Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég réðst sem mat- reiðslumaður á Detti- foss árið 1963. Bryta- frúin Jara sagði mér að Tona vantaði matsvein, Toni réð mig og vorum við saman á Dettifossi í fjögur ár þar til ég varð bryti á Tungufossi. Ánægjulegar samverustundir átti ég eftir að eiga með Tona. Við vorum að ræða um það, gaml- ir skipsfélagar hans, hve góður andi hefði verið um borð í Dettifossi. All- ir vorum við sammála um að það væri brytanum að þakka. Toni vildi að áhöfnin hefði góðan aðbúnað, ANTON LÍNDAL FRIÐRIKSSON ✝ Anton LíndalFriðriksson bryti fæddist á Ísafirði 1. september 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 1. september. gott fæði og hann fylgdist vel með því að maturinn væri vel lag- aður og vel borinn fram. Aldrei vantaði neitt þótt Rússlands- ferðir gætu orðið lang- ar. Á sumrin var oft mikið um farþega og fór sama fólkið með okkur ár eftir ár, þá var siglt annan túrinn til Evrópu og hinn til Ameríku. Ávallt voru farþegarnir ánægðir með alla þjónustuna sem brytinn sá um. Toni hélt mikið upp á félag bryta og var hann einn af stofnendum þess. Á milli okkar Tona var ávallt góð vinátta, þótt leiðir skildi. Toni og Jara voru góðir vinir okkar hjóna og ekki síður dætur þeirra. Eftir að ég fór í land í kaup- mennsku kom Toni oft til mín í Ár- bæjarkjör ef hann var í fríi, hjálpaði hann til við að úrbeina eða við að undirbúa veislur. Svona var Toni, alltaf duglegur við að hjálpa öðrum. Það var líka um það talað þegar Dettifoss eldri var skotinn niður, að Toni rétti farþega björgunarvestið sitt, enda var hann sjálfur vel synd- ur. Það var Tona, Jöru og fjölskyld- unni mikið áfall þegar Bergrún dótt- ir þeirra féll frá aðeins 38 ára að aldri. Einnig var það mikið áfall fyr- ir Tona þegar Jara lést fyrir fimm árum. Hann var aldrei eins eftir það. Í febrúar vildi Toni halda veislu fyrir vini sína. Eyrún dóttir Tona og Sverrir, tengdasonur hans, sáu um veisluna sem var alveg frábær. Toni var búinn að vera slæmur af asma undanfarið og var á spítala í júlí. Við hjónin heimsóttum hann og þá leið honum miklu betur svo að ég hélt að heilsan væri að lagast. Kæri vinur, hafðu þakkir fyrir allt. Nú hvílistu í Guðs friði hjá Jöru þinni. Við hjónin sendum Guðrúnu, Ey- rúnu, Arnrúnu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Ársæll Þorsteinsson og Ragna Ágústsdóttir. Eftir 39 ára starf í Reykjavíkurapóteki byrjaði Halli að vinna í Lyfjaverslun ríkisins en Halli sá alltaf eftir sínum gamla vinnustað í Reykjavík- urapóteki þar sem hann byrjaði að vinna 14 ára sem sendill. Þegar framleiðslu í Reykjavíkurapóteki var hætt þá byrjaði hann hjá Lyfja- HARALDUR SIGURÐSSON ✝ Haraldur Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 12. des- ember 1936. Hann lést á líknardeild Landspítalans 6. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 16. septem- ber. verslun ríkisins árið 1990. Eftir áralangt starf í Reykjavík- urapóteki í miðbæ Reykjavíkur var hann mörgum mönnum kunnur. Eins þekkti Halli ótrúlega marga skákmenn og talaði hann oft um Benóný Benediktsson skák- meistara og sagði hann margar sögur af honum. Halli var manna skemmtilegastur þeim sem hann tók en hann gerði sér mikinn mannamun. Halli hlakkaði mikið til að hætta að vinna til að geta annast konu sína í hennar veikindum. Halli var ósérhlífinn og harðdug- legur til vinnu. Aldrei var langt í húmorinn og oft duttu upp úr hon- um margar skemmtilegar setning- ar. Ef honum mislíkaði eitthvað þá sagði hann: ,,Við hlustum ekki á nart smáfuglanna. Við höfum breitt bak.“ Halli hafði frá ótrúlega mörgu að segja þótt hann hefði aldrei farið til útlanda en hann þekkti fólkið í mið- bænum gjörla. Hann hafði margar skemmtilegar sögur á hraðbergi. Halli var ótrúlega hraustur, mjög stundvís og var alltaf mættur manna fyrstur þann tíma sem við unnum saman. Stuttu eftir að Halli greindist með krabbamein var hann þrátt fyrir það hress í bragði. Við hringd- um nokkrum sinnum í hann og var stutt í húmorinn. Halli sagði við það tækifæri: ,,Hvað segja mínir menn?“ Við vottum aðstandendum inni- lega samúð okkar en þar fór traust- ur og góður drengur. Harvey Georgsson, Ólafur Örn Pálmarsson. Það eru dýrmætar minningar sem koma upp í hugann þegar ég minnist frænku minnar, Aðalbjargar Jó- hönnu Bergmundsdóttur, sem jafn- an var kölluð Alla í Borgarhól. Hún hefur ætíð verið fastur punktur í tilverunni, mjög kærkomin fjöl- skyldu minni, og því er svo skrítið að hugsa til þess að þessi fáu orð skuli vera mín hinsta kveðja til hennar. Fyrsta minningin sem tengist Öllu er ljóslifandi, mynd sem var tekin af okkur saman á góðviðr- isdegi í sumarbústað foreldra minna. Þar er ég bara kornabarn í fanginu á henni í sólbaði. Þó svo ég hafi verið það lítill að ég muni ekki eftir deginum sem slíkum, hefur þessi ljósmynd verið greypt í huga minn síðan ég fór að muna eftir mér. Á myndinni má vart á milli sjá ✝ Aðalbjörg Jó-hanna Berg- mundsdóttir var fædd á Strönd í Vest- mannaeyjum 27. des. 1919. Hún lést á Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 8. sept. síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 20. septem- ber. hvort okkar brosir breiðar. Á uppvaxtarárum mínum gafst mér stundum tækifæri til að dvelja hjá Öllu á Vestmannabrautinni og var það hreint æv- intýri. Ýmist var ég þá í fylgd með Laufeyju ömmu minni eða fékk að koma einn míns liðs, annaðhvort síðla sumars í pysjuleitina eða bara til tilbreyt- ingar frá hversdags- leika höfuðborgar- svæðisins. Ég fann alltaf að ég var svo hjartanlega velkominn og ég fékk að hafa hlutina mikið til eftir mínu höfði. Þá gisti ég í uppbúinni „svítunni“, eins og við Alla nefndum gestaherbergið, eða á stofusófanum þar sem sjónvarpið var innan seil- ingar og dróst þá háttatíminn oftar en ekki nokkuð frameftir. Alla hafði óvenju mikinn skilning á því að gotterí væri manninum lífsnauðsyn- legt og gaukaði oft að mér nokkrum krónum þegar löngunin í sjoppu- fæði yfirtók öll skilningarvit. Ég held reyndar að við höfum öllsömul verið óttalegir sælkerar, Alla, amma og ég. Eins gisti Alla í nokkur skipti á heimili okkar í Garðabænum, mis- jafnlega lengi í senn. Þá gat hún gist í herberginu mínu og það fylgdi því góð tilfinning að geta loksins komið örlítið til móts við hana fyrir lánið á svítunni og fyrir hversu ljúf hún var ætíð við mig. Oft ræddum við um daginn og veginn, fylgdumst með einhverju sápulöðri í sjónvarp- inu, eða tókum í spil sem svo oft áð- ur í Eyjum. Það er reyndar ekki svo ýkja langt síðan ég áttaði mig á því að Alla gaf mér oft ábendingar um hvernig væri best að leggja sig að velli í spilamennskunni. Það var hennar háttur að jafna leikinn þannig að bæði gætu staðið upp frá spilaborðinu sátt við sitt. Glettið bros og innilegur hlátur eru bundin minningum mínum um afar kærkomna frænku. Lífið reyndist Öllu ekki þrautalaust, en góða skapið fleytti henni eflaust yf- ir marga þrautina. Ég skynjaði þó að það dró jafnan ský fyrir sólu þegar ástvinamissi hennar bar á góma. Það er hinsvegar mín tilfinn- ing að hún hafi spilað afar vel úr þeim spilum sem henni voru gefin. Ég minnist þess sem Guðjón afi sagði stundum: „Hún Alla grætur með öðru auganu, en hlær með hinu.“ Mér þykja þessi orð lýsa lífs- hlaupi hennar vel. Þegar ég horfi til baka minnist ég margra gullmola og góðra ráðlegg- inga. Lífslexíur á borð við þá að reyna að lifa í sátt við sjálfan sig og aðra hef ég reynt að tileinka mér. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Öllu frænku, fyrir allar samverustund- irnar og hlýju hennar í minn garð og fjölskyldunnar. Það er trú mín að hver sá sem fékk að njóta sam- vista við hana hafi verið ríkari eftir. Ég votta fjölskyldu hennar og ást- vinum samúð mína. Megi guð blessa minningu hennar. Reynir Sigurður Gíslason. AÐALBJÖRG JÓHANNA BERG- MUNDSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TAGE ROTHAUS OLESEN, Reynivöllum 5, Selfossi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 27. september. Útför hans verður gerð frá Selfosskirkju laugar- daginn 4. október kl. 11.00. Bjarni Olesen, Jóhanna Guðjónsdóttir, Ole Olesen, Ágústa R. Olesen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma okkar, ERNA ERLENDSDÓTTIR, Dalbraut 20, Reykjavík, sem lést að kvöldi laugardagsins 20. septem- ber sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. október kl. 13.30. Bjarni Ólafsson Alda Magnúsdóttir, Haukur Ólafsson, Björg Friðriksdóttir, Hrefna Ólafsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Erna Björg Bjarnadóttir, Markús Bjarnason, Bryndhildur Hauksdóttir, Margrét Hauksdóttir, Bjarni Haukur Þórsson og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GESTSDÓTTIR, Njörvasundi 12, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt þriðjudagsins 30. september. Hilmar Björnsson, Ragnhildur Guðbrandsdóttir, Rúnar Guðbrandsson, Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Kristín Björg Hilmarsdóttir, Björn Haraldur Hilmarsson, Guðríður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÁRNI KRISTJÁNSSON, Holti, Þistilfirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, mánudaginn 22. september, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Arnbjörg Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Þórhalla Kristjánsdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Þórunn Aðalsteinsdóttir og fjölskyldur. ANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Gilsbakka, sem lést miðvikudaginn 24. september, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 4. október kl. 11. Jarðsett verður í Gilsbakkakirkjugarði. Bílferð verður að athöfninni frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 9. Fyrir hönd systkina hinnar látnu og annarra vandamanna, Snorri Jóhannsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Kristófersdóttir, Magnús Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.