Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Langri vegferð vinar míns Valdimars Krist- inssonar frá Núpi er lokið. Hann lést í Reykjavík 1. sept. sl. og hafði jarðarförin farið fram þegar við hjónin komum úr hálfs mánaðar ferð erlendis. Þótt fáein kveðjuorð mín verði þannig síðbúin er mér bæði ljúft og skylt að bætast í hóp þeirra sem þegar hafa heiðrað minn- ingu Valdimars með skrifum sínum. Ýmsir eru fróðari en undirritaður VALDIMAR KRISTINSSON ✝ Valdimar Krist-insson fæddist á Núpi í Dýrafirði 4. janúar 1904. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir mánu- daginn 1. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 10. september. um lífsferil Valdimars í heild sinni en það er sannarlega við hæfi að staldra við og þakka að leiðarlokum þann mik- ilvæga og einstaka stuðning og veganesti sem leiddi af því að kynnast Valdimari og fjölskyldu hans þegar við Kristín og börn okkar, sem þá voru að- eins þrjú, fluttumst til Þingeyrar síðla árs 1976. Verkefnið var þá og næstu sex árin að stýra Kaupfélagi Dýr- firðinga og dótturfyrirtækjum og Valdimar var þá búinn að eiga ákaf- lega farsælan feril sem stjórnarfor- maður kaupfélagsins og hefur mér tæplega fallið við aðra húsbændur betur. Þau orð munu varla koma á óvart þeim sem þekktu til Valdimars. Hann var óragur til allra góðra verka, bjartsýnn og hvetjandi með langa reynslu af félagsmálum. Sam- vinnan og atvinnumálin voru honum hugstæð enda faðir hans fyrsti for- maður Kaupfélags Dýrfirðinga sem stofnað var árið 1919, þá undir öðru nafni. Kaupfélagið hafði lengstum verið aðalburðarás í 500 manna byggð Dýrafjarðar með einstaka út- gerðarsögu sem hófst á dögum Ei- ríks Þorsteinssonar kaupfélags- stjóra, og með þátttöku í síldveiðum með rekstri síldarbáta sköpuðust að- stæður til þess að eignast síðar og reka skuttogara, endurbæta frysti- hús og önnur atvinnutæki. Valdimar þekkti þessa sögu til hlítar og hafði sjálfur verið síldarskipstjóri. Hann vildi halda áfram að byggja á þeim grunni sem lagður hafði verið til þess að treysta byggðina og bæta lífsskil- yrði fólksins, hann var leiðtoginn með bjartsýni og eldmóð. Kynni mín af honum og áður Hólmsteini Helga- syni á Raufarhöfn sem einnig var þekktur athafnamaður og samvinnu- leiðtogi mótuðu mjög afstöðu mína alla tíð síðan um mikilvægi kröftugr- ar byggðastefnu þar sem málefni smærri byggða hefðu jafnan rétt og hinna stærri og sterkari. Á því er al- varlegur misbrestur nú á tímum taumlausrar gróðahyggju undir yf- irskini hagræðingar. Hér hefur fólk- ið látið misvitra stjórnmálamenn leiða sig á glapstigu og verður á ný að leita samstöðu til þess að leysa vandamálin. Valdimar sá jákvæðar hliðar mála og miklaði ekki neinn vanda fyrir sér, var laginn að leysa mál og fá fólk til samstarfs. Hann var höfðingi í sjón og raun, ljúfur í framkomu, hressilegur og skemmtilegur. Á heimili hans og Áslaugar konu hans á Núpi vorum við Kristín og börnin umvafin vinsemd og hlýju sem við minnumst með þakklæti alla tíð. Sjálfur var ég óreyndur í starfi framkvæmdastjóra þegar ég kom til Þingeyrar en skynjaði fljótt að lík- lega borgaði sig að reyna að standa sig. Mér er minnisstætt þegar stjórn KD fjallaði um það hvernig kveðja skyldi fyrirrennara minn í starfi þeg- ar Valdimar sagði ákveðinn: „Það kemur auðvitað ekkert til greina annað en málverk.“ Þingeyri hefur á síðari árum mátt þola hnignun atvinnulífsins og veru- lega fólksfækkun. Pólitíska litrófið samræmdist greinilega því ekki að styðja við bakið á kaupfélagsrekstri og lokabarátta Fáfnis hf. til þess að viðhalda atvinnu á Þingeyri er að mínu mati skólabókardæmi um það hvernig stjórnvöld eiga ekki að halda á málum. Þingeyri átti ekki skilið að vera atvinnuleg hjáleiga í landinu, að mestu kvótalaus eftir tortímingar- tímabil kvótakerfisins. Litla og fal- lega heimilið þeirra Valdimars og Áslaugar á Núpi varð að lokum snjó- flóði að bráð en sem betur fer án slysa á fólki. Hjónin frá Núpi tóku öllu með jafnlyndi og bjartsýni. Þeirra viðhorf voru þau að byggðin myndi að lokum eflast að nýju í hin- um fagra Dýrafirði. Það vil ég einnig sannarlega vona og harma jafnframt að hafa ekki sjálfur orkað meiru í vanda samvinnurekstrarins á Þing- eyri eftir öll þau uppgangsár sem ég áður þekkti fyrir vestan. Svo er ann- að mál hverra ábyrgðin er meiri, þeirra sem lögðu langa daga í það að leita leiða eða þeirra sem stóðu á móti eða drógu lappir. Aldrei bar skugga á samstarf mitt við Valdimar Kristinsson og raunar ekki fremur aðra stjórnarmenn KD eða Fáfnis á þessum árum. Eftir- menn Valdimars sem stjórnarfor- menn KD, Þórður í Múla og Valdi- mar á Mýrum, störfuðu í hans anda, ráðhollir og jákvæðir. Verkmenning á þessum stað var með ólíkindum mikil, fólkið duglegt og kappsamt. Það var greinilegt að Valdimar Kristinsson naut þess að sjá árangur og framfarir, lagði gott til mála og naut trausts og virðingar. Það er alltaf mikill sjónarsviptir þeg- ar slíkir menn færa sig yfir móðuna miklu. Mestur er þó að sjálfsögðu missir og söknuður fjölskyldu hans. Við Kristín og börn okkar sam- hryggjumst því góða fólki og send- um okkar bestu kveðjur. Blessuð sé minning Valdimars Kristinssonar. Sigurður Kristjánsson. FRÉTTIR Götuveisla á Laugavegi Verslanir við Laugaveg efna til þriggja daga götuveislu með fjölda tilboða og úr- vali af nýjum haustvörum. Á laug- ardag er langur laugardagur og verslanir eru opnar kl. 10–17. Frítt er í bílastæðahús á laugardögum og frítt í stöðumæla eftir kl. 13. Antíksýning í Smáralind Dagana 2. til 5. október verður sýning á antík- munum í Vetrargarðinum í Smára- lind. Til sýnis verða alls kyns munir, t.d. tveggja alda gömul klukka, borð- stofusett fá fyrri hluta 20. aldar o.fl. Sýningin er sölusýning en þó er meginmarkmið hennar að kynna antík. Að sýningunni standa Antíkhúsið, Skólavörðustíg, Antíkmunir Klapp- arstíg, Antíkhúsgögn Kjalarnesi og Guðmundur Hermannsson úr- smíðameistari. Sýingin er opin fimmtudag og föstu- dag kl. 11–19, laugardag kl. 11–18 og sunnudag kl. 13–18. Í DAG Fyrirlestur um meðvirkni Gitte Lassen ráðgjafi, heilari og miðill heldur fyrirlestur um meðvirkni á morgun, föstudaginn 3. október, kl. 20, í Ljósheimum, Brautarholti 8, 2. hæð. Verð er 1.500 kr. og fer fyrir- lesturinn fram á ensku. Á MORGUN Slitgigtarnámskeið – að lifa með slitgigt Gigtarfélag Íslands verður með slitgigtarnámskeið þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með slitgigt. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku og byrjar námskeiðið mánudaginn 6. október kl. 19.30. Námskeiðið verð- ur haldið í húsnæði félagsins í Ár- múla 5, annarri hæð. Fjallað verður um sjúkdóminn, ein- kenni hans, meðferðarmöguleika og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálf- unar, slökun o.fl. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Helgi Jónsson gigtarsérfræðingur, Erna Jóna Arn- þórsdóttir sjúkraþjálfari, Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafi og Annetta A. Ingimundardóttir iðju- þjálfi. Upplýsingar og skráning á nám- skeiðið er á skrifstofu félagsins. Á NÆSTUNNI Á KVENNAÞINGI sem haldið var fyrir mánaðamót var samþykkt eft- irfarandi ályktun: „Undirrituð sam- tök skora á íslensk stjórnvöld að gera kaup á vændi/kynlífsþjónustu refsiverð, og að konur/karlar sem eru í vændi sæti ekki refsiábyrgð.“ Samtökin sem skrifa undir álykt- unina eru Feministafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og Unifem á Íslandi. Kaup á vændi verði refsiverð JÓHANNA Kristjónsdóttir verður með fimm kvölda námskeið hjá Málaskólanum Mími um menning- arheim araba og hefst það í næstu viku. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhanna hefur slík nám- skeið hjá Mími. Fjallað verður um sögu þessa heimshluta og hann skilgreind- ur, farið yfir helstu atriði og inntak islam, greint frá stöðu kvenna sem er afskaplega umdeildur á Vesturlöndum, m.a. fjallað um blæjur og klúta og merk- ingu þeirra. Þá verður fjallað um sögu svæðisins frá heimsstyrjöld- inni fyrri og lýst valdahlutföllum og þeim sem hafa farið með ráðin, m.a. með tilliti til tilurðar Ísraelsríkis 1948. Einnig er farið yfir stríðin við Írak 1991 og á sl. ári og um við- horfin til Vesturlanda og reynt að varpa ljósi á þann stríða misskiln- ing sem upp kemur þegar ólíkir menningarheimar rekast harkalega á. Í síðasta tímanum verður svo vik- ið að menningu, fjölmiðlun og lönd- unum sem ferðamannastöðum, kynnt tónlist og bragðað á arab- ískum mat. Jóhanna verður einnig með kennslu í arabísku fyrir byrjendur og er fyrsti tími þess einnig í næstu viku, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um menningar- heim araba Jóhanna Kristjónsdóttir ANNAN október ár hvert er vakin athygli á hjúkrunarfræðideild Há- skóla Íslands en 2. október 1973 mættu nemendur fyrst til náms við námsbraut í hjúkrunarfræði. Þessa þrjátíu ára afanga verður minnst með hátíðardagskrá kl. 17 til 19 í dag. Árið 1998 samþykkti Hollvina- félag hjúkrunarfræðideildar að standa árlega að sérstökum degi og vekja þar athygli á hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands og því menntunar- og fræðistarfi sem þar fer fram. Var ákveðið að gera 2. október ár hvert að þessum degi. Í tilefni afmælisins í dag vilja stjórn Hollvinafélags hjúkrunar- fræðideildar og hjúkrunarfræði- deild HÍ bjóða alla velunnara deild- arinnar velkomna til hátíðar- dagskrár í dag, fimmtudaginn 2. október kl. 17–19, í Hátíðarsal Há- skóla Íslands. Dagskráin í ár er tileinkuð Maríu Pétursdóttur frumkvöðli í hjúkrun Fundarstjóri er Ásta Möller, hjúkr- unarfræðingur. 30 ár frá því að hjúkrunar- fræðinám hófst við HÍ Hin ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR (Lá), dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. október kl. 10.30. Særún Sigurjónsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Ingibergur Sigurjónsson, Margrét Pálfríður Magnúsdóttir, Sigurður Valur Magnússon, Erla Hafdís Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR BERGMUNDSDÓTTUR frá Látrum í Aðalvík, síðast Víðihlíð, Austurvegi 5, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki Heilsugæslu Grindavíkur og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Gísli Hólm Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörnin. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HERBERT SIGURJÓNSSON bakari frá Ísafirði, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. september. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. október kl. 13.30. Inga Herbertsdóttir Wessman, Ib Wessman, Einar Ingþór Einarsson, Sólveig Gísladóttir, afabörn og langafabörn. Ástkæra sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA PÁLSDÓTTIR, Meistaravöllum 25, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild 11G á Landspítala Hringbraut sunnudaginn 28. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ómar Gústafsson, Anna María Agnarsdóttir, Gunnar Örn Svavarsson, Agnes Lilja Agnarsdóttir, Óskar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.