Morgunblaðið - 09.10.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.10.2003, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 21 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is firá›laus VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar BlueTooth tækni fyrir GSM Velkomin á 21. öldina w w w .d es ig n. is © 20 03 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Dömustígvél Svört og brún St. 36-41 Verð áður 12.995 Verð nú 7.995 Borgarnesi | Á fræðslunefndar- fundi 6. október sl. var lagt fram bréf undirritað af foreldrum frá 12 sveitaheimilum í Borgarbyggð þar sem þeir mótmæla breyttu skipulagi í Skólaskjólinu. Í haust var ákveðið að hafa Skjólið opið eftir að skóla lýkur á daginn og miða við að þar væru í heilsdags- skóla börn úr 1. til 4. bekk. For- eldrar sækja sérstaklega um fyrir börn sín. Þessi tilhögun hefur ekki mælst vel fyrir hjá foreldrum barna úr dreifbýlinu sem óska eft- ir því að þeirra börn eigi athvarf í Skjólinu eins og verið hefur, óháð skráningu. Í haust var Axel Vatns- dal ráðinn forstöðumaður Skóla- skjólsins og er hann fyrsti karl- maðurinn sem gegnir þessu starfi, en auk hans starfa þar stuðnings- fulltrúar úr grunnskólanum. Í Skjólinu eru liðlega 20 börn og skiptist starfið í frjálsan leik úti og inni, skipulagt starf, s.s. fönd- ur, leiki og göngu- og kynn- isferðir, auk heimanáms. Nánar má lesa um starfsemi Skólaskjóls- ins á heimasíðu skólans, http:// www.grunnborg.is. Umdeildar breytingar Morgunblaðið/Guðrún Vala Gaman: Salvör Svava, Friðný Fjóla, Valdís, Ester Alda og Guðrún Hildur hlusta á Axel lesa í Skólaskjólinu. Foreldrar á sveitaheimilum mótmæla breyttu skipulagi ATVINNA mbl.is Hveragerði | Rekstrarvanda Heilsustofnunar NLFÍ Í Hvera- gerði bar hæst á Landsþingi Nátt- úrulækningfélagsins, sem haldið var á stofnuninni um síðustu helgi. Landsþing eru haldin á tveggja ára fresti og tekur þingið allar mik- ilvægar ákvarðanir til næstu tveggja ára. Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ, sagði að menn hefðu áhyggjur af áframhaldinu og óbreytt ástand væri ávísun á hættu í rekstrinum. Ennfremur sagði Gunnlaugur að allir væru sammála um mikilvægi stofnunarinnar í heil- brigðisþjónustu landsmanna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að rekstrargrundvöllur stofnunarinnar verði tryggður. Nú verður lagst yfir málefni stofnunarinnar og unnið að því að ná utan um reksturinn með sómasamlegum hætti. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Heilsustofnunar, mun á næsta vori láta af störfum og var þetta síðasta landsþing sem hann situr sem slíkur. Árni notaði tæki- færið og rakti þær framkvæmdir og þá vinnu sem farið hefur fram í tíð hans sem framkvæmdastjóri. Hann lýsti byggingarframkvæmdum, stofnun starfsmannafélags, bættum aðbúnaði starfsfólks og mörgu fleiru. Árni sagðist vera stoltur af fjölmörgum verkum sínum og óhætt er að taka undir þau orð Árna því grettistaki hefur verið lyft í hans stjórnartíð. Árni sagði einnig að hann liti á starfsfólkið sem vini sína og segir það ef til vill allt um starfs- og stjórnunarhætti Árna og alveg er ljóst að margir eiga eftir að sakna Árna þegar hann lætur af störfum á næsta ári. Rekstrar- vanda Heilsu- stofnunar bar hæst hjá NLFÍ Óbreytt ástand ávísun á hættu í rekstrinum segir formaðurinn Hveragerði | Umfangsmikil vígsla fer fram á hverju hausti í grunnskól- anum þegar eldri nemendur bjóða yngstu nemendur elsta stigs vel- komna í sinn hóp. Hugmyndaflugið er látið ráða og í ár var nemendum m.a. boðið upp á konfekt fyllt með kavíar, sem nemendur útbjuggu sjálfir. Nokkru eftir að vígslan hefur farið fram er Rósaballið haldið. Þá er skól- inn skreyttur rósum hátt og lágt, sem fengnar eru frá garðyrkjubændum hér í Hveragerði. Kertaljósum er rað- að upp á svölunum og nær kertakeðj- an marga tugi metra. Nemendur 10. bekkjar sækja síðan nemendur 8. bekkjar heim og fylgja þeim á dans- leikinn. Í ár voru nokkrir sóttir á limósínu, einhverjir á venjulegum bíl- um og enn aðrir á bílum sem voru í fylgd stórra mótorhjóla. Það voru því stjörnur í augum sumra þegar þeir mættu á ballið. Kosningar höfðu farið fram meðal nemenda og voru úrslit kunngerð á ballinu. Kosnir voru m.a. flottustu rassarnir, kyssilegustu varirnar, mesta dúllan, gúmmígæi og -gella, snyrtipinni ársins, flottasta hárið, ný- nemi ársins og fleira. Nýjungin í ár var að nú í fyrsta sinn var kosinn bókaormur ársins. Þrjár voru tilnefndar, þær Þorgerður Arnþórsdóttir, Guðrún Helga Sigurð- ardóttir og Katrín Þóra Eyvind- ardóttir. Katrín Þóra fékk flest at- kvæði og hlaut þennan titil í ár. Kynnar kvöldsins voru að venju fyrr- verandi nemendur, sem luku námi sl. vor og í ár voru það Guðrún Magnea Guðnadóttir, Heiðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Sæmundsdóttir og Krist- ján Sveinsson sem sáu um kynningar og krýningar. Nemendur úr 9. bekk sáu um skemmtiatriði, á milli krýninga og var boðið upp á frábæra tískusýningu, þar sem sumir strákarnir klæddust kjólum og vöktu mikla kátínu áhorf- enda. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Þrjár tilnefndar: Katrín Þóra, Guðrún Helga og Þorgerður voru tilnefndar sem bókaormur ársins. Útnefninguna hlaut Katrín Þóra Eyvindardóttir. Höfðinglegar móttökur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.