Morgunblaðið - 08.10.2003, Side 20

Morgunblaðið - 08.10.2003, Side 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ársfundur Háskólans á Akureyri 2003 Ársfundur Háskólans á Akureyri verður haldinn í sal háskólans í Þingvallastræti 23 föstudaginn 10. október næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 14:00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Skýrsla um starfsemi Háskólans á Akureyri árið 2002 og áætlun ársins 2003. Þorsteinn Gunnarsson, rektor. 2. Fjármál Háskólans á Akureyri árið 2002. Ólafur Búi Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri. 3. Umræður og fyrirspurnir. 4. Önnur mál. Á fundinum verður dreift ársskýrslu Háskólans á Akureyri fyrir árið 2002. Ársfundurinn er öllum opinn. STJÓRNIR hestamannafélag- anna Funa og Léttis fordæma niðurstöðu stjórnar LH þess efnis að stefnt skuli að samningum við Vindheimamela sf. varðandi stað- arval landsmóts hestamanna 2006. Félögin áskilja sér jafn- framt allan rétt til skaðabóta ef fram fer sem horfir varðandi staðarvalið 2006. Þetta er meðal þess sem fram kemur í opnu bréfi Funa og Léttis til stjórnar Landssambands hestamanna, eft- ir sameiginlegan fund stjórna fé- laganna í vikunni. Í bréfinu segir að ef samningar nást við Vind- heimamela sf., sem engin ástæða er til að ætla að náist ekki, verður mótsvæði Melgerðismela af 17 milljóna króna framlagi Eyjafjarðarsveitar og kostnaður meiri en mótshaldið skilaði og var séð fram á að með landsmóti 2006 yrði endum náð saman. Með ákvörðun þessari skilur stjórn LH félögin Funa og Létti eftir með fjárhagsskuld- bindingar fyrri tíðar og hefur af félögunum 17 milljónir sem fyrir greinir. Þá skal tekið fram að formaður LH hefur sagt, og vitnað í skýrslu mannvirkjanefndar LH máli sínu til stuðnings, að aðstandend- ur Melgerðismela hafi látið þá skoðun í ljós við nefndina að landsmótsstöðum þyrfti að fækka og landsmót ætti að halda á fjög- urra til sex ára fresti á hverjum stað. Þau orð féllu aldrei og eru hrein ósannindi, segir í bréfi Funa og Léttis. þau haldin annað hvert ár en ekki fjórða hvert eins og áður var. Það fyrirkomulag var samþykkt á landsþingi 1995 og frá þeim tíma hafa landsmót verið haldin til skiptis á Gaddstaðaflötum, Fáks- svæðinu, Vindheimamelum og Melgerðismelum. Félagslegt réttlæti fótum troðið Með ákvörðun stjórnar LH nú er félagslegt réttlæti fótum troðið en í reglum um undirbúning framkvæmda fyrir landsmót LH segir m.a. Við staðarval skal stjórn LH hafa til hliðsjónar fjár- hagslega hagkvæmni svo og yf- irsýn á félagslegt réttlæti. Mikið og varanlegt uppbyggingarstarf var unnið fyrir landsmótið 1998 og Akureyrarbæjar til frekari uppbyggingar svæðisins en sú upphæð er skilyrt því að lands- mót hestamanna 2006 verði haldið á Melgerðismelum. Ljóst er af þeim gögnum er lágu til grundvallar ákvarðana- töku á staðarvali þ.e. skýrslur Landsmóts ehf. og mannvirkja- nefndar LH að Melgerðismelar og Vindheimamelar eru lagðir að jöfnu og aðstandendum Melgerð- ismela sem og Vindheima-mela sf. er treyst til að standa að glæsi- legu mótshaldi. Þess má geta, segir ennfremur í bréfinu, að eftir að eyfirsku fé- lögin gengu úr LH var gerð sátt og félögin gengu aftur til liðs við samtökin. Sáttargerðin fólst m.a. í því að landsmótum var fjölgað og Stjórnir hestamannafélaganna Funa og Léttis fordæma niðurstöðu LH Mótssvæði félaganna verð- ur af 17 milljónum króna BETUR fór en á horfðist þegar afrennsl- isrör frá heitavatnskerfi fór í sundur í lofti biðstofu slysadeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri um kl. 06 í gærmorgun. Um 25–30 gráðu heitt vatn sprautaðist yfir biðstofuna og flæddi vatn inn á gang slysa- deildar og eina sjúkrastofu og inn á gang röntgendeildar. Einn hjúkrunarfræðingur og ræstitæknir voru á vakt þegar óhappið varð en biðstofan var mannlaus. Að sögn Hrafnhildar Lilju hjúkrunar- fræðings hafði vatnið sprautast úr rörinu í um hálfa klukkustund, þegar pípulagninga- maður spítalans kom til að loka fyrir rennslið. „Þá náði vatnið í ökkla, auk þess sem töluverð gufa var í biðstofunni og sá ég ekki handa minna skil,“ sagði Hrafnhildur, sem sagðist hafa hlaupið í gegnum vatns- gusuna í biðstofunni til að opna út. „Það var sem betur fer rólegt hér á deildinni,“ sagði Hrafnhildur. Slökkvilið og lögregla komu fljótlega á staðinn og eftir að búið var að loka fyrir vatnsrennslið, gekk vel að hreinsa upp mesta vatnið, með vatnssugum og sköfum. Ræstitæknar spítalans sáu svo um að ljúka verkinu. Arnór Þorgeirsson pípulagninga- maður á FSA sagði að þarna hefði farið ótrúlega vel og að skemmdir séu óveruleg- ar. Hann sagði að bæði slökkviliðs- og lög- reglumenn sem fjölmenntu á staðinn hefðu gengið hratt til verks við að hreinsa upp vatnið og staðið sig með miklum sóma. Vatn flæddi um slysa- deild FSA SVO gæti farið að Kaupfélag Ey- firðinga kæmi aftur að rekstri matvöruverslana á Norðurlandi og víðar á landinu. Kaupfélag Suð- urnesja hefur óskað eftir samstarfi við KEA um framtíðareignarhald á Samkaupum. Eins og fram hefur komið hefur Kaldbakur hf. selt 50,4% eignarhlut sinn í Sam- kaupum hf. til Kaupfélags Suð- urnesja svf., sem áður átti 49,6% í Samkaupum á móti Kaldbaki, sem er að stærstum hluta í eigu KEA. Stjórn KEA hefur falið Andra Teitssyni, framkvæmdastjóra fé- lagsins að taka upp viðræður við forsvarsmenn Kaupfélags Suð- urnesja – með það fyrir augum að tryggja sem best hagsmuni fé- lagsmanna KEA og aðra stað- bundna hagsmuni. Andri sagði að áður en kaupin á hlut Kaldbaks hefðu farið fram hefði Kaupfélag Suðurnesja leitað eftir samstarfi við KEA um kaupin. Af því varð ekki en Andri sagði að stjórn KEA hefði málið til skoðunar en að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun. Aðspurður sagði Andri ekki úti- lokað að KEA kæmi að Sam- kaupum og þá að rekstri mat- vöruverslana á þess vegum. Hann sagði að ekki væri um sérstök tímamörk að ræða „en ég geri ráð fyrir að Suðurnesjamenn vilji fá svör fljótlega“. KEA aftur í matvöruna? Börnin tefla | Skákfélag Akureyrar hefur reglulegar barna- og unglingaæfingar sín- ar nk.laugardag, 11. október kl. 13.30. Að- alþjálfari í vetur verður Björn Ívar Karls- son og er öllum krökkum í bænum boðið í Íþróttahöllina á skákæfingu. Að venju verða æfingar ókeypis í allan vetur. Lagfært við Lax- dalshús Morgunblaðið/Kristján UNDANFARNAR vikur hefur starfsfólk Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar unnið að end- urbótum á framlóðinni við Lax- dalshús, elsta hús bæjarins, sem stendur við Hafnarstræti í gamla innbænum. Grjóthleðsla framan við húsið er m.a. endurnýjuð og hækkuð og í gær voru þau Gunnar Th. Gunnarsson og Sigríður D. Jónsdóttir garðyrkjufræðingar að vinna við grjóthleðsluna. Fram- kvæmdin breytir mjög ásýnd húss- ins en vinnu við þennan áfanga er að ljúka. Stefnt er að því ljúka framkvæmdum á lóðinni á næsta ári. Laxdalshús mun hafa verið byggt 1795. Klemens Jónsson segir frá því í Akureyrarsögu sinni að kaupmaður að nafni Kyhn hafi lát- ið byggja húsið og verslun hans var rekin í húsinu um tíma. INGVILL Plesner félagsfræðingur fjallar um tilraunir fræðimanna til að svara hinu sígilda viðfangsefni félagsfræðinnar um það hver sé grundvöllur samfélagsins á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 8. október. Fyrirlesturinn verður fluttur í húsakynnum Háskólans á Akureyri í Þing- vallastræti 23, stofu 214 og hefst kl. 16.30. Ingvill mun í erindi sínu fjalla um þau gildi sem liggja til grundvallar starfi grunnskóla á Norðurlöndum eins og þau koma fram í lögum og námskrá skóla. Hvað heldur samfélaginu saman?       mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.