Morgunblaðið - 09.10.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kannski liggur vonin um björgun landbúnaðarins, með föðurlandsprjóni og ketáti, á bak
við þessa miklu aðdáun á Impregilo?
Ráðstefna um konur, stríð og öryggi
Heimurinn
kemur okkur við
HALDIN verðurráðstefna um kon-ur, stríð og öryggi
í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands laugardaginn 11.
október milli kl. 13 og 17.
Að henni standa Rann-
sóknarstofa í kvenna- og
kynjafræðum við HÍ,
Mannréttindaskrifstofa
Íslands og UNIFEM á Ís-
landi. Allir eru velkomnir
á ráðstefnuna og er að-
gangur ókeypis. Í
tengslum við ráðstefnuna
verður heimildarmynd
Grétu Ólafsdóttur og Sus-
an Muska Women, The
Forgotten Face of War
frumsýnd á morgun kl.
17.30.
– Hvert er tilefni ráð-
stefnunnar?
„Ráðstefnan er haldin í tilefni
af ástandi heimsmála, ekki aðeins
eins og það er í dag, heldur eins
og það hefur verið undanfarna
áratugi. Við höfum séð borgar-
styrjaldir í mörgum ríkjum Afr-
íku og á Balkanskaga, ástandið í
Afganistan og nú í Írak. Hug-
myndin að þessari ráðstefnu
kviknaði sl. vetur þegar Rann-
sóknastofa í kvenna- og kynja-
fræðum hélt málþing um orðræðu
um konur og stríð. Ákveðið var að
Rannsóknastofan, UNIFEM á Ís-
landi og Mannréttindaskrifstofa
Íslands stæðu fyrir ráðstefnu þar
sem Elisabeth Rehn fyrrum varn-
armálaráðherra Finna yrði fengin
til þess að kynna skýrslu UNI-
FEM um konur, stríð og frið, sem
kom út árið 2002.“
– Hvert er markmið ráðstefn-
unnar?
„Markmið ráðstefnunnar er að
vekja athygli á mikilvægi þess að
vel sé staðið að uppbyggingu á
átakasvæðum og að tekið sé tillit
til sjónarhorns kvenna, að þær
verði þátttakendur í uppbygging-
arstarfinu – og ekki síður að þær
taki þátt í friðarumleitunum. Á
þetta hefur verið lögð mikil
áhersla innan Sameinuðu þjóð-
anna. Það er leitast við að sam-
þætta jafnréttissjónarmið,
stefnumótun og ákvarðatöku á
vettvangi SÞ, en á ráðstefnunni
munu fræðimenn m.a. velta því
fyrir sér hvernig til hefur tekist.“
– Hver eru helstu þemu ráð-
stefnunnar og hverjr taka til
máls?
„Þátttakendur eru áðurnefnd
Elisabeth Rehn, fyrrum jafnrétt-
is- og varnarmálaráðherra Finn-
lands, en hún mun kynna skýrslu
UNIFEM, Women, War, Peace,
sem er úttekt á 14 átakasvæðum í
heiminum. Skýrslan var unnin af
Rehn og Ellen Sirleaf Johnson,
fyrrverandi forsetaframbjóðanda
í Líberíu, en þær höfðu sér til
halds og trausts hóp sérfræðinga.
Skýrslan er einmitt nýstárleg fyr-
ir það að þar er fjallað um nauð-
syn þess að konur komi að frið-
arumleitunum og uppbyggingu
eftir stríð og að konur hafi áhrif á
skipulag friðargæslu, svo nokkuð
sé nefnt. Aðrir sem
taka til máls eru Páll
Skúlason, rektor Há-
skóla Íslands, sem set-
ur ráðstefnuna. Þá
mun Ardiana Gijna
læknir og faraldsfræðingur frá
Kosovo flytja stutt ávarp, en var
hún túlkur Grétu Ólafsdóttur og
Susan Muska við gerð heimild-
armyndar þeirra Women, The
Forgotten Face of War, sem
verður sýnd í tilefni ráðstefnunn-
ar. Gijna var auk þess sjálf flótta-
maður í Kosovo og Albaníu. Þá
taka við fjórir fyrirlestrar þar
sem leitt er saman gagnrýnið
sjónarhorn fræðanna og reynsla
af vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Gréta Gunnarsdóttir, varafasta-
fulltrúi í fastanefnd Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, mun flytja
fyrirlestur um ályktun Öryggis-
ráðsins númer 1.325 en hún
fjallar um konur, öryggi þeirra og
friðargæslu, í ljósi stöðu jafnrétt-
ismála á vettvangi SÞ, en jafn-
réttismál hafa verið mjög til um-
ræðu á þeim vettvangi. Þórdís
Ingadóttir, lögfræðingur hjá New
York University og stundakenn-
ari við Háskóla Íslands, mun í
fyrirlestri sínum ræða um konur
og alþjóðadómstóla. Valur Ingi-
mundarson, dósent við Háskóla
Íslands, flytur fyrirlestur sem
hann nefnir Undir feðraveldi og
friðargæslu: Konur í Kosovo eftir
stríðið. Magnús Þ. Bernharðsson,
lektor við Willams College, skoð-
ar aftur á móti stöðu kvenna í
Írak og nefnir fyrirlestur sinn
„Frelsi“ hverra? Stríð, Írak og
staða kvenna. Elisabeth Rehn
tekur þátt í allri ráðstefnunni og
því fer hún fram á ensku.“
– Af hverju er mikilvægt að
halda ráðstefnu á borð við þessa?
„Vegna þess að heimurinn
kemur okkur við. Það skiptir okk-
ur máli hvort það er stríð eða frið-
ur í heiminum. Þessi ráðstefna er
tilraun til þess að benda á mik-
ilvægi þess að konur komi að frið-
arumleitunum, friðargæslu og
uppbyggingarstarfi að stríði
loknu. Íslendingar taka þátt í frið-
argæslu og við þurfum að ræða
hvort lögð sé nægjan-
leg áhersla á þátttöku
og hagsmuni kvenna.
Ráðstefnan er ætluð
öllum áhugasömum um
heimsmálin og fræðin,
jafnt körlum sem konum. Stríð og
friður kemur okkur öllum við og
þess vegna er mikilvægt að ræða
þessi mál.“
– Hvað getur þú sagt mér um
heimildarmyndina Women, The
Forgotten Face of War?
Hún fjallar um afleiðingar
stríðsins í Kosovo á konur. Þetta
er áhrifamikil mynd sem sýnir
svart á hvítu ömurleika stríðs.
Irma Erlingsdóttir
Irma Erlingsdóttir er fædd í
Reykjavík 1968. Hún lauk BA-
prófi í bókmenntum og frönsku
frá Háskóla Íslands 1992, lic-
enceprófi 1993, mastersprófi
1994 og DEA-prófi í bókmennt-
um frá Háskólanum París VIII
árið 1995. Hún var fastráðin
stundakennari í frönsku við HÍ
1997–2001. Deildarstjóri Rann-
sóknarstofu í kvenna- og kynja-
fræðum frá 1998–2000 og for-
stöðumaður síðan 2000. Irma er í
sambúð með Geir Svanssyni,
framkvæmdastjóra Nýlistasafns-
ins, og eiga þau tvær dætur.
Tillit tekið til
sjónarhorns
kvenna