Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 26

Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÍLDARMINJASAFNIÐ áSiglufirði hefur verið til-nefnt til Evrópsku safna-verðlaunanna 2004. Það er safnaráð, skipað af mennta- málaráðuneytinu, sem tilnefnir, en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt safn tekur þátt í þessari samkeppni. Verðlaunin eru veitt árlega, athygl- isverðustu söfnum álfunnar, og hafa verið við lýði í 25 ár. Dómnefnd und- ir forystu hollenska safnamannsins Wims van der Weiden sótti safnið heim í sumar til að skoða það með eigin augum. Örlygur Kristfinnsson safnstjóri sagði við það tækifæri að tilnefningin væri gífurlega mikilvæg viðurkenning fyrir safnið. Að- spurður hvað söfn þyrftu að hafa til að bera til að eiga möguleika á að hreppa verðlaunin, sagði Wim van der Weiden, að þar kæmi margt til. „Fyrst af öllu þarf safnið að vera nýtt, eða nýlega endurgert. Gömul söfn koma því ekki til greina. Þetta er skiljanlegt þegar haft er í huga að í Evrópu eru um 38 þúsund söfn, og það yrði ómögulegt að leyfa þeim öll- um að keppa í hvert sinn. Með þessu fyrirkomulagi eru um 60 ný söfn til- nefnd á hverju ári. Þetta er grund- vallarskilgreining til að safn komi til greina. Þá spyrjum við okkur að því hvaða þýðingu safnið hafi fyrir al- menning og það umhverfi sem það er í; hvað safnið gerir til að koma til móts við gesti sína. Þetta getur verið mjög mismunandi eftir söfnum, og þess vegna verður að skoða hvert safn fyrir sig. Þetta þýðir það að hvaða safn sem er, jafnvel lítið safn á borð við þetta, á stað langt frá al- faraleið, getur haft alveg jafnmikla þýðingu fyrir gesti sína og stórt safn í stórborg fyrir sína gesti. Það getur verið erfitt fyrir okkar fimmtán manna dómnefnd að meta þetta, en eftir að við skoðum söfnin í litlum hópum, tekur það dómnefndina tvo og hálfan dag að fara yfir öll gögn, lesa skýrslur þeirra úr dómnefnd- inni sem skoðuðu viðkomandi safn, lesa bæklinga og gögn, skoða mynd- ir og ræða málin, þar til niðurstaða næst.“ Söfnin endurspegla Evrópu Wim van der Weiden segir að önnur söfn sem tilnefnd eru nú end- urspegli vel fjölbreytnina og það sem best er gert í evrópskum safna- heimi í dag. Söfnin eru allt frá því að vera ristastór til miklu minni safna en Síldarminjasafnið er. Þetta eru listasöfn, menningarsögusöfn, iðn- söfn, búningasöfn og allt þar á milli að sögn van der Weidens. „Ég skoðaði til dæmis fyrr á árinu fimm mjög lítil söfn í Frakklandi í þorpum sem ég hafði aldrei heyrt minnst á, og þangað lágu ekki einu sinni almenningssamgöngur. Í fyrra var ég svo á Englandi, þar sem ég skoðaði stór söfn í alfaraleið, Stríðs- minjasafn heimsveldisins með nýja helfarardeild, Victorian Albert safn- ið og fleiri stór söfn, þar sem við gát- um tekið strætisvagn frá einni bygg- ingu til annarrar. Þannig eru aðstæður safnanna gríðarlega ólíkar og umhverfið ólíkt, en þó geta þau uppfyllt okkar kröfur hvert á sinn hátt. Þetta er ekki spurningin um hvaða safn er stærst og flottast. Það er alltaf jafngaman að skoða þau söfn sem tilnefnd eru, því þau end- urspegla Evrópu á svo skemmti- legan og fjölbreyttan máta, allt frá Síberíu til Azoreyja og frá Kýpur til Íslands.“ Wim van der Weiden segist enn verða var við fólk sem sæki ekki söfn, einfaldlega vegna þess að það haldi að þau séu leiðinleg – einhvers konar geymslur fyrir gamalt dót. „Sumir halda enn að á safni sé ekk- ert annað að sjá en gamalt dót í gler- kössum. En hér erum við á Síld- arminjasafninu á Siglufirði og sjáum að þetta er alls ekki rétt. Þetta er mjög lifandi umhverfi, og það sama á við um önnur nútímasöfn. Mörg söfn eru til dæmis mjög gagnvirk og hafa tekið tölvurnar í sína þjónustu og aukið möguleika gesta sinna til að skemmta sér og fræðast svo um munar. Ég man til dæmis eftir mjög skemmtilegum tölvuleik hönnuðum fyrir safn, og hann fólst í því að þú þurftir að finna út hve margar pödd- ur svala þurfti að gleypa til að lifa af. Eftir þann leik gleymir maður því aldrei að svala þarf að éta minnst 13 skordýr á mínútu til að komast af. Ég þurfti að gera þetta sjálfur með stýripinna við tölvuna, og það var hreint ekki auðvelt! Maður sér sífellt meira af svona skemmtilegheitum á söfnum. Almennt eru söfn nú til dags alls ekki leiðinleg.“ Höfðað til allra skilningarvita Wim van der Weiden segir að að- alsmerki og kjarni hvers safns sé að gestir þess upplifi það sem safnið snýst um. Það sé ekki nóg að horfa, eins og áður fyrr á gamla dótið í glerkössunum, nú sé reynt að höfða til allra skilningarvitanna, þannig að safnskoðunin verði margþætt lífs- reynsla sem sé þeim sem hana upp- lifir sérstök. Enn eitt atriði sem Wim van der Weiden segir dómnefnd skoða vand- lega hjá þeim söfnum sem tilnefnd eru tengsl þeirra við umhverfi sitt og samfélag. Eins og í öðru getur breiddin þar verið mikil. Þar er um að ræða staðbundin söfn á litlum stöðum, og líka söfn sem þjóna eiga heilu þjóðunum og jafnvel alþjóð- legum gestum. „Síldarminjasafnið hefur ljóslega mjög mikla þýðingu Siglufjörð og Siglfirðinga, h stór og merkur hluti sögu b sagður. Síldarminjasafnið h líka mikla þýðingu fyrir ísle þjóðina alla, því síldartímab mikið að segja í atvinnu- og ingarsögu þjóðarinnar allra safn getur líka auðveldlega enn fleiri, einfaldlega vegna það er lifandi, fróðlegt og sk legt. Og svo var síld auðvita víða annars staðar í heiminu Útrás Síldarminjasaf Í kjölfar tilnefningar Síld arminjasafnsins til Evrópsk verðlaunanna 2004 hefur sa verið boðið að kynna starfse lendum vettvangi. Örlygur Kristfinnsson sa var þátttakandi á ráðstefnu á Írlandi í byrjun septembe sem fundað var um fjölþjóð starf tengdu menningararfi styrkt er af Evrópusamban kynnti Örlygur Síldarminja máli og myndum, lýsti sögu bakgrunni þess og sameigin reynslu fjölmargra Evrópu síldveiðum og markaðsmálu síðustu lýsti hann ýmsum fj legum samstarfsmöguleiku firskum sjónarhóli en Írar h nokkurn áhuga á að tengjas í þeim efnum. Fyrirmyndaruppbyg Síldarminjasafninu var e boðið að taka þátt í ráðstefn ,,The Best in Heritage“ í Du Króatíu um miðjan septemb hennar er aðeins boðið virtu Síldarminjasafnið á Siglufirði tilnefnt til Evrópsku s Morgunblaðið/Halldór Þormar Hall Róaldsbrakki er aðalsafnhús Síldarminjasafnsins á Siglufirði. „Þetta er mjög lifandi umhverfi.“ Hollenski safnamaðurinn Wim Weiden í góðum félagsskap á síldarplaninu við Róaldsbrakka. Ekki nóg að horf það þarf að uppli HÆKKUN Á SKÖTTUM BÍLEIGENDA Það hefur komið mörgum á óvartað ríkisstjórnin skuli í nýjufjárlagafrumvarpi leggja til að skattar verði hækkaðir með því að álögur á bíleigendur verði auknar en þar er gert ráð fyrir að gjöld ríkisins á hvern benzínlítra hækki um nálægt fjórum krónum. Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda hefur reiknað út að þetta þýði að skattar verði um 62,3% af verði benzínlítrans, í stað 60,8% miðað við benzínverðið nú. Útgjöld bíleig- enda muni hækka að meðaltali um 8– 12 þúsund krónur á ári. Þetta kemur ekki sízt á óvart í ljósi þeirra loforða sem stjórnarflokkarnir gáfu um lækkun skatta fyrir kosning- ar og áherzlu þeirra á að svigrúm væri til þess í ríkisrekstrinum að lækka álögur á landsmenn. Loforð stjórnarflokkanna um lækk- un skatta náðu reyndar ekki til bif- reiða- og eldsneytisskatta en þegar menn lofa skattalækkun gerir fólk ekki ráð fyrir að einstakir skattar séu hækkaðir, sérstaklega þegar ekki er byrjað að lækka aðra. Rök Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra fyrir skattahækkuninni á bíleig- endur eru athyglisverð. Hann segir í Morgunblaðinu í gær: „Þetta eru ákveðnir tekjustofnar ríkisins sem eðlilegt er að hækki. Við ætlum með þessu móti að styrkja tekjuöflun rík- isins á næsta ári. Þessi gjöld hafa ekki hækkað frá árinu 1999, síðan þá hefur vísitalan hækkað um 17 eða 18 prósent svo þetta er tæpur helmingur af því.“ Í Morgunblaðinu í dag varpar fjár- málaráðherra fram þeirri hugmynd að vísitölutengja krónutölugjöld af þessu tagi. Er það skynsamlegt að ríkis- stofnanir geti alltaf gengið að því vísu að tekjur þeirra af hinum og þessum gjöldum hækki til samræmis við aðrar hækkanir á verðlagi? Er ekki miklu eðlilegra að ríkið, eins og fyrirtæki á markaðnum, þurfi að vega og meta í hvert skipti hvort óhætt sé að velta kostnaðarauka út í verðlagið eða hvort frekar eigi að spara kostnað? Er ekki jafnvel frekar ástæða til þess þegar ríkið á í hlut því að neytendur eiga alla jafna ekkert val um það hvort þeir borga ríkinu gjöld fyrir þá þjón- ustu sem það veitir? Fjármálaráðherra virðist jafnframt í röksemdafærslu sinni horfa framhjá því að ríkisvaldið hefur veruleg áhrif á þróun neyzluverðsvísitölunnar með ákvörðunum um skatta og gjöld. Eins og Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, bendir á í blaðinu í gær fer þessi hækkun á benzíngjöldum auðvit- að beint út í verðlagið og veldur 0,12% hækkun á vísitölunni. Er þá ekki rík- isvaldið þar með búið að gefa sjálfu sér a.m.k. að hluta til nýja afsökun fyrir að hækka einhvern annan skatt eða gjald fljótlega? Svona röksemdafærsla er í raun álíka hringlaga og sá vítahringur sem búinn er til með henni þar sem verðlag og opinber gjöld hækka til skiptis. Hún gefur jafnframt öðrum tækifæri til að hækka verðið á vörum og þjón- ustu með svipuðum rökum. Slíkar víxlhækkanir stuðla ekki að þeim stöðugleika sem ríkisstjórnin vill við- halda. FRÆÐSLA UM FÁTÆK LÖND Þau Irene Doomo og MadanyangSalomon komu til Íslands um langan veg, alla leið frá Pókot-héraði í Kenýa, á vegum Hjálparstarfs kirkj- unnar til að fræða íslensk fermingar- börn um land sitt. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá heimsókn þeirra til fermingarbarna í Digraneskirkju í Kópavogi, þar sem þau ræddu við börnin um ástand mála í fátækum löndum og persónulega hagi sína. Þau Doomo og Salomon eru bæði kennaramenntuð, en atvinnulaus og hafa því stundað kennslu í sjálfboða- vinnu í heimalandi sínu. Lýsingar þeirra á lífi sínu, aðstæðum og aðbún- aði landa sinna hljóta að vekja þau ungmenni sem á þau hlýddu til um- hugsunar um harða lífsbaráttu þeirra sem búa í fátækum löndum heims. Enn fremur um þau tækifæri og það öryggi sem þau sjálf njóta flest hér á landi. Frásagnir af hræðilegum afleið- ingum gamalla siðvenja, vannæringu, atvinnuleysi og almennum skorti á öll- um þeim tækifærum sem hér eru talin sjálfsögð krafa hvers og eins á leið til þroska, verða íslenskum ungmennum án efa hvatning til að velja sínu eigin lífi ábyrgan farveg. Þarna hefur Hjálparstarf kirkjunnar því fundið áhrifaríka leið til að efla samkennd ungmenna með þeim sem minna mega sín og um leið skilning þeirra á þeim forsendum sem grundvalla lífsbarátt- una í ólíkum menningarheimum, ekki síst þeim fátækustu. Jafnvel þótt fjölmargir Íslendingar hafi ferðast til fátækustu landa heims og unnið þar mikið og gott starf á sviði mannúðarmála, er ljóst að þær upp- lýsingar sem þeir bera með sér hingað heim snerta fólk með öðrum hætti en frásagnir þeirra Doomo og Salomon, sem sjálf búa við þá sjálfheldu sem er fylgifiskur fátæktar. Enda hefur tím- inn fyrir löngu leitt í ljós að samhygð og mannúðleg viðhorf styrkjast mjög þegar vísað er til sértækra þátta í mannlegri reynslu sem auðvelt er að samsama sig – jafnvel enn frekar en þegar vísað er til þjóðfélagsins í heild eða ákveðinna málaflokka innan þess. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferm- ingarbörn á Íslandi fá tækifæri til að fræðast um fátæk lönd og leggja sitt af mörkum með áþreifanlegum hætti, heldur í fimmta skipti sem slík fræðsla fer fram og söfnun í kjölfarið. Á síðast ári söfnuðu fermingarbörn t.d. hátt á fimmtu milljón króna til verkefna í Afríku. Eftir þá umræðu sem átt hefur sér stað undanfarin ár um áhrif mark- aðsaflanna á fermingarundirbúning – jafnvel á kostnað inntaks fermingar- innar – virðist sem þessi þáttur ferm- ingarfræðslunnar sé enn mikilvægari en ella og bráðnauðsynlegur þáttur í siðferðislegu uppeldi. Það hlýtur að vera skylda hvers samfélags að upp- fræða þá kynslóð sem er að vaxa úr grasi um samfélagslega ábyrgð sína, ekki einungis gagnvart nánasta um- hverfi, heldur einnig gagnvart þeim heimi sem við deilum með öðrum í samfélagi þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.