann var einnig vel lesinn. Ég velti því stundum fyrir mér hvort hann hefði haft einhvern metnað í þá átt að skrifa þegar hann var ungur, en hann var smiður að at- vinnu. Bergsteinn hafði dálítið dreym- andi yfirbragð. Hann var settlegur og fumlaus í hreyfingum en þó yfir- lætislaus. Á máli fornsagnanna hefði hann kallast kurteis eða prúður en þessi orð hafa því miður mun sér- tækari merkingu nú á tímum en þekktist fyrr. Hann var gjarn á að spauga og flestum fremri í skop- kvæðum – limrum. Ég er ekki frá því að hann hafi haft töluverðan sjarma. Hann var barngóður og ég sá að mín eigin börn löðuðust að honum og treystu honum. Svo gerðu reyndar fleiri. Bergsteini var treyst fyrir ábyrgð í ýmsum félagasamtökum og síðast var hann formaður Félags eldri borgara. Það finnst mér benda til þess að hann hafi haft bæði virð- ingu og vinsældir síns samferðafólks vegna verðleika sinna því ég get ekki séð hann fyrir mér trana sér fram. En hann var þéttur fyrir – allt að því þrjóskur – og líklega ekki gefinn fyr- ir að gefa eftir hlut sinn að óreyndu. Sléttum 30 árum eftir að ég sneri við stundaglasi í húsi Bergsteinn afa míns var ég kallaður að dánarbeði hans. Ég sat hjá honum og horfði á síðustu sandkornin í stundaglasi hans falla niður. Hann var vel und- irbúinn og tók með æðruleysi á móti því sem í vændum var. Ég var ekki jafnundirbúinn. Það voru margir hlutir sem ég hefði viljað ræða við hann í heimsóknum sem ég ekki fór. Eftir á að hyggja velti ég því fyrir mér hvað við áttum sameiginlegt og að hversu miklu leyti hann lifir áfram í mér og börnunum mínum. En er ég sat við höfðalag hans þetta kvöld datt síðasta sandkornið snögg- lega niður og tíminn var uppurinn. Þá sá ég hann hafði rétt fyrir sér. Þegar litið er til baka virðist lífið hafa runnið hjá á styttri tíma en tek- ur að sjóða egg. Og ég veit ekki allt. Ásgeir Jónsson. Mín fyrsta minning um Kristin Jón er frá þeim tíma þegar hann starfaði sem vegaverk- stjóri við vegagerð í Skötufirði í þeim tilgangi að opna framtíðarleið um Ísafjarðardjúp. Leið sem kom sveitabæjum við Djúp í vegasam- band við Ísafjarðarkaupstað og skapaði möguleika á vetrarsam- göngum frá Ísafirði til Reykjavíkur. Á þeim tíma var ég barn að aldri og fylgdist spenntur með eins og aðrir íbúar við Ísafjarðardjúp. Framvegis yrði hægt að fara akandi til Ísafjarð- ar fram og til baka sama daginn í stað þess að treysta á ferðir Djúp- bátsins tvisvar í viku með tilheyr- andi stoppi hálfa vikuna á Ísafirði. Vegagerðin þýddi breytingar, fram- farir og nýja möguleika. Þetta var fyrri hluta áttunda áratugarins. Samstarf okkar hófst í gegnum Fjórðungssamband Vestfirðinga haustið 1996 en þá var Kristinn Jón varaformaður stjórnar. Á þeim vett- vangi var víða farið um Vestfirði og í þeim ferðum var mikið rætt um vegamál sem voru skiljanlega Kristni Jóni hugleikin. Hann hafði mikla félagsmálareynslu, ekki síst eftir langa setu í bæjarstjórn Ísa- fjarðarkaupstaðar og síðan Ísafjarð- arbæjar og var því sóst eftir kröftum hans til ýmissa verkefna eftir að hann lét af störfum fyrir Vegagerð- ina. Má þar nefna störf fyrir Djúp- bátinn Fagranes og Héraðssamband Vestfirðinga. Eiginleikar Kristins Jóns nýttust vel til þessara starfa en í báðum tilfellum voru verkin erfið. Eftir að ákvörðun var tekin um að leggja af starfsemi Djúpbátsins vann Kristinn Jón að því verkefni með skýra sýn á hvernig skyldi stað- ið að því. Hann lagði mikla áherslu á KRISTINN JÓN JÓNSSON ✝ Kristinn JónJónsson fæddist á Mýri í Súðavíkur- hreppi 25. desember 1934. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 19. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ísafjarðar- kirkju 27. septem- ber. að þjónustuaðilar fengju gert upp og eng- inn þyrfti að skaðast af viðskiptum við fyrir- tækið þrátt fyrir upp- gjör. Þetta gekk eftir. Þá skildi hann betur en margir aðrir við rekstrarlok fyrirtækis eins og Djúpbátsins sem á sér merkilega sögu að það þyrfti að tryggja að saga þess yrði skráð. Frá því gekk hann með samn- ingum við Sögufélag Ísfirðinga, hann vildi enga lausa enda. Sem formaður Héraðssambands Vestfirðinga frá stofnun þess árið 2000 beitti Kristinn Jón sér fyrir aukinni starfsemi og hvatti til þess að farið yrði í framkvæmdir svo hægt yrði að halda Landsmót UMFÍ árið 2004 en HSV hafði fengið sam- þykki fyrir því. Það gekk ekki eftir en þrátt fyrir vonbrigði gekk hann í það verkefni að HSV gæti haldið unglingalandsmót árið 2003 með þeirri uppbyggingu sem því fylgdi. Það tókst vel og var öllum til sóma sem að því stóðu, ekki síst Kristni Jóni sjálfum sem var orðinn alvar- lega veikur þegar mótið stóð yfir en þrátt fyrir það sat hann setninguna og fylgdist mótsdagana með keppni, stoltur af verki íþróttahreyfingar- innar sem hann sjálfur stýrði. Mikið samstarf var milli HSV og bæjar- stjórnar Ísafjarðarbæjar vegna landsmótsins og hafði Kristinn Jón sjálfur mikið samband og fylgdist með öllum þáttum. Hann hafði reynslu af því sem bæjarstjórnar- maður hversu mikilvægt var að halda góðu sambandi og hafa allar upplýsingar tiltækar. Þannig verður samstarfið markvissara og betra. Það var gott að eiga samstarf við Kristinn Jón því hann var það hrein- skiptinn að ekkert fór á milli mála hver hans afstaða til hlutanna var. Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu eru sendar samúðarkveðjur frá bæjarstjórn og starfsfólki Ísa- fjarðarbæjar. Blessuð sé minning Kristins Jóns Jónssonar. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. ✝ Þorsteinn SnorriAxelsson fæddist í Reykjavík 15. maí 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 21. september síðastliðinn. Foreldr- ar Þorsteins voru Að- alheiður Ingimund- ardóttir, f. 26.12. 1920, d. 25.7. 1982, og Axel Ármann Þor- steinsson, f. 7.1. 1902, d. 13.10. 1979. Systkini Þorsteins eru Óskar, Ingi- mundur, Steinunn, Hallgrímur, Lárus, Páll og Erla. Þorsteinn kvæntist Hólmfríði Þórarinsdóttur árið 1968, þau slitu samvistum árið 1979. Börn þeirra eru: Axel Þór- arinn, f. 16.12. 1961, d. 17.3. 1963. Axel Þórarinn, f. 24.7. 1963, búsettur í Sví- þjóð. Hólmsteinn Árni, f. 28.6. 1964, d. 15.11. 2000. Aðal- heiður, f. 23.8. 1965, hún fimm börn, eitt með Júlíusi Krister og fjögur með Grét- ari Sigurðssyni. Helga Guðrún, f. 27.3. 1987. Þorsteinn lærði múrverk og starfaði lengst af sem múrari. Útför Þorsteins verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú ertu farinn, minn kæri bróð- ir, farinn frá okkur sem þótti svo innilega vænt um þig. Það er svo þungbært að sjá á eftir þér, Steini minn. Ég sakna þín sárt, eina huggunin er að þú ert kominn á betri stað, þar sem synir þínir og foreldrar okkar hafa tekið þér opn- um örmum. Nú ertu laus við lungnasjúkdóminn sem lagði þig að velli. Ég trúi því að þér líði vel núna, hjá ástvinum sem fóru á und- an þér. Þú varst sá albesti bróðir sem hægt er að hugsa sér. Þegar ég hugsa til baka, þá eru allar minn- ingarnar um þig svo bjartar og góðar. Glaðværð þín góðvilji og greiðasemi í allra garð. þú máttir ekkert aumt sjá án þess að rétta hjálparhönd. Og alltaf varstu svo traustur og tryggur. Við munum aldrei gleyma þér, sem áttum þig að. Þakka þér fyrir allt elsku Steini minn, og guð blessi þig og og varð- veiti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Steinunn Helga Axelsdóttir. ÞORSTEINN SNORRI AXELSSON Það var ólýsanlega erfitt að vera staddur erlendis hinn 4. septem- ber s.l. og fá þær fregn- ir að ungur og yndisleg- ur frændi hefði látist í hörmulegu slysi fyrr um daginn. Á slíkum stundum megna orð svo lítils en ótal hugrenningar sækja að og spurningar sem engin svör fást við. Hvaða óréttlæti heims- ins er það að foreldrar og unnusta þurfi að sjá á eftir svo efnilegum manni, einmitt þegar lífið er fyrst að hefjast fyrir alvöru? Hvers vegna er ófæddu barni meinað um að líta aug- um föður sinn hann Skúla Má, sem svo mjög hlakkaði til að takast á við föðurhlutverkið? Mann setur hljóðan – þetta er illskiljanlegt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að SKÚLI MÁR NÍELSSON ✝ Skúli Már Níels-son fæddist í Reykjavík 13. októ- ber 1978. Hann lést af slysförum 4. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Melstaðarkirkju 16. september. kynnast Skúla Má býsna vel þegar hann var lítill pjakkur í for- eldrahúsum að Fremri- Fitjum, en þangað kom ég oft sem táningur og staldraði gjarnan við í lengri eða skemmri tíma. Þar var gott að eiga skjól og þau Níels og Jónína reyndust manni þeir traustustu vinir sem nokkur gat óskað sér. Skúli Már ólst þar upp við mikið ástríki foreldra sinna og það kom snemma í ljós að Skúli var gæddur þeim mannkost- um sem arfur og uppeldi bjó honum; traustur, rólyndur, heiðarlegur og hugulsamur um jafnt menn og dýr. Þá gat hann verið pínu stríðinn, en aldrei þó svo að ekki væri hlegið dátt að uppátækjunum. Hann var alla daga að skottast úti með pabba sínum hvernig sem viðraði og þegar inn var komið hjúfraði hann sig í faðmi mömmu sinnar svo engum duldist sú væntumþykja og kærleikur sem ein- kenndi fjölskylduna. Þegar fjölskyld- an síðan stækkaði kom enn frekar í ljós sú manngæska sem Skúla var gefin í öllum samskiptum hans við systur sínar og reyndist hann þeim góð fyrirmynd. Þegar dulur barns- feimninnar höfðu verið dregnar til hliðar, kom í ljós einkar skemmtileg- ur og viðkunnanlegur drengur sem auðvelt var að skrafa við um heima og geima. Hann hafði áhuga á öllu sem viðkom bílum, vélum og hvers kyns tækjabúnaði, en einnig var tónlistin, lífskúnstin og náttúran honum hug- leikin. Mér eru minningarnar um þessar stundir mikils virði. Árin líða og skyndilega vaknar maður upp við þann vonda draum að fólk er hrifsað burt úr blóma lífsins, fólk sem maður hefði svo gjarnan vilja eyða meiri tíma með. Eftir stöndum við harmi slegin, en öðlingsdrengur eins og Skúli Már skilur eftir sig fallegar minningar og vekur okkur til um- hugsunar um að heimurinn væri ef- laust betri ef fleiri tileinkuðu sér þau viðhorf sem Skúli Már hafði til lífsins og náttúrunnar. Mikill er missir fjöl- skyldunnar og þeirra sem næstir hon- um stóðu og þungbær er sorgin, en Drottinn hefur kallað til sín öflugan liðsmann og Skúla Má hefur nú verið ætlað stærra hlutverk á víðáttum handan okkar heims. Við sem eftir lif- um fáum það erfiða verkefni að glíma við sorgina og sætta okkur við orðinn hlut, en minningin um þennan góða dreng lifir í hjörtum okkar alla tíð. Sigurður Ívarsson. Elsku besta amma, nú ertu farin frá okkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt er runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Margar minningar eigum við systkinin um þig. Þegar ég og Þórir vorum í pössun hjá þér á Fossheið- inni, þá var margt skemmtilegt gert. Allar þær stundir sem við spiluðum veiðimann, þjóf og fleiri spil og alltaf unnum við, mig grunaði nú að þú leyfðir okkur að vinna. Allar spól- ÞORBJÖRG HALL- MANNSDÓTTIR ✝ Þorbjörg Hall-mannsdóttir fæddist í Lambhús- um í Garði 17. janúar 1916. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 14. sept- ember síðastliðinn og var jarðsungin frá Kotstrandar- kirkju 22. septem- ber. urnar sem við hlustuð- um á og allar þær bæk- ur sem við lásum hjá þér. Þetta var skemmtilegur tími sem við systkinin munum aldrei gleyma. Svo kom litli bróðir og hann lék sér að sömu hlutum og við gerðum á sínum tíma og hann spilaði við þig olsen olsen og veiði- mann. Þú varst alltaf hjá okkur á jólunum nema síðustu jól en þá komst þú ekki vegna heilsu þinnar og það var mjög skrítið því að það vantaði eitthvað og við söknuð- um þín sárt þessi jól. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þú munt ávallt eiga vissan stað í hjarta okkar. Linda Ósk, Þórir og Einar Sindri. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.