Morgunblaðið - 12.10.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.10.2003, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú átt auðvelt með mann- leg samskipti og kannt vel við þig í sviðsljósinu. Á komandi ári muntu ganga frá mörgum lausum endum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður munu snúast um allt annað en hagnýta hluti í dag. Gerðu ráð fyrir sam- ræðum um framtíðarvonir og drauma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt erfitt með að koma hlutunum í verk í dag. Þig langar mest til að taka það rólega og láta þig dreyma. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sköpunargáfa þín setur svip sinn á daginn. Verk sem tengjast ljósmyndun, skemmtana- og kvikmynda- iðnaðinum ganga sér- staklega vel. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð tækifæri til að að- stoða einhvern í fjölskyldu þinni. Mundu að greiðvikni fær fyrst gildi þegar henn- ar er þörf. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leyfðu þér að taka það ró- lega og láta þig dreyma. Umræður um bækur og kvikmyndir setja svip sinn á daginn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar til að kaupa þér einhvern munað sem þú hefur, því miður, ekki efni á. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sköpunargáfa þín er með mesta móti í dag. Allar þær hugmyndir sem þú færð eru umhugs- unarverðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur sérstakan áhuga á dulrænum og andlegum málefnum í dag. Eins og stendur hefurðu meiri trú á innsæi þínu en rökhugsun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur til mikillar sam- kenndar með vini þínum. Þig langar til að rétta við- komandi hjálparhönd. Mundu að góð ráð eru gulls ígildi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur frumlegar hug- myndir um það hvernig þú getir aukið tekjur þínar. Skrifaðu þær niður til frek- ari umhugsunar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn hentar vel til hvers konar listsköpunar. Þú hefur líka óvenju góðan skilning á trúmálum og andlegum málefnum í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert tilbúin/n að leggja á þig aukna vinnu til að hjálpa einhverjum í dag. Láttu ekkert halda aftur af þér. Þú veist hvað þér ber að gera. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HAUSTNÓTT Mánaljós og silfur um safirbláa voga! Og senn er komin nótt. – Það skelfur eins og strengur sé strokinn mjúkum boga. Og stjörnuaugun loga á djúpsins botni demantskært og rótt. En bráðum rísa vindar við yztu sævarósa, um unn og strendur lands. Og bylgjuföxin rísa sem beðir hvítra rósa, og boðar norðurljósa í perluhvítum stormi stíga dans. - - - Tómas Guðmundsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 13. október, er áttræð Guðrún Jónsdóttir, fyrverandi skrif- stofustjóri hjá Starfsmanna- félagi Reykjavíkur. Hún er með opið hús í dag, sunnu- dag kl 15-18, í safnaðarheim- ili Árbæjarkirkju og eru allir velkomnir. 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 12. október, er áttræð Úndína Árnadóttir, til heimilis að Furugrund 34, Kópavogi. Úndína er búin að fagna þessum tímamótum með ættingjum og vinum. Í KEPPNISBRIDS er hvert spil sjálfstætt og gert upp strax – bútum er ekki hægt að safna upp í geim, eins og í rúbertunni. Keppnisspilarar hafa næstum gleymt því hvern- ig bútarnir í rúbertubrids geta umturnað venjulegum sagnskilningi: það sem annars væri túlkað sem áskorun í geim, gæti sýnt slemmuáhuga í rúbertu- brids. Norður gefur. Rúberta og NS eiga 60 í bút. Norður ♠ Á1096 ♥ G6 ♦ Á ♣ÁKG842 Vestur Austur ♠ K54 ♠ 8732 ♥ 52 ♥ K94 ♦ G1098 ♦ KD6432 ♣10976 ♣– Suður ♠ DG ♥ ÁD10873 ♦ 75 ♣D53 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 5 grönd * Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Skoðum sagnir. Þar eð NS eiga 60 í bút dugir að spila tvö hjörtu til að vinna geim. Hækkun norðurs í þrjú hjörtu er því slemmu- áskorun. Suður heldur leit- inni vakandi með því að lyfta í fjögur hjörtu, sem sýnir góðan lit en enga fyr- irstöðu til hliðar. Þá stekk- ur norður í fimm grönd til að spyrja um trompið. Svar suðurs á sex hjörtum er þrepasvar sem sýnir tvo af þremur efstu. Spilið er komið til ára sinna og í austursætinu var ungur maður frá Ítalíu að nafni Benito Garozzo. Vestur kom út með tíg- ulgosann og sagnhafi spil- aði vandað litlu trompi úr blindum. Garozzo lét kóng- inn án þess að hugsa sig um eitt augnablik! Sagn- hafi var svo ánægður með framvinduna að hann hugsaði spilið ekki til enda. Hann drap, spilaði hjarta á gosann og litlu laufi úr borði. Hann hugðist auð- vitað fara heim á drottn- inguna til að taka síðustu trompin, en Garozzo tók af honum völdin með því að trompa og hirða slag á tíg- ul. Einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 85 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 12. október, er 85ára Kristján Guðmundsson, fyrrverandi ökukenn- ari, Lindargötu 57. Eiginkona hans er Gyða Sigvaldadóttir, fóstra. Hún varð 85 ára 6. júní sl. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 0-0 6. a3 Bxc5 7. Rf3 b6 8. Bf4 Rh5 9. Bg5 Be7 10. h4 Bb7 11. 0-0-0 Rc6 12. e4 Rf6 13. e5 Rg4 14. Bf4 Hc8 15. Kb1 f5 16. exf6 Rxf6 17. Rg5 De8 18. Rb5 e5 19. Bd3 e4 20. Be2 h6 21. Rd6 Bxd6 22. Bxd6 hxg5 23. hxg5 Rh7 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu á Krít. Garry Kasparov (2.830) hafði hvítt SKÁK Helgi Áss Grétarsson gegn Vladimir Chuchelov (2.608). 24. Hxh7! Kxh7 25. Bxf8 Dxf8 26. Dxe4+ Kg8 27. Dd5+ og svartur gafst upp enda taflið tapað eftir 27. – Df7 28. Dxf7+ Kxf7 29. Hxd7+. Hvítur á leik. Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2004 Skráning er í fullum gangi. Upplýsingar á heimaslóð: www.sidmennt.is og í símar 567-7752, 557-3734, 553-0877. Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. Boðið verða upp á aukanámskeið ætlað landsbyggðarfólki NÁMSAÐSTOÐ grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli íslenska - stærðfræði - enska - danska - spænska - þýska - franska - eðlisfræði - efnafræði - bókfærsla o.fl. Nemendaþjónustan sf. www.namsadstod.is Innritun í síma 557 9233 kl. 17-19 virka daga Haustskreytingar Eins dags námskeið sunnudaginn 19. október frá kl. 10.00-18.00 Kennt verður: Haustkransar, -körfur og -skreytingar. Skráning í síma 555 3932 Sæunn og 897 1876 Uffe Uffe Balslev, blómaskreytir, Hvassahrauni. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Aðalafundur kjördæmisráðsins verður haldinn sunnudaginn 19. október kl. 13.00 í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. a) Alþingiskosningarnar 2003. b) Stjórnmálaályktun, umræður og afgreiðsla. Formenn félaga eða fulltrúar þeirra komi með kjörbréf fulltrúa sinna til fundarins. F.h. stjórnarinnar, Ágúst Þór Bragason. Auðbrekku 14, Kópavogi Næsta jóga gegn kvíða námskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst hefst fimmtudaginn 23. október - þri. og fim. kl. 20. Ásmundur býður upp á einkatíma og ráðgjöf. Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 13. október, er sjötug Kristín Sveinbjörnsdóttir. Afmælisdeginum ætlar hún að verja á heimili sínu sl. 9 og hálft ár, Iðu II, Blá- skógabyggð. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.