Morgunblaðið - 09.10.2003, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÝLEGA var ég viðstaddur
tvennar ráðstefnur eða mannfundi,
þar sem ræðumenn létu til sín
heyra. Ég nafngreini hvorki ráð-
stefnur né ræðumenn, það er ekki
viðeigandi, að mínum dómi. Á öðr-
um staðnum var hvorki hljóðnemi
né hátalari festur á ræðumenn,
enda var hljómburður afar lélegur.
Þetta er einkar slæmt, þegar um
lágmælta ræðumenn er að ræða.
Áheyrendur munu flestir hafa lítið
heyrt af máli þess fólks, sem
þarna lét til sín heyra, og er illt til
afspurnar. Fólk kemur á mann-
fundi, þar sem talað orð er flutt,
að það hafi einhver not af því, sem
sagt er. Þetta þarf að laga – og
það án tafar!
Á hinum staðnum var öðruvísi á
málum haldið. Þar var þess vel
gætt, að hljóðnemi væri staðsettur
þannig, að mál ræðumanns heyrð-
ist, jafnvel til þeirra, er fjærst
voru í samkomusalnum. Þegar
ræðumaður virtist ekki veita hljóð-
nemanum nægilega athygli, var
hann færður til, svo að hann og
áheyrendur fengju sem best not af
honum. Þarna heyrðu allir vel það,
sem flutt var, jafnvel þeir sem
teknir eru eitthvað að tapa heyrn.
Hvílíkur munur á tveimur mann-
fundum! Alls staðar, þar sem mál
manna er flutt, þarf að sjá til þess,
að allir hafi af því not!
Þessu vildi ég koma á framfæri.
Með þökk fyrir væntanlega birt-
ingu.
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28,
107 Reykjavík.
Svo að mál
manna heyrist
Frá Auðuni Braga Sveinssyni
NÚNA er rúmlega tíu og hálfur
mánuður síðan samningur ríkis-
stjórnar og aldraðra var gerður.
Samningur þessi var í níu tölusett-
um liðum og jafnframt samnings-
gerð þessari undirrituðu nokkrir
ráðherrar viljayfirlýsingu þess efn-
is að staðið yrði við samninginn.
Aðeins hefur verið staðið við fyrsta
hluta eða fyrsta tölusetta liðinn í
samningnum, þar sem talað var um
að hækka tekjutryggingu og tekju-
tryggingarauka.
Umsamin hækkun til þeirra, sem
fá óskerta tekjutryggingu og
óskertan tekjutryggingarauka var
sem svaraði rúmlega 160 krónur á
dag. Aðrir fengu minna og fjöl-
margir ekkert, en þessar 160 krón-
ur skerðast ef eftirlaunaþeginn fær
einhverjar greiðslur úr öðrum sjóð-
um, en almannatryggingum.
Samkvæmt upplýsingum úr hag-
tölum Tryggingastofnunar eru það
aðeins rúmlega fjögur hundruð
manns, sem fá óskerta tekjutrygg-
ingu og fengu þessar rúmlega 160
kr. á dag.
Við eldri borgarar, sem sömdum
um þessar rausnarlegu hækkanir
til okkar, þessar hækkanir frá kr. 0
og upp í 160 kr. á dag, getum verið
stoltir af því að kjaradómur eða
kjaranefnd, sem ríkisstjórn og
þingmenn láta skammta sér laun,
komst að þeirri niðurstöðu á kjör-
dag sl. vor, að vegna hækkunar
okkar þyrftu laun ráðherra, þing-
manna og æðstu embættismanna
þjóðarinnar að hækka um sem
svaraði 2.000 kr. til 6.000 kr. á dag.
Í fjórða tölusetta liðnum í sam-
komulaginu var talað um flýtifram-
kvæmd á Vífilstöðum, þ.e. bráða-
birgðalagfæringar svo hægt yrði að
nota hann sem hjúkrunarheimili
næstu 3–5 ár á meðan verið væri að
byggja varanleg hjúkrunarheimili
og áttu þarna að vera tilbúin um 70
rúm í byrjun þessa árs. Talað var
um janúar–febrúar 2003.
Ekki hefur verið staðið við þetta
heldur hefur verið farið í varanleg-
ar breytingar á Vífilstaðaspítalan-
um og verður hann ekki tilbúinn
fyrr en í janúar–febrúar á næsta
ári, og þá aðeins fyrir 50 rúm.
Þetta er seinkun um heilt ár og
ekkert heyrist um að aðrar bygg-
ingar hjúkrunarheimila séu að
koma til framkvæmda, þó svo að
biðlistar aldraðra eftir hjúkrunar-
heimila- og spítalavist lengist stöð-
ugt.
Nú er Alþingi farið að starfa og
hafa ráðamenn boðað hækkanir á
komugjöldum til lækna og heilsu-
gæslu.
Er þetta réttlætið hjá yfirvöld-
um gagnvart öldruðum? Er ekki
tímabært að því fari að linna?
KARL GÚSTAF
ÁSGRÍMSSON,
form. félags eldri borgara
í Kópavogi.
Réttlætið
og aldraðir
Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
frá okt.-apríl Orator, félag laganema