Morgunblaðið - 09.10.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.10.2003, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist á Hlíðarfæti í Svínadal 6. nóvember 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. sept- ember síðastliðinn. Margrét var dóttir hjónanna Guðrúnar Guðnadóttur og Jóns Diðrikssonar. Margrét giftist 25. september 1950 Birni Jónssyni frá Hvoli í Ölfusi, f. 16. janúar 1909, d. 26. janúar 1990. Margrét var heimavinnandi hús- móðir, en hafði áður starfað sem sauma- kona. Hún var til margra ára virkur félagi í Verka- kvennafélaginu Framtíðinni og einn- ig í félagi Alþýðu- flokksins í Hafnar- firði. Útför Margrétar fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ævikvöld þitt er nú liðið, elsku Magga mín, þú sofnaðir södd lífdaga og kvaddir þennan heim að kvöldi 30. september. Magga var fædd að Hlíðarfæti í Svínadal í Borgarfirði. Hún flutti að Bjarnarstöðum, Bessastaðahreppi með foreldrum sínum þegar hún var ung að árum. Systkini hennar voru tólf talsins og eftir lifa fjórar systur og tveir bræð- ur. Magga bjó alltaf í Hafnarfirði. Hún giftist Birni Jónssyni frá Hvoli í Ölf- usi þann 25. sept. 1950. Þau bjuggu allan sinn búskap að Öldutúni 6. Þeim varð ekki barna auðið. Bjössi lést í janúar 1990 og var þá söknuður- inn mikill hjá frænku minni. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá stundum að dvelja hjá Möggu og Bjössa á Öldutúninu og þaðan á ég margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég minnist frænku minnar. Á Öldutúninu byrjaði ég minn bú- skap og áttum við þar mjög góð ár. Alla tíð frá er ég man hefur verið einstök vinátta milli okkar og minnar fjölskyldu, á jólum, áramótum og við önnur tilefni. Síðustu árin dvaldi Magga á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Hún dásamaði alla umönnun og allt sem fyrir hana var gert, það var alltaf gaman að heim- sækja hana, enda oft gestkvæmt þótt komin væri á Hrafnistu. Magga var einstök manneskja, mjög vel lesin og fróð um alla skapaða hluti. Við ræddum oft um lífið og til- veruna enda Magga mjög hreinskilin kona. Þessar stundir eru mér mikils virði og mun ég geyma þær í minn- ingunni um góða frænku sem ég átti. Magga var ein af þeim gefandi kon- um sem maður gleymir aldrei. Ég vil þakka fyrir alla þá góðvild er hún veitti fjölskyldu minni í gegnum árin. Hvíli hún í friði og hafðu þökk fyrir allt. Kolbrún Jónsdótttir. Í dag kveðjum við Margréti Jóns- dóttur, móðursystur og kæra vin- konu. Margrét var dóttir hjónanna Guðrúnar Guðnadóttur og Jóns Dið- rikssonar og var næstelst 13 systkina. Hún var fædd í Borgarfirðinum en árið 1923 flutti fjölskyldan að Bjarna- stöðum á Álftanesi. Margrét byrjaði snemma að vinna, fyrstu árin í fiski bæði í Reykjavík og Hafnarfirði og síðan sem saumakona. Hún tók virkan þátt í starfi verka- kvennafélagsins og var meðal annars ein af þeim konum sem söfnuðu fyrir dagheimilinu á Hörðuvöllum og stofnuðu og ráku þar með fyrsta dag- heimilið í Hafnarfirði. Þetta var hóp- ur kvenna, margar barnlausar, sem unnu hörðum höndum og bættu síðan á sig vinnu til að safna fyrir þessu verkefni. Þessi saga er mjög merkileg en verður ekki rakin frekar hér. Margrét giftist Birni Jónssyni árið 1950. Björn Jónsson var frá Hvoli í Ölfusi. Hann var lengi til sjós en vann síðustu árin í landi. Þau bjuggu lengst af á Öldutúni 6 í Hafnarfirði. Björn lést árið 1990 á St Jósepsspítala í Hafnarfirði. Magga og Bjössi eins og við köll- uðum þau alltaf voru einstaklega samhent hjón. Þeim varð ekki barna auðið en voru mjög barngóð og nutu þess að eiga samskipti við börn ætt- ingja sinna og vina. Magga var einstök kona, lífsglöð og jákvæð. Hún hafði mikinn áhuga á landafræði og ferðuðust þau töluvert um landið hún og Bjössi. Hún var mjög minnug og gat lýst fyrir okkur leiðum sem þau hjónin höfðu farið fyrir 50 árum. Hún mundi beygjur og brýr, fossa og læki og ef einhverju skeikaði 50 árum seinna var nokkuð víst að vegurinn hafði verið færður til. Þegar Magga seldi húsið í Öldutúni 6 og fluttist á Hrafnistu færði hún Krabbameinsfélaginu höfðinglega gjöf, brjóstaskoðunartæki. Það tæki hefur verið notað síðan af læknum fé- lagsins og auðveldað þeim leitina að krabbameini og þar með bjargað mannslífum. Við hjónin áttum því láni að fagna að fá leigt í kjallaranum hjá Möggu og Bjössa fyrstu búskaparár okkar. Við vorum ein af mörgum ungum fjöl- skyldum sem hófu búskap í kjallaran- um hjá Möggu og Bjössa og fengu í veganesti vináttu þeirra og gæsku. Möggu var mjög annt um fjöl- skyldu sína og vini og fylgdist af áhuga og alúð með lífi og starfi okkar allra. Hún var börnunum okkar eins og besta amma og munu þau sakna hennar eins og við öll. Síðastliðin tíu ár dvaldist Magga á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún naut umhyggju ættingja og vina að ógleymdu starfsfólki Hrafnistu sem við færum sérstakar þakkir. Við viljum þakka Möggu fyrir allt sem hún var okkur og börnunum okk- ar. Hvíli hún í friði. Erla og Loftur. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum, Magga systir, eins og þú varst ávallt kölluð af fjölskyld- unni. Ég var of ung til að muna eftir því þegar ég bjó með foreldrum mín- um og systur í kjallaranum hjá ykkur Bjössa, en ég man ljóslifandi eftir öll- um þeim stundum sem ég eyddi síðar með systur minni og frænkum í garð- inum kringum húsið ykkar. Garður- inn var Paradís fyrir okkur, enda hluti af því örugga og friðsæla and- rúmslofti sem einkenndi heimili ykk- ar Bjössa á Öldutúninu. Þegar ég óx úr grasi lærði ég ekki eingöngu að meta hlýju þína heldur einnig svo marga aðra þætti í fari þínu, umhyggju fyrir öðrum, þekk- ingu á ótrúlegustu málaflokkum, já- kvæðni og æðruleysi gagnvart lífinu og tilverunni. Síðustu árin, þrátt fyrir að vera fullorðin kona í gömlum lík- ama, var sál þín ung og sterk sem ávallt. Þú hlustaðir með áhuga þegar ég sagði þér frá því sem ég tók mér fyrir hendur hverju sinni, spurðir mig nákvæmlega út í fræðin mín og hafðir að sama skapi mikla þekkingu sem þú deildir með mér. Þú samgladdist mér með hvern góðan áfanga í lífi mínu og felldir aldrei dóma. Síðast en ekki síst varst þú, eins og systkini þín, fyrirmynd í því hvernig á að takast á við lífið og tilveruna af já- kvæðni og rósemi samhliða ákveðni og krafti. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Kristín Loftsdóttir. Það var 24. október 1971 að ég kynntist vinkonu minni Margréti Jónsdóttur eða Möggu eins og hún var alltaf kölluð. Ekki óraði mig fyrir því þá að frá þeim degi yrði til vinátta, sem staðið hefur æ síðan. Þann dag fluttist ég og fjölskylda mín í kjallara- íbúðina hjá Möggu og Bjössa í Öldu- túni 6 í Hafnarfirði. Við vorum sann- arlega lánsöm, ung hjón með tvö börn, nýkomin heim til Íslands, um það bil að ljúka námi, að fá leigt hjá Möggu og Bjössa. Þau hjón urðu strax hluti af okkar fjölskyldulífi. Ekki leið sá dagur að ég færi ekki á efri hæðina til að fá mér kaffibolla og ræða um lífið og til- veruna. Löng vetrarkvöldin sat ég oft hjá þeim og við ræddum um lífið í Firð- inum okkar, meðan Magga leiðbeindi mér við saumaskap. Magga hafði á yngri árum verið atvinnu-sauma- kona, þ.e. saumaði fatnað fyrir fjöl- skyldur. Nú naut ég góðs af hennar kunn- áttu og kenndi hún mér að sauma upp úr gömlum fötum, baka kleinur og elda grauta, sem á þeim árum var nauðsynlegur þáttur í heimilishaldi. Hjá henni lærði ég einnig að festa í minni ýmsa staði á landinu okkar, jafnvel þótt ég hefði aldrei komið á þessa staði. Hún kunni sveitir og bæj- arnöfn vítt og breitt um landið, og jafnvel eftir að sjónin fór að bregðast henni gat hún lýst fyrir mér hinum MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Elsku afi minn. Er ég sat hjá þér þegar þú kvaddir þenn- an heim, þá fannst mér eins og tómarúm myndaðist því eitt- hvað mikið var tekið frá mér. En ég hef minningar um þig til að hugga mig. Ég man þegar ég kom til þín og ömmu í Vesturbergið að þar var allt- af ró og friður. Oft kom ég í frímín- útum eða eftir skóla þá var alltaf tilbúinn matur, hvort sem hann var heitur eða smurt brauð. Eftir mikla máltíð var það venjan að leggja sig í sófann góða og hlusta á tikkið í klukkunni og þig hrjóta í stólnum. Á jólunum var venjan að labba yfir til þín og ömmu með allar jólagjaf- irnar til að sýna ykkur. Það var í ÞÓRIR BENEDIKT SIGURJÓNSSON ✝ Þórir BenediktSigurjónsson fæddist í Bröttuhlíð í Árskógshreppi í Eyjafirði 27. maí 1915. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 2. október. rauninni sama hvenær ég kom og allt væri fullt að gestum, þá var alltaf sami friðurinn. Öll smáatriði, t.d. eins og skrifborðið, þar sem við krakkarnir fengum að leika okkur í skrif- stofuleik, kælikistan út á svölum, „altani“, sem var alltaf full af mat og harðfisknum sem var þitt uppháhald ásamt sviðasultunni. Minn- ingarnar eru svo ótal margar sem ég mun geyma um ókomna framtíð. Ég bið guð að blessa ömmu og veita henni og okkur öllum styrk. Ég elska þig, afi minn, og á eftir að sakna þín mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Þitt barnabarn Hildur. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR JÓNSSON, Flugumýrarhvammi, verður jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju laugar- daginn 11. október kl. 14.00. Sigurveig Rögnvaldsdóttir, Jón Rögnvaldsson, Ásdís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær vinur okkar, BJÖRGVIN JANUS EIRÍKSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, andaðist mánudaginn 29. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra þeirra er önnuðust hann í veikindum hans. Rósa Guðrún Stefánsdóttir, Sóley Benna Guðmundsdóttir, Fjóla Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Kær frænka okkar, KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, laugardaginn 27. september. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfóki Hrafnistu fyrir góða aðhlynningu. Fyrir hönd aðstandenda, Signý Hermannsdóttir, Sigfríður Hermannsdóttir, Auður Hermannsdóttir. STEFANÍA KRISTÍN ÁRNADÓTTIR frá Gegnishólaparti í Gaulverjabæjarhreppi, til heimilis á Víðimel 19, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 6. október. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. október kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Erlingsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNJAR ÞÓR LEIFSSON, Blásölum 17, Kópavogi, andaðist á Landspítala Hringbraut mánudaginn 6. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. október kl. 15.00. Jean Leifsson, Bryndís A. Brynjarsdóttir, Bjarki A. Brynjarsson, Úlfhildur H. Guðbjartsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.