Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 49
Stórkostleg
gamanmynd sem
er búin að gera allt
sjóðvitlaust í USA
með Jamie Lee
Curtis og
Lindsay Lohan í
aðalhlutverki.
Yfir 100 M$
í USA!
Þetta er sko
stuðmynd í
lagi!
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10. . B.i. 12.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Ísl tal
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. Ísl tal
Frá leikstjóranum
Ridley Scott sem
færði okkur
myndirnar
Gladiator,
Hannibal, Blade
Runner og Alien
"Skotheldur leikur
og frábært handrit."
HP KVIKMYNDIR.COM
KVIKMYNDIR.IS
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. B.I. 16.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B.i. 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Topphasarmyndin
í USA í dag.
Fór beint ítoppstætið
í USA
Topphasarmyndin
í USA í dag.
þrælmögnuð
yfirnáttúruleg
spennumynd sem
hefur slegið
rækilega í gegn. SV MBL HK.DVKVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.IS
SV MBL
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
Frá framleiðanda
Fast & the Furious og xXx
Löggur þurfa líka hjálp!
FRUMSÝNING
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6.
hafslagi, „Svaraðu eins og skot“,
með svakalegu gítarforspili vísa þeir
óbangnir í „Paperback Writer“ og
önnur kröftug gítarlög frá þeim
tíma, sungið og raddað með hinu
eina sanna Hljóma-nefi. Vissulega
keimlíkt mörgu öðru en svo innilega
Hljómalegt að það er ekki hægt ann-
að en að hrífast með og komast í gír-
inn. Og svei mér þá ef maður bara
helst ekki í þessum gír uns hin tæp-
lega 40 mínútna langa plata rennur
sitt skeið á enda.
Ekki eru öll lögin þó í þessum háa
gæðaflokki. „Mývatnssveitin er æði“
er t.a.m. ekki að virka, er alltof
billegt og suðrænt fyrir rokkarana
sem Hljómar í huga manns eru. „Til
Íslands“ er eitthvað ómarkvisst og
hljómgervlahlaðið, útsetningin fellur
engan veginn að heildinni. Ekki er
heldur sannfærandi að loka plötunni
með ballöðunni „Gamli bærinn
minn“. Þótt innihald textans finni því
samastað á plötu keflvísku Bítlanna
þá virkar það miklu fremur á mann
sem Ljósalag en Hljómalag – með
fullri virðingu fyrir þeirri vinsælu
sönglagakeppni. Helst til of gamal-
dags lag og þá meina ég líka fyrir
fjörutíu ára gamla Bítlasveit. Aðrir
hnökrar eru minni og óverulegir,
þótt þá megi vissulega finna á stöku
stað. Textarnir eru t.d. æði misjafn-
ir. Sumir myndu t.d. flokka undir
leirburð textabrot eins og: „Mý-
vatnssveitin er æði/allan sólarhring-
inn/alveg stórkostlegt svæði/fyrir
þennan eða hinn.“ Í flestum tilvikum
er þetta þó trúlega með vilja gert,
„ort“ með stílbrigði dægurlagatexta
frá 7. áratugnum í huga, þegar sak-
leysið réð ríkjum og mál málanna
voru blöðrulegir textarnir um að allt
væri æði og maður ætti að pæla í
hinu og þessu og slappa svo bara af.
Sé svo, hafi textarnir meðvitað verið
samdir með það í huga þá fyrirgefst
það – enda eru þeir sumir hverjir
bráðfyndnir á sinn hallærislega hátt.
Góðu sprettirnir eru nægir á plöt-
unni og eiga þeir Hljómamenn hver
sínar gullnu stundir. Fyrst ber að
nefna þátt Gunnars, sem líkt og áður
fyrr er fyrirferðarmestur. Hann
semur meirihluta laganna og syngur
meira að segja einsöng í einum
þremur þeirra. Ég held að mér sé
óhætt að fullyrða að sem höfundur
grípandi poppsmella hafi hann ekki
átt betri spretti í háa herrans tíð.
Lög eins og „Við saman“ og „Ást og
friður ’68“ eru grípandi popplög og
haganlega samin og „Veröld sem
var“ einhver fallegasta ballaða sem
Gunnar hefur samið. Ekki er heldur
amalegt að hafa til taks mann eins og
Jensen til að syngja slíkar perlur en
hann hefur ennþá þessa einstöku
silkimjúku og tregablendnu rödd
sem gæðir hvert lag slíkum sannfær-
ingarkrafti að maður getur ekki ann-
að en trúað hverju einasta orði sem
hann segir. Og talandi um sönginn
þá kemur Gunnar ótrúlega sterkur
þar inn. Maður þóttist vita að hann
væri lúmskt góður söngvari og hafi
alls ekki gefið nægilega mikið af sér í
gegnum tíðina sem slíkur. Það sann-
ast hér. Rúnar og Erlingur gera svo
sitt, síðarnefndi með skemmtilegri
bítlaröddun og fyrrnefndi náttúrlega
með nærverunni því rétt eins og hér
áður fyrr gæðir hann bandið rétta
„attitjúdinu“, rétta rokkandanum.
Og lögin tvö sem hann á og syngur,
sýna þar að auki að styrkur síðustu
plötu hans, Það þarf fólk eins og þig,
sem kom út fyrir síðustu jól, var eng-
in tilviljun. Karlinn er einfaldlega í
fantaformi, bæði sem lagahöfundur
og flytjandi.
Hljómaplatan sem kom út árið
2003 býr yfir öllu því sem góð
Hljómaplata þarf að gera. Hún rokk-
ar, er uppfull af spilagleði, hnyttnum
lagasmíðum á köflum, hæfilegum
hallærisskap, kæruleysislegum text-
um og töffaratöktum í bland, allt á
réttum stöðum. Hún er plata sem
gefur góða hugmynd um hverjir eru
og verða hinir einu sönnu Hljómar.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Hinir keflvísku Hljómar ná að endurvekja gamla neistann á nýju plötunni.
Skarphéðinn Guðmundsson
Í KVÖLD á Ellefunni mun rokksveitin Vínyll kynna
nýja fjögurra laga stuttskífu sem ber einfaldlega tit-
ilinn Vinyl EP. Þar er að finna lögin „Nobody’s Fool“
og „Who Gets The Blame“ sem hafa hljómað talsvert á
öldum ljósvakans. Einnig er þarna „nýja“ lagið, „Miss
Iceland“, og lag sem minna hefur heyrst, „Le Ballad“.
„Þetta er náttúrlega bara fyrsta sýnishorn,“ segir
Egill Tómasson, gítarleikari sveitarinnar um plötuna.
„Þetta er undanfari að stórri plötu sem kemur líklega
út eftir áramót.“
Egill gekk til liðs við sveitina fyrir um þremur árum
en fyrsta útgáfa Vínyls hóf starfsemi árið 1997.
„Þetta er nánast nýtt band,“ segir Egill. „Undanfarið
hafa verið miklar pælingar í gangi og við erum búnir
að henda fullt af lögum. Þetta er búið að vera hið ágæt-
asta púsluspil að koma þessu saman.“
Vínyll er búinn að vera á allnokkrum þeytingi í út-
löndum þetta árið og hafa leikið m.a. í Bretlandi og
Bandaríkjunum.
„Það er búið að ganga mjög vel,“ segir Egill. „Og eft-
ir Airwaves förum við svo beinustu leið til New York að
spila á CMJ-hátíðinni.“
Téð hátíð er mikil kynningarhátíð fyrir ungar og
efnilegar sveitir og verða Íslendingar áberandi þetta
árið en fjórar sveitir hafa verið staðfestar; Quarashi,
Singapore Sling, Leaves og Vínyll.
„Það er fullt af bransaliði að fylgjast þarna með,“
segir Egill. „En það eru 750 hljómsveitir að spila! Ís-
lensku hljómsveitirnar eru þó á góðum tíma og á fínum
stöðum. Þetta verður ógeðslega gaman.“
Að lokum má geta þess að í vikunni verður frumsýnt
nýtt myndband við „Miss Iceland“ og er það eftir
Biogen.
Vínyll heldur útgáfutónleika vegna nýrrar stuttskífu
Ballöður og fífl
Morgunblaðið/Sverrir2/5 Vínyls slaka á fyrir kvöldið. Egill er sá til vinstri.
Útgáfutónleikarnir hefjast kl. 22.00.
www.vinyl.is