Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT SÍÐASTA vika var eflaust sigursælasta vika í sögu Knattspyrnusambands Íslands. Þá léku landslið Íslands sjö landsleiki og unnu sex þeirra og gerðu eitt jafntefli og það sem meira er, allir leikirnir fóru fram á útivelli. Eitt leikjanna var A-landsleikur, en hann var á milli Ís- lendinga og Pólverja í kvennaflokki. Þann leik vann Ís- land, 3:2. Þá lék ungmennalandslið kvenna, skipað leik- mönnum 19 ára og yngri þrjá leiki í undankeppni EM og vann alla sína leiki, en það lék í Slóvakíu. Loks spilað ungmennalandslið drengja, skipa leik- mönnum 17 ára og yngri einnig þrjá leiki í undan- keppni EM í Litháen, vann tvo og gerði eitt jafntefli, gegn Rússum. Bæði ungmennalandsliðin tryggðu sér sæti í milli- riðlum Evrópukeppninnar með góðum árangri sínum og kvennalandsliðið tryggði sér í bili efsta sæti síns rið- ils í undankeppni EM með sigrinum í Póllandi. Það var um leið fyrsti útisigur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni stórmóts í sjö ár. Sigursæl vika hjá landsliðum KSÍ ANTON Collins, öðrum bandaríska körfuknattleiksmanninum sem KFÍ á Ísafirði hafði fengið til liðs við sig, hefur verið sagt upp samningi hjá félaginu. Collins hefur verið í her- búðum Ísfirðinga í mánuð ásamt landa sínum, Jeb Ivy, og fór með liðinu í æfingaferð til Englands snemma í september. „Collins stóð ekki undir vænt- ingum og féll ekki inn í okkar leik- skipulag. Okkur þótti því réttast að láta hann fara strax og finna annan leikmann í staðinn áður en Íslands- mótið hefst,“ sagði Jón Kristmanns- son, formaður KFÍ, við Morgun- blaðið í gær. Samkvæmt heimildum eru allar líkur á því að Collins gangi í raðir Þórs frá Akureyri en liðið leikur í 1. deild. Ísfirðingar eru komnir í úrvals- deildina á ný eftir tveggja ára fjar- veru og þeir mæta Haukum í sínum fyrsta leik á heimavelli næsta fimmtudag, 9. október. Auk Banda- ríkjamannanna er Serbinn Darko Ristic, sem lék með Skallagrími í fyrra, kominn í raðir KFÍ. Collins frá KFÍ í Þór? UNDANFARNA daga hefur verið umræða um sameiningu íþrótta- félaga, nánar tiltekið í meistara- flokki karla. Hugmyndin er alls ekki ný af nálinni því hún á sér ýmsar hliðstæður í Evrópu og und- irritaður þekkir vel til tveggja þeirra. Sú fyrri, þegar Andrea Doria og Sampierdarenese í Genúa á Ítalíu voru sameinuð undir nafn- inu Sampdoria, er frá 1946, hin síð- ari og sú sem stendur okkur nær, er sameining KB og B1903 í FC Köbenhavn árið 1992 en það lið hefur síðan þrívegis orðið danskur meistari. KB og B1903 eru ennþá virk fé- lög í Kaupmannahöfn, bæði fé- lagslega og uppeldislega. Yngri flokkarnir, upp að tvítugu, leika undir merkjum beggja félaganna. KB og B1903 leika síðan áfram í neðri deildum en bestu leikmenn félaganna spila með FC Köben- havn. Undirritaður hefur í uppundir áratug verið hlynntur því að vest- urhluti Austurbæjarins í Reykja- vík búi til eitt gott knattspyrnulið með heimavöll á Laugardalsvelli. Á seinni árum hafa forsendur fyrir rekstri meistaraflokka í efstu deild breyst verulega hér á landi, eins og annars staðar. Nú skiptir peninga- hliðin, ásamt getu leikmannsins, hvaðan sem hann kemur, mestu máli. Ekki hvort hann er Framari, Valsari, Þróttari, eða kannski Hús- víkingur. Það er því aðalatriðið að í hinu 50 þúsund manna bæjarfélagi í miðjum Austurbænum í Reykja- vík, við skör Laugardalsvallar, sé keppnishæf knattspyrnulið fyrir þessa íbúa. Þeir eiga kröfu á því, og Laugardalsvöllurinn þarf líka virð- ingu. Í dag er meistaraflokkur í efstu deild að mestu leyti óskyldur unglingastarfi viðkomandi félags. Árangur meistaraflokks er metinn í sigrum, ekki á uppeldis- eða fé- lagslegum mælikvarða. Undirritaður átti samtal fyrir um fimm árum síðan við fram- kvæmdastjóra FC Köbenhavn, sem útskýrði fyrir honum hvernig sameiningin var framkvæmd. Virt- ist það frekar auðvelt, enda rann sameiningin í gegnum danska knattspyrnuþingið. Sendi hann mér um það bil fimm metra af sím- bréfum um málið, sem því miður eru týndir í dag. Eyjólfur Bergþórsson. Kjarni málsins Höfundur var stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fram 1977-1993. HANDKNATTLEIKUR Haukar - HK 28:23 Ásvellir, Hafnarfirði, Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill, miðvikudag- inn 1. október 2003. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:4, 7:4, 7:6, 9:8, 11:8, 13:9, 13:11, 14:11, 15:12 17:12, 17:15, 20:16, 20:18, 22:20, 24:22, 28:22, 28:23. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 6/2, Robertas Pauzuolis 5, Matthías Árni Ingi- marsson 4, Þorkell Magnússon 4, Halldór Ingólfsson 4/1, Dalius Rasakevicius 2, Þórir Ólafsson 2, Pétur Magnússon 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (þar af fóru 4 aftur til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur. Mörk HK: Augustas Strazdas 6, Alexander Arnarson 6, Andrius Rackauskas 5, Elías Már Halldórsson 4, Már Þórarinsson 2. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17/2 (þar af fóru 4/1 aftur til mótherja), Björgvin Gústavsson 1/1 (þar af fór 1/1 aftur til mót- herja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Áhorfendur: Um 310. Staðan í suðurriðli: ÍR 4 4 0 0 119:95 8 Haukar 4 3 0 1 121:97 6 HK 5 3 0 2 132:135 6 FH 4 3 0 1 115:98 6 Stjarnan 4 1 1 2 101:110 3 Breiðablik 4 1 0 3 97:121 2 ÍBV 3 0 1 2 88:94 1 Selfoss 4 0 0 4 94:117 0 Bikarkeppni karla SS-bikarinn, 1. umferð: Stjarnan - Víkingur............................. 22:24 Markahæstir hjá Stjörnunni: Þórólfur Nielsen 5, Vilhjálmur Halldórsson 3, Agnar Jón Agnarsson 3, Björn Friðriksson 3. Markahæstir hjá Víkingi: Andri Berg Har- aldsson 8, Benedikt Á. Jónsson 5. Grótta/KR - FH.................................... 32:33 Mörk Gróttu/KR: Savukynas Gintaras 15, Brynjar Hreinsson 6, Magnús A. Magnús- son 5, Páll Þórólfsson 3, Kristján Þor- steinsson 2, Sverrir Pálmason 1. Mörk FH: Valgarð Thoroddsen 7, Magnús Sigurðsson 6, Guðmundur Pedersen 6, Arnar Pétursson 5, Svavar Vignisson 4, Ólafur Björnsson 2, Sigurður Þorsteinsson 2.  Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 24:24. Eftir fyrri framlenginu 28:28, og eft- ir aðra framlengingu, 32:32. Í bráðabana tryggði Arnar Pétursson FH-ingum sigur- inn. Selfoss - KA .......................................... 23:32 Mörk Selfoss: Ramunas Kalendauska 7, Ív- ar Grétarsson 4, Hjörtur Leví Pétursson 4, Ramunas Mikalonis 3, Haraldur Þorvarð- arson 2, Guðmundur I. Guðmundsson 2, Atli Vokes 1. Mörk KA: Andrius Stelmokas 14, Arnór Atlason 6, Ingileifur Axelsson 4, Bjartur Máni Sigurðsson 3, Árni B. Þórarinsson 2, Einar Logi Friðjónsson 1, Bergsveinn Magnússon 1, Magnús Stefánsson 1. Fylkir - Strumparnir........................... 35:15 Þýskaland Wallau-Massenheim - Flensburg ....... 35:37 Magdeburg - Wilhelmshavener .......... 34:22 Kiel - Minden ........................................ 32:24 Wetzlar - Lemgo................................... 20:32 Essen - Göppingen ............................... 31:20 Staðan: Kiel 7 6 1 0 216:179 13 Magdeburg 6 6 0 0 194:145 12 Flensburg 7 6 0 1 229:194 12 Hamburg 7 6 0 1 199:173 12 Nordhorn 5 5 0 0 159:120 10 Lemgo 7 5 0 2 224:194 10 Essen 6 4 0 2 171:150 8 Gummersb. 6 3 0 3 168:168 6 Großwallst. 4 2 1 1 94:100 5 Wallau 7 2 0 5 218:234 4 Wilhelmshav. 7 2 0 5 178:195 4 Pfullingen 6 2 0 4 159:182 4 Wetzlar 7 2 0 5 180:209 4 Kr-Östringen 6 1 0 5 163:186 2 Minden 6 1 0 5 150:176 2 Eisenach 6 1 0 5 152:180 2 Stralsunder 6 1 0 5 133:177 2 Göppingen 6 0 0 6 132:157 0 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Panathinaikos - Rangers .........................1:1 Pantelis Konstantinidis 87. - Moises Emer- son 35. - 13.718. Rautt spjald: Giannis Gou- mas, Panathinaikos 56. Stuttgart - Manchester Utd.....................2:1 Imre Szabics 50., Kevin Kuranyi 52. - Ruud van Nistelrooy (vítasp.) 67. - 53.000. Staðan: Rangers 2 1 1 0 3:2 4 Man. Utd 2 1 0 1 6:2 3 Stuttgart 2 1 0 1 3:3 3 Panathinaikos 2 0 1 1 1:6 1 F-RIÐILL: Porto - Real Madrid..................................1:3 Francisco Costinha 7. - Ivan Helguera 28., Santiago Solari 37., Zinedine Zidane 67. - 37.506. Marseille - Partizan Belgrad ..................3:0 Didier Drogba 62., 68., 85. - 56.825. Rautt spjald: Delibasic, Partizan 45. Staðan: Real Madrid 2 2 0 0 7:3 6 Marseille 2 1 0 1 5:4 3 Porto 2 0 1 1 2:4 1 Partizan 2 0 1 1 1:4 1 G-RIÐILL: Chelsea - Besiktas ....................................0:2 Sergen Yalcin 25.,29. - 32.957. Rautt spjald: Ilhan Mansiz, Besiktas 50. Lazio - Sparta Prag..................................2:2 Simone Inzaghi 46., (vítasp.) 60. - Libor Sionko 27., Karel Poborsky 35. - 30.000. Staðan: Lazio 2 1 1 0 4:2 4 Besiktas 2 1 0 1 2:2 3 Chelsea 2 1 0 1 1:2 3 Sparta Prag 2 0 1 1 2:3 1 H-RIÐILL: Ajax - Club Brugge...................................2:0 Wesley Sonck 11., 54. - 49.371. Celta Vigo - AC Milan ..............................0:0 - 27.000. Staðan: AC Milan 2 1 1 0 1:0 4 Ajax 2 1 0 1 2:1 3 Celta Vigo 2 0 2 0 1:1 2 Club Brugge 2 0 1 1 1:3 1 England 1. deild: Coventry - Crewe......................................2:0 Nottingham Forest - Preston ..................0:1 West Ham - Crystal Palace......................3:0 Staða efstu liða: Sheff. Utd 10 7 2 1 20:10 23 WBA 10 7 1 2 17:10 22 Wigan 10 6 3 1 14:6 21 2. deild: Sheffield Wed. - Notts County.................2:1 Swindon - Luton ........................................2:2 Austurríki Sturm Graz - Grazer AK ..........................2:1 Kärnten - Admira......................................2:0 HM-kvenna 8-liða úrslit: Brasilía - Svíþjóð ......................................1:2 Marta 44. - Svensson 23., Andersson 53.  Í nótt mætast Þýskaland - Rússland og Kína - Kanada. Logi heldur til Noregs og sér þartvo leiki. Fyrst sér hann Tryggva Guðmundsson í leik með Stabæk gegn Brann á laugardag og síðan sér hann Ríkharð Daðason í leik með Fredrikstad gegn Sande- fjord á útivelli á sunnudaginn. Ásgeir og Logi hittast síðan í Gautaborg á mánudaginn, þar sem þeir sjá leik IFK Gautaborg og Hammarby. Með Gautaborgarliðinu leikur varnarmaðurinn Hjálmar Jónsson og með Hammarby Pétur Hafliði Marteinsson. „Við Logi höfum gert nokkuð af því að undanförnu að fara út til að sjá landsliðsmenn okkar í leik og starfi. Þær heimsóknir hafa fallið í góðan jarðveg hjá strákunum, sem hafa kunnað að meta heimsóknir okkar,“ sagði Ásgeir. Landsliðsþjálfararnir koma síðan heim á þriðjudaginn og daginn eftir halda þeir til Þýskalands, þar sem landsliðshópurinn kemur saman til að undirbúa sig fyrir orrustuna gegn Þýskalandi í Hamborg laugardaginn 11. nóvember. Ásgeir og Logi á ferð og flugi næstu daga ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knatt- spyrnu, verða á ferð og flugi næstu daga, þar sem þeir sjá fjóra leiki í þremur löndum. Ásgeir fer til Englands og sér viðureign Stoke og Nottingham Forest á laugardaginn. „Ég mun ræða við Brynjar Björn Gunnarsson og vona að hann verði í leikmannahópi Forest,“ sagði Ásgeir. Morgunblaðið/Kristinn Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfarar hafa í mörg horn að líta. AGANEFND Knattspyrnusambands Íslands hefur veitt KA-mönnunum Þorvaldi Örlygssyni og Slobodan Mil- isic alvarlegar ávítur vegna ummæla þeirra í garð Kristins Jakobssonar, milliríkjadómara, eftir leik KA gegn ÍA í undanúrslitum bikarkeppninnar þann 17. september. Jafnframt er knattspyrnudeild KA sektuð um 20 þús- und krónur vegna atviksins. Starfsreglur aganefndar Samkvæmt 11. grein starfsreglna aganefndarinnar er „framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til úrskurð- ar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knatt- spyrnunnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík at- vik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslu dómarans eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega.“ Þorvaldur og Slobodan ávíttir og KA sektað KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - ÍS........................20.30 Reykjavíkurmót karla DHL-höllin: KR - ÍR.............................19.15 Reykjanesmót karla Njarðvík: Keflvík - Haukar ..................21:00 Njarðvík: Grindavík - Njarðvík ...........19:00 Í KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.