Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elías Tómassonfæddist í Viðey 15. mars 1929. Hann lést af völdum bif- reiðaslyss 31. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Tómas Tómasson, f. 30. mars 1899, d. 4. feb. 1980, og Jakob- ína Elísabet Elías- dóttir, f. 1. júlí 1902, d. sept. 1988. Elías var fjórði í röð átta syskina, hin voru Bjarni Guð- mundur, f. 22. des. 1922, d., Jens, f. 22. sept. 1925, Margrét Rakel, f. 20. ágúst 1927, Fjóla, f. 25. nóv. 1930, d., Sóley, f. 25. nóv 1930, Haukur Sigurður, f. 14. febr. 1932, og Fjóla Sigríður, f. 3. des. 1933. Elías var ókvæntur og barn- laus. Aðeins tveggja ára var hann settur í fóstur og fluttur vestur í Hnífsdal til móður- bróður síns Sigurð- ar Elíassonar sem var sjómaður og var þá barnlaus en síðar eignaðist hann dóttirna Jónu Kristínu með konu sinni Guðmundínu Guðmundsdóttur en hún dó fjórum árum síðar. Elías ólst upp hjá Sigurði fóstra sínum til 16 ára aldurs en þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði þar almenna verka- mannavinnu og mun hann eitt- hvað hafa verið til sjós. Útför Elíasar hans fór fram í kyrrþey 9. september. Mig langar að minnast Ella frænda míns með fáeinum orðum. „Hann batt ekki bagga sömu hnút- um og margir aðrir“, fyrir það var hann sérstakur. Hann setti skemmtilegan svip á mannlífið. Elli var sjálfum sér nógur og fór sínar eigin leiðir og sótti ekkert til þjóðfélagsins og yfirgaf jarðlífið án þess að skulda neinum neitt. Hann lifði ekki í vellystingum og var nægjusamur með það litla sem hann hafði. Elli bar sig alltaf vel, sagðist vera fílhraustur, fékk aldrei kvef, varð aldrei misdægurt og þurfti aldrei að leita til læknis. Hann var sterkur og hraustur og mikill göngugarpur. Elli var einfari en hafði gaman af að deila skemmti- legum sögum sínum með öðrum, eitt var sameiginlegt með sögum hans að þær voru gæddar kímni og húmor. Ég kynntist Ella á heimili elsku- legrar móður hans er ég aðstoðaði hana við heimilisverk. Eftir lát hennar heimsótti frændi okkur hjónin oft og áttum við saman margar skemmtilegar stundir, hann kom til að segja mér fréttir og fá hjá mér fréttir af sameig- inlegum frændgarði okkar. Elli var bundinn Hnífsdalnum og Ströndinni sem móðir hans og frændi voru fædd á. Fyrir tveimur árum kom hann glaður til mín í heimsókn til að segja mér ferða- söguna er hann fór vestur á æsku- stöðvarnar með Fjólu og Sóleyju systrum sínum. Elli hafði sterkar taugar til fóstra síns og frænda Sigurðar Elíassonar og bar mikla virðingu fyrir honum. Elli hafði gaman af að tefla og mun Jens bróðir hans oft hafa stytt honum stundir í skák. Það var snemma í vor er fór að halla undir fæti hjá frænda, hann varð fyrir því óláni að axlarbrotna og leið oft þrautir út af brotinu. Stundaglas hans var að renna út, þetta náttúrubarn þurfti ekki að liggja mánuðum saman á sjúkra- húsi. Við hjónin kveðjum Ella með söknuði. Ég veit að í stormviðri lífsins varð hann fyrir kali en trúi að nú sé allt bætt. Ég kveð hann með eftirfarandi ljóðlínum Einars Benediktssonar. Ef tæpt er fyrir fótinn og fátt er um vinarhótin þá sjá, þinn mátt í sorg þú átt þig sjálfan, það er bótin því fjær sem heims er hyllin er hjartað Guðs þér nær. María Rósinkarsdóttir. ELÍAS TÓMASSON Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri safn- aðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Ás- kirkju leiðir söng. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali – háskólasjúkrahús. Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12. Þjónustu annast Sigurbjörn Þorkelsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Alfafundur kl. 19. Umsjón hefur Nína Pétursdóttir og með henni hópur sjálfboðaliða, sem lang- ar að kynna gestum sínum grundvallarat- riði kristinnar trúar. Skemmtilegt og fræð- andi samfélag þar sem matur er á borð borinn og friður og gleði við völd. Uppl. í síma 588 9422. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ ung- lingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17, 9. bekk- ur og eldri kl. 20. Hundleiðinlegi fundur- inn. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 11. okt. kl. 14. Farið verður í heimsókn í bjálkahús Nordmanslaget í Heiðmörk. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10 og 13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Hóparnir hafa lokast. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Stelpustarf fyrir stelpur í 3., 4. og 5. bekk kl. 16.30. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsa- skóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa-nám- skeið í Salaskóla. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tæki- færi fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veiting- ar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: kl. 15.10–15.50 8.A. í Holta- skóla, kl. 15.55–16.35 8.B í Holtaskóla. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking fundur fimmtudaginn 9. október kl.17. 30. Kaffi á könnunni og eru allir velkomnir. Fyrsti fundur á þessum vetri. Spilakvöld aldraðra og örykja fimmtudaginn 9. októ- ber kl. 20. í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Nat- alía Chow organisti leikur á orgel við helgi- stund að spilum loknum. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 gömul börn æfir í kirkj- unni laugardaginn 11. október kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undir- leikari Julian Michael Hewlett. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn/foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Tólf spora vinna heldur áfram í kvöld í KFUM&K heimilinu. Ennþá opið öllum. Allir sem hafa áhuga á því að vinna af einlægni með tilfinningar sínar með það að mark- miði að verða betri og sterkari einstakling- ar ættu að kynna sér málin. Sr. Þorvaldur Víðisson og umsjónarfólk. Kl. 20.30 kaffi- húsamessa verður í safnarheimilinu á þessum tíma eftir viku. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. AD KFUM&K. Fundur í kvöld kl. 20. sálm- ar Marteins Lúthers. Efni og hugleiðing í umsjón Þorgils H. Þorbergssonar, guð- fræðings og kennara. Allir karlmenn vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Kvenfélag Akureyrarkirkju: Fyrsti fundur vetrarins kl. 20 í safnaðarheimili. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 ung- lingaafundur fyrir 8. bekk og upp úr. NÁMSKEIÐ um Postulasög- una hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar laugardaginn 11. október kl. 11.00 undir leið- sögn sr. Arnar Bárðar Jóns- sonar. Postulasagan er eitt rita Nýja testamentisins. Höfundur hennar er talinn vera læknir- inn Lúkas og er ritið sjálfstætt framhald af guðspjalli hans. Í Postulasögunni greinir höf- undur frá tilurð kirkjunnar og þróun hennar á fyrstu áratug- um eftir upprisu Jesú Krists. Hún er því stórmerk heimild um líf og trú frumsafnaðarins. Ritið er skemmtilegt aflestrar og áhugavert fyrir margra hluta sakir. Á námskeiðinu verður leitast við að fræða um helstu stef Postulasögunnar, guðfræði höfundar og þýðingu ritsins fyrir kirkjuna nú á tím- um. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkjan.is/leikmanna- skoli. Námskeið um Postulasöguna KIRKJUSTARF Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs unnusta míns, sonar okkar, bróður og frænda, SKÚLA MÁS NÍELSSONAR, Teigagrund 4, Laugarbakka. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem lögðu fram ómælda vinnu og aðstoð í tengsl- um við útför hans. Brynja Ósk Víðisdóttir, Níels Ívarsson, Jónína Skúladóttir, Sigrún Eva Þórisdóttir, Friðbjörn Ívar Níelsson, Guðrún Ósk Níelsdóttir, Helga Rós Níelsdóttir, Róbert Arnar Sigurðsson. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EDITHAR GERHARDT ÁSMUNDSSON, Reynimel 76, Reykjavík. Þórunn K. Arnardóttir, Ásgeir Jóhannsson, Ásdís E. Arnardóttir, Erna Arnardóttir, Gunnar Þór Jakobsen, Anna María Arnardóttir, Hermóður Gestsson, Páll Ingólfur Arnarson, Halldóra Ingadóttir, Guðjón Pétur Arnarson, Svava Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS S. GUÐMUNDSSONAR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, áður til heimilis á Skólavöllum, Selfossi. Synir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU MARGRÉTAR JÓNASDÓTTUR, Suðurgötu 51, Siglufirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Morgunblaðið/ÓmarNeskirkja í Reykjavík. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.