Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 14
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEKKTUR og reyndur blaðamaður við franska
dagblaðið Le Monde hefur verið rekinn úr starfi
eftir að hann gaf út bók þar sem hann gagnrýndi
m.a. ritstjóra blaðsins.
Daniel Schneidermann er 45 ára gamall og
hefur skrifað dálka sem birtast á fjölmiðlasíðum
Le Monde. Í liðinni viku var hann kallaður fyrir
aganefnd og honum tjáð að bók hans „Fjölmiðla-
martröðin“ bryti gegn siðareglum franskra
blaðamanna. Honum var síðan sagt upp á
fimmtudag.
Hin ýmsu fagfélög franskra blaðamanna hafa
tekið upp hanskann fyrir Schneidermann. „Þetta
er einstök ákvörðun í sögu blaðsins,“ sagði eitt
stéttarfélagið og vísaði til þess að hún skapaði
fordæmi þar eð hún kvæði á um að til væri
ákveðin tegund „hugsunarglæpa“.
Bók Schneidermanns er ein allsherjar árás á
dagblöð í Frakklandi. Í kaflanum um Le Monde
víkur Schneidermann að viðbrögðum ráðamanna
Le Monde við eldri bók er nefnist „Hið hulda
andlit Le Monde“. Sú bók er eftir þá Pierre Péan
og Philippe Cohen en í henni ráðast þeir með
sérlega óvægnum hætti gegn stjórnendum Le
Monde.
Schneidermann segir í nýju bókinni að ráða-
menn Le Monde hafi valið að bregðast ekki við
gagnrýninni á opinn og fölskvalausan hátt. Þess í
stað hafi þeir hagað sér eins og „glæpaklíka á
Sikiley“. Schneidermann segir að hann hafi reynt
að koma á rökræðu höfundanna tveggja og að-
alritstjóra Le Monde í þætti sem hann stýrir
vikulega í franska sjónvarpinu. Ritstjórinn,
Edwy Plenel, hafi hins vegar brugðist við með
eftirfarandi hætti: „Við verðum að vita með
hverjum þú stendur Schneidermann. Ert þú með
okkur eða á móti?“
Gagnrýni Schneidermanns er í samræmi við
þá sem þeir Péan og Cohen birtu. Þeir líkja Le
Monde við Prövdu, hið gamla málgagn sovéska
kommúnistaflokksins. Ritstjórinn, fram-
kvæmdastjórinn, Jean-Marie Colombani og
stjórnarformaðurinn, Alain Minc, ráði öllu á
blaðinu og þar ríki „andrúmsloft óttans.“
Le Monde hefur hafið málarekstur gegn höf-
undum og útgefendum bókarinnar „Hið hulda
andlit Le Monde.“ Hún kom út í mars í ár og
hefur náð metsölu. Tvær bækur til viðbótar hafa
nýlega komið út um Le Monde og koma svipaðar
áskanair fram í þeim; stjórnendur eru sagðir
hrokafullir og yfirgangssamir.
Rekinn fyrir að gagnrýna ritstjórann
Paris. AFP.
KONUR í Hamborg eiga góða daga
í vændum en nú hillir undir, að þær
þurfi ekki framar að draga á eftir
sér nöldrandi eiginmenn í versl-
unarferðum.
Krá ein í borginni, Nox Bar, hef-
ur komið upp sérstöku „karlalandi“
þar sem boðið er upp á bjór, heita
rétti, knattspyrnuleiki í sjónvarpi
og ýmislegt annað til að hafa ofan
af fyrir körlunum meðan eigin-
konur eða vinkonur þeirra stunda
það, sem þeim þykir skemmtileg-
ast, verslunarferðir. Sagði frá
þessu á fréttavef BBC, breska rík-
isútvarpsins, í gær.
„Konurnar fá kvittun frá okkur
þegar þær koma með karlana og
verða síðan að framvísa henni þeg-
ar þær koma til að sækja þá,“ sagði
kráareigandinn, Alexander Stein.
Sagðist hann hafa fengið hugmynd-
ina frá konu, sem oft hefði skilið
karlinn sinn eftir hjá honum meðan
hún fór í búðir.
„Henni fannst það svo stressandi
að vera með hann og þetta reyndist
vera lausnin fyrir þau bæði,“ sagði
Stein.
Fyrir 10 evrur, um 890 ísl. kr., fá
karlarnir eina heita máltíð, tvö
bjórglös, knattspyrnu í sjónvarpi
og mega leika sér í tölvuleikjum.
„Í síðustu viku fengu þeir að
spreyta sig á fjarstýrðum bíl og í
næstu viku verður það lítil kapp-
akstursbraut.“
Vilja jafnvel vera lengur
Stein segir, að fyrstu vikuna hafi
hann verið með 20 karla í gæslu en
síðastliðinn laugardag hafi verið
komið með 27. Segir hann, að sumir
hafi verið dálítið feimnir í fyrstu en
samlagast fljótt og verið hinir
ánægðustu þegar þeir voru sóttir,
vildu jafnvel vera lengur.
„Þetta er miklu skemmtilegra en
að ráfa um verslanir, svo mikið er
víst,“ sagði einn karlanna.
Karlinn í gæslu
meðan konan verslar
AP
Það er alla jafna mikið líf á þýskum krám, ekki síst við lok hinnar hefð-
bundnu Októberhátíðar, þar sem þessi þjónustustúlka hélt á lofti svuntunni
sinni þegar dagsverkinu var lokið.
TVEIR Bandaríkjamenn munu
skipta með sér Nóbelsverðlaununum
í efnafræði á þessu ári. Fá þeir þau
fyrir að sýna fram á hvernig vatn og
salt berast á milli frumna.
Uppgötvanir lífefnafræðinganna
Peters Agre, 54 ára, og Roderick
MacKinnons, 47 ára, eru sagðar sér-
staklega mikilvægar fyrir baráttuna
gegn ýmsum sjúkdómum og sérstak-
lega þeim, sem herja á nýru, hjarta,
vöðva- og taugakerfið. Snúast þær
um það hvernig vatn og salt berast
inn í og út úr frumum og hvernig raf-
boð í taugafrumum verða til og hvern-
ig þau berast áfram.
Nefnt er í þessu sambandi, að vafa-
laust megi rekja þau mörgu dauðsföll,
sem hitarnir í Evrópu ollu í sumar, til
vandamála varðandi vökvajafnvægi í
líkamanum. Því sé mjög líklegt, að
aukinn skilningur á vatnsflutningi
milli frumna muni auðvelda viðbrögð
við ofþornun í framtíðinni.
Nóbelsverðlaunin hafa yfirleitt fall-
ið í skaut mönnum, sem hafa unnið
langan dag og gert sínar merkustu
uppgötvanir fyrir löngu, en Agre
vann sitt afrek 1988 og MacKinnon
fyrir aðeins fimm árum, 1998. Að því
leyti er hann einstæður í annálum
Nóbelsverðlaunanna.
Vatns- og jónarásir
Agre tókst að einangra eggjahvítu-
efni í frumuvegg og það reyndist vera
vatnsrásin, sem menn höfðu lengi leit-
að að. Nú er unnt að fylgjast með ferð
vatnssameindar í gegnum frumu-
vegginn og menn vita nú hvers vegna
rásin hleypir engum öðrum sameind-
um í gegn. Mackinnon uppgötvaði aft-
ur á móti jónarásina, sem hleypir að-
eins salti í gegn, en jónarásir tempra
eða stýra hjartslætti og hormóna-
myndun og í þeim verða til rafboðin,
sem gera flutning upplýsinga um
taugakerfið mögulegan.
Tveir Bandaríkjamenn fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði
Flutningur vatns milli frumna
Stokkhólmi. AFP.
Roderick
MacKinnon
Peter
Agre
SKÝRT var frá því í gær að Banda-
ríkjamaðurinn Robert F. Engle og
Bretinn Clive W.J. Granger hlytu
Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyr-
ir að þróa nýjar tölfræðilegar aðferð-
ir til að reikna út hagfræðilegar
tímaraðir. Engle, sem er sextugur,
starfar við háskólann í New York og
Granger, sem er 69 ára, er hjá Kali-
forníuháskóla í San Diego.
Í umsögn verðlaunanefndarinnar
segir að rannsóknir þeirra séu not-
aðar til að safna upplýsingum um
þróun hagstærða og til að prófa
kenningar í hagfræði. Slíkar tíma-
raðir sýna t.d. þróun vergrar lands-
framleiðslu, verðs, vaxta, hlutabréfa-
verðs. Þessar rannsóknir séu
mikilvægar vegna þess að flökt á
hlutabréfamarkaði getur haft áhrif á
hlutabréfaverð o.fl. Þær auðveldi
hagfræðingum að gera hagspár og
meta hvernig fjárfestingum á fjár-
málamarkaði kunni að vegna.
Nóbelsverðlaunin í hagfræði eru
þau einu, sem ekki var getið um í
erfðaskrá Alfreds Nobels, sem fann
upp dínamítið. Sænski seðlabankinn
stofnaði til verðlaunanna árið 1968
en þau eru afhent samhliða öðrum
Nóbelsverðlaunum sem hafa verið
veitt frá árinu 1901.
Nóbelsverðlaun í hagfræði
Rannsóknir
á tímaröðum
Stokkhólmi. AFP.
VANGAVELTUR eru um að Jó-
hannes Páll II páfi fái friðarverð-
laun Nóbels þetta árið fyrir harða
andstöðu sína
gegn hernaðar-
aðgerðum
Bandaríkja-
manna og fleiri
þjóða í Írak.
Tilkynnt
verður á morg-
un, föstudag,
hver hlýtur
verðlaunin en
það er nefnd á
vegum norska
Stórþingsins sem ákveður hver
þau fær.
Ítalska blaðið Corriere della
Sera fjallaði í löngu máli í gær um
það hvers vegna páfi ætti að hljóta
verðlaunin. M.a. var vísað til þess
að enginn páfi hefði hlotið þessi
verðlaun og í ljósi þess að Jóhann-
es Páll II sé orðinn 83 ára og far-
inn að heilsu kunni þetta að vera
síðasta tækifærið sem gefst til að
veita honum þessi verðlaun.
Blaðið segir að það kunni að
auka líkur á að páfi hljóti verð-
launin, að Gunnar Stålsett, biskup
í Ósló, hafi hætt í úthlutunar-
nefndinni í fyrra en Stålsett hefur
gagnrýnt páfa fyrir íhaldssemi,
einkum varðandi getnaðarvarnir.
Á móti komi að meirihluti nefnd-
armanna sé konur og afstaða páfa
til fóstureyðinga, getnaðarvarna,
samkynhneigðar og hlutverks
kvenna innan kirkjunnar, sé vel
þekkt.
Páfagarður hefur komið því á
framfæri að Jóhannes Páll II verði
viðstaddur verðlaunahátíðina 10.
desember ef hann hlýtur verðlaun-
in, jafnvel þótt háttsettir kardínál-
ar virðist að undanförnu hafa verið
að búa kaþólikka undir að ævi páfa
kunni brátt að ljúka.
Fær páfi
friðar-
verðlaun?
Róm. AFP.
SAMKVÆMT nýjum útreikn-
ingum norska ríkisolíufyrir-
tækisins Statoil kann að vera
allt að 6 milljörðum fata meiri
vinnanlega olíu að finna í
norskri lögsögu en gert er ráð
fyrir í útreikningum Olíumála-
stofnunar Noregs, sem birtir
voru í júní. Miðað við núverandi
heimsmarkaðsverð væru þess-
ar viðbótarolíubirgðir um
10.000 milljarða ísl. króna virði,
eftir því sem greint er frá í vef-
útgáfu Aftenposten. „Við telj-
um nú að það finnist 28,3 millj-
arðar fata af olíu og gasi í
norskri lögsögu,“ segir Tor
Fjæran, olíuleitarstjóri Statoil.
Frakkar fá
tiltal ESB
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins (ESB) hóf
í gær næsta stig þrýstiaðgerða
á stjórnvöld í Frakklandi að
taka sér tak, ætli þau sér ekki
að brjóta skilmála svonefnds
stöðugleikasáttmála Efnahags-
og myntbandalagsins, EMU. Í
tilkynningu framkvæmda-
stjórnarinnar er því slegið
föstu að franska ríkisstjórnin
hafi „ekki gripið til skilvirkra
ráðstafana“ til að draga úr fjár-
lagahalla. Samkvæmt fyrstu
viðvörun sem framkvæmda-
stjórnin hafði áður sent stjórn-
völdum í París var þeim gefinn
frestur til loka síðustu viku til
að tilkynna hvað þau hygðust
taka til bragðs til að afstýra því
að fjárlagahallinn verði á þessu
ári yfir 3% af vergri þjóðar-
framleiðslu, en skv. reglum
EMU um aga í ríkisfjármálum
aðildarríkjanna ber hallanum
að vera innan þessara marka,
ella eigi viðkomandi land háar
sektir yfir höfði sér.
Bush vantrú-
aður á lausn
GEORGE W. Bush Banda-
ríkjaforseti sagðist í fyrrakvöld
efast um að rannsókn sem hafin
er á því hvaða háttsetti stjórn-
arliði lak nafni CIA-njósnara til
fjölmiðla muni nokkurn tímann
upplýsa málið. Hann sagðist þó
vilja vita sannleikann í málinu.
Starfsfólki Hvíta hússins var
gefinn frestur til kl. 21 á þriðju-
dag (að ísl. tíma) til að afhenda
rannsakendum gögn sem gætu
tengzt „lekamálinu“.
STUTT
Norð-
menn enn
ríkari?