Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 23
hráskinku Spánverja, en hún er þurrkuð í níu mánuði. „Parma- skinkan er þurrkuð í 11–14 mánuði, „prosciutto crudo dolce“ í 11 mán- uði og Jamón Iberico í 36 mánuði, yfirleitt í þrjú sumur,“ segir hún. Iberico-hráskinkan kom á mark- að fyrir nokkru og er hún unnin úr sérstöku svínakyni með svartar klaufir, að hennar sögn. „Iberico er langdýrasta hrá- skinkan og kostar 11.000 krónur kílóið, en það er ekki að ástæðu- lausu,“ segir hún. Vinsælt er að kaupa heilt læri á beini og fylgir þá statíf fyrir lærið og langur hnífur með, að hennar sögn. „Hún er bæði keypt fyrir veit- ingahús og prívatveislur og þá látin standa þannig að klaufin sést. Ég veit um eina veislu þar sem boðið var upp á freyðivín og lærið og ekk- ert annað,“ segir hún. Bogey segir dropann hola stein- inn þegar kemur að menningarstigi í áleggsneyslu hérlendis. „Þetta gerist hægt en það þarf líka að byrja einhvers staðar,“ segir hún. Viðtökur á parma-skinkunni voru góðar þegar innflutningur hófst. „Hún seldist upp aftur og aft- ur og við máttum hafa okkur öll við að taka á móti skinkusendingum með DHL, en allt kom fyrir ekki.“ Nú hefur jafnvægi verið náð hvað parma-skinkuna varðar og einnig hefur „crudo“-skinkan tekið fót- festu. „Einhverjir setja verðið fyrir sig en fólk verður að átta sig á því að hér er ekki verið að tala um álegg á brauð eða malakoff. Þessi vara er notuð á annan hátt en við eigum að venjast,“ segir hún. Jamón Serrano er vinsæll tapas- réttur og einnig notuð í almenna matseld, en spænsk hráskinka er grófari, dekkri, þykkari og sterk- ari, að Bogeyjar sögn. „Serrano-skinkan er notuð í smá- rétti og forrétti, með ólífum eða sauðaosti, svo dæmi séu tekin. Iberico-skinkan er hreinlega bara borðuð ein og sér. Spánverjar skera sér bara bita og stinga upp í sig.“ Hægt er að finna hráskinkuupp- skriftir á matarlist.is segir hún enn- fremur. Rúnar Már Smárason mat- reiðslumaður hjá Gallerý kjöti leggur til eftirfarandi uppskriftir. Kartöflukaka með pastrami 3 stk. bökunarkartöflur skornar í strimla, hráar 50 g pastrami-skinka skorin í strimla Aðferð: Blandið vel saman og mótið í lítil buff. Steikið á pönnu með olíu þar til þau verða stökk. Kryddið með salti og pipar. Gott sem meðlæti með öðru, t.d. pylsum, beikoni, eggjum o.s.frv. Brauðsneið bóndans 1 sneið gott bakarísbrauð, má vera þykk 50 g beikon 30 g spægilpylsa 1 tómatur 1 basiliku-lauf 1 egg Aðferð: Smyrjið brauðið með rauðu pestói og steikið á pönnu. Steikið eggið. Steikið beikonið síðan og þerrið á bréfi. Skerið tómatinn í sneiðar. Saxið basilikuna í strimla. Raðið þvínæst á brauðið spægil- pylsu, beikoni, tómat og basiliku og síðast spældu eggi. Borðið volgt. Kálfasneið með mozzarella Kálfafillet, 30 g Mozzarella ostur ferskur, 20 g Salvía, fersk, 1 lauf Parma-skinka, 20 g, eða eina góð sneið Aðferð: Skerið fillet í 2 sm sneiðar og steik- ið á pönnu í u.þ.b. 1 mínútu, takið af. Skerið ostinn í 1–2 sm sneiðar, setj- ið hann á fillet. Þá salvíulauf og síðast parma- skinku efst. Morgunblaðið/Sverrir Ýmsir þekkja áleggsmenningu frá útlöndum. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 23 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Pipar og salt 10 daga tilboð 2. til 11. okt. Marmelaði Sultutau Sinep Verð 395 kr. Tilboð 295 kr. Pastavél tilboð Verð 5.500 kr. Tilboð. 3.995 kr.Langur laugardagur 4. okt. Tilboð gilda á meðan birgðir endast. Diskamottur 4 stk. í pakka 2.900 kr. Tilboð 1.900 kr. Diskamottur 6 stk. í pakka 2.900 kr. Tilboð 1.900 kr. Glasabakkar 6 stk. í pakka 995 kr. Tilboð 795 kr.20 mismunandi tegundir debenhams S M Á R A L I ND AUGUN LJÓMA - N‡jung frá Kanebo sem vinnur á flreytu- og öldrunarmerkjum í kringum augun á áhrifaríkari hátt en á›ur hefur flekkst. Kynningartilbo› og fagleg rá›gjöf fimmtudag, föstudag og laugardag. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 21 20 10 /2 00 3 Þín verslun Þín verslun býður sneiddan hangiframpart frá Goða á 699 krónur um helgina, segir Jó- hanna Eysteinsdóttir. Einnig verð- ur london-lamb, skólaskinka og kindakæfa frá Borgarnes kjötvör- um með 20% afslætti, að hennar sögn. Tilboðin gilda til miðvikudags. Afsláttur af hangiframparti Spar Spar er áfram með tilboð á lambakjöti og segir Ingvi Guð- mundsson kaupmaður að afslátt- urinn sé um það bil 25%. Um er að ræða lærissneiðar, sirloin, kótilettur og súpukjöt sem er í 2. flokki. Að öðru leyti er um 1. flokks kjöt af ný- slátruðu að ræða. Tilboð Spar gilda til 6. október. Áfram tilboð á lambakjöti Morgunblaðið/Ómar Beðið eftir afgreiðslu. 11-11 11-11 er með léttreyktar svínakótelettur frá Ali með 25% af- slætti um helgina, segir Hertha Þor- steinsdóttir innkaupastjóri. Einnig verður Palli pokadýr í verslunum og gefur nammi. Ferðir Palla eru aug- lýstar. Tilboð 11-11 gilda til 8. október. 25% afsláttur af svínakótelettum ÍBÚAR evru-landanna nota sama gjaldmiðil en fá ekki allir það sama fyrir sinn snúð. Hagkvæmasta evru- landið er Lúxemborg, samkvæmt könnun þýsku hagstofunnar. Verðgildi einnar þýskrar evru var borið saman við sama gjaldmiðil í öðr- um evru- löndum, sem og 77 löndum til viðbótar, og lá karfa með 210 neysluvörum til grundvallar, þar á meðal raftækjum og öðrum heimilisvarningi. Vara og þjónusta í Helsinki er til dæmis 17% dýrari en í Berlín og mun Lúxemborg vera eina landið þar sem íbúar evru-landa hagnast og þá um 2%. Lífsnauðsynjar Berlínarbúa eru 14% ódýrari en Parísarbúa, 9% ódýr- ari en í Róm og 16% ódýrari en í Dublin, svo fleiri dæmi séu nefnd. Misdýrt að lifa Fram kemur að Lúxemborg muni auðveldlega tapa forskoti sínu þegar þjóðir í austurhluta Evrópu taki upp evruna. Prag í Tékklandi sé til að mynda 36% ódýrarari en Lúx- emborg. Svipaða sögu sé að segja af Lettlandi, Litháen og Póllandi. Framfærslukostnaður mun vera heldur hærri í löndum sem ekki eru á evru-svæðinu, segir ennfremur, og er tekið dæmi af London, þar sem kostar 19% meira að vera til en í Berlín. Dýrasta borgin er Tókýó, sem er 39% dýrari en Þýskaland, og Bogota í Kólumbíu er 41% ódýrari. Fram- færslukostnaður í Washington er 15% minni en í Berlín, segir loks.  VERÐLAG Fá ekki það sama fyrir snúð sinn London er 19% dýr- ari en Berlín sam- kvæmt könnun þýsku hagstofunnar. TENGLAR .............................................. www.euobserver.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.