Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega raðhús eða parhús í Garðabæ, á Seltjarnarnesi eða í Lindum í Kópavogi. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 588 9090 eða 861 8511. Raðhús/parhús óskast Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær eru einkum tvær meginniðurstöður í áliti Þórarins. Annars vegar sú að ekki séu lög- eða samningsbundnar heimildir fyrir skylduaðild að Lífeyrissjóði verslunarmanna og ekki sé hægt að knýja menn til að greiða þang- að iðgjöld. Hins vegar kemst Þór- arinn að því að skilyrði til skyldu- aðildar að lífeyrissjóði séu ekki fyrir hendi ef sjóðurinn á ekki fyr- ir heildarskuldbindingum sínum. „Það hefur verið sá skilningur uppi á milli ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins, og áður VSÍ, að samn- ingurinn árið 1969 um lífeyrismál, sem er grundvöllur núverandi líf- eyriskerfis, hafi náð til verslunar- manna á sama hátt og hann gerði til annarra félagsmanna ASÍ. Það var samningur sem ASÍ gerði fyrir hönd allra sinna aðildarfélaga. Undanfarin 34 ár hefur verið unn- ið eftir þessum samningi en í lögfræðiálitinu kemur fram algjör- lega ný túlkun á honum. Öll samn- ingsákvæði síðan, sem snúist hafa um lífeyrismál, nú síðast í samn- ingi í desember árið 2001 varðandi skyldugreiðslu atvinnurekanda vegna félagsmanna okkar, hafa náð til félagsmanna Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Að halda öðru fram er bara útúrsnún- FRAMKVÆMDASTJÓRI Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ), Gylfi Arnbjörnsson, segir að margt sem kemur fram í lögfræðiáliti Þór- arins V. Þórarinssonar fyrir Sam- tök atvinnulífsins um lífeyrissjóða- aðild komi sér og öðrum ASÍ-mönnum algjörlega í opna skjöldu, einkum sú túlkun að engin samningsákvæði séu til staðar um skylduaðild að Lífeyrissjóði versl- unarmanna. Í svipaðan streng tek- ur framkvæmdastjóri Landssam- taka lífeyrissjóða, Hrafn Magnús- son, sem telur að ýmislegt í álitinu sé „býsna langsótt“. ingur,“ segir Gylfi en minnir á að ASÍ hafi ekki fengið álitsgerðina alla í hendur, aðeins lesið úr henni í Morgunblaðinu. Hún verði skoð- uð nánar á næstunni, ásamt fulltrúum VR. Varðandi þá niðurstöðu í álitinu að skylduaðild sé ekki til staðar ef lífeyrissjóður eigi ekki fyrir skuld- bindingum sínum segir Gylfi það liggja ljóst fyrir að á árunum 1995 og 1996 hafi ASÍ og VSÍ samið sérstaklega um að ekki væri hægt að skylda fólk til að greiða í sjóði sem ætti ekki fyrir skuldbinding- um sínum. Miðað hafi verið við ákveðin lágmarksréttindi og 10% iðgjald. „Það ákvæði hefur verið í gildi síðan að ekki er skylduaðild að sjóðum sem ekki standast tryggingarfræðilega skoðun. Þetta ákvæði er virt og hefur meðal ann- ars stuðlað að sameiningu og hag- ræðingu í lífeyrissjóðakerfinu,“ segir Gylfi og telur að um þetta at- riði ríki enginn ágreiningur. Hrafn Magnússon segir álit Þór- arins í raun vera tvíþætt, annars vegar um aðild að Lífeyrissjóði verslunarmanna og hins vegar um skylduaðild almennt að lífeyris- sjóðum. Í þessum efnum séu uppi skiptar skoðanir meðal manna en landssamtökin hafi ekki tekið neina efnislega afstöðu til álitsins ennþá. Hrafn segir að skylduaðild- in sé geirnegld í lífeyrissjóðalög- unum og það sé „býsna langsótt“ túlkun hjá Þórarni að í kjarasam- ingum VSÍ og VR frá 1996 sé ekki að finna ákvæði um skylduaðild að lífeyrissjóðum á samningssviði ASÍ. „Þegar lögin um lífeyrissjóði voru sett árið 1997 var tekinn af allur vafi um skylduaðild launþega að starfandi lífeyrissjóðum. Þar voru sett inn ákvæði um hvað sjóð- um beri að gera ef skuldbindingar eru umfram eignir. Ef þær eru meira en 10% af eignum sjóðsins ber honum að grípa til aðgerða. Ef skuldbindingarnar eru á milli 5 og 10% í fimm ár samfellt ber sjóðn- um einnig að grípa til aðgerða. Að öðru leyti er ekki um neinar sér- stakar aðgerðir að ræða af hálfu sjóðanna og þetta á að mínu mati ekki að hafa neinar breytingar í för með sér á skylduaðild að sjóð- unum,“ segir Hrafn. Hann telur það koma til greina að leita eftir fleiri lögfræðilegum greinargerð- um um þau álitaefni sem fram komi hjá Þórarni. Lífeyrissjóðaálitið kemur ASÍ í opna skjöldu Niðurstöðurnar langsóttar segir tals- maður Landssamtaka lífeyrissjóða Hrafn Magnússon Gylfi Arnbjörnsson ÞAÐ er skammt „sellóanna“ á milli hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands þessa dagana. Í síðustu viku lék Erling Blöndal Bengtsson einleik með hljómsveitinni, en í kvöld verður það norski sellóleikarinn Truls Mørk. Hann leikur einleik með hljómsveitinni í nýjum sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímsson, en Hafliði samdi kons- ertinn sérstaklega fyrir Truls Mørk. Hafliði segir að helst megi lýsa nýja konsert- inum sem löngum og miklum einþáttungi. „Þegar á heildina er litið virkar konsertinn frekar friðsæll, en inn á milli eru alls konar upphlaup og uppátæki. Ég þekki nú hin og þessi brögð – það er mikilvægt í svona stóru verki að skapa ákveðna fjölbreytni, og flest það sem ég veit um sellóið kemur þarna fram. Það fær að syngja, nota pizzicat, þar sem streng- irnir eru plokkaðir, það eru alls konar tvígrip í verkinu, áttundir, hin og þessi upphlaup, þar á meðal kafli sem er svolítið staglkenndur og hraður. Alltaf kemur þó ró yfir verkið aftur, og það er kannski meira eins og löng gönguferð þar sem maður fer upp hóla og hæðir – það er töluvert um slíkt flatlendi, og ég vona að það sé ekki leiðinlegt.“ Hafliði segir að á meðan smíði verksins stóð hafi lítið norskt lag eftir Grieg sótt mjög á sig. „Þetta er fyrsta lagið sem ég spilaði sjálfur í út- varp, – lítil vögguvísa, og mér þótti hún ekki merkileg þá, og reyndar ekki enn. En af ein- hverjum undarlegum ástæðum sótti hún svo á mig, að ég var sífellt að bægja henni frá mér. Það kom þó að því að ég leyfði henni að vera með. Hún kemur þó ekki fram í heild sinni, heldur vitna ég í hana. Það eru bara tveir tónar, en þeir sem þekkja lagið gætu áttað sig á að það er aðeins verið að ýja að þessu gamla lagi, sem gæti allt eins verið þjóðlag. Það fer ekki illa á því, því verkið er samið fyrir Truls Mørk.“ Hef yndi af því að spila konsertinn Hafliði er sjálfur afbragðs sellóleikari, og að- spurður hvort ekki sé sérstakt að leika einleiks- konsert eftir annan sellóleikara segir einleik- arinn, Truls Mørk, það í raun mjög sjaldgæft. „Ef þú hugsar um alla stóru píanókonsertana, þá voru tónskáld þeirra jafnframt frábærir pí- anóleikarar. Oftast erum við sellóleikarar að leika konserta eftir tónskáld sem þekkja hljóð- færið hvorki til hlítar né tæknileg mörk þess. Það gerir það enn stórkostlegra að leika verk eftir tónskáld sem jafnframt er sellóleikari. Allt sem Hafliði skrifar í verkinu er vel úthugsað og tæknilega mögulegt. Á sama tíma er verk Haf- liða mjög ögrandi og afskaplega vel samið fyrir sellóið. Hann þekkir öll hljóð og öll litbrigði hljóðfærisins í þaula. Þetta er mjög erfitt verk, og mjög fallegt. Tónmál Hafliða er mjög per- sónulegt og það heyrir maður vel; – en engu að síður er verkið í sterku sambandi við hefðina. Mér finnst Hafliði einmitt mjög frumlegur í því hvernig hann nýtir hefðina á mjög persónu- legan og nútímalegan máta. Sjálfur hef ég mik- ið yndi af að spila konsertinn; þetta er ljóðrænt verk, hlaðið tilfinningu.“ Truls Mørk þekkir síðasta einleikara hljóm- sveitarinnar, Erling Blöndal Bengtsson, vel, en faðir Mørk, sem einnig er sellóleikari, var nem- andi Erlings. Truls Mørk segir varla hægt að greina mun á kynslóðum meðal núlifandi selló- leikara; Erling Blöndal Bengtsson sé dæmi um mjög nútímalegan sellóleikara, þótt hann sé kynslóðinni eldri. „Það þarf að fara lengra aftur til að greina kynslóðamun. Ef þú hlustar til dæmis á upptökur með leik Pablo Casals frá fjórða áratugnum, þá heyrirðu að þar er önnur leiktækni notuð, og aðrar aðferðir notaðar við að leysa tækniþrautir, þótt Casals hafi verið gríðargóður hljóðfæraleikari. Sellóleik og leik- tækni hefur fleygt fram síðan þá. Fiðlu- og pí- anóleikur tók þróun í leiktækni út öld fyrr; – sellóið hefur komið mun síðar, og margt í leik- tækni dagsins í dag fremur nýtt.“ Truls Mørk segir frumflutninginn á selló- konsert Hafliða Hallgrímssonar eitt af sínum stærstu og mest spennandi verkefnum í vetur. „Það er alltaf gaman að frumflytja verk, og ég vona að ég eigi eftir að geta ferðast með kons- ert Hafliða og spilað hann með hljómsveitum víða.“ Þess má geta að verk Hafliða er samið fyrir tilstuðlan Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Fíl- harmóníusveitarinnar í Ósló og Skosku kamm- ersveitarinnar, sem Hafliði hefur unnið mikið með, enda búsettur í Skotlandi. Truls frumflutti konsertinn á tónleikum norsku Fílharmón- íunnar á föstudaginn og mun leika hann með Skosku kammersveitinni síðar á þessu ári. Ríkisútvarpið sendir tónleikana út í beinni útsendingu að vanda, en í þetta skiptið verða hlustendur óvenju margir, því tónleikarnir eru jafnframt sendir um gjörvalla Evrópu í sam- vinnu við Samband evrópskra útvarpsstöðva, EBU. Þrettán lönd höfðu bókað þátttöku sína í gær, þar á meðal Norðurlöndin, Eystrasalts- löndin, Frakkland, Pólland og Ungverjaland. Truls Mørk kveðst sérstaklega ánægður með að verk Hafliða skuli fá svo fjölmennan áheyr- endahóp strax, og tónskáldið samsinnir því: „Það er auðvitað gott að það heyrist í manni. Þó er maður alltaf upptekinn af því hvort verkið uppfylli innri kröfur hjá manni sjálfum. Það verður aldrei, því manneskjan er ófullkomin. En maður verður þó að halda áfram að reyna.“ Fyrir tónleikana ætla þeir að kynna verkið, og hefst kynningin kl. 18.30. Tónleikarnir hefj- ast svo kl. 19.30. Önnur verk á efnisskránni verða Fantasía eftir Ralph Vaughan-Williams um stef eftir Thomas Tallis og Sinfónía nr. 2 eftir Beethoven. Rumon Gamba stjórnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafliði Hallgrímsson og Truls Mørk. Á milli þeirra, baka til, er hljómsveitarstjórinn, Rumon Gamba. Truls Mørk frumflytur sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímsson á Sinfóníutónleikum í kvöld Gönguferð um hæðir, hóla og flatlendi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi karlmann um fertugt í eins árs fangelsi fyrir innbrot, þjófnað, eignarspjöll, skjalafals og ölvunar- akstur. Hálfþrítugur samverkamað- ur hans í nokkrum afbrotanna var dæmdur í hálfs árs fangelsi og tvítug stúlka sem falsaði og seldi ávísanir í samstarfi við þá hlaut 30 daga skil- orðsbundinn dóm. Í innbrotunum var stolið skartgripum og margs konar munum fyrir rúmar 6 milljónir kr. Elsti maðurinn var sviptur öku- rétti í 12 mánuði og ber hann kostn- að upp á 300 þúsund krónur vegna málsvarnarlauna og bóta. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari dæmdi málið. Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, sótti málið fyrir ákæruvaldið. Eins árs fangelsi fyrir auðg- unarbrot

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.