Morgunblaðið - 09.10.2003, Page 42

Morgunblaðið - 09.10.2003, Page 42
ÍÞRÓTTIR 42 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR HK – Breiðablik 41:21 Digranes, Kópavogi, Íslandsmót karla, RE/ MAX-deildin, suðurriðill, miðvikudaginn 8. október 2003. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3.2, 6.2, 9:3, 12:6, 13:7, 19:7, 22:9, 23:9, 24:11, 28:11, 30:15, 32:19, 36:20, 40:20, 40:21, 41:21. Mörk HK: Andrius Rackauskas 6/1, Davíð Höskuldsson 6, Elías Már Halldórsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 5, Már Þórarins- son 5, Augustas Strazdas 4, Ólafur Víðir Ólafsson 3/1, Samúel Árnason 3, Atli Þór Samúelsson 1/1, Björgvin Gústafsson 1, Jón Bersi Ellingsen 1, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson 1. Varin skot: Björgvin Gústafsson 17/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur, þar af fékk Jón Bersi Ellingsen rautt spjald vegna þriðju brottvísunar á 43. mínútu. Mörk Breiðabliks: Björn Óli Guðmundsson 7/3, Gunnar B. Jónsson 5, Stefán Guð- mundsson 4, Ágúst Ö. Guðmundsson 2, Einar Eiríkur Einarsson 2, Kristinn Logi Hallgrímsson 1. Varin skot: Hákon Valgeirsson 1. Skúli Eggertsson 9/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: 200. Haukar – Selfoss 39:27 Ásvellir, Hafnarfirði: Gangur leiksins: 3:4, 6:5, 14:6, 16:8, 18:12, 23:15, 28:16, 31:17, 34:20, 35:24, 39:27. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 10/1, Dalius Rasikevicius 7/1, Andri Stefan 4, Vignir Svavarsson 4, Matthías Árni Ingi- marsson 3/1, Jón Karl Björnsson 3/1, Þórir Ólafsson 3, Þorkell Magnússon 2, Birkir Ív- ar Guðmundsson 1, Pétur Magnússon 1, Robertas Pauzuolis 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 (Þar af 3 aftur til mótherja), Þórður H. Þórðarson 3 (þar af eitt aftur til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Selfoss: Atli Freyr Rúnarsson 7, Ramunas Kalendauska 7, Jón Einar Pét- ursson 4, Andri Már Kristjánsson 2, Arnar Gunnarsson 2, Atli Kristinsson 2, Guð- mundur Eggertsson 2, Helgi Héðinsson 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 16 (þar af 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Arnar Kristinsson. Áhorfendur: 100. Staðan í suðurriðlinum: Haukar 6 5 0 1 184:147 10 ÍR 5 5 0 0 156:123 10 HK 7 4 0 3 194:182 8 FH 5 3 0 2 138:122 6 Stjarnan 5 2 1 2 127:131 5 Breiðablik 6 2 0 4 152:195 4 ÍBV 4 0 1 3 121:128 1 Selfoss 6 0 0 6 149:193 0 Bikarkeppni kvenna SS-bikarinn, 16 liða úrslit: Fylkir/ÍR – KA/Þór.............................. 31:28 FH – Valur ............................................ 19:18 Grótta/KR – Víkingur .......................... 27:21 Þýskaland Bikarkeppnin, helstu úrslit: Cottbus – Wilhelmshavener ................ 22:31 Augustdorf – Magdeburg .................... 24:34 Flensburg – Nordhorn......................... 31:26 Konstanz – Wetzlar.............................. 24:33 Forchheim – Wallau-Massenheim...... 25:29 Aue – Göppingen .................................. 31:40 Hüttenberg – Kronau-Östringen........ 30:28 Friesenheim – Grosswallstadt ............ 23:24 Köndringen – Essen............................. 19:30 Düsseldorf – Pfullingen ....................... 33:25 Emsdetten – Lemgo ............................ 27:39 Obernkirchen – Kiel............................. 19:40 Römerwall – Gummersbach................ 28:38 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna Njarðvík – ÍS ........................................ 56:43 ÍR – KR ..................................................72:52 KNATTSPYRNA Spánn Bikarkeppnin, 64 liða úrslit, helstu leikir: Barakaldo – Racing Santander............... 0:1 Oviedo – Real Sociedad............................ 1:2 Pontevedra – Celta Vigo.......................... 1:1  Celta sigraði í vítaspyrnukeppni. Union Irun – Osasuna.............................. 0:2 Badajoz – Real Betis ................................ 1:4 Conquense – Atletico Madrid ................. 2:3 Zamora – Valladolid ................................. 0:2 Sabadell – Mallorca.................................. 2:4 Elche – Espanyol...................................... 2:3 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ísafjörður: KFÍ – Haukar ....................19.15 DHL-höllin: KR – Breiðablik...............19.15 Sauðárk.: Tindastóll – Snæfell .............19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – ÍR ......................19.15 1. deild karla: Grindavík: ÍG – Ármann/Þróttur.........19.15 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík – UMFG .................19.15 Í KVÖLD „SPÁIN leggst vel í mig, en deildin getur farið á alla vegu þótt mark- mið okkar séu á hreinu,“ sagði Erla Þorsteinsdóttir, leikmaður Íslands- meistaraliðs Keflavíkur í kvenna- flokki í körfuknattleik. „Keflvík- ingar heimta sigur og maður finnur fyrir pressu en það truflar okkur ekki neitt, hvetur okkur frekar áfram. Liðið er að mestu óbreytt, helsta breytingin er að Sonja Ort- ega er farin en Erla Reynisdóttir komin frá Bandaríkjunum.“ Spáin er Keflavík 105 stig, ÍS 84, Grindavík 60, KR 54, Njarðvík 48 og ÍR 27 stig. Liðið sem kemur á óvart „Ég held að við verðum liðið sem kemur á óvart í deildinni í ár og við stefnum mun hærra en í fjórða sæti,“ sagði Gréta María Grét- arsdóttir þjálfari KR-kvenna. „Annars líst mér vel á þessa spá. Við erum með mikið breytt lið frá í fyrra og af fyrstu fimm í byrj- unarliðinu í fyrra er ein eftir en það kemur maður í manns stað og við þurfum smátíma til að slípa lið- ið saman, því nýir leikmenn koma inn.“ Úr efnilegu til árangurs Pétur Guðmundsson þreytir frumraun sín við þjálfun kvennaliðs en hann verður með Grindavík í vetur. „Þetta verður ný reynsla og eflaust allt öðruvísi en að þjálfa karla og ég hlakka til. Það verður gaman að sjá hvað er hægt að ná miklu út úr liðinu, það er ungt en lengi verið talað um hvað það sé efnilegt. Það er ein úr landsliðinu og fjórar úr unglingalandsliðinu svo að hæfileikar eru til staðar og kemur í ljós hvað ég næ langt með þær. Það kom mér mest á óvart hvað þær vildu byrja að æfa seint svo það var lítill tími til undirbún- ings,“ sagði Pétur, sem þarf ekki að kynna og hann vill árangur. „Maður fer rólega af stað því það er ekki mikill tími fram að úr- slitakeppni en við verðum tilbúin þegar kemur að henni. Ég vil ná ár- angri. Aðrir hafa skilað þeim svona langt og mér finnst tími til kominn að þær sýni hvað í þeim býr og ungu stúlkurnar fá örugglega að spreyta sig.“ Keflvíkingar heimta sigur Keflavík fékk 410 atkvæði í efstasæti deildarinnar en mest var hægt að fá 432 stig. „Það er einhver pressa á mér, leik- mönnum og félaginu en þetta var líka svona í fyrra, eins og svo oft áður. Ég skil samt ekki af hverju sex lið af tólf fá ekki atkvæði í efsta sæti, það segir manni að þessi sex lið gefa ekki sjálfu sér stig í efsta sæti. Í mínum huga sýnir það ekki mikinn metnað ef þú sérð þig aldrei í efsta sæti eða ofarlega í töflunni. Ég ég er alltaf jafnhissa þegar sum liðin fá ekki eitt einasta stig því ég viðurkenni alveg að ég set okkar lið alltaf í efsta sæti,“ bætti Guðjón við. Hann hefur nokkr- um sinnum hætt en síðan mætt á skotpallinn sinn upp við endamörk. „Ég verð ekki með, það er nóg af bakvörðum svo að það er öruggt. Fyrir utan breytingar með útlend- inga verðum við með sama lið auk þess sem Hjörtur Harðarson spilaði ekki í lokin hjá okkur. Endurnýjun hefur verið ágæt hjá okkur, við erum alltaf að fá einn og einn ungan í við- bót. Í fyrra voru Jón Nordal Haf- steinsson og Magnús Gunnarsson að vinna titil í fyrsta sinn og nú er kom- in ákveðin hefð og reynsla sem þeir byggja á. Ég myndi segja þetta mjög gott lið, það þarf bara að slípa það saman. Veturinn verður langur hjá okkur því Evrópukeppnin spilar inn í hann. Við erum með frábæran mannskap en þó ekki sé hægt að ætlast til að vinna allt en liðið á að geta náð árangri.“ Keflavík fær 410 stig, Grindavík 378, KR 346, Njarðvík 314, Haukar 299, Snæfell 235, Tindastóll 228, Breiðablik 138, ÍR 131, Hamar 129, KFÍ 127 og Þór Þorlákshöfn 69 stig. Ætlum að halda okkur í deildinni „Við áttum von á þessu en mark- mið okkar er að halda okkur í deild- inni og viljum ekki vera með of mikl- ar yfirlýsingar,“ sagði Róbert Halldórsson í stjórn KFÍ um spána en Ísfirðingum var spáð 11. sæti deildarinnar með 127 stig. Reyndar vantar bara 11 stig til að taka 8. sæt- ið af Breiðabliki. „Við erum að koma upp eftir nokkurn tíma en það er mikill metnaður hjá okkur og líka hugur í fólkinu fyrir vestan svo það verður erfitt að sækja okkur heim í vetur, við ætlum að fylla húsið og fá stemmninguna með okkur. Ef við vinnum okkar heimaleiki er aldrei að vita hvað gerist. Það eru margir góð- ir í liðinu og einnig margir ungir efnilegir strákar að skila sér úr yngri flokkunum og munu sanna sig í vetur. Það hefur helst háð okkur að útlendingarnir okkar eru að koma til landsins daginn fyrir fyrsta leik.“ Þjálfari Þórs afneitar botnsætinu Nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn var spáð neðsta sæti deildarinnar en Billy Dreher þjálfari þeirra ætlar sér í úrslitakeppni. „Ég get bara ábyrgst að við verðum ekki í tólfta sæti. Ég þjálfaði hjá Þór fyrir nokkrum árum, þá vorum við ekki með nærri eins gott lið og nú en unn- um samt nokkra úrvalsdeildarleiki og bikarleiki,“ sagði þjálfarinn í gær. „Ef maður lítur á tölfræðina höfum við ekki mikla reynslu en hjá okkur eru fjórir leikmenn sem geta skorað tuttugu stig í hverjum leik. Við mun- um því koma nokkrum liðum á óvart með traustu fjölbreyttu liði – við ætl- um okkur í úrslitakeppnina og ég held að við eigum góða möguleika á því. Við höfum suma af bestu stuðn- ingsmönnum á Íslandi og fáum góða áhorfendur á heimaleiki svo það verður erfitt að vinna okkur heima auk þess að góður hópur mun fylgja okkur á útileiki.“ Guðjón Skúlason, annar þjálfari Íslandsmeistaraliðs Kefla- víkur í körfuknattleik, er ánægður með meistaraspána „Mikill stöðug- leiki hjá okkur“ „SPÁIN leggst vel í mig, hún er bara eins og okkar menn vilja að þetta sé hjá okkur,“ sagði Guðjón Skúlason, sem mun þjálfa Kefl- víkinga ásamt Fali Harðarsyni. „Það hefur alltaf verið þannig að menn vilja vinna ríkjandi meistara og breytist ekkert. Menn vilja taka þetta af okkur en ég held að við höfum bæði keppnisskap og vilja til að halda okkar sæti. Ég held að við séum búnir að koma því inn hjá Keflvíkingum að það sé stöðugleiki í liðinu og þeir vilja halda þessu sæti en það þarf að vinna fyrir því.“ Eftir Stefán Stefánsson FÓLK  JALIESKY Garcia, landsliðsmað- ur í handknattleik og fyrrum leik- maður HK, skoraði 7 mörk í gær- kvöld þegar lið hans vann Aue, 40:31, í þýsku bikarkeppninni. Annar fyrr- um HK-ingur kom mikið við sögu því hinn tékkneski Michal Tonar skor- aði 6 mörk fyrir Aue.  EINAR Örn Jónsson skoraði 2 mörk en Rúnar Sigtryggsson ekkert þegar lið þeirra, Wallau-Massen- heim, vann Forchheim, 29:25, í bik- arkeppninni.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og félagar í Kronau-Östringen voru slegnir út úr bikarnum af 3. deild- arliðinu Hüttenberg en þeir töpuðu, 30:28, eftir framlengingu. Düssel- dorf úr 2. deild, með Alexanders Petersons, vann stórsigur á 1. deild- ar liði Pfullingen, 33:25.  NORSKA staðarblaðið Budstikka segir frá því að eini maðurinn sem hafi verið vonsvikinn eftir sigur Sta- bæk á Brann í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu hafi verið Íslend- ingurinn Tryggvi Guðmundsson en hann var í leikmannahóp liðsins, en kom ekki við sögu í 6:0, sigri Stabæk. Að sögn blaðsins lyftist brúnin á Tryggva daginn eftir þegar hann skoraði þrennu í 4:2 sigri varaliðsins gegn Kvik Halden í 2. deildinni.  GAUTE Larsen, þjálfari liðsins, segir að það sé vel skiljanlegt að Tryggvi hafi ekki verið ánægður með að sitja á bekknum gegn Brann en liðinu hafi gengið vel á meðan leikmaðurinn hafi jafnað sig á fót- broti. Tryggvi mun hafa strunsað út úr búningsherberginu eftir leikinn gegn Brann á meðan aðrir leikmenn voru enn að fagna sigrinum.  DON Hutchison, leikmaður West Ham, hefur orðið við beiðni Berti Vogts landsliðsþjálfara um að taka sæti í skoska landsliðshópnum fyrir leikinn á móti Litháum á laugardag- inn. Vogts hefur þurft að sjá á eftir nokkrum leikmönnum sínum sökum meiðsla og segist þurfa á Hutchison að halda. MARK Palios, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, til- kynnti á blaðamannafundi í gær- kvöld að enska landsliðið færi til Tyrklands í dag vegna leiksins þar í undankeppni Evrópumótsins á laugardag. Leikmenn liðsins höfðu áður hótað því að fara ekki vegna þess að Rio Ferdinand var settur út úr landsliðshópnum fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Pallios sagði í stuttri yfirlýsingu að málið hefði verið rætt fram og til baka við leikmennina og niður- staðan lægi fyrir. Nú væri leikurinn sjálfur aðalatriðið og allir viðkom- andi myndu einbeita sér að honum og engu öðru. Sven Göran Eriksson, landsliðs- um að það hafi brugðist okkur mjög illa. Einum félaga okkar var refsað án þess að hann fengi að bera hönd fyrir höfuð sér, eins og hann átti rétt á. Þeir sem tóku þessa ákvörð- un hafa veikt lið okkar, gegn vilja þjálfarans og leikmannanna. Við biðjum þjálfara, starfslið og stuðn- ingsmenn afsökunar á þeim áhyggj- um sem við kunnum að hafa valdið en í hugum okkar var aldrei nein spurning um þátttöku okkar í þess- um leik.,“ sagði meðal annars í yf- irlýsingunni. Talið er að Ferdinand hafi sjálfur haft mikil áhrif á félaga sína í landsliðinu því hann hvatti þá eindregið til að fara til Tyrklands. „England er stærra en Rio Ferdin- and,“ sagði varnarmaðurinn. þjálfari Englands, sagði að undir- búningur fyrir leikinn hefði verið erfiður og fram að þessu hefði ekk- ert verið rætt um sjálfan fótbolt- ann. Nú yrði hægt að einbeita sér að honum, leikmenn enska liðsins hefðu í stuðningi sínum við Rio Ferdinand sýnt hversu samstilltir þeir væru, og þeir myndu sýna það sama inni á knattspyrnuvellinum í Tyrklandi. Þeir Palios og Eriksson svöruðu ekki spurningum fréttamanna á fundinum, sem stóð aðeins í örfáar mínútur. Yfirlýsing frá leikmönnunum var lesin upp á fundinum. „Sambandið sem við tilheyrum hefur komið illa fram við einn félaga okkar. Við telj- Leikmenn Englands fara en telja sambandið hafa brugðist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.