Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 39

Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert svo fjölhæf persóna að þú átt í erfiðleikum með að velja þér ævistarf. List- irnar heilla. Á þessu ári munu sambönd blómstra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er heppilegur tími til að sækja um lán. Þið munuð njóta aðstoðar frá öðrum þennan mánuð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samskipti ykkar við aðra munu batna til muna á næstu vikum. Þið njótið samskipta við aðra og aðrir vilja hafa samskipti við ykkur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Allt í tengslum við starfið fer batnandi á næstu vikum. Samstarfsmenn sýna meiri samstarfsvilja og tækifæri gefast til að bæta sig í starfi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Allt sem tengist ást, róm- antík, fríi, samkvæmum og skemmtunum fær aukið vægi á næstu sex vikum. Þið skul- uð gera ráð fyrir skemmti- legum tímum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þið einbeitið ykkur að heim- ilinu og fjölskyldunni um þessar mundir og hugmyndir um fegrun heimilisins vekja áhuga ykkar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Venus fer milli stjörnu- merkja í dag og það gerir ykkur kleift að skilja betur hvað ástin hefur mikla þýð- ingu. Samskipti við systkini skipta miklu máli á næstunni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið getið búist við að fá aukin tækifæri í fjármálum, bæði að afla fé og eyða því. Þið hafið ánægju af versl- unarferðum á næstunni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Venus fer inn í merki ykkar í dag og það gerir ykkur meira aðlaðandi í augum annarra. Þetta mildar einnig geð ykk- ar og eykur umburðarlyndi í garð annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er mikið að gera í fé- lagslífinu og því er sá tími dýrmætur sem ykkur gefst til að draga ykkur í hlé og íhuga málin. Þið þurfið á því að halda til að hlaða batt- eríin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið munið eiga góðar stundir með vinum á næstu vikum. Takið öllum heimboðum og bjóðið öðrum heim. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Aðrir sjá ykkur í óvenju já- kvæðu ljósi næsta mánuðinn án þess að þið gerið nokkuð sérstakt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Grípið tækifærið til að ferðast eða auka þekkingu ykkar og þjálfun. Góð tæki- færi gefast til að auka færni ykkar og þekkingu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. NÆTURREGN Hljótt er inni, úti kyrrð og friður, aðeins regnið drýpur niður, yfir þurran, þyrstan svörð. Nóttin heyrir bænir alls, sem biður við brjóst þín, móðir jörð. Allir hlutu einn og sama dóminn. Alla þyrstir, líkt og blómin, hverja skepnu, hverja sál. Um allar byggðir blikar daggarljóminn, bláma slær á sund og ál. Öllum sorgum sínum hjartað gleymir. Svalinn ljúfi um það streymir, eins og regn um sviðinn svörð. Blómin sofna, börnin litlu dreymir við brjóst þín, móðir jörð. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 9. október, er sextug dr. Sig- rún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, til heim- ilis á Hofsvallagötu 61, Reykjavík. Sigrún Klara tekur á móti gestum á Sal- arvegi 2 í Kópavogi á afmæl- isdaginn kl. 17–21. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 12. október verður fimmtug Vilborg Pétursdóttir, Ólafsgeisla 2 í Reykjavík (Lyngholt, Leir- ársveit). Eiginmaður henn- ar er Hafþór Harðarson. Af því tilefni taka þau á móti gestum laugardaginn 11. október frá kl. 20:30 í Síðu- múla 11, 2. hæð (Stélið). VESTUR tekur upp flata skiptingu og 13 punkta og vekur á einum tígli. Þar með lýkur þátttöku hans í sögn- um, en við tekur erfitt verk- efni í vörn gegn þremur gröndum dobluðum: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG983 ♥ ÁDG4 ♦ 104 ♣83 Vestur ♠ Á74 ♥ K86 ♦ KG82 ♣D62 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Dobl á þremur gröndum hefur oft útspilsvísandi merkingu, en vestur minnist þess ekki að hafa rætt slíkar stöður við makker sinn og spilar út í sínum lengsta lit – litlum tígli. Það er ekki upp- örvandi að sjá tíu blinds eiga fyrsta slaginn og vestur fær bakþanka: „Var makker að biðja um spaða út?“ En það er of seint séð. Sagnhafi spilar laufi í öðrum slag á gosann heima, sem vestur tekur með drottning- unni og skríður undir feld- inn. Hvað á hann að gera? Makker á sennilega spaðadrottningu, en ekki færi hann að dobla út á hana eina. Hann hlýtur að eiga kjöt í laufinu, vonandi ásinn. Spilið kom upp í rúbertu- keppni í London fyrir margt löngu, og í vestursætinu sat pólskur spilari að nafni Michael Wolach. Og hann fékk frábæra hugmynd – spilaði tígli frá KG beint upp í gaffal suðurs: Norður ♠ KG983 ♥ ÁDG4 ♦ 104 ♣83 Vestur Austur ♠ Á74 ♠ D65 ♥ K86 ♥ 10932 ♦ KG82 ♦ 9753 ♣D62 ♣Á4 Suður ♠ 102 ♥ 74 ♦ ÁD6 ♣KG10975 Þar með var lauflitur suð- ur úr leik og sagnhafi gat ekki komist hjá því að gefa fimm slagi. Vel á minnst. Makker var bara að dobla út á punktana, en hafði engan sérstakan áhuga á einu útspili öðru fremur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 9. október, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Þorgerður Magnús- dóttir og Ingólfur Sigurðsson, Mýrarvegi 113, Akureyri. 1. c4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. h3 e5 7. d5 Rbd7 8. Bg5 a5 9. g4 Rc5 10. Rd2 c6 11. Hg1 De8 12. h4 h6 13. Be3 Rfd7 14. Dc2 Rb8 15. 0-0-0 Rba6 16. Rb3 Rb4 17. Db1 Rxb3+ 18. axb3 cxd5 19. Rxd5 Rxd5 20. Hxd5 Be6 21. Hd2 b5 22. Dd3 bxc4 23. bxc4 Staðan kom upp í Evr- ópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu á Krít. Sigurbjörn Björnsson (2.302) hafði svart gegn Alarich Lens SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. (2.189). 23. – Bxc4! 24. Dxd6 hvítur yrði drottn- ingu undir eftir 24. Dxc4 Hc8. 24. – Bxf1 25. Hxf1 Da4 26. Dd3 Had8! 27. Dxd8 Da1+ 28. Kc2 Dxf1 29. Dd3 Hc8+ 30. Kb3 Da1 31. Dd5 Bf8 og hvítur gafst upp. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið hausttvímenningi fé- lagsins, þriggja kvölda mitchel þar sem tvö bestu kvöldin telja til verð- launa. Á þriðja spilakvöldinu mættu 20 pör til leiks og eftirtalin pör náðu hæsta skorinu í NS: Guðlaugur Sveinss. – Magnús Sverriss. 265 Örlygur Örlygsson – Páll Þórsson 248 Árni Bragason – Alfreð Kristjánsson 238 Keppni var ótrúlega spennandi í AV-áttirnar: Unnar A. Guðm. – Jóhannes Guðm. 240 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónsson 239 Sigurlaug J. Bergv. – Sveinn Símonars. 238 Tvö af þremur bestu kvöldum töldu til verðlauna og lokastaða efstu para í þeirri keppni varð þannig: Guðlaugur Sveinss. – Magnús Sverriss. 120 Eðvarð Hallgrímsson – Júlíus Snorras. 101 Unnar A. Guðm. – Jóhannes Guðm. 52 Einar Guðmundss. – Sigurgeir Sveinss. 35 Jens Jensson – Jón Steinar Ingólfsson 26 Næsta keppni félagsins er þriggja kvölda Butler-tvímenningur sem spilaður verður 13., 20. og 27. októ- ber. Í Butler-tvímenningi er skorið miðað við impa og spilamennskunni því háttað líkt og verið sé að spila sveitakeppni. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu brids á 14 borðum í félagsheimilinu Gullsmára mánudaginn 6. október. Miðlungur 264. Efst voru: NS Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 335 Karl Gunnarsson – Ernst Backmann 322 Kristjana Halldórsd. – Eggert Krist. 304 Sigríður Ingólfsd. – Sigurður Björnss. 294 AV Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 311 Guðmundur Helgas. – Helga Haraldsd. 301 Haukur Guðmundss. – Þórhallur Árnas. 279 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnl. 276 Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Skrá þarf sveitir sem allra fyrst í sveitakeppni sem hefst 20. október. Munið: Það er ekki eftir sem af er! BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ný sending Flauelisbuxur - flauelispils Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í 3 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 25. nóvember. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí í nóvember, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin. 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð. 25. nóvember, flug, gisting, skattar, Heimkoma, 19. des. M.v. netbókun, símbókunargjald kr. 2.000 á mann. Stökktu til Kanarí 25. nóvember frá 32.963 Verð kr. 32.963 Verð fyrir mann, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. 25. nóv., flug, gisting og skattar. Heimkoma, 19. des. M.v. net- bókun, símbókunargjald kr. 2.000 á mann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.