Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 53 Golfklúbbur Grindavíkur 1. verðlaun 40.000 kr. Gjafabréf frá Úrval Útsýn. 2. verðlaun 30.000 kr. Gjafabréf í Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. 3. verðlaun 20.000 kr. Gjafabréf í Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. 4. verðlaun 10.000 kr. Gjafabréf í Golfbúðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. Námundarverðlaun á 5/18 holu e. annað högg er gjafabréf frá Golfbúðinni á Strandgötu að verðmæti 7.500 kr. Námundarverðlaun á 13. holu er gjafabréf frá Golfbúðinni á Strandgötu að verðmæti 7.500 kr. Ræst út frá kl. 11.00-14.20 • Þátttökugjald er 3.000 krónur! Skráning er á www.golf.is Einnig verður skráning í síma 426 8720 á mótsdegi. Upplýsingar og hjálp við skráningu í síma 895 9997 Hávarður eða 660 7303 Kjartan. Opna Möskvamótið laugardaginn 4. okt. - Punktakeppni - hámarksforgjöf 18 GORAN Kristófer Micic, þjálfari meistaraflokks karlaliðs HK í knattspyrnu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði sagt upp störfum vegna sam- starfsörðugleika við aðalstjórn HK og þar sem ljóst væri að Gunnar Guðmundsson yrði ráðinn sem þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Goran hefur stýrt HK-liðinu und- anfarin þrjú ár, en liðið lék í 3. deild árið 2001, 2. deild 2002 og í 1. deild í ár, en hann hefur einnig þjálfað lið Stjörnunnar í efstu deild. Þorsteinn Einarsson formaður HK sagði hinsvegar í gær að stjórn félagsins hefði áhuga á að ræða við Goran á næstu dögum um fram- haldið og að hann kæmi vel til greina sem þjálfari liðsins til næstu ára. „Hinsvegar eru þrjú ár „lang- ur“ tími hjá þjálfara íslensks fé- lagsliðs og við erum að skoða málin með opnum huga þessa dagana en höfum ekki náð sambandi við Gor- an Micic þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir,“ sagði Þorsteinn en Goran hafði ekki tilkynnt stjórn félagsins með formlegum hætti að hann væri hættur þjálfun liðsins. Þorsteinn bætti því við að HK lið- ið væri ungt og efnilegt og stjórn félagsins vildi skipuleggja framtíð- ina með hagsmuni liðsins að leið- arljósi. „Við teljum okkur vera með góðan hóp í okkar röðum og það er að mörgu að huga í þeim efnum. Hinsvegar höfum við ekki sagt neinum upp né ráðið Gunnar Guð- mundsson.“ Goran Kristófer Micic sagði upp hjá HK  ALLAN Borgvardt úr FH var í gær útnefndur besti leikmaðurinn á síðasta þriðjungi efstu deildar karla í knattspyrnu og Ásthildur Helga- dóttir úr KR besti leikmaðurinn í seinni umferð efstu deildar kvenna. Besti karlaþjálfarinn á þessu tíma- bili var valinn Steinar Þór Guðgeirs- son úr Fram en besti kvennaþjálf- arinn Heimir Hallgrímsson úr ÍBV. Kristinn Jakobsson var valinn besti dómarinn í karladeildinni.  BORGVARDT var valinn í lið síð- asta þriðjungsins, rétt eins og í hin tvö skiptin í sumar þegar kjörið fór fram. Aðrir í úrvalsliði efstu deildar karla í 13.–18. umferð eru þeir Sverrir Garðarsson, Tommy Niel- sen, Jónas Grani Garðarsson og Heimir Guðjónsson úr FH, Hjálmur Dór Hjálmsson, Gunnlaugur Jóns- son og Kári Steinn Reynisson úr ÍA, Gunnar Sigurðsson og Ágúst Gylfa- son úr Fram og Arnar Gunnlaugs- son úr KR.  SEX leikmenn úr efstu deild kvenna voru valdir í lið seinni um- ferðarinnar, og voru einnig í liði fyrri umferðarinnar. Það voru Embla Grétarsdóttir, Ásthildur Helgadótt- ir og Hrefna Jóhannesdóttir úr KR, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Íris Andrésdóttir úr Val og Karen Burke úr ÍBV.  HINAR fimm í liði seinni umferð- arinnar eru Olga Færseth, Margrét Lára Viðarsdóttir og Íris Sæmunds- dóttir úr ÍBV, Hólmfríður Magnús- dóttir úr KR og Guðbjörg Gunnars- dóttir, markvörður úr Val. FÓLK JULIAN Róbert Duranona, handknattleiksmaður, hefur gert samning við þýska 3. deildarliðið [ Regionalliga Nord] Burgdorf og skrifaði hann undir í gær. Duranona er 37 ára gamall og hefur ekkert leikið handknattleik síðan hann var á mála hjá 1. deildar liðinu Wetzlar í skamman tíma á síðustu leiktíð, lék 14 leiki og skoraði 61 mark. Burgdorf var í vor hárs- breidd frá því að tryggja sér sæti í norðurhluta 2. deildar og vonast forráðamenn félags- ins til að koma Duranona ríði baggamuninn á þessari leiktíð og það komist upp í 2. deild. Eftir markalausan fyrri hálfleik áGottlieb-Daimler Stadion í Þýskalandi í leik Stuttgart, topp- liðsins í þýsku 1. deildinni, og Man- chester United, fóru hlutirnar að ger- ast í síðari hálfleik. Imre Szabics og Kevin Kuranyi léku vörn Manchester grátt á upp- hafsmínútunum og með mínútu milli- bili komu þeir heimaliðinu í 2:0, við gríðarlegan fögnuð stuðningsmanna Stuttgart. Ensku meistararnir vökn- uðu upp við vondan draum og Ruud van Nistelrooy kveiki von í brjóst United-manna þegar hann minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. En vel skipulagt lið Stutt- gart var ekkert á því að gefa eftir for- ystuna. Þeir fengu gullið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn þeg- ar þeir fengu dæmda vítaspyrnu en Tim Howard kom Manchester-mönn- um til bjargar og varði meistaralega. Á lokamínútunum sótti United nokk- uð stíft en allt kom fyrir ekki, vörn Stuttgart stóðst álagið og Þjóðverj- arnir fögnuðu sætum og sanngjörn- um sigri. Sir Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri United kenndi slökum varnar- leik sinna manna um hvernig fór. „Það var hræðilegt að sjá varnar- leikinn hjá mínu liði í báðum mörk- unum sem Stuttgart skoraði og í keppni eins og þessari má ekkert lið við því að verjast svona illa,“ sagði Ferguson. Stærsta stundin á ferlinum Felix Magath þjálfari Stuttgart var í sjöunda himni með frammistöðu sinna manna. „Mig skortir hreinlega orð til að lýsa tilfinningum mínum. Að sigra Manchester United fyrir fram- an okkar frábæru stuðningsmenn er hreint ótrúlegt og þetta er ein stærsta stund á ferli mínum,“ sagði Magath. Lengi vel leit út fyrir að Rangers væri að landa sigri gegn Panathin- aikos í Aþenu. Brasilíumaðurinn Emerson kom Rangers í forystu í fyrri hálfleik en þremur mínútum fyr- ir leikslok tókst heimamönnum að jafna en liðsmenn Panathinaikos léku manni færri síðasta hálftímann. „Ef við komumst ekki upp úr riðl- inum þá verður það örugglega þessi leikur sem við komum til með að líta til. Mér fannst við stjórna leiknum þar til að þeir misstu manninn af leik- velli. Þá var eins og við misstum tökin og það var sárt að sjá þá jafna. En við getum glaðst yfir einu, við erum á toppnum og það getur ekki talist slæmt fyrir Rangers,“ sagði Alex McLeish, þjálfari Rangers, eftir leik- inn, en næsti leikur hans manna er á móti Manchester United á Old Trafford. Real Madrid stendur vel að vígi Real Madrid gerði góða ferð til Portúgals þar sem liðið lagði Porto, 3:1. Þetta var níundi sigur Real Madrid í 11 rimmum liðanna frá 1979. Madridingar létu ekki slá sig út af laginu þrátt fyrir að liðið lenti undir gegn Porto á útivelli eftir átta mín- útna leik. Real Madrid, sem lék án Davids Beckhams, sýndi styrk sinn svo um munaði. Ivan Helgueira og Santiago Solari komu Real Madrid yfir áður en fyrri hálfleikur var allur og franski snillingurinn Zinedine Zid- ane bætti svo þriðja markinu við um miðjan síðari hálfleik. Real Madrid er komið í þægilega stöðu en það hefur unnið báða leiki sína og er með þriggja stiga forskot á Marseille sem er í öðru sæti. Drogba á skotskónum Didier Drogba sá um af afgreiða Partizan Belgrad en hann skoraði öll þrjú mörk Marseille í 3:0 sigri. Mörk- in þrjú litu öll dagsins ljós í síðari hálf- leik en gestirnir frá Belgrad urðu fyr- ir áfalli á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar einum leikmanna þeirra var vikið af leikvelli. Drogba, sem er frá Fílabeinsströndinni, hóf markaveisl- una á 62. mínútu og á 22 mínútum fullkomnaði hann þrennu sína. Reuters Andreas Hinkel, varnarmanni Stuttgart, gekk vel að halda aftur af portúgalska táningnum Crist- iano Ronaldo á Gottlieb-Daimler-vellinum í Stuttgart, þar sem heimamenn höfðu betur, 2:1. Vörnin banabiti ensku meistaranna SKOSKU meistararnir í Glasgow Rangers eru óvænt með forystu eftir tvær umferðir í E-riðli Meistaradeildarinnar. Rangers gerði 1:1 jafntefli við Panathinaikos í Aþenu á sama tíma og Manchester United lá fyrir Stuttgart, 2:1, í Þýskalandi. Í F-riðlinum er stórlið Real Madrid komið í þægilega stöðu en Madridarliðið gerði góða ferð til Portúgals og sigraði Porto, 3:1, og Marseille skellti Partizan Belgrad, 3:0, þar sem Didier Drogba var maður leiksins en hann skoraði öll mörkin. Duranona til liðs við Burgdorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.